Þjóðviljinn - 07.12.1979, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 7. desember 1979
Frá aöalfundi Landverndar. Séö yfir hluta af fundarsalnum.
Aðaliundur Landverndar:
Þörf er á aðgát
og þekkingu
Aöalfundur landverndar, sem
þegar hefur veriö getiö um hér i
blaðinu og haldinn var að Loft-
leiðahótelinu 24. nóv. sl., sam-
þvkkt ýmsar merkar ályktanir,
scm ástæða er til aö komi fyrir al-
menningssjónir. Verða þær rakt-
ar hér á eftir.
Oliurannsóknir
Aðalfundurinn beindi þvi til
stjórnvalda að gaumgæfilega
verði fylgst með oliurannsóknum
á vegum grænlenskra og danskra
aðila við Austur-Grænland, enda
er augljóst, að við oliuvinnslu á
þessum slóðum geta orðið alvar-
leg slys, og m.a. valdið alvarlegri
mengun á islensku hafsvæði og
ströndum landsins.
Bent skal á að aðstæður til oliu-
vinnslu við Austur-Grænlands eru
mjög erfiðar og hættulegar vegna
mikils isreks.
Aðalfundur Landverndar beinir
þvi til stjórnvalda að umræður
um þessi mál verði teknar upp i
norrænu samstarfi og sjónarmið
Islendinga skýrð þar rækilega.
Umhverfismál
Aðalfundurinn beindi þvi til
viðkomandi stjórnvalda, að
frumvarpum umhverfismál, sem
dagaði uppi á Alþingi sl. vor,
verði tekið á dagskrá á ný og af-
greitt sem lög, enda löngu brýnt
að umhverfismál komist undir
eitt ráðuneyti svo að unnt sé að
vinna að þessum málum á skipu-
legri hátt en nú er.
,,Ár trésins”
Aðalfundurinn vakti athygli
landsmanna á þvi stóra átaki i
trjá- og skógrækt, sem fyrir dyr-
um stendur á árinu 1980 — ,,ári
trésins”. Mikilvægt er, að al-
menningur takiþáttl þessu starfi
og styðji þetta átak.
N áttúru v erndarlög
Aöalfundurinn beindi því til
viðkomandi stjórnvalda að end-
urskoðun náttúruverndarlaga
verði hraðað, enda brýn nauðsyn
að m.a. umferðarréttur almenn-
ings um afrétti og úthaga verði
bættur, svo og að ákvæði um efn-
isnám og jarðrask verði skýrari.
A fundinum flutti Gylfi Már Guð-
bergsson erindi um gróöurkorta-
gerö og notkun gervitungla og
loftmynda.
Fræðsla um
náttúruvernd
Aðalfundurinn beindi þeim til-
mælum til menntamálaráðuneyt-
isins að tekin verði upp I skólum
landsins aukin fræðsla um gróð-
ur- og náttúruvernd, en jafnframt
stuðlað að heilbrigðu útilífi
æskufólks.
Margar skemmtilegustu og beittustu
greinar og ræður Magnúsar Kjartans-
sonar frá siðustu þremur áratugum.
Ómetanleg heimild um stjórnmálasögu
eftir strið og pólitiska hugsun og ritsnilld
eins helsta forustumanns íslenskra sósial-
ista.
Mál og menning 1^1
Þorleifur Einarsson skyggnist i plöggin hjá þeim Karli Eirikssyni og
Inga Tryggvasyni.
Og þarna ræðast þeir við bræðurnir Haukur og Páll Hafstaö. — Mynd-
ir* Svanhilrlnr
Æ
Stefán Bergmann ræddi viöfangsefni og framtiöarverkefni Landvernd-
ar.
Fækkun hrossa
Aðalfundurinn vakti athygli á
fjölgun hrossa, sem orðið hefur
undanfarin ár. Fundurinn beinir
þvi til hestamanna og hrossa-
ræktenda og fækka hrossum,
þannig að nytjalitil hross hverfi
úr högum. Skorað er á BUnaðar-
félag Islands og sveitastjórnir að
hlutast til um, að ætlað sé nægi-
legt fóður fyrir hross og annan
búfénað, sem settur er á vetur.
Förum gætilega
Aðalfundurinn taldi ástæðu til
að gæta fyllstu varkárni, þegar
rætt er um fækkun eða Utrýmingu
dýrategunda, sem keppa við
manninn um llfsins gæði eða gera
á annann hátt einhvern miska.
Slikar framkvæmdir má ekki
undir neinum kringumstæðum
gera án undangenginna gaum-
gæfilegra athugana og rann-
sókna. — mhg.
1 dag áritar
Haralds
bók sina,
.jdagshetjan
i Bókabúð Máls og
menningar frá
klukkan 15-18.
öll framlög fyrir
áritanir renna
óskipt í
Málfrelstssjóð