Þjóðviljinn - 06.12.1979, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Qupperneq 15
Fimmtudagur 6. desember 1979!ÞJÓÐVILJINN — SIÐA lS 0 frá Rafn Hafnf jörð á sýningu sinni í ( Með opin 'aiigu It Rafn Hafnfjörö hélt ljós- myndasýningu á Kjarvals- stööum i október s.l. og kallaöi sýninguna „Meö opin augu”. Um 5000 manns sáu sýning- una, og vakti hún almenna athygii. 1 útvarpinu í kvöld ræöir Hrafnhildur Schram viö Rafn Hafnfjörö. — Rafn hefur veriö aö taka ljósmyndir alla ævi, — sagöi Hrafnhildur, — og flestir þekkja hann eflaust af mynd- unum á Eimskipafélags- almanakinu. Ljósmyndun er áhugastarf Rafns, en annars rekur hann prentsmiöju. 1 viðtalinu i kvöld segir Rafn frá þvi hvernig hann vinnur. Hann talar um mikilvægi þess Utvarp kl. 22.30: að opna augu fólks fyrir umhverfinu og landslaginu, og segir m.a. að ekki sé nógu mikiö gert af þvi i skólum að örva börn til slikrar skoðunar. A viðtalinu i kvöld segir Rafn frá þvi hvernig hann vinnur. Hann talar um mikil- vægi þess að opna augu fólks fyrir umhverfinu og landslag- inu, og segir m.a. að ekki sé nógu mikið gert af þvi i skól- um að örva börn til slikrar skoðunar. Jólakrimmi í útvarpinu Utvarp kl. 21.15: Fimmtudagsleikrit útvarps- ins aö þessu sinni heitir „Gleöileg jól, monsieur Maigret” og er eftir Georges Simenon. Þýöandi er óskar Ingimarsson og leikstjóri Georges Simenon, höfundur leikritsins Gleöileg jól monsieur Maigret. Baldvin Haildórsson. Meö stærstu hlutverkin fara Jón Sigurbjörnsson og Helga Valtýsdóttir. Leikritiö var áöur flutt i janúar 1966 og er klukkustundarlangt. Litil stúlka, Colette Martin, sem liggur fótbrotin i rúminu, segir fósturmóður sinni að hún hafi séð jólasvein með vasaljós i herbergi sinu á jóla- dagsnóttina. Maigret fulltrúi fer að rannsaka málið, en það virðist flóknara en sýndist i fyrstu. Þó tekst Maigret með sinni alkunnu þrákelkni að leysa hnútinn, og hann og kona hans fá jólagjöf sem þau hafði ekki órað fyrir. Georges Simenon er fæddur i Liege I Belgiu áriö 1903. Hann var fyrst blaðamaður I heima- borg sinni, en fluttist til Parisar 1922. Hann er nú búsettur i Sviss. Skáldsögur Simenons eru orðnar milli 2 og 300. Einkum eru það saka- málasögurnar sem hafa gert hann frægan, og Maigret lögreglufulltrúi er álika þekktur meðal lesenda slikra sagna og Poirot hjá Agötu Christie. Snjallar umhverfis- lýsingar gefa sögum Simenons aukið gildi. tJtvarpiö hefur áður flutt leikritin „Bláa herbergið” 1970 og „Sökunauta” 1976. Áfengismálin í sögulegu samhengi Gylfi Asmundsson sálfræöingur og Þuriöur S. Jónsdóttir sjá um þáttinn „Tii umht^anar” sem er á dagskia i dag, og fjallar um áfengismál. — Þetta veröur fyrst og fremst einskonar inngangur aö þáttum, sem við verðum meö hálfsmánaðarlega i vetur, — sagði Gylfi, — en auk okkar Þuriöar veröur Jón Tynes einnig umsjónarmaður þáttanna. Þátturinn „Til umhugsunar” er á dagskrá vikulega, en þeir sem annast hann á móti okkur byggja hann mikið á viðtölum við fólk og vandamál i daglega lifinu. Ætlunin er að okkar þættir verði fremur i fræöilegum dúr, við munum segja frá niðurstöðum rannsókna og gera nokkra grein fyrir áfengismálunum i sögulegu samhengi. Útvarp kl. 14.45: Við ætlum t.d. að segja frá könnun, sem veriö hefur i gangi ui Janfarin ár, um áfengisneyslu Islendinga. Þættirnir eru mjög stuttir, en við munum reyna að velta þvi nokkuð fyrir okkur hversvegna menn drekka og fleiri spurningum af svipuðum toga. — ih Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík IftsejMpum öf KO SNIN G A AFSKIPTI DAGBLAÐSINS I Morgunpóstinum á miöviku- dag sagðist Jónas Kristjánsson sinna upplýsingaskyldu við lesendur, með þvi að birta skoðanakannanir um fylgi flokkanna. Rétt á undan hafði hann viöurkennt aö þessar kannanir séu ósköp ónákvæm- ar, Dagblaðiö hefði bara verið heppið með niðurstöður. Félagsfræðingur sem i sama þætti útskýrði þessa óhjákvæmilegu ónákvæmni skoöanakannana benti á, að það væri æskilegt að Dagblaðið og Visir gerðu lesendum grein fyrir þessari ónákvæmni. Ég held að baö sé alls ekki gert á ] þann máta aö lesendum sé ljóst aö þetta eru i raun bara ágiskanir. Slðdegisblöðin slá venjulega upp „helstu” niðurstööum þess- ara kannana sinna og leggja út af þeim i leiðurum og fréttum. Meö þvi móti gefa þau þessum ágiskunum sannleiksgildi, sem þær hafa alls ekki. Mér er ekki grunlausf, að eitthvað hafi verið fiktað við niðurstöðurnar núna fyrir kosningarnar, til þess að sýna fram á mikla fylgisaukn- ingu Sjálfstæöisflokksins. Tilgangurinn hefur verið sá að framkalla það sem ensku- mælandi félagsfræðingar nefna „bandwagon-effect” en þeir þýskumælandi „MitlSufer- Effekt”. Þá er höfðað til þeirra sem litið hugsa um stjórnmál, nema rétt fyrir kosningar og þeir hvattir til aö kjósa „þann stærsta”. Menn eiga að kjósa þann sem þeir halda að sigri og þannig hugsa þvi miöur margir. Félagsfræðingurinn benti réttilega á að rannsóknir séu ekki langt á veg komnar varðandi þessi áhrif skoðana- kannana. Samt hefur komiö i ljós, að óákveðnir kjósendur eru yfirleitt miklu fleiri en haldið var til skamms tima. Þessa kjósendur er hægt að hafa áhrif á með skoðanakönnunum. Hugsum okkur til dæmis að Dagblaðið hefði gert skoðana- könnun i Vestfjarðakjördæmi. Þar hefði t.d. oröið niðurstaðan að Alþýðubandalagiö fengi 10 prósent atkvæða i stað 15 prósentá sem þaö fékk. Þá hefðu liklega ýmsir óákveðnir kjósendur hugsað sem svo, að úr þvi það væri svona litil von aö Alþýðubandalagið kæmi manni á þing i Vestfjarðakjördæmi, þá væri betra að velja einhvern sigurstranglegri flokk. Þótt svona hugsunarháttur og afstaöa til stjórnmálaflokka, þ.e.a.s. að greiöa atkvæði fyrst og fremst miðaö við „hvort það nýtist eða ekki”, sé grunnhyggnislegur — þá er hann staðrey.nd, sem allir stjórnmálaflokkar gera ráð fyrir. Þessvegna er birting ónákvæmra skoðanakannana alls ekki lesendum til upplýs- ingar, heldur mikið ábyrgðar- mál. Rangar niðurstööur skoðanakannana geta villt fyrir mönnum og glapið þá til aö gera þaö sem þessar röngu niöur- stööur spá fyrir um. Af þessum sökum ætti að setja strangar reglur um visindaleg- ar forsendur skoðanakannana, og sérstaklega að skylda þá sem birta niöurstööurnar til aö taka mjög skýrt fram hve óvissan er mikil. Hjörtur. Pólitískur húmor frá Kúbu Einn þekktasti pólitíski teiknarinn á Kúbu kallar sig Nuez, sem, þýðir Hnetan. Hann teiknar reglulega í dag- blað Granma, sem er áreiðanlega eina kommúnistamálgagnið í heiminum sem heitir Amma. (Þeir kalla nefni-. lega ekki allt ömmu sína á KúbuhVið birtum hér nokkur sýnishorn af teikn- ingum Hnetunnar, og er óhætt að segja að í þeim.birtist kúbönsk viðhorf til heimsmálanna. Viðfangsefnin eru mannréttindaherferðin mikla, sem kennd er við Carter og heldur hefur hljóðnað yfir á þessum síðustu og verstu; sjálfstæðisbarátta Puerto- Rico, og vandamál Mið-Austurlanda. M ANN- RÉTTIMDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.