Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 Samtök herstöðvaandstæðinga Umsjón: Arthur Morthens Björn Br. Björnsson Gunnar Karlsson Haukur Sigurðsson Vilborg Harðardóttir Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á boðstólum margvlslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru merln hvattir til að líta inn ella slá á þráðinn (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætfð er fjár vant. HERINN BURT Stundum er talað um það sem undarlega þversögn að sósial- istar komi oft fram sem ein- dregnustu þjóðernissinnar ts- lendinga. Minnt er á að sósial- ismi og alþjóðahyggja hafi upp- haflega farið saman þjóöernis ■ stefna hafi verið tengd Ihaldi og stundum fasisma, og af þvi dregin sú ályktun að Islenskir sósialistar hljóti að hafa villst af leiö. Þessi meinta þversögn hef- ur áreiöanlega unnið baráttunni gegn herstöðvum og hernaðar- bandalagi nokkurt ógagn. Henni hefur verið beitt til þess að telja almenning á að sætta sig við hlut okkar I hernaðar- kerfi vesturveldanna. t röðum herstöðvaandstæðinga hefur hún skapaöi tilhneigingu til að draga skarpa markalinu á milli „þjóðlegrar” og „aiþjóðlegrar” herstöðvaandstöðu, og þannig hefur verið varpað þrætuepli inn I samtök okkar. Hins vegar hafa ekki verið gerðar margar tilraunir til að meta á yfirveg- aðan hátt hvort hér er einhver þversögn á ferðinni. Þessi grein er tilraun til einhvers slíks, og það skaltekiðfram að hún birtir persónulegar skoðanir höfundar en ekki endilega skoðanir rit- íslenska flokkakerfið. Meginstefnuásar MEÐ NATO/HER s Stefnuásar Islenska flokkakerfisins, úr bók ólafs Ragnars Grlms- sonar og Þorbjörns Broddasonar, tslenska þjóðfélagið. Skammstaf- anir: AB: Alþýðubandalag. — SVF: Samtök frjálslyndra og vinstri- manna. — AF: Alþýðuflokkur. — F: Framsóknarfiokkur. — S: Sjálfstæðisflokkur. þyrming á raunverulegum stjórnmálaandstæðum I landinu og hlýtur að springa með einum eða öðrum hætti áður en langt liður. Það er alveg eins ósættan- legur ágreiningur meðal íslendinga um þjóðlega ein- angrun eöa alþjóðlega innlimun eins og um skiptingu tekna og yfirráð atvinnutækja.Ef flokka- kerfiö ekki viöurkennir það lendir það fyrr eða slðar i einum hroðalegum sjálfstæðisflokki eins og gömlu flokkarnir frá heimastjórnartimanum gerðu. Er þjóðvörn andstæð vinstristefnu? Nú getum viö snúið okkur að spurningunni sem spurt var i upphafi greinarinnar. Og það má gerameð þvi að skoða mynd Ólafs og Þorbjörns og spyrja: Er það rökrétt að sterkustu stjórnmálaöfl þjóðarinnar skipi sér ofan til til hægri (Sjálf- stæðisflokkur), neðan til til vinstri (Alþýðubandalag) og nokkurn veginn mitt á milli þeirra (Framsókn og Alþýðu- flokkur)? Hvers vegna er eng- Herstöðvaandstaða og sósíalismí stjórnar siðunnar, hvað þá Samtaka herstöðvaandstæð- inga. Ég hef t.d. ekkert aö segja um afstöðu þeirra herstöðva- andstæðinga sem eru ekki sósialistar en það er ekki af þvi að ég viti ekki né viðurkenni að þeir séu til. Tvílitt flokkakerfi Fyrst verð ég að biðja lesendur að taka meö mér langan Utúrdúr, sem verður vonandi til þess að skýra málið. Til er bók eftir Ólaf Ragnar Grimsson og Þorbjörn Brodda- son sem heitir Islenska þjóð- félagið og er kennslubók I þjóð- félagsfræðum fyrir framhalds- skóla (Rv. 1977). Þar er bent á að islenska stjórnmálaflokka- kerfið er reist á tvenns konar andstæðum. Annars vegar eru andstæðurnar um efnahagsmál, það sem venjulega er kallað vinstri og hægri. Þar er Alþýöubandalag á öðrum endanum (þeirra flokka sem eiga fulltrúa á alþingi) en Sjálfstæðisflokkur á hinum. A milli þeirra eru svo, taldir frá vinstri, Samtök frjálslyndra og vinstri manna (miðað við áriö 1977), Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur. Hins vegar eru andstæöurnar um afstöðuna til Atlantshafsbandalagsins og hersetunnar. Þar mynda sömu flokkar andstæð skaut, Alþýðu- bandalag f jandsamlegast NATO og her en Sjálfstæöis- flokkur vinsamlegastur. En milliflokkarnir eru taldir raöast ööruvisi hér, Framsóknarflokk- urinn nær Alþýðubandalaginu en Alþýðuflokkurinn nær Sjálf- stæöisflokknum. Ot frá þessum tvenns konar andstæðum setja höfundar svo Islensku stjórnmálaflokkanna upp I tvi- vítt kerfi, eins og sýnt er á' myndinni sem hér er tekin aö láni Ur bókinni. Það er tvimælalaust til skýr- ingar að lita á málið á þennnan hátt, og hugmyndina mætti Ut- færa nánar. Það er þannig ekki eingöngu NATO og her sem halda uppi „lóðrétta” stefnu- ásnum i islenska flokkakerf- inu. I afstöðu til erlendrar stór- iðju á tslandi og efnahags- bandalaga Evrópu hafa flokk- arnir raðað sér nokkurn veginn eins og i herstöðvamálinu. Sjálfstæðismenn hafa veriö ginnkeyptastir fyrir hvers konar efnahagssamvinnu við ná- grannalönd okkar og auðhringa þeirra, og Alþýðuflokkurinn hefur fylgt fast i slóö þeirra. Alþýðubandalagið hefur mynd- að gagnstætt skaut og helst átt von á stuðningi frá Framsókn- armönnum, og SFV meðan þau lifðu. Það má þvi segja að and- stæðurnar hafi verið annars vegar þjóðleg einangrun, hins vegar innlimun.svo að i báðum tilvikum séu notuð nokkuð sterk og kannski neikvæð orö. Þaö er auðvitaö ekkert eins dæmi að þessar tvennar megin- andstæður geri vart við sig i stjórnmálakerfi, kannski er það fremur regla i smáum þjóö- félögum sem sifellt hljóta aö eiga i' baráttu fyrir sjálfstæðri tilveru sinni. Færeyska flokka- kerfið er liklega enn betra dæmi um þetta en hið islenska. Þar hefur meira og minna verið hægt að velja um sjálfstæðis- sinnaða eða sambandssinnaða hægriflokka og sjálfstæðissinn- aða eða sambandssinnaða vinstri flokka. Kerfiö virðist þannig miklu betur fyllt út en hið islenska. (Hugmyndin er tekin frá John F. West: Faroe, The Emergence of a Nation. London 1972, bls. 154 o.áfr.) Hér á landi var skipting i stjórnmálaflokka upphaflega nær eingöngu mótuð af „lóð- rétta” ásnum, ef viö höldum okkur við mynd Ólafs og Þor- björns. Valtýingar gerðu i fyrstu nokkru minni kröfur til sjálfstæðis og hefðu þvi lent ofar á myndinni, Heimastjórnar- menn, voru kröfuharðari og hefðu lent neðar. Þannig skipt- ust kjósendur i flokka allt fram um 1918, þótt ýmsar sviptingar yrðu á flokkasamstöðu og flokkaheitum. Um það leyti snerist allt við á fáum árum, stéttbundnir stjórnmálaflokkar ruddust fram á völlinn, þjóðin lagði i raun niöur utanlands- pólitik eftir sigur sinn I Sjálf- stæðisbaráttunni og meðan trú- in á hlutleysi var rikjandi. Leifar gömlu flokkanna frá dög- um sjálfstæöisstjórnmála sameinuðust að mestu i Sjálf- stæðisflokknum nýja. Eftir seinna strið kom svo upp ný sjálfstæðisbarátta. HUn skapaði einn litinn og skammlifan stjórnmálaflokk, Þjóðvarnar- flokk Islands. Að öðru leyti voru andstæður hennar teknar inn i flokkakerfið sem fyrir var. A allra siðustu árum hafa stjórnmálamenn okkar sýnt nokkra tilhneigingu til að fela þessar andstæður og leika ein- hliða efnahagspólitiska flokka (sbr. allt taliö um náttúrulega samstöðu verkalýðsflokkanna.) En það er að minni hyggju mis- And- stæður eða eitt og hið sama 9 inn flokkur ofarlega til vinstri eða neðarlega til hægri? Ef við lítum fyrst á reitinn neðst tii hægri sjáum við aö flokkur sem sameinaði hægri- stefnu i efnahagsmálum og ákafa þjóðernisstefnu væri ekkert annað en fasistaflokkur, og þvi' ráða margar og kunnar ástæður að hann á ekki hljóm- grunn á íslandi eins og er. En hvað um reitinn efst til vinstri? Hvers vegna er ekki til alþjóöa- sinnaður sósialistaflokkur? Svarið er sýnilega fólgið i þeirri staöreynd að við erum umkr.ingd kapitaliskum heimi, hernaðarkerfi hans og efna- hagskerfi. Oll hugsanleg sam- vinna við grannþjóðir er óhjákvæmilega samvinna við kanitalisk öfl. Bandalag þjóðernisstefnu og sósialisma á islandi er einföld afleiðing þess að við lifum i heimshluta kapitaismans. Það eru hervarn- irhans sem viö viljum bægja frá okkur. Það eru efnahagsítök hans sem við berjumst gegn, hvort sem þau birtast i gervi efnáhagsbandalaga eða auð- hringa. Okkur býöst hreinlega enginnannar kostur en að heyja stöðuga varnarbaráttu gegn þessum öflum, og það væri stór- kostlegur pólitiskur árangur ef okkur tækist að hindra innlimun okkar litla þjóðfélags i hernað- arkerfi og efnahagskerfi kapitalismans. Sá sem kallar sig vinstrimann en vill ekki styðja baráttu fyrir þvi er annat hvort hræsnari eða i meira lagi nytsamur sakleysingi. Það er hreinn orðhengilsháttur að taka oröið „alþjóðahyggja” úr allt öðru sögulegu samhengi og ætla að færa það upp á makk islenskra stórnmálamanna við útlend stórveldi og auðhringa. Einu sinni þóttust islenskir sósialistar margir eygja banda- lagsriki þar sem Sovétrikin voru. SU von hefur brugðist svo- til öllum. Eftir það hefur stöku maður hallast að svipaðri trú á riki kommúnista i Kina. En fyr- ir langflestum mun það augljós staðreynd aö bandamenn okkar i útlöndum ráða ekki fyrir rikjum eða auöi. SU staðreynd ræður afstöðu flestra islenskra sósíalista til erlendra herja og efnahagsstórvelda um ófyrir- sjáanlega framtið. En hvað um sjálf þjóðlegheitin? Meö þessu er þvi auðvitað ekki svaraö hvort þjóðernis- hyggjaer i sjálfusér góð eða ill. Þvi er ekki svaraö hvað íslensk- ir sósialistar eiga að gera mikið til að verja þjóðmenningu sina þann dagsem þeirverða staddir milli sósialiskrar Norður-Ameriku og sósialiskrar Vestur-Evrópu. Það er ekki ætl- unin að svara þeirri spurningu i þessari grein, enda virðist brýnna aö taka ákvarðanir um ýmislegt annað. Hins vegar má benda á að i okkar vigstöðu eru þjóðleg menning, þjóðtunga og þjóöernisvitund varnarvopn gegn alþjóðlegum kapitalisma, rétt eins og þessi fyrirbæri voru eitt sinn sóknarvopn okkar gegn danskri yfirdrottnun. Persónu- lega hef ég fulla samúð með fólki sem þolir illa þjóðrembu, og sparimenningarstefna (t.d. i málrækt) getur örugglega veriö skaðleg sannri þjóðmenningu. En þar er komið Ut i hluti sem koma herstöðvaandstöðu ekki sérstaklega viö. Okkur getur auðvitað greint á um hvernig þjóðmenningu við viljum rækta. En i þvi máli ætti afstaða einstaklinga eiginlega fremur aðráðastaf þvihvort þeireru til hægri eöa vinstri á „lárétta” stefnuásnum i stjórnmálum. Það er þvi afskaplega mikið út i hött að búa sér til ágreining um þjóðlega og alþjóðlega her- stöðvaandstöðu.Þaö er sögulegt hlutverk okkar sem byggjum þetta land að hreinsa það og halda þvi hreinu af mengun hins alþjóðlega kapitalisma. Til þess beitum við öllum þjóðlegum styrk sem við eigum til, ogmeð þvi vinnum við mest gagn þvi fólki sem berst annars staðar miklu brýnni og harðari baráttu gegn oki þessa sama kapital- isma. Frelsi og öryggi Þótt við séum laus viö hug- myndina um að sósialismi og þjóðvarnarstefna séu and- stæður, kann aö lita svo Ut sem þaösé annars konar þversögn i tviviða i'slenska flokkakerfinu. Hægrimenn sem kenna sig við frjálshyggju ættu almennt að hafa tilhneigingu til að vilja taka á sig nokkra áhættu gegn þvi aö njóta sem mests frelsis. Hins vegar ættu vinstrimenn að vera tilbUnari til að fórna einhverju af frelsi sinu fyrir meira öryggi. NU geri ég ráð fyrir að nánast öllum Islending- um þyki það betri kostur að sitja upp með amerískan her en aö verða fyrir innrás Sovétrikjanna og hreppa hlut- skipti Tékka og Eista. Um þaö bil allir viðurkenna lika (a.m.k. þegar þeir tala i alvöru) aö hættan á ásælni eða innrás Sovétmanna sé hverfandi litil en hún verði ekki Utilokuö með öllu um alla framtið. En herstööva- sinnar segja gjarnan að þaö sé vissara að hafa hér ameriskan her til að vera alveg öruggir gegn RUssum, herstöðvaand- stæöingar segja aö hættan sé svo litil að við þurfum ekki að taka tillit til hennar. Hér eru það semsé frjálshyggjumenn sem kjósa öryggi en sósialistar áhættu, þvertofan i tilhneigingu þeirra til að taka afstööu til efnahagsmála. Andstæðurnar um erlenda ihlutun I efnahagslif okkar má setja upp á svipaðan hátt. Veigamikil röksemd fyrir efna- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.