Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1979 Laugardagur 24. nóvember 1979 þjóÐVILJINN — SIÐA 11 Hallur Páll Jónssori/ Isafirði: a dagskra Hvenær sem flokknum gefst kostur á þátttöku í rikisstjórn verdur ad ihuga gaumgæfilega hvada umbótum er hægt að koma á sem miða i raun til sameignarþjóðfélags og bættra og bættra lífshátta xG þrátt fyrir allt Fráfarandi stjórn Alþýöu- bandalags, Alþýöuflokks og Framsóknarflokks hlaut bráöan bana i október s.L.Kannski varö hún fáum harmdauöi, aö minnsta kosti er þvi þannig variö meö mig. En þaö er ekki vegna þess aö ég kysi nýja viöreisnarstjórn i staöinn eöa skrlplastjórn krat- anna, né heldur vegna hins aö ég tæki undir gamla ihaldssönginn um vinstrimennina, sem aldrei geta unniö saman. En hvers vegna? Höfum örlitinn formála. Þaö gekk erfiölega aö gefa þessari stjórn eitthvert viöloöandi heiti. Þjóöviljinn var meira aö segja nokkuö ánægöur meö þaö, eins og fram kom i einni forystugrein, jafnvel þótt öll samanlögö verkalýösforystan I landinu heföi tjaslaö stjórninni saman þegar þjóöarskútan var aö sigla i strand, fyrir rúmu ári. En svo vill veröa aö óskir manna eru oft fjarri raunveru- leikanum, draumarnir oft langt frá þvi aö rætast. Svo reyndist um þennan síöasta vinstristjórnar- draum, em fróöir menn telja kominn úr hugskoti Guömundar jaka og Karls Steinars. Þeir eru aö minnsta kosti kallaöir guö- feöur stjórnarinnar sálugu, þótt likingin, sótt til Mafiunnar, sé ef til vill umdeilanleg. Mér fannst fyrir ári ótrúlegt aö forystumenn jafn ólikra flokka og Alþýöubandalagsins og Alþýöu- flokksins teldu sig geta myndaö starfhæfa rikisstjórn og náö ein- hverjum árangri, þó ekki væri nema I viöureigninni viö verö- bólgudrauginn. En trúin flytur fjöll, eins og kunnugt er, og rikis- stjórnin varö til. Afleiöing stjórnarsamstarfsins er allri þjóöinni kunn. Afrekin voru vart til aö skrá á bækur, en sambúöin á stjórnarheimilinu fræg af endemum. Hún minnir reyndar á gamla dæmisögu eftir Ivan Kriloff, sem mig langar aö lauma hér að og er eitthvað á þessa leiö: Svanur, gedda og krabbi bundust eitt sinn samtökum um aö draga vagnhlass. Þau toguðu öll eins og þau ættu lifiö aö leysa, en samt hreyfðist vagninn ekki vitund. En hvernig stóö á þvi? Vagnhlassiö var mjög létt. Jú, þaö var vegna þess aö svanurinn reyndi eðlilega að fljúga upp i loftiö, geddan reyndi auövitaö aö skreiöast i áttina aö ánni og krabbinn gekk aö sjálfsögöu aftur á bak. Kannski geta menn enn eitt- hvaö lært af dæmisögum? Ég tel að öllum sæmilega raun- sæjum mönnum hafi átt aö vera þaö ljóst, aö samkrullið, frá- farandi vinstri stjórn, dæmt til aö mistakast, vegna gjörólikra skoöana I öllum stefnumarkandi atriöum. Þaö.sem kommar vildu og höföu hátt um I kosninga- baráttunni, vildu kratar alls ekki og öfugt. Framsókn bar svo kápuna á báöum öxlum. Og hvernig gat þetta farið saman? Að minum dómi var stjórnar- myndunin fyrirsjáanlegt glappa- skot af hálfu Alþýðubanda- lagsins. Ég segi fyrirsjáanlegt, vegna þess að ég tel aö fyrir rúmu ári, áöur en fráfarandi rikisstjórn var mynduö, hafi legiö fyrir aö Alþýöubandalagiö myndi ekki ná fram neinum þeim grundvallar- atriöum sem flokkurinn haföi sett á oddinn, bæöi I kosninga- baráttunni og almennri stefnu- skrá. A ég þar við meöal annars alhliöa niöurskurö á yfirbyggingu efnahagskerfisins og markvissri áætlanagerö um framkvæmdir, félagslega framleiöslu og fjár- festingu, til langs tlma. Hermálinu var einfaldlega vikiö til hliöar án þess aö nokkur sér- stakur árangur fengist i staöinn. Þaö fordæmi eitt sér var aö minu mati pólitisk afglöp ekki sist meö tilliti til þess mikla fjölda kjós- enda Alþýöubandalagsins, yngri sem eldri, sem hafa taliö her- máliö og sjálfstæöismálin algjör grundvallaratriði I baráttu flokksins og mikilvægari en dægurbaráttan um krónur og kaupmátt. Sumir félagar minir i Alþýöu- bandalaginu telja að þrátt fyrir allt megi segja flokknum það til ágætis, að með rikisstjórnarþátt- tökunni hafi hann komið I veg fyrir stórfelldar árásir á lifskjör fólksins i landinu, sem annars heföu duniö yfir. Að þrátt fyrir þráteflið i stjórnmálunum hafi þvi þó verið forðað að erlend stór- iðja flæddi inn I landiö og hinn erlendi her fest hér enn betur I sessi en raun er á orðin. Þetta eru vissulega rök svo langt sem þau ná. Og I sósialiskum umbótaflokki, sem Alþýöubandalagiö er, þar sem rikja lýöræöislegar reglur um afstööu til einstakra ákvarö- ana, svo sem rikisstjórnarþátt- töku, þá hlýtur maður aö beygja sig fyrir meirihlutaákvörðunum, meðan þær ganga ekki gjörsam- lega i berhögg viö manns eigiö pólitiska raunsæi. En ég tel þaö llfsspursmál fyrir þróun Alþýöubandalagsins, sem sósiallsks Hokks.aöspurtsé mjög vandlega og ihugað gaumgæfi- lega i þau skipti sem flokknum gefst kostur á rikisstjórnarþátt- töku, hvaöa hugsanlegar umbætur flokkurinn geti komiö á, er miði ótvirætt i átt til sam- eignarþjóðfélags og bættra lifs- hátta. Þvi vel að merkja: hægt er að festast i forarvilpu og kvik- syndi kratismans, en bágt mun úr aö vikja. Ég hef viðrað ögn skoöanir minar á siöustu rikisstjórnarþátt- töku Alþýöubandalagsins og mér er kunnugt um aö margir aörir flokksmenn eru mér sammála 1 þessu efni. Nú eru kosningar framundan og þvi rétt aö lita um öxl og draga lærdóm af reynsl- unni, um leið og horft er fram- áviö, þar sem ógnvænleg vanda- mál blasa við. I okkar flokki er ekki deiit um markmiö heldur leiöir. Og viö sem höfum um ýmislegt verið ósammála hljótum aö vera sam- mála um þaö aö eini raunhæfi valkostur sósialista og alls alþýðufólks i komandi kosningum er Alþýöubandalagiö, þrátt fyrir allt. Alþýöubandalagiö er eina stjórnmálaafliö á hinum flokks- pólitlska meiði sem ber i sér möguleikann til margháttaðra róttækra breytinga á þjóðskipu- laginu og ég vil leyfa mér aö ætla forystumönnum þess aö hafa hvorki gleymt samþykktri stefnuskrá né misst sjónar á grundvallar andstæöum efna- hagskerfisins. Ég hlýt þvi enn um sinn aö hvetja félaga mina og verkafólk almennt til aö veita Alþýöubandalaginu öflugan stuöning I komandi kosningum. Eining segir upp samningum: Launamunur alltof míkill Útrýmt verði misrétti í lífeyrisréttindum A almennum fundi f Verkalýös- félaginu Einingu, sem haldinn var laugardaginn 17. nóvember var einróma samþykkt aö segja upp öllum núgildandi kjara- samningum félagsins fyrir 1. des. nk. þannig aöþeir veröi lausir um næstu áramót. Ennfremur var gerö svofelld ályktun varöandi væntanlega kröfugerö: „Almennur fundur haldinn I Verkalýösfélaginu Einingu laugardaginn 17. nóv. 1979 telur launamuninn I landinu vera alltof mikinn, þ.e.a.s. aö biliö milli hæstu og lægstu launa sé alltof mikiö og einnig á lifeyris- greiöslum fólks. Fundurinn telur þvi, aö I kom- andi kjarasamningum veröi lægstu launin aö hafa algjöran forgang og fá meiri hækkun en þau hærri og aö veröbótakerfiö veröi notað á næstunni til launa- jöfnunar. Einnig aö útrýmt veröi þvi hróplega misrétti sem á sér staö á lifeyrisréttindum opin- berra starfsmanna og annarra lifeyrisþega. Felur fundurinn stjórn félags- ins og samninganefndum sem meö kjaramálin fara I komandi kjarasamningum aö leggja höfuöáherslu á þessa tvo þætti kjaramálanna og önnur þau mál sem geta oröið til aö jafna lifs- kjörin I landinu, frá þvi sem nú á sér staö. Fundurinn itrekar enn einu sinni aö krónutöluhækkanir kaups eru ekki markmiö I sjálfu sér, heldur kaupmátturinn. Þaö er þvi lægst launaöa fólkinu brýnasta hagsmunamáliö aö úr veröbólg- unni dragi.” vid GUÐRÚNU HELGADÓTTUR 4. mann á lista Ab. f Reykjavík „Stj órnmálamenn ættu ad tala saman eins og manneskjur’ ■r ■ , . " ' 1 . ' ' ' KÍ ■ t , # Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi skipar 4. sæti lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík# Hún hefur verið deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 1973 og lagt sitt af mörkum til barnabók- mennta samtíðarinnar. Þjóðviljinn ræddi við Guðrúnu í vikunni og impraði á því fyrst að hún hefði haft hægara um sig i þessari kosningabaráttu en s.l. vor þegar Alþýðu- bandlagið vann sinn stóra Sígur í borgarstjórnar- kosningunum „Já, þaö hef ég gert af ýmsum ástæöum. t fyrsta lagi held ég að Reyk- vikingar þekki betur til mín nú en i fyrra, þegar lltiö haföi á mig reynt I mikilvægri pólitiskri stöðu. t ööru lagieru þessar kosningar fullkomið ábyrgöarleysi gagn- vart fólki. Þjóöin svaraði þvl I fyrra hvernig rikisstjórn hún vildi, sú stjórn var skipuö og henni var vorkunnarlaust að sinna skyldu smni og stjórna lýö- veldinu. Brotthlaup Alþýöu- flokksmanna úr rikisstjórninni var slikt ábyrgöarleysi aö furöu gegnir að þessir menn skuli þora að bjóða sig fram á ný. t þriöja lagier kosningabarátta oröin slikur skripaleikur, aö varla er sæmandi fólki með sjálfsvirð- ingu aö taka þátt I henni. Fyrir okkur Alþýbubandalagsmönnum eru stjórnmál vinna, en ekki diskódans og bjánaleg uppátæki. Ég held aö viö ættum aö halda okkur við aö láta meta störf okkar fremur en likamsfimi, en kannski er sjónvarpsþátturinn „Vélabrögö” I Washington” fyrirmynd aö nútima stjórnmála- baráttu. Ef menn vilja senda 6000 skeyti mér til stuönings, þá er þaö kannski sniðugt. Þó held ég aö slikar aöferðir séu aöeins nauö- synlegar þeim, sem trúa ekki á eigin málsstað. Fjóröa ástæðaner þá sú, aö um þessar mundir erum viö at) setja saman fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar fyrir áriö 1980, og þvl fylgir mikið starf. Alþingiskosn- ingar nú eru þvi jafnóheppilegar okkur borgarfulltruum og þær eru öörum landsmönnum 1 fimmta lagitreysti ég mæta- vel þeim þingmönnum tveimur, sem nú eru i frii Svavari og Ólafi Ragnari, fyrir þeim málsstaö, sem flokkur minn berst fyrir. Þeir hafa meiri tima til aö heyja kosningabaráttu nú en viö Guö- mundur J., sem erum I fullu starfi. Ég vona bara aö þeir fari ekki aö klifra upp i skurðgröfur eða dansa diskódansa.” Hœttum hræsninni Nú hefur þú setiö I borgarstjórn I eitt og hálft ár. Hvernig hefur þér likaö sú vinna? „Bæði vel og illa. Sumt af þvi sem ég lofaöi I fyrra hefur mér og minum félögum tekist. Fyrst af öllu settum viö samningana i gildi eins og viö lofuöum. Starfsmenn Reykjavikurborgar fengu sina samninga I gildi, og þar sem einn þeirra vildi ekki fallast á þaö og höfðaði mál á hendur Reykja- vikurborg, höfum við nú dómsúr- skurð fyrir þvi, að viö höfum efnt það meginkosningaloforö!. Og það eiga stjórnmálamenn að gera. Við i BSRB höfum gert okk- ar til að móta jafnlaunastefnu, og sannleikurinn er sá, að hálaunin i BSRB eru auðvitað engin hálaun. Ég er t.d. sjálf hálaunamaöur, deildarstjóri I 23. launaflokki, Mánaðarlaun min eru i nóvember 466.000 kr. Og mér finnst þaö svosem ekkert til aö hrópa húrra fyrir. A.m.k. er þaö fljótt aö fara yfir til kaupmannsins mins hinum megin viö götuna, og afganginn tekur skatturinn. Ég veit lika aö Iöjustarfsfólkið hefur nákvæm- lega helmingi lægri laun, en þau eru lika undir hugsanlegu marki til sómasamlegs lifsviöurværis. Þetta fólk býr viö fátækt, Þaö geri ég ekki, en ég á ekki grænan eyri i banka, þó aö ég hafi unnið mjög mikiö allt mitt lif, og sé i „góöri” stööu, sem ég legg gifurlega vinnu i. • Svo ef ég gæti allt I einu ekki unniö, er ég ekki mjög vel sett. Þó skár en annaö verkafólk. Kjör þess eru fyrir neðan allarhellur. Og máliö er svo einfalt, svo aö mitt eigiö dæmi sé tekiö, aö ef ég gerði ekkert annað en aö vinna i Tryggingastofnun og ef ég væri ekki gift vinnandi manni, gæti ég á engan hátt framfært börnum minum fjórum. Hvaö haldiöi þá um Iöjufólkiö? Dagsbrúnarfólk- ið? Við skulum hætta aö hræsna um þessi reikningsdæmi okkar allra. Mánaðareikningurinn minn vegna brýnústu llfsnauösyjar er nú um 250.00 sem er mun meira legur er hverjum þeim, sem ætlar að vinna með Alþýðuflokknum. Þetta er svo dæmalaust skrýtinn flokkur. Embættismannakerfi borgar- innar er þungt I vöfum, en eftir svolitinn tima venst maður þvi hvernig hlutirnir ganga. En ósköp reynir á þolinmæðina aö brjótast I gegnum það En þrátt fyrir allt litur þetta ekkert illa út. Greiðslustaða borgarinnar er betri nú um ára- mót en áöur, og fyrsta áriö er erfiöast. Nú fer þetta allt aö ganga betur. Smáskotin i Vilmundi Og loks — mikiö væri þetta nú allt auöveldara ef sá háttur væri tekinn upp I stjórnmálum, að fólk talaði saman eins og manneskjur. En þaö er nú eitthvab annað. Menn beinllnis skipta um ham, ef þeir komast I nefnd. Þaö er eins og allur frumkraftur sé kreistur úr þeim og þeir veröa einhvern veginn eins og þeir þjáist að lang- varandi blóöleysi Einhvern dag- inn ætla ég upp i dómsmálaráöu- eyti aö skoöa hann Vilmund. Ef hann er orðinn blóölaus og þolinmóöur meö þennan þreytu- lega nefndarsvip, tjah .... Þaö er nefnilega betra aö halda ein- ilverri vitleysu fram en alls engu. (1 fyrra sagöi Vilmundur i blaöa- grein aö hann væri skotinn i mér pólitiskt. Ég skulda honum alltaf svar. Ég er nefnilega smáskotin I honum, en ekki pólitákt.) „Þú kemur f kosningavinnu um helgina, ekki satt”, sagöi Guörún og fékk góöar undirtektir á kosningaskrifstofu Alþýöubandalagsins I Reykjavik I gær. Ljósm. jón. alþingi? Sumir hafa áhyggjur af þvi. „Ég á rétt á að halda stöðunni án launa, og mun aö sjálfsögöu sjá svo um, að þvi starfi verði haldiö áfram. Tel reyndar að ég geti gert meira fyrir fólk, sem ég vann fyrir þar, á alþingi. En ég mun vissulega sakna þess starfs. Það hefur verið stórkostlegt aö vinna þar þrátt fyrir mikla erfið- leika I fyrstu. Og ég mun sakna nokkurra kollega minna þar. Og ég ætla ekki aö vera á alþingi allt lifið.” Effólki er alvara — Ertu ekkert óhress yfir aö skipa 4. sætiö? Þaö var þó 3. sætiö sem Svava skipaöi. „Nei, svo sannarlega ekki. Mér finnst fullkomlega eölilegt aö ég Við styðjum hver aðra — En af hverju vilja flokks- menn endilega hafa þig bæöi á þingi og i borgarstjórn? Eru ekki fleiri hæfar konur i flokknum? „Er þaö nú spurning! Auövitaö eru fjölmargar hæfar konur I flokknum. En ég verð aftur aö visa til forvalsins. Sjálfri finnst mér aö Adda Bára Sigfúsdóttir heföi átt aö vera i minu sæti, og þaö heföu raunar margar aörar konur iika getað veröiö. Ég átti I töiuverðum erfiöleikum með að taka þessa ákvöröun það var ekki sist fyrir hvatningu þeirra kvenna sem alveg eins heföu átt aö vera þarna, aö ég ákvaö að láta slag standa. Viö erum nefni- lega sósialistar og erum þess vegna ekki alltaf að éta hver aðra. Viö vitum allar hvaö viö getum, svo aö viö fáum ekkert fyrir hjartaö, þó aö niöurstaöa veröi svona eöa hinsegin. Við styöjum hver aöra”. Stjórnum landinu vel Guörún Ilelgadóttir hellir upp á könnuna á kosningaskrifstofu Alþýöubandalr«gsins I Reykjavik aö Skipholti 7 I gær. Ljósm. jón. en mánaöarkaup verkafólks fyrir átta stunda vinnudag. Þess skal getiö að 82% starfsmanna BSRB eru undir 15. launaflokki og flestir langt undir honum. Útlitið gott Ýmislegt annab hefur tekist að framkvæma I borgarstjórn t.d. höfum við komiö upp þjónustu fyrir þroskaheft börn og opnað dagvistunarstofnanir fyrir þeim. Ótal margt annaö hefur tekist, og mörg stórverkefni eru I undirbún- ingi. Samstarfiö hefur gengiö sæmi- lega á stundum, en vissulega brösótt I annan tima, eins og viö er aö búast um þrjá svo gjörólika stjórnmálaflokka Byrjendum i pólitik skal sagt, aö kimnigáfa er íýrsti hæfileikinn sem nauðsyn- Ekki skuggi á Og má ég þá benda á eitt skýrasta dæmi um breytingu i borgarmálum: menningarsetriö Kjarvalsstaöi. Þangaö flykkjast nú Reykvikingar og njóta lista og fegurðar I staö þess aö þetta hús stóð autt og tómt. Og hvers vegna? Vegna ágæts samstarfs I stjórn staöarins undir forustu okkar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og listamannanna tveggja auk stórvinar okkar Daviös Odds- sonar. Þar ber sko ekki skuggann á.” Myndi sakna staifsins — Hvaö veröur nú um starf þitt i Tryggingastofnun, ef þú ferö á skipi það sæti, sem flokksmenn Alþýðubandalagsins vildu að ég skipaöi. Þetta voru úrslit forvals eftir aö Svava Jakobsdóttir og Eövarð Sigurðsson hættu störfum á alþingi fyrir okkar. Ég öfunda hana Svövu svolitið fyrir að nú hefur hún tima til aö skrifa, sem mér þykir lika gaman, en meö umhyggju fyrir bókmenntunum i huga er betra aö Svava hafi tima til þess en ég. Ég held aö viö höf- um öll haft svolitið samviskubit yfir að láta hana eyða tlma sinum I stjórnmálastörf, þó aö hún ynni þau vel eins og allt sem hún gerir. Ef fólki er einhver alvara meö aö koma konu á þing, þá er aöferöin auöséö: þaö hlýtur að greiöa mér atkvæöi sitt. Og ég veit ekki af hverju viö ættum aö tapa þessu sæti nú. Viö höfum öll unniö eins vel og viö framast gatum.” — Og baráttumál þin á alþingi? „Allt, sem viðkemur lifi fólks i þessu landi. Stjórnmálamenn eiga aö hafa þá hugsjón að leiöar- ljósi að fólk þrifist i landinu. Verðbólgan er ekkert náttúrulög- mál. Hún er afleiðing af heimsku- legu stjórnarfari, þar sem ómanneskjuleg öfl ráöa rikjum. Viö viljum heilbrigt islenskt þjóö- lif i herlausu landi, laust undan oki erlendra auðhringa og þar meö erlends hers. Ég trúi þvi aö islenskt fólk fái lokiö upp augum fyrir þvi, aö á Islandi sé gott aö búa i fallegu sambýli, sem byggir á þvi eina sem viö eigum — islenskri menningu, tungu og bókmenntum. Andleg flatneskja er verri en nokkur verðbólga, og raunar er veröbólgan afleiðing af andlegri flatneskju. Lífiö er okk- ur öllum erfitt á stundum vegna hluta, sem enginn fær ráðiö viö. En viö stjórnmálamennirnir eig- um að gera þegnum þessa þjóð- félags lifið eins gott og fallegt og unnt er með þvi aö stjórna land- inu vel. Þegar viö skiptum arðin- um af vinnunni okkar jafnt, get- um viö fariö aö li'a og njóta þess að vera til. Hugsið ykkur hvaö þeir, sem nú hiröa allan þennan arö af fávisku sinni, veröa hamingjusamir I sambýlinu viö okkar.” -e.k.h. Eftir aö allar fiskveiöar hér viö land hafa æ meir oröiö háöar hverskonar takmörkunum, hafa útgeröarménn slfellt oftar mis- notaö afskráningariög sjómanna, til aö koma sér hjá aö greiöa þeim laun og launatengd gjöld. Hefur þetta nú gengið svo langt aö sjó- menn una þessu ekki lengur og mun ekki veröa staðiö upp frá næstu kjarasamningum, fyrr en gengiö hefur veriö þannig frá málinu aö þessari misnotkun Ijúki. 1 samningum sjómanna er Utgerðarmenn mis- nota afskráningar- lög sjómanna gert ráö fyrir 7 daga uppsagna- fresti hjá bátasjóm önnum . Þannig hugöu menn aö tryggt væri aö sjómenn héldu 7 daga kaupi eftir aö I iand var komiö og bátnum haföi verið lagt. En þá tóku útgeröamenn uppá þvf aö beita afskráningarlögunum og létu afskrá menn um leiö og i land var komiö og um leiö voru sjó- menn orönir kauplausir og án allra trygginga. Viö inntum Óskar Vigfússon, formann Sjómannasambands ls- lands eftir þessu máli. Staöfesti hann þessa grófu misnotkun út- geröarmanna á afskráningar- lögunum, sem heföi fariö mjög vaxandi undanfariö. — Eitt svona mál fór I hart fyrir skömmu og þar geröist þaö aö sjómenn unnu máliö og getur þaö oröiö til þess aö auöveldara veröi aö koma þeirri lagfæringu á, sem viö teljum nauösynlega, sagöi óskar. — Forsaga þess máls er sú, aö skuttogarinn Bjarni Herjólfsson frá Stokkseyri hefur verið rekinn meö nokkrum tröppugangi hvaö varöar uppgjör til sjómanna og ýmis þeirra réttindi, svo og út- búnaö um borö. En svo geröist þaö fyrir skömmu aö skipiö þurfti aö fara i slipp og var skipshöfn- inni sagt aö þaö yröi ekki nema i 2—4 daga. Þegar svo til kom reyndist meira aö en ráö var fyrir gert og var togarinn um þaö bil einn mánuö i slipp. Sjómennirnir töldu sig aö sjálf- sögöu vera á fullu kaupi þar sem þeim haföi ekki veriö sagt upp og voru tilbúnir til aö vinna viöskip- iö i slipp. En þá kom I ljós aö búiö var aö afskrá þá og þeir þvi orön- ir launalausir og haföi þaö veriö gert um leiö og skipiö kom I land, en þeim ekki tilkynnt um þaö fyrr en eftir einar 2 vikur, eftir aö skipiö var tekiö á land. Þessu vildu þeir aö sjálfsögöu ekki una og þegar svo skipiö kom úr slipp og þeir voru kallaöir um borö, þá sögöu þeir stopp. Þaö færi enginn um borö fyrr en búiö væri aö greiöa þeim fullt kaup allan tim- ann sem skipiö var i slipp, þar sem þeim hafði aldrei veriö sagt upp störfum. Þessu neitaöi útgeröin og leit- uöu sjómennirnir þá til sinna samtaka, Sjómannasambands Is- lands og FFSI. Eftir nokkurt þref var fundur haldinnum máliö meö öllum málsaöilum og lyktir uröu þær aö útgerðin gaf eftir og greiddi sjómönnunum kaup. Eru engin skýr og afgerandi lög eöa samningar um þetta mál? — Viö teljum svo vera. I samningum segir aö uppsagnar- frestur sjómanna samkvæmt bátakjarasamningum sé 7 dagar og eins þarf sjómaöur aö segja upp starfi meö 7 daga fyrirvara. En þaö sem útgeröarmenn gera er aö beita fyrir sig afskráningar- lögunum en þar segir aö þegar vist manna lýkur um borö, skuli þeir afskráöir. Um þetta oröalag stendur deilan, hvenær likur vist manna um borö? Tökum sem dæmi sjómann á skuttogara. Þar taka menn fri einn túr, fjóröa hvern túr all árið um kring. Nú leika útgeröarmenn þaö aö afskrá menn um leið og þeir fara I þetta viku fri, án þess þó aö ráöningu þeirra sé slitiö, Meö þvi aö afskrá mann er hann sviptur kaupi og öllum tryggingum, Ef hann slas- ast I landi nýtur hann ekki trygg- inga, vegna þess aö lögskráningin S Oskar Vigfusson formaður Sjó- mannasambands Islands segir til um hvort menn séu tryggöir eöa ekki. Aftur á móti mega útgeröarmenn hýrudraga þennan viðkomandi sjómann, ef hann mætir ekki um borö I næsta túr og þá gildir ráöning en ekki lögskráning. Hvernig stendur á aö þetta er ekki lagfært I samningum? — Þetta er tiltölulega nýtil- komið vegna þeirra veiöitak- markana sem i gildi hafa verið hér s.l. 2 ár og þaö er á þessum tlma, sem útgeröarmenn hafa tekiö upp á þvi aö nota af- skráningarlögin. Ég hef hinsveg- ar von um að þetta veröi lagfært innan tiöar þar sem loforö um þaö var I félagsmálapakka fráfarandi rlkisstjórnar og ég veit ekki betur en þetta sé á lokastigi I ráöuneyt- inu. Eins vil ég taka þaö skýrt fram, aö I komandi kjara- samningum veröur ekki staöiö upp fyrr en frá þessu hefur veriö gengiö á þann hátt aö útgeröar- menn geti ekki misnotaö lög- skráningarlögin á þann hátt sem þeir hafa gert undanfariö, sagöi Óskar Vigfússon aö lokum. — S.dór Ekki verður staðið upp frá kjarasamningum fyrr en þessu máli hefur verið kippt i lag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.