Þjóðviljinn - 15.12.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1979, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 15. desember 1979 — 275. tbl. 44. árg. Ólafur Ragnar Grímsson um herstöðina í Keflavík • • LYKILSTOÐ í E-3A Awacs, Keflavlk, september I fyrra. kjarnorku- yopna kerfi USA „Eftir þvl sem meiri upplýsingum er safnað, veröur það ljósara að Bandarlkin hafa smátt og smátt á siðari árum gert herstööina hér að lykilstöð I kjarnorkuvopnakerfi sinu á N- Atlantshafi”, sagði Ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður um þá frétt Þjóðviljans I gær að E-3A herflugvélarnar á Kefla- vikurflugvelli eru fljúgandi stjórnstöövar fyrir kjarnorku- styrjöld og staðsetning þeirra hér á iandi er sönnun fyrir árásar- hlutverki herstöövarinnar á Mið- nesheiði. „Megineinkenni hernaðar- uppbyggingar stórveldanna á slö- ustu tveimur áratugum er þróun viðtæks kjarnorkuvopnakerfis og vopnin sjálf, þ.e. sprengjurnar, eru aðeins hluti af þvi kerfi”, sagði Ólafur. „Tækniþróunin hefur gert ýmsan annan búnað jafn mikilvægan og I sumum til- fellum mikilvægari en sjálfar sprengjurnar. A þessum tlma hefur herstöðin i Keflavik breytt um eöli i grundvallaratriðum og hún er nú að þvi virðist orðin lykiltenging i þvi kjarnorku- vopnakerfi sem Bandarikin hafa smátt og smátt byggt upp hér á N- Atlantshafi. Hér er þvi greinilega um kjarnorkuvopnastöð aö ræða, þó enn hafi ekki fengist nein skýr svör um það frá bandarlskum yfirvöldum hvort hér hafi veriö eða séu hreyfanlegar kjarnorku- sprengjur, en eins og kunnugt er hafa bandarisk stjórnvöld ætið neitað að gefa skýr svör viö slikum spurningum. Islensk stjórnvöld hafa til skamms tima ekki reynt á sjálf- stæðan hátt aö afla upplýsinga um þessar breytingar á eðli her- stöðvarinnar i Keflavik. Þáttaskil urðu hins vegar að þessu leyti i upphafi þessa árs, þegar svo- kölluð öryggismálanefnd tók til starfa i samræmi viö samkomu- lag flokkanna þriggja, sem mynduöu siðustu vinstri stjórn. A Framhald á bls. 17 LIF OG FJÖR Þaö var mikiö um að vera á torginu og I Austurstræti I gær þegar hundruð Reykvlkinga notuðu bliö- viðrið til þess að versla fyrir jólin. í dag verða allar verslanir opnar fram til kl. 22 og eflaust verður llf og fjör Ibænum fram til þess tlma. — Ljósm.gel. Minnkandi tollgæsla segir til sín: Hvers- konar smygl fer vaxandi Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir nokkrum dögum, hefur veriö dregið verulega úr fjárveit- ingum til tollgæslu i landinu með þeim afleiðingum að skera hefur þurft niður aukavinnu tollvarpa, en aukavinna þeirra stafar fyrst og fremst af þvi að þeir eru of fá- ir. Kristinn Ólafsson tollgæslu- stjóri sagði I samtali við Þjóðvilj- ann á dögunum, að margfalt minna hefði verið tekiö af smygi- varningi I ár en undanfarin ár, þar kæmi samanburöur ekki til greina. En það var einmitt á þessu ári, sem aukavinna toll- varða var skorin niöur. I viðtali viö eitt dagbiaöanna i gær segir Guömundur Gigja lög- reglufulltrúi viö fikniefnadeild lögreglunnar að smygl á eitur- lyfjum hér á landi fari vaxandi, jafnvel heróin sé farið að nota hérlendis, islensk ungmenni hafi látist af eiturlyfjaneyslu og að 4 þúsund ungmenni hafi komið við sögu i fikniefnamálum hér á landi. Fólk hlýtur þvi að spyrja, hvaö er að gerast hér? Erum viö svo fátækir Islendingar að við höfum ekki efni á eðlilegri tollgæslu? — Að visu svara ég ekki fyrir tollgæsluna, hún heyrir undir fjármálaráöuneytið, en það er alveg ljóst að þetta getur ekki gengiö til svona, hér er á ferðinni mál sem veröur að skoða alveg niöur i kjölinn og ef minnkandi aukavinna tollvaröa er hér meiri- háttar vandamál, verður að reyna að fá þvi breytt, sagði Vil- mundur Gylfason dómsmálaráð- herra er viö spurðum hann álits á þessu máli i gær. Hann bætti þvi við aö úlfakreppa i þessum mál- um mætti ekki eiga sér stað, mál- iö yröi að taka fyrir. Þvi miöur náðum við ekki i Sig- hvat Björgvinsson fjármálaráö- herra i gær, en tollmálin heyra undir fjármálaráöuneytiö, sem fyrr segir og það hefur skorið hættulega mikið niöur fjárfram- lög til tollgæslunnar. _ s - ■ .: B23EBSE1HHB mtáT^ssúmm Fristundamálarar A Akureyri sem og viöar f jölg- ar þvi fólki óðum sem fæst við myndlist, en til þessa hefur al- menningsþátttaka I listum mest beinst aö kveöskap og leiklist. Hópur sllkra áhuga- manna hefur efnt til sýningar fyrir norðan. Sjá viðtal viö Guöjón Alberts- son Hresst sögufélag Sögufélagið er með eldri út- gáfufélögum og hefur kastað ellibelg með óvenju miklum umsvifum. M.a. kemur út bók eftir Einar Laxness um Jón Sigurðsson. Ragnheiöur Þor- láksdóttir framkvæmdastjóri segir frá félaginu. Jól sungin inn Jólanánd setur mikinn svip á tónlistarlifiö um þessa helgi. Flýtt er fyrir komu þeirra með söng og annarri tónlist hjá Háskólakórnum, Tónskóla Sigursveins og I tveim kirkj- um. Nánar á siðunni Um helg- ina. Breskt auðmagn Rikisstjórn Ian Smith lokaði all- ar breskar fjárfestingar inni i landinu eftir að lýst var yfir við- skiptabanni áriö 1966. Mis- munandi hagsmunir breskra fjármagnseigenda hafa togast á um lausn Ródesiu-deilunnar. Óvissa Nýju skattframtalseyðublöðin eru á leiöinni og „vona” menn að almenningur átti sig á þeim. Margt er enn I óvissu um framkvæmd nýju skatt- laganna. Sérsköttun hjóra mun aðeins ná til hluta af tekj- um þeirra. Sjá opnu Sjá opnu Sjá 13. siðu Sjá siðu 5 Sjá baksiðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.