Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá ►» Hitt er afturámóti á fœri Alþýöubandalags, hafi þaö viljann til, aö tryggja alþýöunni róttæka stjórnarandstööu. Þaö er brýnasta þörf alþýö unnar núna. Slík stjórnarandstaöa yröi máttugt tæki kjarabaráttu, bœöi beinnar og umbótalöggjafar Vinstri stjórnar- andstöðu ! Núna fyrir kosningar las ég grein eftir Gils Guömúndsson. Þar sýndi hann greinilega framá aö ekki heföi verið nokkur leiö aö hafa brottför hersins í stjórnar- sáttmála flokkanna þriggja 1978, þar sem herstöðvaandstæöingar heföu verið f miklum minnihluta á Aljsngi. Þetta virðist óumdeil- anlegt, hersetan er Alþýöuflokki og Framsóknarflokki svo mikil- væg, aö vandséö er hvernig þeir yrðu fengnir af henni meö hrossa- kaupum, með hverju gæti þing- flokkur Alþýbubandalagsins keypt brottför hersins? Sömu rök gilda vitaskuld um fleiri mikilvægustu stefnumál Al- þýöubandalagsins. Ollum hlýtur aövera ljóst, að enn sföur veröur sósialisma kómiö á með sam- þykkt þings, þar sem sósialistar eru i minnihluta. Spurningin er öllu heldur hvort þingflokkur sósialista getur makkaö sig fram til sósi’alisma stig af stigi á löng- um tima, hlaöiöupp „ávinningum verkalýösstéttarinnar” uns að- eins þarf aö taka eitt afgerandi skref, eöa i annan staö, hvort þingflokkurinn geti sýnt svo ljós- lega fram á yfirburöi sina yfir samstarfsflokkana í samsteypu- stjórn, aö meirihluti landsmanna láti að lokum sannfærast, Alþýðu- bandalagiö fáihreinan meirihluta á þingi og þessi meirihluti Alþing- is geri ísland aö sósfalísku riki meö sögulegri þingssamþykkt eftir haröar umræöur. Báöar skoöanirnar sýnast mér mjög áberandi i málflutningi Al- þýðubandalagsmanna, svo áber- andi, að ég hiröi ekki um að lengja þetta mál meö dæmum. Stjórnarþátttaka Hugmyndin um aö sósialistar þurfi aö komast i stjórn til aö tryggja hag alþýöunnar byggist greinÚega á þeirri skoöun aö rik- isstjórnráöi flestu i þjóöfélaginu, og þ.á m. kjörum verkalýös. En þetta er fáránleg hjátrú. Kjör verkalýös eru breytileg I auð- valdsþjóöfélagi. Þar sem efna- hagslif auövaldsins mótast af eft- irsókn eftir hámarksgróða, er ó- umflýjanleg almenn tilhneiging hjá fyrirtækjum til aö halda laun- um verkalýösins niöri. Á þenslu- timum eykst afturámóti eftir- spurnog samkeppni um vinnuafl, svo áð ýmis fyrirtæki geta hækk- aö kaupiö — vegna veröhækkana eöa aukinna afkasta verkalýösins — betrinýtíngar vinnuafls. önnur fyrirtæki geta þetta ekki og fara þá á hausinn. Kjarabarátta verkalýösins knýr þannig fram hagkvæmari rekstur. Þessar staöreyndir ættu að vera amk. öllum sósialistum ljósar, einnig hitt aö fyrr eöa sföar leiöir þensl- an til offramleiöslu. Vörurnar seljast ekki lengur i þvi magni sem framleitt var. Verkafólki er þá sagt uppeða kaup þess lækkað á einhvern hátt til aö lækka vöru- verð og örva söluna. („Atvinnu- vegirnir bera ekki þetta háa kaupgjald” segja hægrimenn, „Verkafólk tekur á sig tima- bundnar fórnir til aö tryggja at- vinnuöryggi”, heyrist þá frá vinstri.). Framhjá þessu kemst engin rikisstjórn, hversu „vin- samleg verkafólki” sem hún er. Beinist ekki störf hennar aö þvi að halda efnahagslifinu gang- andi, auka framleiöslu, sölu og atvinnutækifæri þess, þá veröa skjótt flestir sammála um aö þetta sé léleg stjórn, og hún hrökklast skjótt frá völdum — þvi fyrr ef þetta er samsteypustjórn flokka sem eru ósamstæöir um margt. I auðvaldskerfi veröur hUn þvi' aö tryggja fyrirtækjunum rekstrargrundvöll á auövaldsvlsu, Það verður ekki gert nema á kostnab verkalýðsins eins og hann sannreyndi margfaldlega á dögum sfðustu „vinstri” stjórnar. Þegar áf þessari ástæöu er Utilok- aö að koma á sósíalisma stig af stigi, „ná einni stjórnstöö samfé- lagsins af annarri”. í stjórnun auövaldsþjóöfélags er ekki um- talsvertsvigrUm. Þaö getur virst vera vegna þess hve sveiflukennt efnahagslifið er, og þar með tæki- færi kjarabaráttu — til langs tima. En málflutningur fffl-ystu Alþýðubandalagsins hefur lengi verið sá, að þarna sé yfirleitt mjög mikið svigrUm, auövalds- þjóöfélagi veröi stjórnaö meö hag alþýðu fyrir augum. / A vinningarnir Alltaf er Alþýöubandalag aö tala um aö „halda sigurvinning- um verkalýösstéttarinnar", en það tekst ekki, hvað þá aö stjórn- arþátttaka þess leiði endilega til framfara. Það þýöir ekki að kenna samstarfsflokkunum um þetta, Abl. ber fulla ábyrgö á öll- um geröum rikisstjdrnar, sem þaö á aöild aö. Vegna þess, ein- faldlega, aö rikisstjórnin er fram- kvæmdastjórn aubvaldsþjóbfé- lagsins og veröur þvi aö fylgja samræmdri stefnu. Var það ekki Alþýðubandalagsmaöur sem stóö fyrir niöurskuröi f skólamálum á siðasta kjörtimabili? Tryggöi lé- legri kennslu meö þvi aö fyrir- skipa fjölgun i bekkjum? Og hverjir eru þessir „varanlegu á- vinningar” verkalýösstéttarinn- ar? Fólk býr I stærra hUsnæði en áður, og heimilistæki þýöa minni störf á heimilunum, sem eru mörgfull af dýruglysi. En ámóti þessu, litsjónvarpi, bíl. Spánar- ferðum og ööru sölugóssi sem kaupahéðnar þurfa aö koma Ut, kemur almennur yfirvinnuþræl- dómur beggja hjóna meö tilsvar- andi vanrækslu barna, sem fá ekki einu sinni nægar almenn- ingsstofnanir i staöinn. Hafa þá lifskjör verkalýðsstéttarinnar stórbatnaö sl. 20 ár? Það er annars vandséö hvers vegna menn ættu aö veraandvig- ir kerfi, sem er svo sveigjanlegt, að þvi veröur stjórnaö með hag alþýðu fyrir augum. Hvers vegna ættu sósialistar að vilja brjóta slikt kerfi niður? Og trUi flokkur sósialista þvi að hiutverk hans sé aö hlaða upp „ávinningum verka- lýösstéttarinnar” og varöveita, þá er þaö hreint enginn orðalepp- ur aö kalla slikan flokk ihalds- flokk. Þvertámóti, aliir þessir á- vinningar verða i voða ef stéttaá- tök harðna verulega, umbrot veröa i þjóðfélaginu (hversu oft vöruðu ekki verkalýðsleiðtogar viö harönandi stéttaátökum, ef Abl. færi Ur stjórn?). Gegn þvi hlýturflokkurinnaö beitasér, þvi öll hans starfsemi miöast viö hægfara umbætur innan ramma rikjandi þjóöfélags. Þótt forystu- menn flokksins sveii auðvalds- kerfinu á tyllidögum, þá verða þaö hreinir helgisiðir. lannan stað er flokkurinn I rik- isstjórn, og leiðist þvi óhjá- kvæmilega til aö réttlæta áöur- nefnda stjórnsýslu á auövalds- vísu.Með öörum orðum, flokkur- inn er sífellt að réttlæta og fegra hlutskipti verkalýösins I auð- valdskerfi, jafnframt þvi sem hann reynir að bæta það. Arásir rikisstjórnarinnar á verkalýöinn erutil aö forðast annaö verra, þá er gjarnan visað til JárnfrUarinn- ar i Englandi, jafnvel til Chile undir Pinochet. Það eiga aö vera valkostirnir við stjórnarsetu sósialista. Ætla mætti aö auð- valdið vildi ekkert fremur en borgarastríö, þjóöfélagsupp- lausn. Auövaldið vill þaö ekki nema tilneytt, i byltingarástandi, einsog var i Chile 1973.Hinsvegar vill það gjarnan lækka launa- kostnaöinn — og til þess gefst gullið tækifæri þegar verkalýös- flokkarnir hafa þegar haft for- göngu um þaö, svo sem á Bret- landi og Islandi, þá er eftirleikur- innauðveldari. Þá erulika verka- lýösfélögin meira eöa minna löm- uð. Menn beri t.d. saman baráttu DagsbrUnar og Trésmiöafélags- ins gegn kjaraskeröingunum, annars vegar 1977, hinsvegar 1978-9. Niðurstaðan verður sú gamal- kunna staðreynd, aö þátttaka sósialistaflokks i stjórn auövalds- rikis leiðir ekkitil þess aö breyta þjóðfélaginu á nokkurn hátt i sósialiska átt, það stendur ó- breytt eftir. Þessi stjórnarþátt- taka þeirra verður til þess eins að Utbreiða rugling um eöli auö- valdskerfisins og reyna aö fá al- þýöuna til aö sætta sig viö þaö. Þótt slikur flokkur — meö sósial- isma á vörunum — nái hreinum meirihluta á þingi, breytir þaö engu, það getur þá ekki byggst á sósialisku fylgi — enda ekki sósialisk forysta. Sagan er bUin aö sýna nokkrum sinnum, aö viö slikan „sigur” breytist ekkert. S tjórnarandstaöa En hverjir eru þá valkostirnir? Eiga sósialistar þá bara aö sitja hjá i þjóölifinu, halda aö sér höndum til að óhreinka þær ekki? Nei, öðru nær, valkostirnir eru nd fleiri. Ég get ekki orðaö það betur en Rósa LUxembUrg gerði (i ritinu Vandkvæði sósialista i Frakklandi; kemur Ut hjá Máli og menningu i vor): „Munurinn á sósialiskri stefnu og borgaralegri er sá, aö þar sem sósialistar eru andstæöingar alls hins rikjandi kerfis, þá eru þeir i grundvallarat riðum bundnir viö stjórnarand- stööu á borgaralegu þingi. Mikil- vægasta verkefni sósialista á þingi er aö upplýsa verkalýös- stéttina. Og það leysa þeir fyrst og fremst af hendi meö kerfis- bundinni gagnrýni á rlkjandi stefnu. En það er svo lang i frá að stjórnarandstaöa i grundvall- aratriöum Utiloki hagnýta, á- þreifanlega ávinninga, beinar umbætur, framfarasókn, að hUn er einmitt eina virka leiðin til aö ná slikum hagnýtum ávinningum. Almennt talað gildir þetta um sérhvern minnihlutaflokk, og þó alveg sérstaklega um sósialista. Þeir eiga ekki möguleika á að láta samþykkja stefnu sina bein- linis af þingmeirihluta. Þvi eiga þeir ekki um annað að velja en að neyöa hinn borgaralega meiri- hluta til tilslakana 1 stööugri bar- áttu. Með gagnrýni stjórnarand- stööunnar ná þeir þessu fram á þrjá vegu: Þeirveita borgaraleg- um fiokkum hættulega sam- keppni meöþviað ganga lengst i kröfugerð, og ýta þeim þannig á- fram meö þrýstingi kjósenda- fjöldans; einnig meö þvi að af- hjúpa rikisstjórnina fyrir þjóöinni og orka þannig á stjórnina meö almenningsálitinu: loks dregur gagnrýni þeirra innan þings og utan stööugt meiri alþýðufjölda aö þeim. Þannig veröa þeir að afli, sem rfkisstjórn og borgara- stétt veröa aö taka tillit til. Þeir sósialistar sem studdu stjórnarþátttökuna, hafa með henni lokað sér öllum leiöunum þremur. Umfram allt er skefja- laus gagnrýni á stjórnarstefnuna orðin þeipi ómöguleg. Vildu þeir hýða hana fyrir veikleika hennar, hálfvelgju og hugleysi, þá féllu höggin á bök þeirra sjálfra.” Lokaorö Éger ekki aö halda þvi fram að sama sé hvernig stefnu rikis- stjórn fylgi. Hitt er alveg aug- ljóst, að Alþýöubandalagiö getur ekki boöiö upp á „róttæka um- bótastjórn”nú. Fyrir slikri stjórn er einfaldlega ekki þingmeiri- hluti. Hitt er aftur á móti á færi Alþýðubandalasins, hafi það vilj- ann til, að tryggja alþýöunni rót- tæka stjórnarandstöðu. Þaö er brýnasta þröf alþýðunnar nUna. Slik stjórnarandstaða yröi mátt- ugt tæki i kjarabaráttu, bæði beinnarog umbótalöggjafar. HUn yröi gulliö tækifæri til að afhjUpa galla auövaldskerfisins fyrir allri alþýöu, og virkja hana i baráttu gegn þvi'. Stjórnarþátttaka Al- þýöubandalagsins spillir hinsveg- ar öllum slikum tækifærum. Þvi á ég þá nýársósk besta, islenskri alþýðu til handa, aö henni megi nú öölast aö koma sér upp dug- mikilli vinstri stjórnarandstööu. Lyon, 24. des. 1979. örn Ólafsson Viötal við Jón Óskarsson flugstöðvarstjóra á Keflavíkurflugvelli: „Ekki þægileg staða” Jón óskarsson stöövarstjóri: E.t.v. heföi verið hreinlegra aö segja öil- um mannskapnum upp.(Ljósm.: gel) — Um áramót unnu hjá Flugleiðum á Keflavíkur- flugvelli um 115 manns en með uppsögnunum um daginn hefur þessi mann- skapur verið skorinn niður um 30%. Þetta er að sjálf- sögðu ekki þægileg staða en þegar þarf að spara vegna tapreksturs er yfir- leitt ekki spurt um hvað er þægilegt og hvað óþægi- legt, sagði Jón Óskarsson stöðvarstjóri Flugstöðvar- innar á Keflavíkurflug- velli í samtali við Þjóðvilj- ann á þriðjudag. — Hversu mikið minnka störf á vellihum meö minnkandi umferð um hann. — Það má segja að töluverður samdráttur hafi orðið i umferð þegar teknar voru upp beinar ferðir yfir Atlantshafið á DC 10 i staö þess aö hafa viðkomu hér. Þar er um ab ræöa 5 feröir á viku. A móti kemur þó sennilega það að sami fjöldi farþega fer til og frá landinu og safnast þá saman i færri ferbir. Umferö transitfar- þega minnkar hins vegar mjög. Starfsmenn Flugleiða hafa til- tölulega takmörkuð afskipti af transitfarþegum svo að störf þeirra minnka ekki i beinu hlut- falli við færri viðkomur. — Viö hvaö vinnur þetta starfs- fólk hér á Vellinum? — Stærstu hóparnir eru þrir. Þeir eru flugafgreiðslufólk, sem innritar farþega o.fl., hlaðmenn, sem sjá um fermingu og afferm- ingu, og starfsmenn flugeldhúss. Smærri hópar vinna við flugum- sjón sem þjónar áhöfnum, vöru- afgreiðslu, tollvörulager og tækjaverskstæði. Svo er náttúr- lega skrifstofufólk og ýmsir fleiri. — NU miðast uppsagnirnar við 1. april. Er ekki þá einmitt að hefjast sumarannatimi? — JU, rétt er það. og kannski hefði að skaðlausu mátt fresta uppsögnunum til hausts. Ég tel að flestir af þeim sem sagt hefur veriö upp muni eiga möguleika á að veröa lausráðnir I störfum sin- um fram á haust og taki uppsagn- irnar þvi ekki i raun gildi fyrr en þá. Vib höfum yfirleitt ráðiö um 100 manns til viðbótar yfir sum- armánuðina. — Verður ekki breyting á vinnufyrirkomulagi með þessum samdrætti? — JU, frá og meö 1. apríl er meiningin að draga saman starf- semina þannig að vaktir miðist við umferðina um völlinn og hugsanlega verður stööin lokuö einhvern tima sólarhrings og þá kannski yfir nóttina. — NU eru hér 12 tima vaktir i 4 daga og siðan fri i aöra fjóra. Verður breyting á vaktafyrir- komulagi? — Já, það er fyrirhugað að taka upp 8 tima vaktir og veröur fólk þá að mæta 5 daga til að ná 40 stunda vinnuviku. Þessar skipu- lagsbreytingar leyfa verulega fækkun starfsfólks. — NU er veruleg óánægja rikj- andi með þessar uppsagnir meöal starfsfólksins, sérstaklega af þvi að gamalreyndum starfs- mönnum hefur verið sagt upp. Var nauðsynlegt að fara svona að? — Ég tel að hugsanlega hefði verið hreinlegra að segja öllu starfsfólkinu upp. Margir búa i Reykjavik og finnst kannski ekki hagkvæmt að þurfa að koma hingað oftar en nU er og hefðu þess vegna sjálfkrafa fallið Ur skaftinu með breyttum vinnu- tima. Þannig hefði frekar verið hægt aö komast hjá óróa og leið- indum. — Hvað um atvinnumöguleika þessa fólks? — Uppsagnirnar lentu m.a. á mönnum sem alls ekki áttu von á sliku og eru sumir orðnir mjög sérhæfðir þannig að þeir eiga ekki auðvelt með að fara inn á al- mennan vinnumarkað. Þetta á t.d. við um 4 menn i flugumsjón sem hafa starfað þar mjög lengi. Ég tel að þetta bitni mjög á þeim og viö erum meö allar klær Uti til að halda þeim inni. Viö lifum i þeirri von að Ur rætist. — Er ekki möguleiki á aö auka umferð erlendra véla um völlinn? — Ég tel að vel sé hægt að selja þennan flugvöll eins og. aðra vöru þvi aö tæknilega er hann i fremstu röö og flugmenn vilja gjarnan koma hingað. En þróunin hefur veriö okkur heldur i óhag. Bæði er lega landsins full norðar- lega og svo eru vélarnar orðnar langfleygari. Þó erum við t.d. al- veg i fluglinu til Seattle frá Evrópu. — En hvaö er hægt aö gera til að laða flugvélar að? — Ég bendi á að mjög margir sem koma hingað kvarta undan hvað afgreiðslu- og lendingar- gjöld eru há hér, sennilega hærri en nokkurs staðar annars staðar. Erlendir fhigmenn hafa á orði aö þeir vildu gjarnan koma hingað aftur ef þéssuværi öðru visifariö. Við þurfum að bjóða upp á betri kjör og auglýsa flugvöllinn ræki- lega einsog Danirgera t.d. núna i sambandi við Bilund á Jótlandi. Meö þvi reyna þeir að beina um- ferðinni frá Kastrup. — Veitið þið nógu góða þjón- ustu? — Við veitum mjög fljóta af- greiðslu og getum afgreitt flugvél á 45 minUtum. Það er skemmsti timi sem þekkist en skapast náttúrulega m.a. af þvi hversu litil umferð er um völlinn. — Hvað um frihöfnina? — Þaö þarf að auglýsa hana betur. Við höfum rætt nokkuð um það innanhúss að samræma að- gerðir hennar, Flugleiða og Islensks markaöar til kynningar. -GFr. Heimsókn í Fríhöfnina Þórður Magnússon forstjóri: Ariö 1979 var söluaukning I dollurum . (Ljósm.: gel) Fríhöfnin á Keflavíkur- f lugvelli hefur verið mjög í fréttum s.l. ár. Þjóðviljinn leit þar við í grenjandi rigningu og roki á þriðju- dag og náði tali af Þórði Magnússyni forstjóra, sem hefur gegnt þvi starfi síð- an 15. júlí 1978 en er nú að hætta. Einnig var spjailað við nokkra starfsmenn og fylgst með afgreiðslu í þessari merkilegu búð sem er eins og eyland í ríkinu og enginn fær að fara inn í nema gegnum stranglega gætt hlið. — Þú komst i þetta starf á sin- um tima vegna sérstakra að- stæðna, Þórður? — Já, ég kom i kjölfarið á þeim vanda sem hér skapaðist vegna rýrnunarþátts i versluninni og ásakana um litil gjaldeyrisskil. — Hefur orðið breyting á? — Já, þetta er komið i vel viö- unandi horf og skapast hafa allt aðrar aðstæður. — Kitnar ekki minnkandi um- ferð um KeflavíkurflugvöII á verslun i Frihöfninni? — Samdráttur hefur aðal- lega orðið á N-Atlantshafsflug- inu en farþegar i þvi eru aðeins litill hluti af viðskiptavinum okk- ar. Langmest kaupa sólarlanda- farþegar og aðrir Islendingar og einnig Skandinavar. A árinu 1979 er þvi söluaukning i dollurum en liklega aöeins minnkun á sölu- magni. Þetta gerist á sama tima og talið er að samdráttur i sólar- landaferðum hafi orðið sem nem- ur 1/3 á árinu. Viöskiptaferðir Is- lendinga hafa hins vegar ekki dregist eins mikið saman. — En nú er útlit fyrir enn meiri samdrátt i flugi. Er það ekki al- varlegt inál fyrir Frihöfnina? — Það er náttúrulega alvarlegt þegar millilendingar i Ameriku- flugi fækka Ur 24 áriö 1977 niöuri 3 i sumar en það bitnar þó mun meira á Islenskum markaði sem byggir mest á ameriskum far- þegum. — Þurfið þiö aö fækka starfs- fólki? — Það má segja að starfsliðið sé orðið alltof margt miðað við umferðina, en þar sem frihöfnin er rikisfyrirtæki er það pólitisk ákvörðun að fækka þvi. Ég tel þó vist að ákvörðun i þessum efnum þurfi að taka fljótlega. — Hversu margt er starfsfólk- ið? — 30 manns vinna i verslun- inni, 8 á lager og 6-7 á skrifstofu. — Er þetta Suðurnesjafólk? — Já, langflest. — Hvernig er vinnutimanum háttað? — Unnið er frá 7 aö morgni til 7 að kvöldi en allt utan þess vinnu- tima kemur i næturvinnu. Ég tel að samningar við starfsfólkið þurfi að taka meira mið af breytt- um forsendum þannig að þeir verði sveigjanlegri. Frihöfnin verður einhvern veginn að mæta þessum samdrætti. — Telur þú aö Frlhöfnin ein geti laðað að erlend flugfélög. — Nei, ég tel það hæpið nema i samspili með öðrum. Það er Ut i hött að farþegar geri þær kröfur að flugvélar komi hér við vegna frihafnar. Viö göngum nU inn á kaffistofu starfsmanna en i augnablikinu er enginn að versla og þvi rólegt. Okkur er vel tekið svo sem við mátti búast og þeir Ari Sigurðs- son, Gylfi Sigurðsson, Björn Björnsson, Guöjón Sigurðsson, Jón Ölafur Jónsson og nokkrir fleiri, sem við náðum ekki nafn- inu á, spjalla viö okkur. — llversu miklu hagstæðara er vöruverð hér en utan Frihafnar? — Um 30% að jafnaði. — Hafið þið orðiö varir við mikinn samdrátt i sölu? — Nei, ekki ýkja mikinn. — Mætti laða aö erlendar flug- vélar með frihöfninni. — Já, það teljum við tvimæla- laust með þvi aö bjóða ýmsar vörutegundir sem nU eru hér ekki á boðstólum. Eigum við þar m.a. við dýra vöru svo sem gull og demanta. Fólk leggur talsverða lykkju á leiö sina til að gera góð innkaup. NU er að koma SAS-flugvél á leið til Grænlands svo að ekki er til setunnar boðið. Frihafnar- menn segja að Grænlendingar séu með bestu viðskiptamönnum og kaupi mikiö. Þaö fáum viö brátt að sjá. —GFr Ari Sigurðsson og Gylfi Sigurðsson: Gull og demantar gætu laðaöaö erlendar flugvélar. (Ljósm.: gel) Ahöfn af SAS-vél I sælgætishugleiöingum Björn Björnsson frlhafnarstarfsmaður: Hér er allt 30% ódýrara — c * _ art IT* 1 í .. i ? xi I 1 • ■ ~ ■■ I f | I ui 1 5 ■ ■ fi < | u 1 | r, í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.