Þjóðviljinn - 04.01.1980, Síða 11
Föstudagur 4. janúar 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
5 íþróttir'g íþróttir \r\ íþróttir J
Strákarnir stóðust
eldskírnina með prýði
Þrátt fyrir tap gegn Pólverjum i æsispennandi
leik i gærkvöldi 23-25
strákarnir myndu springa á
limminu i seinni hálfleiknum.
Pólverjarnir skoruöu 2 fyrstu
mörk seinni hálfleiksins og útlitið
fyrir landann orðið heldur svart,
16-12. Viggó skoraði 13. mark
okkar, en Pólverjar jöfnuðu
strax, 17-13. Þegar hér var komið
sögu kom Kristján i markið fyrir
Jens, sem þó hafði varið ágætlega
framanaf. bessi skipting virkaði
eins og vitaminsprauta á
strákana, vörnin þéttist og
Kristján fór að verja eins og ber-
serkur. Hver sóknin af annarri
gekk upp hjá landanum, en á
meðan var allt á afturfótunum
hjá pólkum. Island skoraöi 4
næstu mörk, 17-17 og áhorfendur
hvöttu sina menn óspart.
Pólverjarnir náðu undirtökunum
á nýjan leik, en aftur tókst tslandi
að jafna, 20-20og 21-21 og siðan 22-
21. Þá fengum við gullið tækifæri
til þess að jafna enn, en Viggó
mistókst i góðu færi, en margir
voru nú á þvi að brotiö hafi verið
á honum. Hvað um það,
Pólverjar skoruðu strax, 23-21.
Sigurður Sveins minnkaði mun-
inn, 23-22. Hann fékk aftur gott
færi að minnka muninn i 1 mark
skömmu siöar þegar staðan var
24-22, en pólski markvörðurinn sá
við honum og varði. Þar með má
segja að siðasti sens okkar
Tap í Belfast
tslcnska körfuknattleikslands- svo að sjá má að leikur okkar
liðið tapaði i gærkvöldi fyrir mannahefurekki verið burðugur.
Norður-lrum 73-74 og fór leikur- Aðeins Kristinn Jörundsson lék af
inn fram I Belfast. eölilegri getu og varö langstiga-
Staðan i hálfleik var jöfn 29-29 hæstur fslensku leikmannanna.
manna hafi farið og hvort liðið
skoraði 1 mark það sem eftir lifði
leiksins, 25-23.
Pólska liðið olli nokkrum von-
brigðum i þessum leik, sérstak-
lega fyrir slakan varnarleik og
aumlega markvörslu. Leikur
þeirra á þessum sviðum sæmdi
varla liði, sem talið er með þeim
bestu i heimi. Einkum var hinn
frægi Klempel slakur i vörninni
og komu ófá mörk lslendinganna
i gegn um hann eins og sagt er. 1
sókninni fær hins vegar ekkert
stöðvað hann og var greinilegt að
islensku strákarnir óttuðust hann
mjög. Þannig dró hann þá að sér
oftsinnis og við það opnaðist
vörnin illa. Hvað svo sem segja
má um pólska liðið nú er vist að
þeir eru hvorki betri né verri en
undanfarin ár og ekki heldur hægt
að segja að þeir hafi verið slakir i
gærkvöldi. Liklegtmá þó telja, að
þeir hafi ætlað sér hina ungu is-
lensku stráka auðvelda bráð, en
annað kom nú á daginn.
Bestan leik i pólska liðinu i gær-
kvöldi áttu no. 2 Wilkowski, no.
13, Kaluzinski, no. 8, Kosma og
Klempel i sókninni.
Það er vonandi i lagi að hrósa
islensku strákunum upp i hástert
fyrir frammmistöðuna i gær-
kvöldi þvi þeir eiga það sannar-
lega skilið. Þó verða þeir að at-
huga að fyrsta eldskirnin er að
baki og langur vetur er
frammundan áður en stóru lýs-
ingarorðin verða tekin fram. Sá
mótbyr sem þeir hafa mætt nú
siðustu daga hefur án efa gert
þeim gott og hjálpað þeim að ná
upp góðum baráttuanda. Þá er
bara að sjá hvernig viðbrögðin
verða þegar að vindurinn blæs
skyndilega i bak þeirra.
Sóknarnýting liðsins var um
50%, sem er sérdeilis gott gegn
hinum frægu mótherjum.
Tilraunir og keyrsla á leikkerfum
ollu flestum sóknarmistökunum
og ætti að vera fremur auðvelt að
kippa þvi i liðinn. bar þarf enn
meiri æfingu og kappleikir að
koma til.Vörnin var mun skárri
en oft áður, en opnaðist stundum
illa vegna þess hve góðar gætur
þurfti aö hafa á langskyttunum
pólsku. Markvarslan hjá Jens og
Kristjáni var nokkuð" góð, sér-
staklega var Kristján hress i
seinni hálfleiknum.
Ekki er ástæða til þess að nefna
einn öðrum fremur af islensku
strákunum, þeir voru allir góðir,
en vafalitið hafa þrumuskot Sigga
Gunn yljað mörgum áhorfandan-
um.
Markhæstiri pólska liðinu voru
Klempel 7/3, Wilkowski 5 og
Kaluzinski 5.
Mörkin fyrir tsland skoruðu:
Sigurður G. 5, Þorbergur ;4, Viggó
4, Siguröur S. 4/4, Bjarni 2, Stein-
dór 2, Ólafur 1 og Guðmundur 1.
—IneH.
Framarar seigir
Keykjavikurmótinu I innan-
hússknattspyrnu lauk i fyrra-
kvöld með keppni i meistara-
flokki. Segja má að Framarar
hafi verið ótviræðir sigurvegarar
á mótinu þvi þeir nældu í 3 titla, i
mfl, 2. fl. og 4. fl. og voru i úrslit-
um i 5. fl. Glæsilegur árangur.
t 5. fl. sigraði Leiknir með þvi
að sigra Fram i úrslitum 5-2.
Framararnir hefndu fyrir þaö tap
með þvi að sigra KR örugglega i
úrslitaleik 4. flokks, 4-1.
Valsmenn urðu sigurvegarar i
3. fl. eftir sigur gegn Vikingi i
fjörugum leik 3-2. Vikingarnir
máttu einnig sætta sig við ósigur i
2. fl. en þar biðu þeir lægri hlut
fyrir Fram, 1-5.
Hörkukeppni varð i meistara-
dokknum, en i A-riðlinum urðu
Framarar sigurvegarar, og KR
varö i 2. sæti. Þessi lið voru þar i
algjörum sérflokki. Valsmenn
sigruðu i B-riðlinum, en Vikingur
varð i 2. sæti. Framararnir gáfu
ekkert eftir i úrslitaleiknum gegn
Valog sigruöu næsta örugglega 9-
4. Góöur varnarleikur og hættu-
legar skyndisóknir voru aðals-
merki Framaranna i þessum leik
sem fyrr. Reyndar höfðu fáir
reiknað með Fram i úrslitabar-
áttunni þvi leikmönnum var hóað
saman stuttu fyrir mótið, eins og
einn stjórnarmanna félagsins
orðaði það. Vikingur sigraði loks
KR i leiknum um 3. sætið 10-8 éftir
framlengdan leik. — IngH
„Með smáheppni hefði
sigurinn lent okkar megin í
þessum leik, smáheppni
sem okkur vantaði einkum
i lokin. Þetta var okkar
raunverulega eldskírn og
maður er auðvitað
ánægður með útkomuna
þvi leikið var gegn einu al-
sterkasta liði heimsins í
dag, Pólverjum, og við
áttum í fullu tré við þá. Við
eru staðráðinir i að gera
enn betur i næsta leik gegn
Pólverjunum og ef að við
náum upp sömu baráttunni
og í kvöld er ég viss um að
okkur tekst það," sagði
eldhress fyrirliði íslenska
handboltalandsliðsins,
Ólaf ur Jónsson i gærkvöldi
eftir að ungu strákarnir í
landsliðinu höfðu afsannað
rækilega allar hrakspár og
velgt hinu heimsfræga liði
Pólverja hressilega undir
uggum. Pólverjarnir höfðu
heppnina með sér loka-
minúturnar og þeim tókst
að sigra með aðeins 2
marka mun 25-23. Þetta er
minni munur en nokkurn
óraði fyrir áður en viður-
eignin hófst.
Troðfullt hús áhorfenda var
þegar leikurinn hófst og greini-
legt að islensku strákarnir myndu
fá góðan stuðning. Pólverjarnir
létu þetta litið á sig fá og hófu
leikinn af miklum djöfulmóð.
Þeir tóku strax forystuna, 1-0,
3—1 og 4-2. Þá skoraði landinn 2
mörk i röð, 4-4 og áhorfendur voru
vel með á nótunum. Leikurinn
var i járnum næstu minúturnar,
en á 18. min. var Island komið
með forystu 6-5. Sami barningur-
inn hélt áfram. Pólskir svöruöu
með 2 mörkum i röð, 7-6, en
Sigurður Sveins jafnaði með
marki úr viti, 7-7. Aftur var jafnt
8-8og enn, 9-9. Næstu 2 mörk voru
Pólverjanna, 11-9, en okkur tókst
að minnka muninn i 12-11.
Pólverjarnir voru nokkuð
sterkari lokaminútur fyrri hálf-
leiksins og skoruðu 2 mörk gegn 1
okkar stráka, 14-12.
Bjarni Guðmundsson átti mjög snjallan leik i gærkvöldi, sivakandi og sprækur. Hér er hann kominn i
dauðafæri og sá pólski gripur til örþrifaráða og vitakast var dæmt. Mynd: — eik.
Fyrri hálfleikurinn var mjög
skemmtilega leikinn af beggja
hálfu og margt sem gladdi augu
áhorfenda, sér i lagi þrumuskot
Sigurðar Vikings Gunnarssonar
og kraftur og ákveöni Þorbergs.
Nú var bara að biða og sjá hvort
/
Iþróttamaður árs
ius valinn i dag
I dag verða kunngerö úrslitin i
atkvæöagreiöslu iþróttafrétta-
ritara um kjör iþróttamanns árs-
ins 1979 i hófi sem Samtök i-
þróttafréttamanna efna til aö Hó-
tel Loftleiöum.
Margir eru kallaöir að þessu
sinni, en einungis fáir útvaldir.
Fá stórafrek islenskra iþrótta-
manna litu dagsins ljós á siðast-
liðnu ári, en þó má segja, að þar
gnæfi nokkrir einbúar uppúr.
Skýrt verður frá verðlaunaaf-
hendingunni 1 blaðinu á morgun.