Þjóðviljinn - 13.11.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1979, Blaðsíða 1
„Leiftursókn gegn lífskjörum”: Samkv. áreiðanlegum upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér má gera ráð fyrir að verðlag á landbúnaðar- vörum eigi að hækka um 10-12% um næstu mánaðamót, eða frá 1. desember næstkomandi. Hafði kratastjórnin uppi hugmyndir um að fresta þeirri hækkun fram yfir kosningar - eins og greiðslunum úr rlkis- sjóði -, en húsbændurnir, Sjálfstæðisflokkurinn, hafa bannað slikt. Línufiskirí á Vestfjörðum: Stefnir í methaust- vertíö Lækkun niðurgreiðslna Sjálfstæ&isflokkurinn hefur lýst þvi yfir, aö hann muni beita sér fyrir lækkun rikisvltgjalda um 35 miljaröa og þar meö aö skeröa sérstaklega niöurgreiöslur á landbúnaöarafuröum. Niöur- greiöslur eru nii um 20 miljaröar á þessu ári, en þyrftu aö veröa um 27 miljaröar á næsta ári miöaö viö aörar forsendur fjárlaga- frumvarpsins. Þjóöviljinn kannaöi i gær hvaöa áhrif þaö heföi á verölag land- búnaöarafuröa, aö lækka niöur- greiöslur ilr rikisjóöi um helming. CJtkoman varö þessi á þremur vörutegundum: Mjólk færi úr 254 krónum i 303 krónur. Hækkun 19%.,Smjör færi úr 2.506 krónum i 3.450 kr. Hækkun 38%. Súpukjöt færi úr 1.806 kr. 12.141 kr. Hækkun 19%. Samtals hrikaleg hækkun Veröhækkun 1. desember aö viöbættum samdrætti niöur- greiösla mun hafa i för meö sér hrikalega hækkun á land- búnaöarafuröum. Mjólkin hækkaöi þá um 30%, smjöriö um 50% og súpukjötiö um 30%. Þaö er þetta, sem boöaö hefur veriö i stefnuskrá Sjálfstæöisflokksins „Leifturás gegn lifskjörum”, og auk þess hefur flokkurinn lýst yfir, aö þessar hækkanir eigi ekki aö bæta i kaupi, en þaö jafngidir Eitt af fyrstu húsunum sem tengd voru nýrri fjarvarmaveitu i tsafirði f haust er plnulitið timburhús sem þau Einar Jóelsson og Trofhildur Torfadóttir búa f. Ollukyndingarkostnaðurinn var kominn upp i 50-60 þúsund á mánuði og var þau hreint lifandi að drepa. Fyrstl mánaðarreikningurinn eftir að fjar- varmaveitan kom hljóðaði upp á um 35 þúsund krónur. (Ljósm.: Leifur.) Sjá baksiðu. minnst 5% kauplækkun i einu vetfangi. DJOOVIUINN Þriðjudagur 13. nóvember 1979 247. tbl. 44. árg. Heildarfiskafiinn 1,5 miljónir lesta fyrstu 10 máhuöi ársins, sem er um 200 þúsund lestum meira én á sama tíma í fyrra. Ljóst er, að nú stefnir I metár hvað fiskafla snertir hjá okkur islendingum. Þetta kemur fram I yfirliti frá Fiski- félagi tslands um heildar- aflann frá jan. til okt. 1979. Botnfiskaflinn þessa 10 mánuöi varö 504.987 lestir en var á sama tima I fyrra 425.201 lestir. Bátaaflinn varö 232.344 lestir á móti 193.831 i fyrra. Togaraaflinn varö 272.643 lestir á móti 231.370 1 fyrra. Loönuaflinn varö 953.388 lestir og er þaö meira en á sama tima I fyrra en þá var loönu- aflinn oröinn 839.824 lestir. Heiidaraflinn i ár er 1.534.086 lestir en var fyrstu 10 mánuöina i fyrra 1.356.810 lestir. Ariö 1978 var algert metár hvaö fiskafla snertir hér á landi, þannig aö ljóst er aö þaö met veröur slegiö nú. Þaö vekur athygli aö aflinn skuli vera svona mikill I ár, þar sem veiöitakmarkanir hafa veriö meiri nú en nokkru sinni fyrr og væri fróölegt aö fá skýringu á hvernig þetta getur átt sér staö. -S.dór. Hrikaleg hækkun landbúnaöarafuröa Miljaröaskattalækkun á fyrirtækjum — og sérstakur hátekjuskattur falli niður Linufiskirf hefur verið með allra besta móti hér á Vest- fjörðum aö undanförnu og stefnir allt i methaustvertið, sagði Hans Haraldsson skrifstofustjóri i Noröurtanganum á tsafirði I samtali við Þjóðviljann i gær. Hans sagöi aö linufiskurinn væri sérstaklega stór og góöur og bátarnir heföu fengiö allt upp i rúm 15 tonn I róöri og október væri sá besti i mannaminnum. Fiskurinn fæst rétt út af Isa- fjaröardjúpi og þakka menn þennan góöa afla m.a. ágætum smokkfiski i beitu sem veiddist fyrir vestan I haust. Sagöi Hans aö i mörg undanfarin ár heföi veriö notaöur innfluttur smokk- fiskur I beitu en nú i haust heföi fengist samanburöur á honum og þeim islenska og heföi sá siöar- nefndi reynst miklu betur. —GFr Sjáifstæðisflokkurinn boðar nú skattalækkanir og niðurfellingu þeirra skatta sem vinstristjórnin lagði á. Meðai annars er þar gert ráð fyrir aö fella niður vöru- gjalds- og söluskattshækkun vinstri stjórnarinnar, en fyrir aöeins fáum dögum stóð Sjálf- stæðisflokkurinn að þvi, ásamt Alþýðuflokknum, að framlengja þessa skatta. Fyrirtækjaskattar Sérstaklega er þó athyglisvert aö Sjálfstæöisflokkurinn ætlar sérstaklega aö hygla gæöingum slnum meö þvi aö lækka skatta á fyrirtækjum. Þeir skattar sem hér um ræöir eru sem hér segir : Nýbyggingargjald 400 miljónir króna. Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæöi 1.300 milj. kr. Tekjuskattur félaga 5.300 milj. kr. Eignaskattur félaga 1.800 milj. kr. Hér er um aö ræöa skattalækkanir á fyrirtækjum, sem þó bera litla skatta fyrir, upp á 8.800 miljónir króna. Þá er greinilega gert ráö fyrir þvi i til- lögum Sjálfstæöisfiokksins aö fella niöur sérstakan hátekju- skatt upp á 2.700 miljónir króna. di Barnamenning Lífskjör Manneldi Fjölmiölar j Frekir til fjörsins. Oregon Aqua vill geta sleppt 80 miljónum seiöa árlega eftir 5- 6 ár. Munu erlendir auöhringar kæfa innlent frumkvæöi i fisk- eldismálumi fæöingu, hiröa arö- inn og ráöa markaöi um alla framtiö? Sjáifskapendur Meö þvi aö vekja og örva sköpunarþrá barna, þannig aö þau veröi sjálf skapendur, eru helst likur á aö þau geti variö sig fyrir alls kyns rusli sem yfir þau hellist, greint hismiö frá kjarnanum. En aöstööu barna til aö njóta og skapa menningu mætti jafna fyrir tilstilli skóla- kerfisins, töldu fulltrúar á Listamannaþingi. Fátækt Þúsundir Islendinga, sjúk- lingar, einstæöir foreldrar, og þá helst einstæöar mæöur, elli- lifeyrisþegar og fjölmargir aörir, búa viö smánarleg lifs- kjör. Viö veröum aö horfast I augu viö þá staöreynd aö sár fá- tækt er hlutskipti margra íslendinga. Eitthvaö á þessa leiö sagöi Guörún Helgadóttir á fundi Kvenréttir dafélagsins á Hótel Borg sl. laugardag. Bætir fiskur minnið? Skoskir læknar telja sig hafa fundiö ráö til aö vinna gegn minnistapi hjá gömlu fóiki meö þvi aö gefa þvi efni sem choline nefnist. Efni þetta er aö finna i fiski, og nú á aö kanna áhrif fiskáts á gamalt fólk á íslandi og I Færeyjum. Einkaútvarp Vésteinn Ólason dósent færir aö þvi rök, aö eini vegur okkar aö „frjálsu” útvarpi, sem risi undir nafni, sé sá, aö efla rikisútvarpiö til betri hluta og opnari starfsemi. Sjá erindi hans um dag og veg, sem einnig fjallar um einkaneyslu og sam- hjálp. Sjá baksiðu. Sjá viðtal i opnu. Sjá 6. síðu. Sjá opnu. Opna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.