Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB: Eitt allsherjar launakerfl Reynt verði að ná samstöðu milli ASÍ, BSRB, BHM og SIB, um meginatriði rammasamnings Nýlega birti Haraldur Steinþórsson fram- ýmis grundvallaratriði hefur Þjóðviljinn farið þess kvæmdastjóri grein i Morgunblaðinu undir fyrir- á leit að fá að endurbirta greinina og fer hún hér á sögninni: „Jöfnum launin strax — verðbólgan gerir eftir i heild. það ekki.” Vegna þess að i greininni er drepið á Launajöfnun er vinsælt kjörorð stjórnmálamanna i öllum flokk- um — og meginþorri almennings hefur lýst sig fylgjandi þvi, að launakjör þeirra lægstu væru bætt sérstaklega. Hafa veriö geröar ýmsar til- raunir til að breyta launahlutföll- um bæöi með lagaboði eða sér- stökum takmörkunum i kjara- samningum. Arangurinn af allt að 40 ára viðleitni i þessa átt er samt ekki meiri en svo, að nýlega birtust i sama dagblaðinu tvær greinar — önnur eftir alþingis- mann og hin eftir formann eins stærsta verkalýðsfélags landsins — þar sem fullyrt er, aö þjóðfé- lagsmisréttiö i launamálum hafi aldrei verið meira en nú. Greinarhöfundar bentu ekki sjálfir á neina lausn á vandamál- inu — en báru fram ósk um hreinskilnar umræður og sam- stillt átak i þvi að söðla um — orsök vandans var svo af báðum talið visitölukerfiö — sem vænt- anlega yrði þá að afnema eða breyta. Vísitölufiktið hefur brugðist Þessar skoðanir eru dæmi- gerðar fyrir mjög útbreiddan misskilning, sem hefur rikt hér lengi. Visitöluskerðingar með svo- kallaðri „krónutölureglu” eða „visitöluþaki” hafa verið margendurteknar af stjórnvöld- um. Aldrei hafa þær þó ráðið neina bót á vandanum, heldur jafnan skapað nýtt og aukið mis- rétti. Astæðurnar eru lika augljósar hverjum þeim, sem grandskoðar þessi tvö uppáhaldsáróðursbrögð stjórnmálamanna sem fjölmiðlar hafa magnað. Launafarvegir i þjóðfélaginu eru fjölmargir — og er grunn- kaupið aðeins einn af mörgum. Hinir heita ýmsum nöfnum — námskeiðsálag — yfirvinnuálag — hæðarálag — verkfæraálag — bónushækkun — uppmælingar- álag — verkstjórnarhækkun — aflahlutur — fæðispeningar — aldurshækkun — starfsþjálfunar- hækkun — óþrifaálag — við- gerða- og breytingaálag — þunga- og erfiðisálag — fjarverutillegg o.fl. o.fl.. að ógleymdum sjálfum yfirborgununum. Flestallar þessar greiðslur eru óskertar prósentuhækkanir ofan á mjög lágan grundvöll — og á þær koma þvi yfirleitt fullar visi- töluhækkanir og jafnvel stundum meira (þar sem ein prósentu- hækkunin kemur stundum ofan á aðra prósentuhækkun). Þótt grunnkaupskvislin sjálf sé stifluð, t.d. með „krónutölureglu” eða „visitöluþaki”, þá brenglar það bara og breytir fastlauna- kerfi eins og hjá opinberum starfsmönnum en allar aðrar rás- ir i launamálum eru áfram óbeislaðar. — Og misréttið vex en minnkar ekki. Gerum launabyltingu Eru þá engin úrræði til — er þetta óumbreytanlegt náttúrulög- mál? Vissulega ekki — en það verður þá að gera samtimisfjöl- margar og róttækar breytingar — brjóta niður ýmsar gamlar og úreltar hindranir i núverandi launakerfum — og ef vel á að vera þarf að framkvæma algerlega launabyltingu hér á landi. Ansi er nú hætt við, að þá reynist e.t.v. tregastir og ihalds- samastir ýmsir þeir, sem nú út- hrópa mest visitölukerfið sem verðbóiguvald. Flestir þeirra, sem fjallað hafa um launamál, hafa látið við það eitt sitja að benda á þörfina á breytingum, en skirrast við að koma með beinar tillögur um einstök verkefni eða framtiðar- skipan þessara mála. Undirritaður ætlar hins vegar að freista þess að koma hér á framfæri tveimur hugmyndum, sem visi að umræðugrundvelli i væntanlegri samningagerð stétt- arfélaganna á þessu nýbyrjaða ári. Það skal tekið fram, að mark- miðið er að framkvæma launa- jöfnun strax með frjálsum kjara- samningum — en siðan væri kaupgjaldsvisitala i fullu gildi. Þannig verði haldið óbreyttu út ailt samningstimabilið þvi launa- hlutfalli, sem samkomulag tækist um i byrjun. Eitt allsherjar launakerfi Viðtækari samvinnu verði kom- ið á með öllum heildarsamtökum launafólks, þ.e. Alþýðusambandi Islands, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambandi tslands, Bandalagi háskólamanna og Sambandi islenskra banka- manna. Reynt verði að ná samstöðu um meginatriði rammasamnings, þar sem kveðiö væri á um lag- markskaup, verðlagsbætur, vinnutimaákvæði, yfirvinnu- greiðslur, vaktaálag og e.t.v. fleiri sameiginlega þætti eins og félagsleg réttindi, starfsfræðslu o.fl. Leitast verði einnig við aö samræma sjónarmið þessara samtaka varðandi mat á mennt- un, starfsþjálfun og ýmsum stjórnunarþáttum starfa. Hvert þessara samtaka geri siðan sjálfstæða samninga við sina viðsemjendur á svipuðum tima. Einstök stéttarfélög semji jafn- framt um endanlega röðun, starfsaldursákvæði, bónus og uppmælingareglur og önnur sér- samningaákvæði fyrir sina félagsmenn, með rammasamn- inginn sem fasta viðmiðun. Þar sem siikir heildarsamn- ;ngar væru alger nýjung og hlytu að verða flóknir og vandasamir, þrátt fyrir mikla einföldun frá þvi sem gilt hefur, þá yrði gildistimi fyrstu samninga af þessu tagi að vera stuttur. Tækifæri til endur- skoðunar og leiðréttindar á ein- stökum atriðum þarf að geta átt sér stað innan mjög langs tima. Prósentukerfi skrúfað niður Eflaust hefur ýmsum þegar of- boðið sú hin mikla bjartsýni (eða einfeldni) að láta sér detta i hug að reyna að sameina öll þessi stéttarsamtök um svona gagn- gerða iaunabyltingu. Hér skal þvi bent á einfaldari útfærslu sem miðar að þvi að breyta með vissum samræmdum aðgerðum þeim sundurleitu launakerfum, sem nú eru i gildi. Heildarsamtökin mundu samt sem áður þurfa að koma sér öll saman um sams konar launajöfn- unaraðgerðir. Þar kæmi eftir- farandi til greina: a) Grunniaunahækkanir á lægstu launin verði hlutfallslega mest- ar og fari siðan prósentuhækk- unin stöðugt minnkandi eftir þvi sem ofar dregur. Þannig verður launajöfnun framkvæmd strax og henni stjórnað með samkomulagi, i stað þess aö láta sivaxandi verðbólgu framkalla ófull- komna launajöfnun einhvern timann i framtiðinni. Jöfn krónutöluhækkun á grunnlaunin eða á kaup, sem er yfir ákveðnu marki (grunn- launaþak), kæmi einnig til álita sem leið að þessu marki. b) Allar prósentutölur i núverandi kjarasamningum, sem bætast ofan á grunnkaup eða ákveðna viðmiðun (afla- hlut ofl.), mætti lækka eftir fyrirframgeröu samkomulagi og á sama hátt hjá öllum. Væri t.d. samið um að lækka prósentur um 1/5 hluta þá yröi 1% hækkun að 0,8% 5% hækkun aö 4% 40% hækkun að 32% 100% hækkun að 80% Þetta væri mjög áhrifarik launajöfnunaraðgerð. c) Ýmsum álagsgreiðslum fyrir persónuleg óþægindi mætti e.t.v. breyta úr prósentutölum I sömu krónutölu ofan á tima-, viku- eða mánaöarkaup þeirra sem búa viö sömu aðstöðu. Þetta gæti komið til greina sem greiðslur fyrir vaktavinnu, eftirvinnu, gæsluvaktir, óþrifa- leg störf, verkfærapeninga o.fl. Launajöfnun eða kjaraskerðing Tilgangurinn með grein þessari er eins og fyrr segir að skapa umræðugrundvöll og vekja athygli á þeirri staðreynd, að visitölumál eru flóknari en svo að þau verði afgreidd með þeim einföldu skerðingarákvæðum, sem hingað til hafa tíðkast hér á landi, oftast með lagaboði. Launajöfnun er vandasöm að- gerð, þar sem taka þarf tillit tii margra þátta. Verðbótavisitalan Haraldur Steinþórsson: Nauð- synlegt er aö greina glöggt á milli annars vegar raunverulegra iaunajöfnunaraðgerða og hins vegar þeirrar áráttu stjórnvalda og atvinnurekenda að nota ætið afnám eöa skeröingu fullra vfsi- tölubóta til almennrar kjara- skerðingar. er hins vegar aðeins mæling á þeim verðhækkunum sem átt hafa sér stað á hverjum árs- fjórðungi og er ætlað aö tryggja hlutfallslegt gildi launa. Samtenging á þessu tvennu er þvi afleit blanda tveggja óskyldra hluta, og getur beinlinis valdið ranglæti. Launafólki vil ég að lokum benda á að kynna sér rækilega allt þaö, sem borið verður á borö fyrir það af ráðamönnum og fjöl- miðlum á næstunni. Nauðsynlegt verður að greina þar glöggt á milli annars vegar raunverulegra launajöfnunaraðgerða og hins vegar þeirrar áráttu stjórnvalda og atvinnurekenda að nota ætiö afnám eða skerðingu fullra visi- tölubóta til stórfelldrar almennr- ar kjaraskerðingar. VIÐ BORGUM EKKI VIÐ BORGUM EKKI dagskvöld og laugardagskvöld kl. 23.30. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miðasala i Austurbæjarbiói frá kl. 4 i dag. — Simi 11384 I ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ INNRITUN fer fram miðvikudag 9. jan ., fimmtudag 10. jan. og fostudag 11. jan. kl. 17.—21. i Miðbæjar- sikola. Kennslugreinar og þátttökugjöid á vetrarönn: Prófadeildir Viðskiptadeild 1. önn, Heilsugæsludeild 2. önn. kr. 28.000.- Fornám kr. 19.000- Aðfaranám kr. 19.000.- Almennir flokkar Tungumál íslenska Stærðfræði Bókfærsla kr. 15.000.- Vélritun Leikfimi Ættfræði íslenska f. útlendinga I.fl. kr. 15.000,- íslenska f. útlendinga II. fl. kr. 22.000.- Barnafatasaumur kr. 29.000.- Sniðar og saumar kr. 29.000.- Postulinsmálning kr. 29.000,- Myndvefnaður kr. 22.000.- Hnýtingar kr. 15.000,- Bótasaumur kr. 15.000.- Teiknun og akrilmálning kr. 22.000,- Byrjendaflokkar verða i: norsku, islensku f. útlendinga, þýsku, sænsku, ensku, frönsku, itölsku, spænsku, bókfærslu, ættfræði, og öllum ofangreindum verknámsgreinum. Ekki er innritað i gegnum sima. Þátttökugjald greiðist við innritun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.