Þjóðviljinn - 13.11.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. nóvember 1979
Guörún
Helgadóttir
á málfundi
Kvenréttinda-
félagsins:
Góöir tilheyrendur.
Allir vita, aö landiö okkar er aö
mestu ófært yfirferöar á þessum
árstima, hvort sem er til feröa á
fund eöa kjörstaö. Viö megum
teljast lánsöm, ef enginn fer sér
aö voöa vegna þessara fráleitu
kosninga. Og þeir.sem hæst æpa
um sparnaö, sjá ekki eftir þeim
hundruöum miljóna, sem tiltæki
Alþýöuflokksins kostar þjóöina. Á
sama tima kemur svo fjármála-
ráöherra þess sama flokks i fjöl-
Húsfyllir var á Borginni sl. laugardag þegar Kvenréttindafélagiö efndi til fundar meö kvenframbjóö-
endum. —Ljósm.: Jón.
Við viljum ekki skera
neitt niður í lífskjörum
þessa fólks
Horfumst í augu við þá staðreynd
r
að það er víða fátœkt á Islandi
miöla meö þann merka boöskap,
aö nú skuli spara: Opinberir
starfsmenn skuli framvegis ekki
dveljast mánuöum saman
erlendis á kostnaö skattþeganna
— og vitanlega er gefiö i skyn aö
þaö sé aö mestu skemmtireisur.
Feröakóngarnir eru svo taldir
upp meö nöfnum: fiskifræöingar,
sem sátu hafréttarráöstefnu fyrir
hönd lands sfns vikum saman,
fulltrúar Islands á lögbundnum
þingum, háskólakennarar i fram-
haldsnámi og svo framvegis. Aö
sjálfsögöu er þess ekki getiö i
fréttu, hvaö menn voru i raun aö
gera. Þessar og þvilikar fréttir
eiga aö kasta ryki i augu lands-
manna, svo aö þeir hugsi ekki um
aöra og óheppilegri hluti á meö-
an.
óvinir afturhaldsins
Svo sorglegt sem þaö nú annars
er, snýst þjóömálaumræöa okkar
ævinlega um þaö sem minnstu
máli skiptir. Þaö er vist væn-
iegasta leiöin til árangurs 1
kosningabaráttu og stjórnmáium
almennt aö vera I blööunum. Hitt
skiptir minna máli hvers vegna
menn eru þaö. Þaö er þess vegna
ekki fýsilegt aö leggja lif sitt I aö
taka þátt I stjórnmálum, né
heldur er þaö áhugavert aö hlýöa
á boöskap stjórnmálamanna. Þvi
nenna lika fæstir, þvi aö alþýöa
manna er ekki skyni skroppnari
en svo, aö hún veit aö aliur þessi
oröavaöall þýöir ekki neitt og þaö
sem verra er: hún gerir engar
kröfur til aö hann þýöi neitt.
Og þetta er auövitaö meö-
vitaö markmiö þessara sömu
stjórnmálamanna. Þeirra
versti óvinur er meövit-
aður og upplýstur fjöldi. Þaö
er ekki aö ófyrirsynju aö
Sjálfstæöisflokkurinn er hræddur
viö þá þróun, sem oröiö hefur i
kennslumálum þjóöarinnar, allt
frá grunnskóla og til æöri
menntastofnana. Kennarar i
grunnskólum landsins eru nú
óvinir rikisins, og háskólamenn
eru dauðskelkaöir yfir vaxandi
fjölda þeirra, sem lokiö hafa
stúdentsprófi. „Standardinn” fer
lækkandi, segja afturhaldsskarf-
arnir. Þetta fólk kann ekki lengur
neitt.
Þaö erum bara viö, sem
lukum einhvern tima stúdents-
prófi i gamla kerfinu, sem vitum,
hvaö krakkarnir okkar eru miklu
betur menntuö en viö vorum eftir
jafnlanga skólagöngu. Vitum,
hversu óralangan tima þaö tók
okkur aö veröa þroskaöar,
hugsandi manneskjur eftir aö
skólanámi lauk. Unga fólkiö er
betur menntaö nú og þroskaöra,
og þess vegna er þaö rétt ályktaö
hjá Sjálfstæöisflokknum: Þetta
fólk er honum hættulegt.
Lækkun kaupmáttar
En þaö er ekki nógu hættulegt.
Ennþá er langt 1 land aö allur
þorri manna sé meövitaöur um,
til hvers viö rekum þjóöfélag.
Menn hlusta á alls kyns oröa-
vaöal: setningar og orö berja
eyru okkar daglangt. Það veröur
aö efla atvinnulifiö, auka fram-
leiönina, verja sjálfstæöiö, standa
vörö um tunguna, hækka lægstu
launin,og i öllum bænum, lækka
veröbólguna. En ég hygg aö
mikiö vanti á, aö menn skilji
raunverulegan tilgang alls þessa,
sem allir vilja gera en engum
tekst. Og þaö er kannski ekki aö
undra, þó aö þetta þvælist fyrir
öllum þorra manna. Þeir sem
mest tala um þetta — stjórnmála-
mennirnir — viröast alls ekki
skilja þetta sjálfir. Samstarfs-
flokkar Alþýöubandalagsins i
nýdauðri rikisstjórn halda þvi
enn fram, aö laun fólksins i
landinu séu orsök veröbólgunnar.
Þess vegna var þetta samstarf
vafalaust vonlaust frá upphafi.
En nú hefur Sjálfstæöisflokkur-
inn fundið lausnina. Hlýöum nú á
nýjasta vaöalinn:
Leiftursókn
gegn verðbólgu
„Lækka þarf rikisútgjöld veru-
lega og koma veröur á ströngu
aöhaldi i peningamálum.” Siöar
segir: „ Verölag veröi gefiö frjálst
undir eftirliti og samkeppni og
framboö vöru aukiöjafnframt þvi
sem frjáls samtök neytenda veröi
studd”.
Fyrir venjulegu fólki gengur
þetta ekki upp. Ef aöhald I
peningamálum þýöir minna
magn peninga I umferö, til hvers
á þá aö auka framboö vöru?
En megininntak þessara
merku aögeröa er þó lækkun á
niöurgreiöslum til landbúnaöar-
ins. Á mannamáli þýöir þaö aö
verölag á landbúnaöarvörum
hækkar, laun bænda og
kaupmáttur annarra landsmanna
lækkar. Um leið lækkar
óhjákvæmilega kaupmáttur
þeirra, sem lifa á bótum
almannatrygginga. Þaö kemur
enn einu sinni I ljós, aö Sjálf-
stæöisflokkurinn hefur aldrei
skiliö, aö Islendingar eru fisk-
veiöiþjóö, heldur ekki aö þeir eru
bændaþjóö, þeir hafa aldrei trúaö
á Island sem iönaöarþjóöfélag.
Hvers konar þjóöfélag þá? Jú,
þjóöfélag heildsalanna er þeirra
þjóöfélag. Það er ekki aö undra,
aö þeir þarfnist lögfræðinga til aö
fóta sig I lifsbaráttunni.
Þau ugga
um sinn hag
Islendingar framleiöa mikinn
auö, en hann á bara ekki aö skipt-
ast milli þeirra sem aö fram-
leiöslunni vinna, heldur milli ein-
hverra annarra. Um þetta snýst
kosningabaráttan nú. Viljum viö
nota þjóöarauð okkar öll saman,
eöa viljum viö þiggja einhverja
afganga, þegar aörir hafa tekiö
bróöurpartinn? Þvi veröur hver
aö svara fyrir sig. Þegar unniö
var aö tillögum Alþýöubanda-
lagsins um ráöstafanir i efna-
hagsmálum, komst til þess skipuö
nefnd aö þeirri niöurstööu, aö
spara heföi mátt 20 miljarða i
innflutningsverslun, ef fariö heföi
veriö aö háttum annarra Norður-
landaþjóöa. En á þessum sparn-
aöi hefur Geir Hallgrimsson
engan áhuga. Þaö er sameigin-
legur hagnaöur okkar allra, sem
hann vill spara. Vitaskuld. Fyrir-
tæki hans fjórtán eru honum næg
trygging, þó aö sjúkdóma og
annað ergelsi beri aö . Viö hin —
sem eigum ekkert annaö en okkar
eigin vinnugetu til aö framfæra
okkur og erum þess vegna
öreigar, svo aö fólk skilji nú
loksins þaö orö — kynnum aö hafa
af niöurskuröi hans nokkrar
áhyggjur.
Ég hygg til dæmis, að
maöurinn, sem veröur óvinnufær
vegna sjúkdóms á miöjum aldri
og fær þvi 130.000 krónur sér til
framfærslu frá almanna-
tryggingum^é uggandi nú. Konan
hans getur ekkert unniö, af þvi aö
henni er gert aö hjúkra honum
heima, getur aö visu fengiö 54.000
kr. fyrir þaö, en samanlagt
veröur þaö ekki meira en 185.000
kr. Ef um óvenjulegan kostnaö
vegna lyfjakaupa og hjúkrunar er
aö ræöa, er vel hugsanlegt aö
30.000 króna uppbót bætist viö, en
þá er allt taliö meö. Meö þeim
kvööumrsem hvila á flestu fólki
hér á landi vegna húsnæöiskaupa
og annars, eru 215.000 krónur ekki
tilefni til þægilegra lifskjara. Viö
þessi kjör búa raunar þúsundir
tslendinga, sjúklingar, einstæöir
foreldrar og þá helst einstæðar
mæöur, ellillfeyrisþegar og fjöl-
margir aörir, og samanlagt er
tala þessara þegna óhugnanlega
stór hluti landsmanna.
Viö Alþýöubandalagsmenn
viljum ekki skera neitt niöur i
lifskjörum þessa fólks, vegna
þess aö þetta eru engin Ilfskjör.
Þaö er heldur ekki verjandi aö
auka þann hóp umhiröulausra
gamalmenna og öryrkja, sem
engin sjúkrahúsrými eru fyrir,
hversu brýn sem þörfin er. Viö
skulum horfast I augu viö þá staö-
reynd, aö þaö er viöa sár fátækt á
tslandi; þvi fyrr, þvi betra. Og ef
viö litum svo á okkur hin, sem
„höfum þaö gott” eins og þaö
heitir, hreiðrum um okkur i nota-
Framhald á bls. 13
xG Frá kosnmgastjórn ABR xG
Kosningaskrifstofa
Alþýöubandalagsins I Reykja-
vlk eraö Skipholti 7.Hún eropin
frá 9—22:00 en 13:00—20:00
laugardaga og sunnudaga. Sim-
ar kosningastjórnar veröa þess-
ir um sinn: 28118, 28364,28365.
Kosningasjóður
Þótt kostnaöi viö kosningarnar
Veröi haldiö í lágmarki kosta
þær þó sitt.
Kosningasjóö þarf þvi aö efla
strax.
Tekiö er á móti framlögum I
sjóöinn aö Grettisgötu 3 og aö
Skipholtí 3.
Félagar, bregöumst skjótt viö
og látum fé I sjóöinn sem fyrst.
Ertu á kjörskrá?
Kosningastjórn Alþýöubanda-
lagsins I Reykjavik vekur at-
hygli kjósenda á þvi aö kjörskrá
liggur nú frammi á Manntals-
skrifstofu Reykjavfkurborgar
aö Skúlatúni 2. Allir stuönings-
mennflokksins eru hvattir til aö
kanna hvort þeii séu á kjörskrá
og athuga jafnframt hvort vinir
og ættingjar sem styöja flokk-
inn, en gætu hugsanlega hafa
dottiö af kjörskrá séu á kjör-
skránni. Þeir sem ekki eru á
kjörskrá eru hvattir til aö láta
kosningaskrifstofuna
aö Grettisgötu 3, simi 17500 vita
þannig aö kæra megi viökom-
andi inn á kjörskrá. Kærufrest-
ur rennur út 17. nóvember n.k.
Rétter aö vekja athygli á þvi aö
sá sem staddur er I Reykjavik
og notar ekki rétt sinn til aö
kæra sig inn á kjörskrá meöan
kærufrestur er, missir rétt til
þe ss aö láta kæra sig inn siðar.
Okkur vantar
Okkur vantar borö, dregla og
gólfteppabúta, borö og stóla,
ýmis búsáhöld og simaskrár I
kosningamiöstööina Skipholti 7
nú þegar.
Sjálfboðaliðar
Sjálfboöaliöar til ýmissa starfa
fram aö kjördegi meö blla eöa
án: Látiö skrá ykkur tíl starfa
sem fyrst i sima 28364 og 17500.
U tankjörfundarkosning
Utankjörfundarkosning er
hafin. Kosiö er i Miöbæjarskóla.
Nánari upplýsingar I sima
17500.
Stuöningsmenn G-Iistans, sem
ekki veröa heima á kjördag eru
hvattir til aö kjósa sem fyrst, og
þeir sem vita af kunningjum
sinum, sem veröa aö heiman
kjördagana, ættu aö hvetja þá
tíl aö kjósa fyrr en seinna. Sá
sem kýs utankjörfundar á aö
vita bókstaf þesslista sem hann
kýs, ogskrifa G skýrt og greini-
lega.
Þjónusta Alþýöubandalagsins
vegna utankjörfundar atkvæöa-
greiöslunnar er aö Grcttisgötu
3, simi 17500.
Þið sem heima sitjið á
morgnana
Stuöningsmenn! Þiö, sem hafið
frian tima aö morgni, svo ekki
sé nú talaö um ef þiö hafiö bil til
umráöa, látiö skrá ykkur til
morgunverka hjá Benedikt i
sima 17500, strax.
Kosningastjórn