Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Finna enga loðnu ennþá Svo virðist sem þaö ætli að verða djúpt á loðnunni i ár. Alla vega hefur enn engin loðna fund- ist þrátt fyrir það að megnið af loðnuskipaflotanum sé kominn á miðin og að auki rannsóknarskip- ið Bjarni Sæmundsson. Að visu hefur veður verið held- ur óhagstætt á miðunum siðustu daga og hefur að einhverju leyti tafið loðnuleitina. Eins og Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur sagði i samtali við Þjóðviljann sl. mánudag, þá hef- ur það oft gerst að aðal loðnu- gangan hafi ekki fundist fyrr en um miðjan janúar, þannig að ástæðulaust er að örvænta. S.dór Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudaginn Skákþing Reykjavikur 1980 hefst nk. sunnudag, 13. janúar kl. 14. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavlkur að Grensásvegi 46. Sú breyting verður nú gerð á aðalkeppninni, að allir flokkar munu tefla sameiginlega i einum riðli 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Skráning þátttakenda i aðal- keppnina er hafin og lýkur laugardag, 12. janúar kl. 14-18. Keppnii unglingaflokki (14 ára og yngri) hefst laugardag, 19. jan. kl. 14. Að venju er skákþing Reykja- vikur með meiri háttar skák- mótum, sem haldin eru á höfuðborgarsvæðinu. BUist er við góðri þátttöku i mótinu nU, og hafa allmargir landsliðsmenn þegar skráö sig til þátttöku. Hákon D Guömunds- son fv. yfir- borgar- dómari látinn Hákon Guðmundsson fv. yfirborgardómari I Reykja- vlk lést sl. sunnudag. Hann var fæddur 18. október 1904 á Hvoli i Mýrdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1925 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla tslands 1930, en stundaði siðar framhaldsnám i Sviþjóð og Englandi. Hákon Guðmundsson var skipaður hæstaréttarritari 1936, en varð yfirborgar- dómari 1964 og gegndi þvi starfi til 1974. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun hans til 1974 og gegndi fjölmörgum setu- og rannsóknardómarastörfum. Auk lögfræðistarfa voru Hákoni falin fjölþætt trúnaðarstörf, hann var ma. forseti Flugmálafélags tslands, átti sæti á kirkju- þingi, sat i stjórn Skóg- ræktarfélags tslands og Náttúruverndarráðs og var formaður Landverndar. Eftirlifandi kona Hákons Guðmundssonar er Ólöf Dagmar Árnadóttir.Þau áttu þrjár dætur, Ingu Huld, Hildi og Hjördisi. Atvinnuleysi á Vopnafíröi Verdur naumast langvinnt — Þessu víkur nú þannig viö, eins og kannski i fiestum sjávar- plássum, að skráning hefur verið óvenjumikil nú um áramótin vegna veiðibannsins, og fólki þá sagt upp meö löglegum fyrirvara, sagði Gisli Jónsson, formaður Verkalýðsfélags Vopnafjarðar, en þar var 51 maöur skráður atvinnulaus um áramótin. — Fólkið telur sig ekki hafa vissa vinnu eftir áramótin og lætur því skrá sig, bætti Gísli við. En þetta ástand veröur naumast langvinnt, togarinn er að koma inn i kvöld og þá er þetta búið. Svo eru bátarnir byrjaðir að róa með linu og ef loðnan kemur þá eigum við von á að fá eitthvað i bræðsluna. Hérvar alveg uppgripa atvinna fram yfir miöjan des., sagði Gisli; og raunar var svo allt sl. ár. Og þó' að svona hafi nú staðið á tölu rétt um áramótin þá held ég að engin ástæða sé til svartsýni. Og svo máttu skjóta þvi aö, sagði Gisli aðlokum, að hér eru menn farnir að búast á grásleppuveiðar af mikilli grimmd. -mhg. í Kungálv 1980: Námskeid á vettvangi fullorðinsfræðslunnar Lýðfræðslustofnun Noröur- landa (Nordens Folkliga Aka- demi) i Kungálv I Sviþjóð er ein af þeim menningarstofnunum sem starfa á grundvelli norræna menningarmálasamningsins frá árinu 1971. Stofnun þessari er m.a. ætiaö að vera miðstöð full- orðinsfræðslu á Norðurlöndum og gengst hún fyrir námskeiðum og ráðstefnum þar sem þátttaka miðast einkum við kennara og lciðbeinendur á vettvangi fullorð- insfræðslu, svo sem lýöháskóla, kvöldskóla og frjálsra fræðslu- samtaka. Viðfangsefni á námskeiðum stofnunarinnar árið 1980 eru sem hér segir: Framhald á bls. 13 JAN MAYEN-MÁLIÐ; Miðlína kemur ekki til greina • Utfœrsla Dana á landhelgi Grœnlands gæti flýtt fyrir viörœðum við Norðmenn segir Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra — Þaö er aö mínum dómi fjarstæöa aö tala um ein- hverja miðlinu milli íslands og Jan Mayen, þar sem annars vegar er um að ræða þjóðland sem á allt sitt undir fiskveiðum og hinsvegar sker í hafinu, þar sem enginn maður býr og þess vegna hlýtur 200 milna reglan að gilda i þessu sambandi, sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra i samtali við Þjóðviljann i gær vegna óánægju Norð- manna. Kjartansagði að Norðmönnum þyrfti ekki að koma á óvart þótt Danirfærðu landhelgi Grænlands út, eins og orðrómur hefur verið um. Aftur á móti væru þeir óáhægöir með það, að Danir tækju af þeim sneið, sem Norð- menn hafa ætiað sér. Varðandi þau andmæli sem komiö hafa frá Norðmönnum um hækkun veiðikvóta loðnunnar á vetrarvertið nú, sagði Kjartan að það væri ekki mál Norðmanna né annarra þjóða hvernig við nýttum okkar fiskistofna á meðan þeir væru ekki ofnýttir. Loönustofninn tilheyrir Islendingum, loðnan hrygnir hér við land og þótt hún fari i stuttan tima ársins yfir á umráðasvæði Norðmanna, þá væri þaö fjarstæða að þeir eða aðrir gætu ráðið yfir stofninum, sagði Kjartan. Hann benti á að við Islendingar hefðum alltaf fiskverndunarsjónarmið i huga og gættum þess að ofveiða ekki Kjartan Jóhannsson loðnuna og með stofninum væri fylgst eins náið og frekast er kost- ur. Loks sagði Kjartan að eflaust myndi það flýta fyrir viðræðum við Norðmenn um Jan Mayen málið ef Danir ákvæðu að færa út landhelgi Grænlands og það gerði raunar brýnna að finna lausn á Jiessu máli, en að tala um ein- hverja miðlinu væri út i hött. -S.dór Harmleikurinn um borð í Tý: Sjóprófum lokið Framburður skipverja reyndist samhljóða Sjóprófum vegna harm- leiksins um borð í varð- skipinu Tý var fram hald- ið á Akureyri í gær og lauk þeim um kl. 15.00. Fyrir réttinn í gær komu 12 skip- verjar og reyndist fram- burður þeirra, sem og skipverjanna sem komu fyrir réttinn i fyrradag,að öllu leyti samhljóða, þann- ig að ekki reyndist nauð- synlegt að sannprófa neitt með samanburði, að sögn Ásgeirs P. Ásgeirssonar fulltrúa bæjarfógeta á Akureyri, en hann var dómforseti. Mönnum bar öllum saman um undarlega hegðun Jóns D. Guð- mundssonar dagana fyrir þennan voða atburð, án þess þó að neinn reyndi að gefa skýringu á þvi sem þarna gerðist. t gær kl. 16.00 hafði sr. Pétur Sigurgeirsson helgistund um borð i Tý áður en skipið hélt frá Akur- eyri. Málið verður nú sent til Rikis- saksóknara til ákvarðanatöku um framhald. -S.dór GERIÐ GÓD KAUP okkar leyft verð: verð: London Lamb 1 kg . kr.: 3870,- 4301,- Hangiframpartur 1 kg 1630,- 1743,- ORA grænar baunir, heildós .kr. 460,- 509,- Matarkex FRÓN .kr. 375,- 415,- Hveiti PILLSBURY’S 5 lbs . . kr, 545,- 609,- Strásykur 1 kg. 275,- 308,- KAABER kaffi Rió 1/4 kg... .kr. 820,- 932.- BOTANIK þvottaefni 4 kg... . kr.: 3175,- 3530,- GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Opið til kl. 20 iöstudag og til hádegis laugardag Verslið timanlega í helgarmatinn Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, simi 86111.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.