Þjóðviljinn - 15.12.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.12.1979, Blaðsíða 20
DWÐVIUíNN Laugardagur 15. desember 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til löstudaga, kl 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. * V81333 Kvöldsími er 81348 Þing Sambands málm- og skipasmiöja hófst í gær: Hverjir kipptu í spottann? spuröi formaöur sambandsins,Sveinn Sæmundsson, í setningaræöu sinni Þing Sambands málm- og skipasmibja var sett í gær, en fyrirhugað er aö það standi i 2 daga. RétttQ setu á þinginu eiga 56 fulltrúar frá 4 sérgreinafélög- um innan sambandsins. Fyrirtækiinnan SMS eru tæplega 300 með um 5 þúsund starfsmenn og ársveltu á milli 55 til 60 milj- arða króna. Sveinn Sæmundsson formaöur SMS setti þingið með ræöu og kom viða við. Honum dvaldist mikið viö iðnþróunarmálin og fjármögnun hennar og lýsti pislargöngu forráðamanna SMS undanfarin ár. En siöan sagði hann: ,,Þaö var svo loks á siðastliðnu vo<i, að viö leituöum til þáverandi iðnaðarraðherra og settum þar fram hugmyndir okkar. Hann tók máli okkar vel og niðurstaöa varö sú, að starfshópur var settur i gang með fulltrúum frá Iðnaðar- ráðuneyti, Iðntæknistof nun, Landssambandi iðnaðarmanna ogframkvæmdastjórnSMS. Eftir marga fundi og allnokkurt starf var svo komið I haust aö málið hlaut náö fyriraugum Samstarfs- nefndar um iðnþróun og viö feng- um grænt ljós til aö ráða verk- efnisstjóra og kveðiö var á um starfsskiptingu. Fór nú heldur betur að vænkast hagur Strympu, er okkur var t jáö aö viö myndum fá sem byrjunarframlag 55 mil- jónir af svokölluöu aölögunarfé. Var þegar undirbúin kynningar- herferö um allt land, þvi nú skyldu hendur standa fram úr ermum. En Adam var ekki lengi i Paradis. Um þetta leyti tók að hrikta Istoðum fyrrverandi rikis- stjórnar, en það hafði nú reyndar gerst fyrr og við héldum að þetta yrði rétt eins og landris við Kröflu, sem myndi hjaðna án frekari umbrota. En öndvert við það, sem gerst hefur viö Kröflu varö úr þessu gos meö þeim af- leiðingum sem alþjóö er nú kunn. Eigi að siður vildum við vita hvar viö værum staddir i kerfinu og gengum á fund Braga iönaöar- ráðherra og ræddum við hann um stöðuna. Hann taldiþetta mál all- gott og kvaöst ekki myndi bregöa fæti fyrir þaö. En nokkrum dög- um siðar barst okkur bréf, þar sem okkur var tilkynnt að ekkert fé yröi veitt i þetta verkefni. Þeir fjármunir, sem við i einfeldni okkar töldum markaða þessu verkefni, yröu greiddir beint til fyrirtækja i málmiðnaöi eftir ein- hverjum lítt skiljanlegum leiðum undir nýyrðinu uppsafnað óhag- ræði. Nú voru góð ráö dýr og við gerðum Itrekaðar tilraunir til aö fjk þessu kippt i liðinn og að sið- qstu snérum viö okkur til væntan- legra viötakenda þessara fjár- muna og fórum þess á leit við þá að þeir gæfu eftir vonina I þessum vonarpeningum til fyrrgreinds Framhald á bls. 17. Kosninga getraun Rauda krossins: Hús- vörður vann I gær voru afhentir vinn- ingar i kosningagetraun Rauða krossins. A þessari mynd má sjá annan vinn- ingshafann, Pétur Sigurðs- son, húsvörð alþingis, ásamt konu sinni Guðribi Kristjáns- dóttur, taka við ávisun uppá rúmlega þrjár miljónir króna úr hendi Björns Tryggvasonar, sem sá um framkvæmd getraun-, arinnar. Hinn vinningshafinn, Guðmundur S. Guömunds- son, verkamaður, Innstu Tungu Tálknafirði, mætti ekki til leiks og fær hann sinn vinning sendan. Inn kom 30.101 miði og þeir Pétur og Guðmundur voru einir með réttar lausnir. Ljósm.:—gel Nýtt Jmmtalseyðublað kemur eftir helgina Sérsköttun nær aðeins tíl hluta af tekjum hjóna Óvissa um framkvœmd nýju skattalaganna Óvissan i stjórnmálum hefur haftsfnahrif á undirbiining skatt- heimtu á næsta ári, — ekki nóg með að innheimtukafla og tekju- stiga vanti i nýju skattalögin sem taka gildi um áramótin heidur er óvist hvort alþingi hyggst gera einhverjar breytingar á þeim, áð- ur en framteljendur þurfa að standaskilá tekjum sínum i byrj- un næsta árs. Tómas Arnason fyrrum fjármálaráðherra haföi undirbúið frumvarp, en áður en það var lagtfram fór rfkisstjórn- in frá. Framtalseyöublaðið hefur þvi verið hannað skv. nýju lögun- um óbreyttum og mun skatt- stjóraf undur ganga endanlega frá gerð þess eftir helgina. Akveöi al- þingi að gera einhverjar breyt- Verdbólgan hægir á sér Búist við talsverðri hækkun á opinberri þjónustu Spá Þjóðhagsstofnunar og Hag- stofu fslands um verðlagsþróun á timabilinu 1. nóvember til 1. febrúar n.k. bendir til þess að verðbólgan hægi nokkuö á sér miðab við næsta tímabil á undan. Gert er ráð fyrir þvi að fram- færslukostnaöur hækki á þessu timabili um rúmlega 10%, en mánuðina á undan hækkaöi hann um 16%. Jón Sigurðsson, for- stööumaður Þjóöhagsstofnunar sagði I gær að erfiðara væri að segja til um hækkun verðbóta- visitölu, þar sem ýmsir matsliðir, svo sem viðskiptakjörin, kæmu inn i þaö dæmi. Þó væri liklegast að óbreyttum verðbótareglum aö verðbótavlsitalan hækkaði um 8- 9% á þessu sama timabili. Spá þessi hefur ekki verið birt opinberlega en viöræöunefndir flokkanna sem nú ræöa stjórnar- myndun styöjast við hana I efna- hagsmálaumræðum. 1 henni er gert ráð fyrir þvi að flestar verö- hækkanabeiönir sem þegar hafa verið samþykktar komi til fram- kvæmda aö einhverju leyti, en meöal þeirra eru margar beiönir frá opinberum stofn- unum. Spáin gerir þó ráö fyrir vissri aðhaldssemi i þeim efnum. Eftirtaldar hækk- unarbeiönir liggja nú fyrir: Frá Landsvirkjun um 25% hækk- un á heildsöluverði raf- magns, frá Rafmagnsveitu Reykjavikur um 3,5% verð- hækkun til viðbótar heildsölu- hækkun frá Landsvirkjun, frá Póstiogsima um 12-15%,frá Hita- veitu Reykjavikur um 37%, frá Sementsverksmiðju rlkisins um 12-13%, frá Skipaútgerð rlkisins um 30% og loks frá hafnarstjórn- um um 43% hækkun hafnar- gjalda. Auk þessa liggja ýmsar verö- hækkunarbeiðnir frá einkaaðilum fyrir, bæði vegna vöruverös og þjónustu. —AI ingar á Iögunum er því viðbdið að hanna þurfi eyðublaðið upp á nýtt og gæti það tekið sinn tima. Að sögn Ævars tsbergs vara- rikisskattstjóra skal eyðublaðið skv. lögum sent út I janúar- mánuöi, en skilafrestur launþega rennur út 10. febrúar n.k. Nýja eyðublaöið viröist flókið við fyrstu sýn, enda er það allfrá- brugöið þvi sem veriö hefur, eink- um hvaö varöar tekjuframtal. Ævar ísberg sagðist þó vongóður um að fólk yröi fljótt að átta sig á nýja forminu. Sem fyrr segir er það helst tekjuframtaliö sem breytist en eigna- og skuldaframtalið er svipað og veriö hefur. Hjón skila eftir sem áður einu framtali sam- eiginlega,enþar sem I nýjulögun- um er ákvæöi um sérsköttun á tekjurhjóna eru tvö tekjuframtöl á hverju eyðublaði þar sem hjón eigaaöteljaframtekjurslnar sitt I hvoru lagi. Tekjum erskv. lögunum skipt i þrjá flokka. 1 A-flokki eru launa- tekjur og allar aðrar tekjur sem ekki eru tekjur af atvinnurekstri. B-flokkurinn tekur til tekna af at- Framhaid á bls. 17. Glista hátíðiii er í kvöld Síðustu forvöð að tryggja sér miða Kosningahátlö starfsfólks G-listans I Reykjavik veröur I kvöld I átthagasal Hótel Sögu. Hátiðin hefst kl. 20.30 tíl 03.00. Enn eru örfáir miðar til á hátlöina og veröa boðsmiöar af- hentir milli kl. 5- og 7 I dag á skrifstofu Alþýöubandalagsins aö Grettisgötu 3. Munið aö tryggja ykkur miða áður en þiö komiö á hátlöina. A kosningahátlöinni flytur Guðrún Helgadóttir alþingismaður ræðu og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Þúsund ný símanúmer í Kópavogi Sem kunnugt er hafa veriö mikil vandræði i simamálum Kópavogsbúa sl. 2ár. A þeim tima hafa engin ný síma- númer bæst þar við og hafa margir oröið að blða siöan haustið 1977 eftir sima. Nú er þetta vandamál úr sögunni til langs tima, þvi nú er verið að taka I notkun eitt þusund ný simanúmer I Kópavogi en þörfin mun ekki vera nema um 800 númer. Til þess að, hægt væri aö fjölga símanúmerum I Kópavogi þurfti að byggja nýja sfmstöð og er þeirri byggingu nú lokið. Bjarni Linnet simstöövar- stjóri I Kópavogi sagði I samtali við Þjóöviljann i gær, að árið 1981 yrði mögu- legt að taka önnur þúsund númer i notkun en i hinu nýja húsnæði simstöðvarinnar væri hægt aö koma fyrir tækjum fyrir 5 þúsund númer, þannig aö sima- vandamál Kópavogsbúa ætti að vera leyst .um nokkuð langa framtlð. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.