Þjóðviljinn - 15.02.1980, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Qupperneq 1
MOWIUINN Föstudagur 15. febrúar 1980. — 38. tbl. —45 árg. Ofugþróun á olíumarkadi Rotterdam-verðið orðið lœgra en „ mainstream” verð kringum 310 dollara tonnið, en komst lægst í 297 dollara um síðustu mánaðamót. „Mainstream" _ verð í Gasolíuverð á Rotterdammarkaði er nú í Verðbætur á laun 1. marsak. 6,67% hækkun Samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar á veröbótavisi- talan aö hækka um 6.67% 1. mars n.k. og munu þá öll laun hækka um sama hundraöshluta þann dag. í frétt frá Kauplagsnefnd segir aö framfærsluvisitalan 1. febrúar s.l. hafi veriö 144stig og hefur hún hækkað um 44% frá 1. febrúar 1979. Frá 1. nóvember til 1. febrú- ar- hækkaöi visitala framfærslu- kostnaöar um 9.13% en frá þvi dregst i verðbótaútreikningum 0.98% vegna búvöruverðhækk- unar 1. des., 0.63% vegna verö- hækkunar á tóbaki og 0,85% vegna viðskiptakjararýrnunar. Samtals nemur þessi frádráttur 2.46 prósentustigum og verða verðbætur á laun 1. mars þvi 6.67%. Þvi hafði verið spáð að verðbætur á laun yrðu um 8% 1. mars n.k. — AI Mótuð ný landbún- adarstefna Rikisstjórnin mun á næstunni skipa 3ja manna nefnd, — einn frá hverjum aöiia, sem aö rikis- stjórninni stendur, — til þess að móta nýja landbúnaðarstefnu, i' samræmi við þaö, sem segir i stjórnarsáttmálanum. Skal stefnan viö þaö miðuð aö tryggja afkomu bænda, sporna við byggðaröskun og fullnægja þröfum þjóðarinnar fyrir land- búnaðarframleiðslu. Sjá opnu Þaö er ekki ónýtt aö geta fengið sér is meðan maöur biöur eftir strætó eins og þessi litia dama geröi i gær. Myndina tók — gel — á Hlemmv>g á siöu tvö eru fleiri myndir þaöan. ÞINGHLÉ120 DAGA Skattamál afgreidd í næstu viku Sterkar iikur eru taldar á þvi aö gert veröi hlé á störfum Alþingis næst komandi þriöjudag eöa miövikudag, og aö þinghléið standi i 20 daga. Stefnt er að þvi að afgreiða skattamál fyrir þinghlé, en eins og kunnugt er þá voru samþykkt ný skattalög vorið 1978 og hefur Alþingi haft fjölmargar breyt- ingatillögur við lög þessi til umfjöllunar i tvo mánuði. Breyt- ingatillögur þessar eru i formi frumvarps er lýtur fyrst og fremst að skattlagningu atvinnu- rekstursins. Frumvarpið var afgreitt til 3ju umræðu i neðri deild i gær. Gerð verður nánari grein fyrir frumvarpi þessu á næst- unni. Þá er liklegt að þingið afgreiði einnig fyrir þinghlé ákvæði um skattstiga, en I núverandi lögum voru skattstigar miðaðir við að skattar væru greiddir jafnóðum með fullu raungildi þeirra tekna sem þeir voru reiknaðir af. Voru tölurnar miðaðar við 35% verðbólgu. En þar eð frumvarp um staðgeiðslu skatta hefur enn ekki orðið að lögum er nauðsyn- legt að gera breytingar á skatta- lögunum hvað þetta atriði varðar. þ.m. Hvar er bjalla neðri deildar? ; Reynt að halda þjófnaðinum leyndum Bjöllu þeirri sem for- seti neðri deildar slær í þegar hann segir fund settan í deildinni var stol- ið úr Alþingishúsinu í fyrrinótt. Hér er um að ræða mjög gamla kopar- húðaða bjöllu eða kúlu sem staðið hefur á borði forseta neðri deildar svo lengi sem elstu menn muna. Bjallan er talin að minnsta kosti hálfrar aldar gömul. Verksum- merki benda til þess að brotist hafi verið inn um salernisglugga á bakhlið Alþingishússins, enda er ein rúða þar brotin. Mikil leynd virðist hvila yfir þessum þjófnaði þvi i gær haföi rannsóknarlögreglu rikisins ekki verið tilkynnt um hann og þegarljósmyndari blaðsins ósk- aði eftir þvi að fá að ljósmynda bjöllu neöri deildar fóru menn undan i flæmingi og vildu ekki UI kannast við að nein bjalla væri horfin. Að lokum var þó sagt að ekki væri hægt að mynda það sem ekki væri til. Þjófnaður þessi er nokkuð einkennilegur fyrir þá sök að hér er ekki um verðmætan hlut að ræða i pen- ingum, en hins vegar verður ekki deilt um sögulegt verðmæti hans. Þjófnaður þessi kom i ljðs i gær þegar Sverrir Hermanns- son forseti neöri deiidar ætlaði að setja fund i deildinni. Til að Sverrir gæti sett fund var bjalla efri deildar fengin að láni en fundur var ekki i efri deild i gær. Um leið og Sverrir setti fund lét hann þau orð falla að hann yrði að notast við bjöllu efri deildar þótt ekki væri hún merkileg. Rétt er þó að taka fram að bjalla efri deidlar er mun verð- mætari en bjalla sú sem hvarf úr neðri deild og var hún fyrst notuð á Alþingishátiðinni 1930 og er úr silfri. Til mun vera varabjalla sem notuð hefur ver- ið á fundum Norðurlandaráðs i Reykjavik. — þm örin á myndinni visar á hina horfnu bjöllu neöri deildar.Myndin var tekin i desember si. er Gunnar Thoroddsen aldursforseti þingsins stýrir fyrsta fundi þess aö loknum kosningum. Þýskalandi er hins vegar tæplega 300 dollarar og allt útlit fyrir að breska olían, sem íslendingum stendur til boða, verði brátt dýrari en olía á Rotterdamverði. 1 byrjun þessa árs lækkaði dag- verð i Rotterdam nokkuð og voru ástæður þess taldar mikil birgða- söfnun oliufélaga og mildur vetur I V-Evrópu og Bandaríkjunum. Lægst fór verðið um sfðustu mán- aðamót i 297 dollara tonnið, en meðaverö i júni á s.l. ári var 362 dollarar og i desember 356 dollar- ar. A sama tima og þessi þróun veröur i Rotterdam hefur „main- stream”-verð hins vegar farið hækkandi og hefur gasoliutonniö, sem Bretar buðu til kaups úr Norðursjónum hækkað úr 295 dollurum I 320 á skömmum tima og útlit er fyrir að það hækki enn. Spá ýmsir þvi að það fari i 340 dollara innan skamms. Yrði Rotterdamverðið sem nú er 310 dollarar, þá mun ódýrara. Ahöld eru þvi um hvort hagkvæmara er fyrir Islendinga að snúa sér til „mainstream seljenda eða versla áfram á Rotterdam- verði, en þess er að gæta að spáð er hækkandi verði i Rotterdam með vorinu. — Sdór. Bjöllulaust borö þingforseta neöri deildar t gær. — t-josm. — gei — Sök ákærðu talin fymd! 30. janúar s.l. kvaö Gunnlaugur Briem sakadómari upp dóm i einu skipakaupamálanna svo- nefndu og voru ákæröu sýknaöir þar sem sök þeirra er talin fyrnd. Ekki tókst aö fá endurrit dómsins i gær né nánari upplýsingar um dómsforsendur. Guðmundur RE-29 var keyptur frá Noregi 1972 og er kaupsamn- ingur gerður 24. október það ár. Hann hljóðaði uppá 6,6 miljónir norskra króna en árið 1975 leiddi sameiginleg rannsókn islenskra og norskra skattyfirvalda i ljós að raunverulegt kaupverð var 6.4 miljónir n.kr. og höfðu kaupendur þvi fengið endurgreiddar 200 þús- undir norskra króna sem i dag jafngildir 16.5 miljónum islenskra króna. Seðlabankinn kærði mál þetta til rikissaksóknara á árinu 1975 og 9. febrúar 1978 var gefin út ákæra á hendur kaupendum, — Fiskiðjunni s.f. i Keflavik, og skipstjórunum Páli Guðmunds- syni og Hrófli S. Gunnarssyni. Einnig var Þorfinnur Egilsson lögmaður ákærður en hann gerði kaupsamningana. Hljóðaði ákær- an uppá gjaldeyrislagabrot, fjár- svik, ranga skýrslugjöf og skatta- lagabrot. Nú rúmlega tveimur árum sið- ar er dómur loks upp kveðinn i Sakadómi Reykjavikur og ákærðu sýknaðir. Almenna regl- an um fyrningu sakar er sú, að ef sökin telst varða sektum eða varðhaldi skemur en 1 ári, þá fyrnist hún á 2 árum. Varði sökin hins vegar fangelsi eða varðhaldi sem er lengra en 1 ár, þá fyrnist hún á 5 árum. Sem fyrr segir er ómögulegt að segja hvaða forsendur liggja að baki þessum sýknudómi en svo virðist sem brot kaupenda hafi ekki varðað meiri refsingu en sektum eða varðhaldi og fyrnist sök þeirra þá á tveimur árum, þvi engin 5 ár liðu frá kaupunum þar til rannsóknin hófst fyrir dómi. Hins vegar virðist ljóst að tæp- lega 5 ára vinna rannsóknaraðila og dómara hefur verið til einskis og spurningin er hvort fleiri skipakaupamálum muni ekki lykta á svipaðan hátt. Aðeins hef- ur verið dæmt i einu þeirra hing- að til og fór dómur þá á annan veg, en samtals námu umfram- greiðslur til kaupenda skipa frá Noregi á árunum 1972-1975, 600 miljónum islenskra króna. — AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.