Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
iþrottír íþróttír \ý>\ íþróttir
■ Umsjón: Ingólfur Hannesson V J
Garöar Jóhannsson KR reynir án árangurs að stöðva Valsmanninn
Tim Dwyer i leik liðanna s.l. vetur. Rlkharður Hrafnkelsson og Mark
Christiansen, sem nú leikur með IR-ingum, fylgjast með.
IÞRÓTTIR UM HELGINA:
Körfuknattleikur
Laugardagur:
UMFN-ÍR, úrvalsdeild,
Njarðvik kl. 13.00
Fram-Valur, úrvaldsdeild,
Hagaskóli kl. 14.00
IV-IBK, 1. deild,
Eyjum kl. 13.15
Sunnudagur:
KR-IS, 1. deild, kv.,
Hagaskóli kl. 19.00
KR-IS, úrvalsdeild,
Hagaskóli kl. 20.30
UMFS-Snæfell, 1. deild,
Borgarnes kl. 13.00
Handknattleikur
Sunnudagur:
Haukar-FH, mfl. karla,
Hafnarfiröi kl. 17.00
Þessi leikur er nánast vlrslita-
leikur Reykjanesmótsins, sem
staðið hefur yfir undanfarnar
vikur.
Vikingur-KR mfl. kv. R-mót.
Höllin kl. 16.20
Fram-Valur, mfl. kv., R-mót,
Höllin kl. 17.05
0Erlendar ® '«> B
knattspyrnufréttir
■ Kokhraustur
I Hugo Maradona
IEinn “ umtalaðasti knatt-
spyrnumaður heims um þessar
í mundir er án efa hinn 18 ára
I gamli Argentinumaður Diego
■ Maradona. Eftir að hann fór að
I vera mikiö i sviðsljósinu fóru
a menn aö veita eftirtekt yngri
Ibræðrum hans, Raul, sem er 13
ára, og Hugo, sem er 10 ára. 011
í stærstu félög Argentlnu láta nú
I njósnara sina fylgjast með
ISnáðinn Hugo gægjist hér fram-
undan stóra bróður Diego
" Maradona.
strákunum og biða færis að
lokka þá til sin.
Strákarnir hafa auðvitaö of-
metnast af öllu umstanginu og
sá yngri, Hugo, sagöi i viðtali
fyrir skömmu: „Égerhættur að
leika mini-knattspyrnu, þvi aö i
henni er ómögulegt að gefa
langar sendingar, og það sem
verra er aö ekki er hægt að ein-
leik a nógu m ikið þvl það e ru svo
margir á litlu svæði.” Hinn 10
ára gamli Hugo Maradona hef-
ur mælt.
Tilgangslaus öskur
frá hliðarlinunni
Karl Heinz Feldkamp, fram-
kvæmdastjóri og þjálfari
vestur-þýska liðsins FC Keiser-
slautern, á I nokkrum vand-
ræðum þessa dagana. Hann er
vanur þvi að vera óspar á fyrir-
skipanir til sinna manna þegar
þeir leika, en einn þeirra tekur
aldrei eftir þvi sem Feldkamp
öskrar. Það er vinstri kantmað-
urinn Arno Wolf, sem er
heyrnarlaus á öðru eyra, þvi
vin stra....
Skotar skora ekki
úr vitaspyrnum
Annar framkvæmdastjóri
sem á við vandamál að striða er
Jock Stein, stjóri skoska lands-
liðsins. Hans áhyggjur eru að
finna mann i liði sinu, sem er
fær um að skora úr vitaspyrn-
um, þvi þær hafa margar farið
Urvalsdeildin af
stað um helgina
Keppni í úrvalsdeild
körfuboltans hefst í dag
með leik UMFN og IR suð-
ur i Njarðvik. Allt bendir
til þess að þeir körfubolta-
menn haldi áfram þar sem
frá var horfið í spennandi
og skemmtilegu móti í
fyrravetur.
Körfuknattleikurinn tók griðar-
legt stökk uppávið s.l. vetur bæði
hvað snertir gæði og f jölda áhorf-
enda, enda vilja þessir þættir
einatt fylgjast að. „Þenslan i
körfunni hefur verið slik undan-
farin 2 ár að við hjá Kröfuknatt-
leikssambandinu höfum vart gert
annað en að fylgjast meö,” sagði
Stefán Ingólfsson, formaður KKI
á blaðamannafundi fyrir skömmu
og sýna þessi orð hans betur en
margt annað hver þróun hefur
verið.
Núverandi íslandsmeistarar
KR koma til leiks án Bandarikja-
manns I fyrstu 2 leikjunum. Liðið
hefur virkað ósannfærandi á
Reykjavikurmótinu, en þannig
voru þeir einnig i fyrra svo að
þeir kviða litlu. Annars er stóra
spurningin hvernig Kaninn
þeirra, Marvin Jackson.kemur til
aö að falla inn I liðið.
Valsmenn hafa sýnt mikið
öryggi I Reykjavikurmótinu og
var sigri þeirra þar aldrei veru-
lega ógnað. Tim Dwyer kann sitt
fag og óhætt er að spá þvi aö Vals-
mennirnir verði erfiðir viöureign-
ar i vetur.
Nýliðarnir úr fram koma til
með að eiga i erfiðleikum I vetur
þvi þeir hafa ekki sýnt þann
stöðugleika sem þarf til að kom-
ast á toppinn. Takist þeim hins
vegar að laga þann veikleika má
reikna með Fram I 1. til 3. sæti
þegar upp verður staðið i vor.
Sömu sögu er að segja um ÍR og
Fram. ÍR-ingarnir hafa yfir að
ráða mannskap, sem getur sigrað
i deildinni, en þeim hættir til þess
að tapa fyrir þeim liðum, sem
fyrirfram eru álitin slakari. Þetta
varð þeim einmitt að falli i fyrra.
Ef einhverjir eru færir um að
kippa þessu i liðinn eru þaö þjálf-
arinn Einar Ólafsson og Banda-
rikjamaður liðsins Mark
Christiansen.
Lið IS á vafalitið erfiðan vetur
framundan. Þrátt fyrir liðsauka
hafa Stúdentar ekki bætt nógu
miklu við sig frá þvi i fyrravetur.
En þeir geta bitiö hressilega frá
sér og I sjálfu sér þyrfti ekki að
koma á óvart þó að þeir sigruðu
Islandsmeistara KR i dag.
Loks eru það hinir eitilhörðu
Njarövikingar, sem ár eftir ár
virðast vera með besta liöið, en
tekst einhvern veginn að missa
alla titla frá sér. Nú mæta þeir
með hörkuliö sem fyrr og ætla sér
stóra hluti. Það er best að spá
engu þegar UMFN á i hlut, heldur
sjá hvað setur.
Undirritaður er yfirleitt óbang-
inn við að spá um úrslit, en þegar
úrvaldsdeildin i körfubolta er
annars vegar er best að halda að
sér höndum og segja eftirá: Já,
hvað sagði ég ekki,..
— IngH
Nú skulu Tékkar fá
að fínna fyrir því
Eftir helgina leika tsland og
Tékkóslóvakia 2 A-landsIeiki i
handknattleik hér á landi. Fyrri
leikurinn verður á mánudags-
kvöldið kl. 20.30 og seinni leikur-
inn á sama tima á þriöjudags-
kvöldið.
Leikir þessara landa hafa
ávailt verið mjög jafnir og spenn-
andi og hefur þá einu gilt hve
Tékkarnir hafa verið álitnir góðir
fyrirfram. Skemmst er að minn-
ast viðureignar landanna i B-
keppninni á Spáni i fyrravetur.
Þá var leikurinn i járnum allan
timann, mest fyrir tilstilli Is-
lensku varnarinnar, sem hefur
vart leikiö betur fyrr. Undir lokin
var allt á suðupunkti og ör-
skömmu fyrir leikslok geystist
Bjarni Guðmundsson fram og
skoraði jöfnunarmarkið, 12-12.
Ekki er ástæða til annars en aö
ætla að leikir landanna að þessu
sinni verði spennandi og megum
við til meö aö vera bjartsýnir fyr-
irfram vegna augljósa framfara
okkar manna. Afram Island.
— IngH
Bjarni Bessason, lR-ingur er I
hörkuformi um þessar mundir og
leikur væntanlega sinn fyrsta
landsleik eftir helgina.
Bosco er nú cinn af bestu
erlendu leikmönnunum I ensku
knattspyrnunni.
forgörðum undanfarin ár, sér-
staklega þegar mikið liggur við.
Don Masson mistókst aö
skora úr vltaspurnu gegn Perú á
siðustu HM og þar með var eins
og skoska liðið hryndi saman.
Skotar léku gegn Perúmönnum
áheimavellifyrir skömmu, og i
þeim leik lét John Wark
(Ipswich) markvörðPerú verja
frá sér vítaspyrnu.l millitföinni
klúðraði Tommy Hutchinson
(Coventry) vitaspyrnu gegn
Spánverjum i Evrópukeppni
landsliða.
Bosco á útsölupris
Þeir útlendingar sem leika i
ensku knattspyrnunni hafa
flestir staðið sig með afbrigðum
vel, einkum Argentinumaöurinn
Osvaldo Ardiles hjá Tottenham.
En það eru fleiri sem eru að
gera góða hluti. I þeirra hópi er
Júgóslavinn Bosco Jankovic,
sem leikur með Middlesbro.
Bosco er 28 ára gamall og
hefur m.a. leikið 5 landsleiki
fyrir Júgóslaviu. Þegar hann
kom til Boro i fyrravetur átti
hann nokkuð erfitt með aö að-
laga sig ensku knattspyrnunni,
en það lagaðist fljótt. 1 byrjun
þessa keppnistimabils hefur
Bosco sýnt hvern stórleikinn á
fætur öðrum. Hann skoraði
mark I góðum 3-1 útisigri gegn
Tottenham og I næsta leik gegn
Manchester City var hann allt i
öllu hjá Boro, sem sigraöi 3-0.
Þessmá geta að Boro keypti
Bosco fyrir 100 þús. pund og
þykir þaö vafalitið hálfgerður
útsölupris i dag.
Ekki er ráð nema
i tima sé tekið
Knattspyrnusamband Argen-
tinu er löngu byrjað að skipu-
leggja heimsmeistaratitilsvörn
landsliðsins og er öngvu til
sparað. Eins og kunnugt er fer
næsta keppni fram á Spáni og
þar hafa Argentinumenn i huga
að kaupa stórtlandsvæðitil þess
að byggja hús, gera knatt-
spyrnuvelli o.fl. Þessi staður á
siðan að verða æfingasvæöi og
aðalstöðvar liðsins. Þeir hafa
einnig pantað 15 þús. hótelher-
bergi I Barcelona fyrir stuönigs-
menn liösins.
Félagi Mingo er háll
Hér er að lokum stutt saga frá
Brasiliu. Félagi Mingo, kant- u
maður hjá Operário, átti aö ■
mæta i lyfjanotkunarpróf eða I
dóp-test eftir leik fyrir Z
skömmu. Um leið og flautað var |
til leiksloka hljóp Mingo út af ■
vellinum og faldi sig i nokkra |
daga. m
Nokkru seinna átti Operário ■
aðleikaogþávarMingomættur ■
á kantinn og öllu harðskeyttari £
en fyrr. Hann stórslasaði 3 mót- I
herja,lentiihandalögmálum og ■
hefði að sjálfsögðu átt að fá |
reisupassann, en dómarinn var n
orðinnhálfhræddur við kappann |
og þorði ekki að reka hann útaf. ■
Þegar að menn sáu djöful- .
ganginn i Mingo I þeim leik átti I
enn að reyna að færa hann til ■
prófsins. En kappinn sá við |
þeim. Hann fór að haltra ■
skömmu fyrir leikslok og var I
skipt út af. Þar meö var fuglinn ■
floginn og hefur ekki til hans ■
spurst siðan.
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
■
I
■
„Hvur djöf..., þarna koma þeir. I
Þaö er eins gott að forða sér.” "