Þjóðviljinn - 02.02.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1980 Rauftsokkahátíbin i Tónabæ sem haldin var fyrir viku síöan dró aö fjölmenni eins og venja er um uppákomur þær sem hreyfingin stendur fyrir. Var þaö einkar ánægjulegt i ljósi þess aö hátíöin átti sér skæöan keppinaut i annarri álika sem haldin var aö Kjarvalsstööum sama dag, af Kvenréttinda- félaginu. Dagskráin i Tónabæ stóö frá þvi kl. 10 um morguninn til klukkan hálfsjöum kvöldið. Um morguninn var starfað i opnum umræöuhópum. Klukkan rúm- lega tvö hófst skemmtidagskrá meö ávarpi Margrétar Rúnar, sem geröi grein fyrir starfi og stööu Rauðsokkahreyfingar- innar i dag. Siöan hófst söngur þeirra hjónanna Katjönu og Þórarins Hjartarsonar sem tróðu upp ásamt nýlega fæddum erfingja sinum (erfinginn var þöguli). Næst tróðu upp Helga Ólafs- dóttir.HelgaSigurjónsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir og fluttu annál Rauösokkahreyfingar- innar sem tekinn var saman af þeim ásamt Vilborgu Harðar- dóttur. Fjallaði hann á skemmtilegan og glöggan hátt um fyrstu starfsár hreyf- ingarinnar og þau hörðu við- brögð sem hún mætti á þeim árum. Þvi næst söng Kjarabót á sinn hresSilega hátt nokkur lög, og vakti lokaverk þeirra sem fjallaði um niðurskurð á Guömundur Hallvarösson Sigrún Hjartardóttir Kirikur Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Katrin Didriksen Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dótfir Þaö var þröngt setiö i Tónabæ, og sumir uröu aö láta sér nægja gólfplássiö. Margrét Rún Guðmundsdóttir flytur ávarp fyrir hönd Rauö- sokkahreyfingarinnar. Helga ólafsdóttir, Vilborg Siguröaidóttir og Helga Sigurjónsdóttir flytja annál Rauösokkahreyfingarinnar. spitölum við lög úr Kardi- mommubænum, sé”staka kátinu áhorfenda. Ragnheiður Jóhannesdóttir frá Bakka i Olfusi flutti ávarp sem fjallaði um stöðu og fram- lag kvenna i sveitum landsins. Næst fluttu nokkrir leikarar einþáttunginn Vals, eftir Jón Hjartarson, en fyrir það verk hlaut hann verðlaun Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu. Verkið fjallar um stöðu eldra fólksins i þjóðfélaginu og á örugglega erindi til flestra. — Næst kynntu nokkrir meö- limir úr starfshópi á vegum Rauðsokkahreyfingarinnar, sem unnið hefur að þvi að þýða og staðfæra dönsku bókina „Kvinde kend din krop”, nokkra valda kafla úr þeirri bók. Hún mun raunar eiga að koma út á árinu á vegum Máls og menningar. Hjördis Bergs- dóttir söng i staðinn fyrir söng- sveit Rauðsokkahreyfingar- innar og fórst það vel úr hendi eins og hennar var von og visa. Þá var bókmenntakynning þar sem rithöfundarnir Auður 1980 Haraldsdóttir, Asa Sólveig og Norma Samúelsdóttir lásu úr eigin verkum. Siðasti iiðurinn á dagskránni var upplestur Ingi- bjargar Haraldsdóttur á nokkrum ijóðum eftir Steinunni Sigurðardóttur semvar forföll- uð. Kynnir á þessari dagskrá var hin röggsama Silja Aðal- steinsdóttir. Að endingu er rétt að geta þess að nokkrar Rauð- sokkur fluttu valda ,,pung- rottubrandara” milli atriði. — Hátiöin I Tónabæ fór hiö besta fram og var greinilegt að barnagæslan sem boðið var uppá, er vinsæl þvi börn voru fjölmörg á staðnum. — Um kvöldið var haldið áfram i félagsheimili Hesta- mannafélagsins Fáks, en þar komu fram auk hljómsveitar bræðurnir Bubbi og Tolli og var dans stiginn af miklu fjöri fram til kl. þrjú. e@ Eðlileg meðganga og barnsfæðing undantekning Aö undanförnu hefur nokkur umræöa átt sér staö I dönskum blööum um blóöbankann viö Hvidovre spitala. Tiiefni um- ræöunnar er sú óhugnaniega staöreynd aö fæstar af þeim konum sem vinna á rannsóknarstofu blóöbankans ganga i gegnum eölilega meö- göngu eöa barnsfæöingu. 1 hvert sinn sem aö þvi kemur aö einhver þeirra á aö fæöa þá breiöir óttinn um sig. A sér staö enn ein óeölileg fæöing? Þaðvar i deseniber árið 1975 sem blóðbankinn við hinn nýja spitala i Hvidovre var tekinn i notkun. Allt frá þeim tima hafa eölilegar þunganir og barns- fæöingar heyrt til undantekn- inga. Við blóðbankann vinna 30 konur aö rannsóknarstörfum og þar af hafa 10 orðið ófriskar einu sinni eöa oftar siðan 1975. Allt i allt hafa þessar 10 konur gengið i gegnum 14 þunganir og þar að auki eru tvær ófriskar i augnablikinu. Þessar tvær hafa beear veriö lagðar inn á spitala vegna smáblæðinga. Af 14 þungunum hafa fjórar endað meö fósturláti á öörum, þriðja eða fjóröa mánuði Ein — meöal kvenna sem vinna viö blóöbankann i Hivdovre kona eignaöist andvana barn eftir niu mánaöa meögöngu- tima. Fjórar hafa eignast börn sem hafa vegið þó nokkuð undir meöallagi eða 2230 grömm, 2350 grömm, 2650 grömm og 3150 grömm. (Meðalþungi nýfædds stráks er 3600 grömm, en stelpu 3400 grömm). Allar aðrar þunganir hafa ýmist endaö meö fyrirburöum eöa börnum teknum meö keisara- skurði. Aðeins tvær konur hafa gengiö i gegnum eölilega meö- göngu og barnsfæðingu. Ekki um tilviljanir að ræða Þær konur sem vinna á rannsóknarstofum blóðbank- ans neita að trúa þvi lengur að þarna sé um eintómar tilviljan- ir að ræða og telja að þetta geti staðið i beinu sambandi viö að- stæöur á vinnustaö. Um þessar mundir eru þær aö kanna möguleikana á þvi aö gerö veröi rannsókn sem gæti sagt fyrir um hvað þaö er á vinnu- staðnum sem veldur þvi aö konurnar geta ekki gengiö i gegnum eölilega meögöngu og barnsfæðingu. Þegar konurnar I Hvidovre vöktu fyrst athygli á þessu máli, tóku nokkrir hjúkrunar- nemar sig til og gerðu athugan- ir á þvihvernig þunganir meðal kvenna i öðrum blóðbönkum Kaupmannahafnar hefðu geng- ið fyrir sig. I spurningalista sem þær sendu til kvennanna spurðu þær jafnframt aö þvi meö hvaöa kemisk og lifræn efni þær ynnu. Einnig spuröu þær um húsnæöið og hvort það væri kuldi eöa hávaöi á vinnu- stað. I ljós kom, að konur sem vinna hjá Blóðrannsóknastofn- un rikisins (Statens Seru- minstitut) hafa átt við sömu vandamál að striöa og konurn- ar i Hvidovre. Þar hafa aðeins tvær konur gengiö i gegnum eölilega meögöngu. Þrjár þunganir hafa endað meö fósturláti og niu konur hafa átt við ýmsa erfiöleika að striða ýmist meðan á meðgöngu stóð eöa viö barnsfæöinguna. Ekki eingöngu vandamál kvenna Óeðlileg meðganga, fóstur- skaðar og fósturlát sem rekja má til aðstæöna á vinnustaö, er ekki eingöngu vandamál sem snertir konur. Kynsellur karl- mannsins geta einnig orðið fyrir áhrifum af skaðlegum efnum og þ.a.l. geta orsakir fósturskaöa átt sér rætur löngu fyrir þungun. Danskur læknir i atvinnusjúkdómum hefur t.d. bent á að i dag sé unn- ið með ýmis efni á rannsóknar- stofum sem vitaö sé aö eru krabbameinsvaldandi og skaö- leg fóstri. Þetta gildir t.d. um efnin benzen og toluen. Einnig hafa veriö gerðar nokkrar rannsóknir á þeim kemisku efnum sem notuö eru á sjúkrahúsum, t.d. af svæfinga- hjúkrunarkonum, og I ljós kom aö fósturlát eru þrisvar sinn- um algengari meöal svæf- ingahjúkrunarkvenna en meöal annarra kvenna. Þaö sem vek- ur þó kannski hvaö mesta at- hygli er aö tiðni fósturláta meðal kvenna sem giftar eru s væfingalæknum er tvöfalt hærri. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að þetta eru ekki einangruö vandamál kvenna. Ýmsir hafa orðiö til aö benda á, að það geti verið varasamt að gera þessi vandamál að sér- máli kvenna og krefjast sér- stakra aðstæöna fyrir þær á vinnustað. Ef umræðan snýst ekki um þaö að skapa heilbrigð- ari vinnuaöstæöur bæöi fyrir karla og konur, þá er sú hætta fyrir hendi aö konur detti út af vinnumarkaönum. 1 Danmörku er t.d. alltaf veriö að mennta fleiri og fieiri karlmenn til starfa á rannsóknarstofum, og iþviatvinnuleysi sem þar rikir er freistandi fyrir atvinnu- rekendur að ráða karlmenn til starfa er konur eiga að fá ein- hverja sérmeöhöndlun. Krafan verður að vera sú, að þær reglur sem settar eru um aö- stæður á vinnustað séu það strangar að allir geti unnið þar óhultir. (Byggt á Information) Sólrún Gisladóttir. Jafnréttissiðan forvitnaðist um hvort efni þau sem nefnd eru i grein Sólrúnar væru notuð á rannsóknarstofum hér eins og I Danmörku. Svo reyndist vera, en við nánari eftir- grennslan kom f ljós aö þessi tvö efni eru einnig mjög mikil- væg I öllum mögulegum grein- um efnaiönaöar, eins og t.d. i plastiönaði og lyfjaiönaði. Þvi miöur gafst ekki tími til aö kanna hvort um einhverja notk- un þeirra er að ræða i þessum iöngreinum hér á landi. En fólki er bent á að hafa augun opin!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.