Þjóðviljinn - 03.11.1979, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.11.1979, Qupperneq 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardágur 3. nóvember 1979 Laugardagur 3. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 FATLAÐ FOLK, ONYTT AUÐLIND tJt varpserindi Magnúsar Kjartanssonar fyrrverandi ráö- herra sl. miðvikudagskvöld vakti mikla athygli og --Varð hann góðfúslega við þeirri heiðni Þjóö- viljans að erindið yrði birt I blaðinu i heild. Fyrrsagnir og millifyrirsagnir eru blaðsins: Góðir áheyrendur. Ég dvaldist i Danmörku i sumar um nokkurra mánaða skeið. Erindi mitt var að bera saman lög, reglugerðir og reglur um málefni fatlaðra i Danmörku annarsvegar og hér heima hins- vegar, en löggjöf okkar og reglur um þau efni hafa verið sniðnar eftir dönskum fyrirmyndum, venjulegast festar i lög hérlendis um svipað leyti og Danir töldu þær úreltar. Ég hafði náið sam- band við heildarsamtök fatlaðra i Danmörku og styrktarsamtök fatlaðra, einnig fékk ég að sitja fundi stjórnskipaðrar nefndar sem hafði þaö verkefni aö leggja á ráöinum þátttiacu Dana i alþjóöa- ári fatlaöra 1981, aögerðir innan- ; lands i Danmörku og hlut Dana I alþjóðlegri baráttu fyrir jafnrétti fatlaðra hvarvetna á heims- kringlunni. 25% á móti 13.5% Ég varð mjög margs vlsari við þessa könnun mina en ætla ekki aötiunda það í einstökum atriðum hér. Ein tala n ægir raunar tál þess að varpa ljósi á ástandiö. Á undanförnum árum hafa Danir variö til félagsmála i heild um tuttugu ogfimm hundraðshlutum af vergri þjóöarframleiðslu á markaðsviröi, en viö Islendingar 13.5 hundraöshlutum. Við er- um rétt rúmlega hálfdrættingur á þessu sviöi, eins og raunar' flestum öörum. Svipuðu máli gegnir um framlög til þess að stuðla aö endurhæfingu og jafn- rétti fatlaðra, nema þar eru hlut- föllin trúlega enn óhagstæðari Islensku samfélagi vegna þess aö i Danmörku eru til margir gildir einkasjóöir ætlaðir fötluðum og hafa ekki enn farið forgörðum i óöaverðbólgu. Sérhyggjumenn Danaveldis kvarta og kveina undan því að fólk sé að kikna undan þeirri byrði sem á það sé lögð vegna fatlaðra. Sami volæöistónninn heyrist einnig hjá islenskum hálfdrættingum jafn- vel á óliklegustu stöðum, aö þjóöin sé að sligast undan heil- brigöisþjónustu og almanna- tryggingakerfi. Fyrir nokkrum árum boöaði kunnur stjórnmála- leiötogi þá kenningu aö enginn skyldi lagður á sjúkrahús nema hann gæti borgaö matinn sinn sjálfur, hinir mættu drepast drottni slnum. Þegar fjárlög voru afgreidd i fyrra fyrir þetta fjár- hagsár voru felld niður framlög almannatrygginga til þess að gera þunguöum konum kleift aö fara til tannlæknis, einnig þar skyldi efnahagurinn ráöa og þær snauöari tyggja matinn sinn meö geifhim einum. Égvarðþess ekki var að nokkur alþingismaður sæi ástæöu til að gera athugasemd við þessa breytingu. 1 Danmörku standa almannatryggingar undir öllum tannlækningakostnaöi að verulegu leyti, og þar hefur rétt- urinn ekki veriö skertur heldur aukinn. Mikill fjöldi fólks hefur hringti mig á undanförnum árum og greint mér frá þvi að Tryggingastofnun ríkisins hamist . viö að lækka örorkumat á fötluðu fólki sem hefur reynt aö Uöra ofan af fyrir sér meö starfi þrátt fyrir fötlunina, fatlaöir eiga aö sitja Uti i horni og halda sér saman. 1 Danmörku eru framkvæmd laga- ákvæöi um forgangsrétt fatlaðra til starfa að ööru jöfnu á vegum rikis og sveitarfélaga. Hérlendis hafa hliðstæð lagaákvæði verið dauður bókstafur i áratug, brotin af öllum félagsmálaráðherrum sem setið hafa. I borgarstjórn Reykjavikur var þaö formlega samþykkt af meirihluta nýlega að þessi lög skyldu brotin. Mann- réttindaákvæði islenskra laga eiga greinilega ekki að ná til okkar sem fótluð erum. Stéttbundið pen- ingamat á manns- lífum Margir íslenskir stjórnmáia- menn horfa fránum sjónum til fjarlægra staöa á hnettinum og fella haröa dóma um mann- réttindabrot, og þaö er vel. En þeir koma ekki auga á þau mann- réttindisem brotineruá fötluðum á tslandi. Þeir ættu að minnast þess sem Matteus guöspjalla- maður hef,ur eftir meistara sinum. þannig metinn á rúmar átta milj- ónir króna á núviröi, svo að ég noti málfar hagfræöinga. Ég hef bréf upp á þaö frá Trygginga- stofnun rlkisins að ég sé aöeins . fjóröungur úr manni og verögildi mitt I krónum taliö ætti þá aö vera um tvær miljónir króna eða ámóta upphæð og ráöherra fær fyrir störf sin i háifan annan mánuð. vift þetta almenna mat bætist siðan upphæö sem stéttar- félög semja um i vinnudeilum við atvinnurekendur. Einnig þar eru mannsllf metin til peninga, hand- leggur er verðlagöur, fótleggur upphæðir svara á svokölluöu núgildi og efast um að nokkur tölva geti reiknað það I þeirri hringavitleysu peningamála sem einkennir islenskt þjóðfélag. Hitt finnst mér afarfróölegt, aö sá látni sem metinn var til tiu þúsunda króna var eiginkona, verögildi hennar var talið aðeins þritugasti hluti af verðgildi karl- kyns vélastjóra. Hæstiréttur hefur einnig metið til fjár hvers- kyns fatíanir. TH ér listi um mat pessa æosta dómstóls þjóöarinnar árin 1950-1964, á verðgildi háls- iiðar, hryggjarliöar, blööru, á Jafnréttisganga fatlaðra gerði mörgum Ijóst hve fjöldi hreyfihamlaöra er mikill,en sjá verður til þess að sá góði hugur sem fötluðum var sýndur þá komi einnig fram I verki. „En hvi sér þú f lisina i auga bróður þins, en tekur ekki eftir bjálkanum i auga þinu ... Hræsn- ari, drag fyrst bjálkann út Ur, auga þinu, og þá muntu s já vel til aðdraga út flisina Urauga bróður þins.” sömuleiðis, sjón, heyrn, ilman smekkur og tilfinning. En þetta mat er stéttbundið, verögildi manna i peningum fer eftir þvi hversu hátt þeir standa i þjóð- félagsstiganum margfræga. Smánarleg afkoma fatlaös fólks, langstœrsta félags- lega bölið á íslandi SU undarlega þróun hefur gerst hér á tslandi á undanförnum ára- tugum að reynt er aö meta ailt til peninga og ákeföin hefur oröið þeim mun magnaðri sem pening- arnir hafa glataö verðgildi sinu örar. Við þegnarnir erum einnig metnir til fjár. Efmaöur á réttum aldri fellur frá fær makinn bætur frá Tryggingastofnun rikisins, sem nema 85.379 krónum á mánuöi I átta ár, og iviö meira ef börneru á framfæri. Sé miðað viö barnlaus hjón er einstaklingurinn Lifið sjálft metið til fjár Ég hef I fórum minum yfirlit um hæstaréttardóma um mann- gildi reiknað I peningum á árunum 1950 til 1964 sýna að manngildi er reiknað á ákaflega mismunandi hátt eftir þjóöfélags- stöðu, peningagildi mannlífs var á þeim árum metiö frá 10 þúsund króna til 300þúsunda: mér er um megn aö áætla hverju þessar þarmi, ökkla, kjálkabroti, glóðar- auga, rifjabroti, nefbroti o.s.frv. undirliðirnir eru 58. Allir eru þessir dómar stéttbundnir og kynbundnir, verkamenn fá miklu minni bætur en flugmenn vegna sama áfalls, konur minna en karlar. Um þetta væri hægt aö flytja langt mál, hvergi birtis fáránleiki peningaþjóöfélagsins jafn skýrt og I þessum tilraunum til þess aö meta til fjár það sem ómetanlegt er, lifið sjálft. Fatlaðir ekki taldir með Ég læt mér þó nægja að þessu sinni aö benda á, aö þaö er fram- færsluviðhorfiö eitt sem enn er notaöá Islandi til þess að meta lif og dauöa-, það eitt skiptir máli að enginn deyi úr bráðahungri og þar með er upptaliö. Ekkert tillit er tekiö til þeirra stórfelldu umskipta sem orðiö hafa á sviði læknisvisinda undanfarna ára- tugi, eða nánartiltekið frá siöustu heimsstyrjöld þegar lögð var áhersla á að þeir sem höföu fatlast af styr jaldarvöldum kæmust sem fyrst á vigvöllinn aftur. Éghitti ifyrral New York helsta upphafsmann nútimalegra endurhæfingarlækninga, Howard A.Rusk, og hann gaf mér sjálfs ævisögu sina, en þar gerir hann grein fyrir þvi að afskipti hans af fötlunarmálum hófust þannig að bandariska herstjórnin bað hann að kanna hvernig væri með sem skjótustum hætti unnt að koma ! fötluöu fólki út á vigvöllinn aftur. Þessari starfsemi var sem betur fer haldiðáfram að striði loknu og hún hefur leitt til gerbyltingar á , getu fatlaðra til þess aö lifa sæmandi lifi, þó þróunin á sviði geðfötlunar hafi enn sem komið er ekki veriö jafn ör. Fyrst ég minntist á New York get ég bætt þvi við að ég var um þær mundir einn af fulltrúum Alþingis Islendinga á Allsherjarþingi SÞ. Ég átta öi m ig f ljótlega á þvi að ég var eini fulltrúinn af fjölmörgum þúsúndum frá gjörvöllu mann- kynisem varðað nota hjólastól til þess aö komast leiðar minnar. Fatlaðir eru greinilega ekki taldir hluti af mannkyninu, þótt fjöldi þeirra i heiminum öllum sé nálega jafn mikill og fjöldi Kln- verja. Fjórðungur úr manni Ég minntist áðan á þá áráttu að meta lif manna og heilsu til pen- inga. Vissulega er það mikils virði að hafa i sig og á, kjör fatl- aöraerusmánarleg og fara sifellt rýrnandi á timum óöaverðbólgu. Þaö er ekki reiknuö út nein visi- tala um kjör okkar sem fötluö erum, þótt afkoma okkar sé allt önnur en hinnar viöfrægu visi- tölufjölskyldu. Ég skal nefna eitt dæmi um þetta. Ég hef veriö úrskurðaður f jórðungur úr manni og samkvæmt þvi fæ ég lifeyri á mánuöi um 60-70 þúsundir króna. Ég þarf ekki á tekjutryggingu aö halda vegna þess að ég fæ hálf þingmannseftirlaun I örorku- bætur, þó ekki ókeypis bensin eða . ókeypis sima, eins og fyrrverandi starfefélagar mfnir hafa. Ég fór um daginn og lét fylla geyminn á bilnum af bensini. Ég sá þá að örorkubæturnar minar frá tryggingunum hrukku til þess aö fylla geyminn þrisvar í mánuði. A sama tima I fyrra nægðu þær til þess að fylla geyminn sex sinnum. Lifskjör min gagnvart bensini hafa þannig verið skert um helming og er þó bensin lífs- nauðsyn fyrir mig ef ég á ekki aö Iáta mérnægjaaösitjaiitií horni. Meira en helmingur upp- hæðarinnar rennur I rikissjóö, það er litið á fötlun sem forsendu skattheimtu. Sérhver áheyrenda minna geturrif jað upp I huganum fjölmörg hliðstæö dæmi. Beethoven var heyrnarlaus En þótt tekjur okkar séu mikil- vægt atriði þá er krónugildi þeirra ekki lykillinn til að leysa vanda okkar til frambúðar. Versta vandamál okkar er það að mannréttindi okkar eru takmörk- uð I þeim mun rikara mæli sem fötlun okkar er alvarlegri. Tökum samgöngur sem dæmi, og litum á þær frá sjónarmiði fatlaðs manns I hjólastóli, þvi það er sjónarhorn sem ég þekki best af eigin raun. Enginn fatlaður bundinn við hjólastól getur af eigin ramleik ferðast með flugvél, farþega- skipi, langferðabifreið eða strætisvagni þar sem þeir eru. A hliöstæðan hátt getur fatlaður i hjólastóli ekki notað skólakerfiö af eigin rammleik, hvorki i grunnskólum, framhaldsskólum né Háskóla Islands. Mér var sagt frá þvi ekki alls fyrir löngu að lyft an i Háskólabyggingunni heföi veriö biluð I meira en ár, án þess að stjórnarvöldum heföi þótt taka þvi að gera við hana. Ég hygg að enginn almennur vinnustaður á Islandi sé þannig hannaður að fatl- aöur maöur i hjólastól geti starfaö þar. Enginn fatlaöur maður i hjólastóli getur af eigin rammleik komist inn I anddyri Alþingishússins hvað þá lengra. Enginn fatlaður maður í hjóla- stóli getur af eigin rammleik far- ið á fund ráðherra i stjórnarráös- húsunum, hvað þá flutt sig yfir I ráðherrastól. Enginn fatlaöur maður i hjólastóli getur heimsótt : forseta Islands af eigin ramm- j leik, hvorki á Bessastööum né I forsetaskrifstofunni I elsta tukt- húsinu I Reykjavík hvað þá sest I ; forsetastól. Einhverjum kann aö ; virðast það tilætlunarsemi aö tala Um að fatlaður maður i hjólastóli gæti orðiö forseti, en einn merk- asti stjórnmálamaður þessarar aldar Roosewelt Bandarikja- forseti gat ekki flutt sig um set nema hann væri borinn eöa hon- um ekið i hjólastóli. Honum tókst þetta vegna þess að hann var ekki aðeins gáfaður og atorkusamur, heldur og vellauðugur og gat greitt mönnum kaup til þess að hjálpa honum aö bæta upp fötlun- ina. Roosewelt er lýsandi for- dæmi, og fordæmin eru mjög mörg. Beethoven var heyrnar- laus með öllu þegar hann samdi niundu hjómkviðuna með óðnum til gleðinnar og stjórnaði hljóm- sveitinni meira að segja. Ýmsir . mestu snillingar mannkynssög- unnar hafa vistast á geösjúkra- íhjúsum mörg ár ævi sinnar. Fötl- un er ekkert mat á hæfileikum manna, hæfileikar þeirra geta verið jafn miklir og annarra, ef þeir fá jafnrétti. Ég nefni enn eitt dæmi: Halldór Rafnar lög- fræðingur öryrkjabandalagsins hefur bæði þekkingu og andlega burði til þess að vera hæsta- réttardómari, en hann gæti það ékki vegna þess að lagasöfn og dómar og aðrar heimildir hafa ekki verið gefnar út á blindraletri eða á annan hátt sem honum kæmi aö gagni. Fatlað fólk er auðlind j Yrði það ekki afar dýrt að gera lallar þessar breytingar i þágu fatlaðra? spyrja peningahyggju- menn. bvi er öfugt farið. Fatlaö fólk á Islandi er auðlind sem að- eins er nýtt að mjög takmörkuðu leyti, við erum engu ómerkari auðlind en þorskarnir i sjónum, fallvötnin og varaorkan. Ef okkur gæfist tækifæri til, myndum við á skömmum tima greiða allan þann aukakostnaö sem hlytist af þvi aö tryggja okkur jafnrétti i þjóö- félaginu og siðan myndi vinna okkar auka þjóöarframleiðslu og þjóöartekjur i allra þágu. Viö er- um ekki að biðja um neitt, við er- sér ljóst að fjöldi fatlaöra á tslandi væri svona mikill, og sáu þeir þó'aðeins litiö brot. I sam- bandi við gönguna uröum viö hvarvetna vör við góðvild og hlýju, en þvi miður hrökkva þeir ágætu eiginleikar skammt ef þeim er ekki fylgt eftir I verki. Allir gleymdu fötluðum Viö erum öll afar gleymin. Hér á dögunum dó siðasta löggjafar- samkundan okkar úr bráökveddu á barnsaldri og þvi fylgdu enda- iausar útfararræður i hljððvarpi og sjónvarpi i 6-7 klukkutima. Ég fylgdist nákvæmlega með öllum þessum umræðum, hlustaöi á hverja einustu ræðu. Þessari einkennilegu háttsemi minni olli ekki aöeins almennur áhugi á þjóðmálum. Ég var haldinn illum grun þegar umræðurnar hófust, og sá grunur var orðinn að stað- reynd þegar þeim lauk. Ræðu- mennirnir allir voru til skiptis hvassyrtir og faguryrtir, þeir lof- uðu þjóðfélagshópnum öllu fögru hver frá sinum sjónarhóli, en þó var eitt sem skorti hjá öllum. Þaö var aðeins einn ræöu- maður sem mundi eftir þvi að til væri fatlað fólk á Islandi, og talaöi um það i liknartóni. Það var ekki einn einasti ræöumaður sem mundi eftir þvi að skert mannréttindi og smánarleg af- koma fatlaðs fólks eru lang- stærsta félagslega bölið á Islandi. Ekki einn einasti af þessum gal- vösku leiðtogum stjórnmála- flokkanna virtist hafa hugmynd um réttleysi og kjör okkar sem fötluð erum. Með þessum orðum er ég ekki fyrstog fremst að ráðast á stjórnr málaflokkana og leiötoga þeirra. Ég er að gagnrýna okkur sjálf. Við erum samkvæmt gamaili hefð hógvær og af hjarta litillát. Það geta verið góðir eiginleikar, en þeir eiga ekki við i sambandi við stjórnmálabaráttu. Við höfum kosningarétt á Islandi, 20-30 þús- undir fatlaðra manna, og á alþingi hafa setið einir tiu menn i öllum flokkum sem hafa verið kjörnir með atkvæðum okkar en þeir vita ekki að þeir eru fulltrúar okkar vegna þess að við þegjum. Ætli meirihluti alþingismanna sé ekki kjörinn af kjósendum sem eru fatlaöir, nánum aðstandend- um þeirra, vinum og kunningjum, en meirihluti Alþingis veit þetta ekki, vegna þess að við hegðum okkur eins og mýs undir fjala- ketti. Ariö 1980 veröur að vera ár fjörugra umræðna og réttindabaráttu fatlaöra um land allt, en áriö 1981 ár framkvæmda um að bjóða fram hæfileika okkar og getu til þess að treysta sam- félag okkar. En samfélagiö gerir sér ákaflega óljósa hugmynd um það að við séum yfirleitt til. Við vöktum mjög myndarlega athygli á tilveru okkar með jafn- réttisgöngunni i fyrra og fengum þvi þegar I stað framgengt að búið er að gera Kjarvalsstaði aö- gengilega fötluðum ásamt nauð- synlegri salernisþjónustu og tveir fulltrúar fatlaðra tóku þátt I störfum til þess aö semja reglu- gerð með byggingalögunum nýju. Hitt var ekki minna virði að þetta framtak okkar vakti alþjóöarat- hygli; dagana eftir gönguna hringdi siminn hjá mér látlaust og viðbrögð allra viömælenda minna voru hin sömu: takmarka- laus undrun á þeim mikla fjölda fatlaöra sem þeir sáu i göngunni menn sögöust alls ekki hafa gert Breytum afstöðunni Það hefur alla tið veriö brýnt að viö breyttum þessari afstöðu en aldrei hefur það verið jafn aug- ljós nauösyn og nú þegar fram- undan er alþjóöaár fatlaðra sem SÞ hafa kveðið á um 1981 og hefst að rúmu ári liönu. Við þurfum að tryggja þaö að stjórnmála- flokkarnir allir móti stefnu sem hrundið verði I framkvæmd á ári fatlaðra og þá stefnu verða stjórnmálaflokkarnir aö móta fyrir kosningarnar nú i desem- berbyrjun, þvi að þá verða kjörn- ir þeir menn sem taka ákvarðanir um aðgerðir opinberra stjórn- valda a ári fatlaöra. Um ástandiö eins og það er nú má taka fjár- lagafrumvarpið nýja. Tillögur endurhæfingarráðs um óhjákvæmilega fjármuni voru skornar niður við trog, án þess að Magnús Kjartansson: Fatlaðir eru ekki að biðja um neitt.heldur eru þeir að bjóða fram þá starfs- orku sem þjóðfélagið nýtir ekki i dag. Útvarpserindi Magnásar Kjartans- sonar fyrr- verandi ráöherra nokkur þingflokkur hafi séð ástæöu til þess að mótmæla. Félagsmálaráðherra hefur ekki enn komið þvi i verk að fela nefnd að skipuleggja tilhögunina á ári fatlaðra á Islandi af hálfu stjórn- valda, og á þvi sviöi er tsland trú- lega endemi allra rikja heims. Meðan ég dvaldist i Danmörku I sumar fékk ég að taka þátt I fund- um dönsku nefndarinnar sem fjallar um þessi mál, eins og eg nefndi i upphafi. Hún hefur þegar skilaö af sér störfum. en um ára- mót tekur við landsstjórn skipuð fulltrúum allra samtaka fatlaöra i Danmörku og framkvæmda- stjórn sem hún velur og á m.a. að fjalla um niðurstöður nefndarinn- ar stjórnskipuðu. Samtök fatlaös fólks é Islandi munu ekki fá i hend urnar tillögur frá neinni stjórn- skipaðri nefnd, en engu að siður verða öll samtök fatlaöra að kjósa landsnefnd fyrir næstu ára- mót, sú landsnefnd verður siöan að velja sér framkvæmdastjórn og ráöa að minnsta kosti einn framkvæmdastjóra sem hafi alla þræði i höndum sinum og tryggi ötult starf I öllum landshlutum. Arið 1980 verður. að vera ár fjörugra umræðna og réttinda- baráttu um land allt, en árið 1981 ár framkvæmda. Framkvœmdir 1981 Viö skulum láta framkvæmdina á ári barnsins hérlendis verða okkur viti til varnaðar. Hér hafa verið haldnar fagrar ræöur birst hafa ljúfar greinar i blöðum, i Reykjavik hefur verið haldin fróðleg og skemmtileg sýning. og nú er verið að vara börn við vimugjöfum. En þetta er allt og sumt, hér hefur ekkert verið gert nema þá helst það aö Alþingi Islendinga hefur verið breytt i sandkassa. Ef við viljum að áriö 1981 verði ár athafna, veröum við að taka virkan þátt I þeirri kosninga - baráttu sem nú er hafin, þvi að nú verða kosnir þeir alþingismenn sem eiga að gegna störfum árið 1981 og velja þá ráöherra sem þá eiga að starfa i stjórnarráði. Viö skulum vekja athygli alþingis- frambjóöenda og flokka á þvi, að við fatlaöir höfum vald til þess að hefja menn og lægja i kosningum, og að við erum staðráðin i aö beita þvi valdi. Viö skulum fylgj- ast gaumgæfilega með þvi hverju flokkar og frambjóöendur lofa fyrir kosningar, og jafn vendilega með þvi hverjar efndirnar veröa aö kosningum loknum. Við bein- um athygli okkar ekki að nein- um einum flokki öörum fremur, von okkar er sú að þeir vinni allir sameiginlega að jafnrétti fatlaðra: ekki veitir af að til séu vettvangar sem sameini þessa sundurlyndu þjóð. Verið þið sæl. Nú gengur vetur I garð og þá verður mörgum ibúum höfuðborgar- svæðisins og nágranna- byggða hugsað til skiða- og útivistarsvæðisins i Bláfjöllum. Eflaust munu fjölmargir, ungir sem aldnir, sækja viðtalldagsins Þjónustumið- stöð rísi í Bláfjöllum þangað heilsubót og rjóða vanga i vetur sem endranær. Aðsókn að Bláfjallasvæðinu hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. — Bláfjallanefnd hefúr lagt til við sveitarfélögin sem að henni standa að hún fái aö hefja bygg- ingu á svokallaðri þjónustumið- stöð, sagði Stefán Kristjánsson iþróttaf ulltrúi Reykjavikur- twrgar og formaður Bláfjalla- nefndar I viðtali viö Þjóöviljann i gær. Þetta er um 600 fermetra bygg- ing, sem þarnaer fyrirhuguð. Þar verður salernisaöstaða, veitinga- aðstaða fyrir léttar veitingar og pláss fyrir fólk til að borða nestiö sitt og aðsetur fyrir starfsfólk. Nefndin lagöi til að veittar yrðu til þjónustumiöstöðvarinnar á næsta ári 120 miljónir króna, en taliö er að fullfrágengin muni byggingin kosta um 200 miljónir. Þetta er nú stærsta verkefniö sem er á döfinni hjá okkur. Við stefnum einnig að þvi að lýsa gönguspor, þannig að fólk geti gengið svolitið fyrr. Það eru margir sem koma seinnipartinn og æfa sig i upplýstum brekk- unum. Við höfum hinsvegar ekki upplýst spor.en langar til að gera það. Metaðsókn I fyrra. — Hefur aðsóknin ekki aukist jafnt og þétt? — Jú, og I fyrra var algjör met- aösókn, enda kom stóra lyftan þá, sem gjörbreytti allri aðstöðu. Svo má gjarna nefna eitt, sem ekki er þýöingarminna en annað. Þaö er vegurinn. I honum hefur verið unnið töluvert I sumar. Hann hefur veriö hækkaöur á löngum köflum og settur I hann ágætur ofániburöur. Það þarf samt að gera meira átak i þessum vegi sem kominn er, en auk þess er þegar komið inn á vegaáætlun rikisins nokkurt framlag til þess að framlengja þennan veg niöur I Kaldársel, þannig að þá yrði kominn hringvegur. En við höfum ekki fengiö þessar tillögur sam- þykktar ennþá, enda stendur það ekki til fyrr en um leið og fjár- hagsáætlanir sveitarfélaganna verða gerðar. — Hvaða sveitarfélög standa að Bláf jallanefnd? — Þaö eru Reykjavik, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Kefla- vik og Selvogshreppur. — Hvernig hefur fjárhags- afkoman verið? — Ég tel að afkoman hafi veriö mjög góð i fyrra. Sveitarfélögin þurfa að likindum aö borga um 20 miljónir með þessum rekstri. Viðhald hefur verið mjög gott á öllu þarna og allt er i fullkomnu ásigkomulagi núna. Við eyddum allmiklum peningum i að endur- nýja mótora o.fl. Sveitarfélögin greiða kostnaöinn I samræmi við Ibúafjölda og Reykjavik borgar 68% hans. — Hvaða aðstaða er fyrir hendi I Bláfjöllum? — Sveitarfélögin reka stóru stólalyftuna, sem er mjög afkastamikil, tvær fullkomnar dráttarlyftur og eina ófull- komnari. Loks er þarna ein Stefán Kristjánsson, formaöur Blá- fjallanefndar heimasmiðuð barnalyfta, sem gengur ókeypis fyrirkrakkana. Svo er þarna hús, sem Reykja- vikurborg á ein. Það er 100 fermetra sumarhús, sem snaraö var upp til bráöabirgöa. I þvi húsi höfúm viö bækistöð. Svo var keypt sérstakt hús meö nokkrum salernum. I sumar var byggð 90 ferm. skemma til að geyma I troðarann, snjósleöa og annað og þar er lika vinnuaðstaða. Þrjú Iþróttafélög hafa lika starfeemi þarna. Eitt þeirra, Armann, á ágæta lyftu og auk þess minni lyftur. Fram og Breiöablik eru þarna lika með frekar öfullkomnar lyftur, en töluveröan rekstur. — Hverær hófst þetta samstarf sveitarfélaganna? — Það byr jaöi 1973, en Keflavik og Garöabær gengu inn i samstarfið siðar. 800.000 ferðir. — Hafið þið nokkrar tölur um aðsókn að svæðinu? — Nei, en giskað hefur verið á milli 5 og 10 þúsund manns á einum degi, þegar flest er. Við seldum um 800þúsund feröir með okkar lyftum I fyrravetur, fyrir utan árskort. A þeim dögum, þegar flest er, er allt aö springa i þessu litla húsiokkar. Okkur þykirlika erfitt ogdýrtaðþurfaaöaka starfefólki á milli á hverju kvöldi þegar unniö er til kl. að verða ellefu á kvöldin og þarf að byrja aftur næsta morgun. -eös. Algjörmetaösókn í fyrravetur, enda gjörbreytt aöstaöa meö stóru lyftunni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.