Þjóðviljinn - 04.01.1980, Qupperneq 1
mm
Flugleidamálid
uotmum
Föstudagur 4. janúar 1980 2. tbl. 45. árg.
Flugleiöakreppan og fœkkun flugvirkja
Viðhaldið er mun
dýrara erlendis
70 þúsund dollara sparnaði á mánuði hafnað af
Flugleiðum og dregið úr viðhaldi innanlands
„Þessar uppsagnir flugvirkja
og fiugvélstjóra koma eins og
reiðarslag,” sagði Einar
Guðmundsson, formaður
Flugvirkjafélagsins i samtali við
Þjóðviljann í gær, en 16
flugvirkjar og 16 flugvélstjórar
eru meðal þeirra sem fengu
reisupassann hjá FlugleiðUm nú
um áramótin.
1. október s.l. var 21 flugvirkja
sagt upp störfum hjá Flugleiðum
og áttu þeir að hætta um áramót-
in. Hinn 6. desember skýrði Þjóð-
viljinn frá þvi að þessar uppsagn-
ir hefðu verið dregnar til baka,
þar sem i Ijós hefði komið að
spara mætti mikið fé með auknu
viðhaldi og viðgerðum hér heima
og þáðu 16 flugvirkjanna at-
vinnuna að nýju. Nú hefur hins
vegar jafn mörgum verið sagt
upp frá og meö 1. april n.k.
Einar Guðmundsson sagði að
sameiginleg nefnd
Flugvirkjafélagsins og Flugleiða
hefði skilað þvi áliti að hag-
kvæmara væri að gera við ýmsa
flugvélarhluta hér heima en að
senda þá til útlanda til viðgerða,
en krafa Flugvirkjafélagsins hef-
ur löngum verið sú aö flytja allt
viðhald Flugleiðavélanna hingað
heim. „Skv. útreikningum hefði
þetta átt að spara mikið fé,”
sagði Einar, „eða 280.000 dollara
á 4 mánuðum og skýrsla nefndar-
innar sýndi einnig að atvinnu-
möguleikar áttu að vera fyrir
fleiri flugvirkja”.
50—70 manns eru nú i flug-
virkjanámi erlendis og sagði
Einar að staðan og útlitið heföi
verið allt annað fyrir 2—3 árum
þegar þessir menn hófu námið.
Nú væri hins vegar allt á niðurleið
og menn sem unnið hefðu hjá
Flugleiöum i yfir 30 ár og þaöan
af skemur fengju nú skyndilega
Gripa á í
taumana
strax
Flugvirkjar við vinnu á Reykjavikurflugvelli I gær. Ljósm. —gel.
segir Ólafur
Ragnar
Grímsson
alþingismaður
Eins og lesendur Þjóövilj-
ans rekur eflaust minni til,
flutti Ólafur Ragnar Grimsson
albineismaður tillögu bess
efnis á Alþingi f fyrra, að
rekstur Flugleiða h.f. yrði tek-
inn til gagngerörar rannsókn-
ar að þingkjörinni nefnd. 1
framsöguræðu fyrir tillögunni
benti Ólafur á hvernig mál
Flugleiöa væru að þróast. Þá
var það sem hann sagði sagt
lygi og áróöur af forráöa-
mönnum Flugleiða, þing-
mönnum Sjálfstæöisflokksins
og Morgunblaðinu.
Allt sem ólafur sagöi þá að
hætta væri á að myndi gerast
hefur nú rasst. t þvi tilefni
ræddi Þjóðviljinn við Ólaf og
er viðtaliö birt I opnu blaðsins
i dag.
1 viðtalinu var Ólafur m.a.
spuröur aö þvi hvers vegna
mönnum heföi ekki verið ljóst
hvert stefndi fyrir ári.
— Sigurður Helgason byrj-
aði að gefa út yfirlýsingar um
þetta mál 1977 og sagði þá allt
vera i lagi. Og allar upplýs-
ingar sem hann hefur gefið
upp siðan, þar til nú, eða i tæp
3 ár hafa reynst rangar. Þessi
aöalforstjóri fyrirtækisins
hefur hvað eftir annað orðið
ber að því að gefa alrangar
upplýsingar og yfirlýsingar
um það i hvaöa átt þróunin
stendi i' þessum málum.
Heldurðu að hann hafi ekki
vitað betur?
— Ef hann hefur ekki vitað
betur er þaö auðvitað vitaverö
vanþekking hjá manni i svo
þýðingarmikilli stöðu og sém
ber aðra eins ábyrgð og hefur
nú alræðisvald i málefnum
félagsins. Ef hann hefur hins-
vegar vitað betur, þá hefur
hann visvitandi villt um fyrir
islenskum ráðamönnum og ís-
lenskum almenningi og það
sem kannski er vitaverðast,
starfsfólki fyrirtækisins.
— 1 þvi sambandi vil ég
minna á aö einn af mörgum
vinnustaðafundum sem ég fór
á fyrir siðustu kosningar var
einmitt á Flugleiðum. Á þess-
um fundi var húsfyllir. Þarna
var ég gagnrýndur harðlega
af ýmsum stóryrtum einstakl-
ingum, starfsmönnum fyrir-
tækisins, fyrir minn tillögu-
flutning og framsöguræöu. Ég
benti þeim á að ég hefði talið
þá, þegar ég flutti tillöguna,
að það myndu ekki lfða mörg
ár þar til þessi rekstur gæti
orðið i stórfelldri hættu og að
ég væri þeirrar skoðunar nú,
aö það væri jafnvel enn
skemmri timi þar til menn
stæðu frammi fyrir þvi hvort
leggja ætti starfsemi Flug-
leiða h.f. á N-Atlandshafsleið-
inni niður. Það var hópur
starfsmanna sem hló að þess-
um fullyrðingum minum og
sagði að allt gengi nú vel og
betur en áður á Atlantshafs-
leiðinni, allt væri I lagi með
rekstur fyrirtækisins, vissu
sem sagt ekki um þá stórfelldu
erfiðleika sem aðeins riimum
mánuði siöar voru opinberað-
ir af forstjóra fyrirtækisins.
Raunar hefur hann nú sett
mun fjölþættari rök undir
minn málflutning á þessum
fundi en ég gat sjálfur.
— S.dör^J
uppsagnarbréf.
— AI
3. tilraun Geirs Hallgrímssonar óburðug
íhaldið „þreifar” í allar áttir
Ekki markverðara er þingmannaspjall á göngum þinghússins
Það var almennt álit manna I
stjórnmálaheiminum I gær að
stjórnarmyndunartilraunir Geirs
Hallgrimssonar væru harla van-
burðugar og ekki lfklegar til ár-
angurs. Hluti af sjónarspilinu
Kjaramálaráðstefna VMSÍ á morgun
Kjarastefnan frá Akureyrar-
ráðstefnunni endurskoðuð
Samstaða um krónutöluregluna næst ekki við önnur samtök launafólks
Verkamannasamband tslands
hefur boðað til kjaramálaráð-
stefnuá Hótel Loftleiöum á morg-
um og verður þarræddogtekin af-
staða til þeirrar staöreyndar, að
vonlaust er, að samstaöa náist
með öðrum samtökum launafólks
um kjarastefnuna sem mótuð var
á ráðstefnu Verkamannasam-
bandsins á Akureyri i oktdber s.l.,
en eitt aðalatriði hennar var að
verðbætur á laun yrðu jöfn I
krónutölu.
I viötali viö Þjóöviljann i gær
sagði Þórir Danielsson, fram-
kvæmdastjóri VMSI, að ekkert
leyndarmál væri, að skoða yrði
þessi mál nánar, grundvallarat-
riðin væru i sjálfu sér einföld,
en útfærslan flókin i framkvæmd,
auk þess sem ljóst væri, aö um
stefnuna næðist ekki eining með
öðrum samtökum. Nægöi þar að
visa til þingssamþykktar BSRB
og einnig væri greinilegt að ekki
væri samstaöa um þessa leið inn-
an Alþýðusambands tslands.
Grundvallarhugmyndin um
verðbætur i stefnu VMSl var að
miðað yrði við meðallaunataxta,
verðbætur samkvæmt visitölu
reiknaðar af honum og sú krónu-
tala sföan látin gilda fyrir öll
laun, bæði hærri og lægri. En
þetta þýöir i raun i veröbólgu-
þjóöfélaginu meiri breytingar en
menn gerðu sér kannski grein
fyrir, sagði Þórir.
Aðspurður hvort búast mætti
við átökum um þessi atriði á ráð-
stefnunni kvað Þórir svo ekki
vera; hann reiknaði með að menn
ræddu málin opinskátt og efnis-
lega. Mikið er nú i húfi fyrir
verkalýðshreyfinguna, sagði
hann, og hún hefur stærri mál að
knýja á um en hvernig verðbætur
á laun verða greiddar og það er
að standa vörð um að launakjör i
landinu verði ekki skert, einsog
ýmsir viröast nú hafa hug á. Það
veitir ekki af sameiginlegu átaki
til að tryggja veröbætur yfirleitt.
Ráðstefnan Idag hefst kl. 2 sið-
degis og eru boðaðir til hennar
sambandsstjórnarmenn VMSI,
varamenn i sambandsstjórn og
formenn þeirra félaga sem ekki
eiga fulltrUa I stjórninni. Auk
þess hefur verið boðiö fulltrUum
Landssambands iðnaöarmanna,
Starfsmannafélagsins Sóknar og
Félags starfsfólks I veitingahUs-
um.
Alþýðusamband Islands hefur
enn ekki mótaö sameiginlegar
kröfur slnar i kjarasamningum
þeim sem nú fara i hönd, en öll
sambönd og félög innan þess eru
nú með lausa samninga, miöað
við áramót. Kjaramálaráðstefna
ASI hefur verið boðuð 11. janúar
nk. ogerlildegt, að gangur mála
þar mótist mjög af niðurstöðum
ráöstefnu Verkamannasam -
bandsins á morgun. — vh.
væri til þess ætlaöur að koma
Sjálfstæðisflokknum inn i mynd-
ina og láta lita svo Ut með þvi að
gera mikiö úrþvf að verið væri að
tala við Aiþýðubandalagiö að
Sjálfstæðisflokkurinn eigi fleiri
kosta völ þótt formaður Fram-
sóknrflokksins visaði honum á
bug.
Fari svo að nUverandi stjórnar-
myndunartilraun Geirs Hall-
grimssonar renni út i sandinn
mun þaö vera I þriöja sinn á for-
mennskuferB sinum sem Geir
mistekst að fá aðra flokka til al-
varlegra stjórnarmyndunarviö-
rasðna. Fyrst var þaö 1974 og sið-
an 1978. Geir Hallgrimsson á þvi
mikiö i hUfi persónulegæen innan
Sjálfstæðisflokksins virðist það
algerlega óuppgertmálhve mikið
eigi aö bakka meö leiftursóknina,
hvaöa tilboð eigi aö gera öörum
flokkum,hverskonarstjórneigi aö
stefna aöþvi aö mynda og hvern-
ig eigi aö standa aö viöræöum.
Þagnarhulan sem Geir Hall-
grlmsson hefur sveipað áþreif-
ingar sinar er fyrst og fremst til-
komin af þeim sökum aö Sjálf-
stæðisflokkurinn vill breiöa yfir
þá staöreynd aö hann hefur enn
ekki fengið neinn stjórnmálaflokk
til formlegra viöræöna viö sig.
Miklu fremur viröist hann stefna
að þvi aö tefja tímann og skapa
jarövegfyrir einhverskonar sam-
Framhald á bls. 13