Þjóðviljinn - 15.02.1980, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1980.
NOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
t'tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson
Otlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖar-
dóttir.
Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Loks rofar til
í málefnum bænda
# Landbúnaðurinn er ein af meginstoðum efnahags-
lífs í landinu. Samt sem áður hafa margir séð ofsjónum
yf ir því á síðustu árum að greiddar skuli útf lutningsbæt-
ur á umframframleiðslu búvara til þess að tryggja
bændum sambærileg lífskjör við aðrar stéttir. Þó er það
metnaðar- og öryggismál flestra iðnríkja í heiminum í
dag að vera sjálfum sér nóg á sem flestum sviðum
matvælaframleiðslu, enda veit enginn hvenær skerðist
um aðdrætti í ótryggum heimi. Bændur hér gegna einnig
því mikilvæga hlutverki að halda byggðakeðjunni heil-
legri í strjálbýlu landi og væri það þjóðarheildinni mikill
skaði ef skammsýnum mönnum tækist að móta stjórnar-
stefnu sem gerði fslendinga ósjálfstæða í búvörufram-
leiðslu.
# Núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir að stefnan í
málefnum landbúnaðarins verði mörkuð með ályktun
Alþingis og við það miðuð að tryggja afkomu bænda,
sporna gegn byggðaröskun og fullnægja þörfum þjóðar-
innar fyrir búvörur til neyslu og iðnaðar. í ræðu Pálma
Jónssonar landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðar-
þings kom fram að þessi stefna hefur ekki verið mótuð
ennþá aðfullu,en settir verða til þess þrír menn, einn frá
hverjum aðila, sem myndar ríkisstjórnina, til þess að
semja þingsályktunartillögu, sem síðan verður lögð fyrir
Alþingi og væntanlega afgreidd. Þær þingsályktunartil-
lögur um stefnu í málefnum landbúnaðarins sem f luttar
voru á Alþingi í fyrra náðu ekki afgreiðslu,en að sögn
landbúnaðarráðherra verða þessar tillögur nú samhæfð-
ar með aðild fulltrúa Alþýðubandalagsins, þannig að rík-
isstjórnin sem heild geti staðið einhuga að þeirri stefnu
sem mörkuð verður.
# Sá dráttur sem orðið hefur á mótun heildarstef nu í
landbúnaðarmálum hefur reynst bændum dýrkeyptur.
Eðlilega eru þeir í mikilli óvissu um áherslur og f járfest-
ingar í búrekstri sínum meðan ríkisvaldið hefur ekki
skapað þann ramma utanum þróun búnaðarmála sem
þeir geta haft til viðmiðunar f störfum sínum. Það er
þessvegna brýnt að heildarstefnan líti dagsins Ijós sem
fyrst,enda hefur farið fram víðtækt undirbúningsstarf
til þess að svo megi verða og komið að pólitískum á-
kvörðunum.
# Meðan Alþýðuf lokkurinn var innanborðs á stjórnar-
skútunni reyndist afgreiðsla á mikilvægum ákvörðunum
varðandi málefni bændastéttarinnar miklum erfiðleik-
um háð. Þar við bætast stjórnarskipti, kosningar og
stjórnarkreppa sem að öllu samanlögðu hefur leitt til
þess að f restast hef ur að taka nauðsynlegar ákvarðanir.
Flest bendir til þess að núverandi ríkisstjórn muni taka
rösklega til hendinni á þeim sviðum sem lent hafa í und-
andrætti. Þarmánefna útvegun f jár til þess að bæta upp
útflutning landbúnaðarvara frá síðasta verðlagsári,
leiðréttingar á verðákvörðunum, reglulegar greiðslur
útf lutningsbóta og jarðræktarf ramlaga, svo og greiðslur
samkvæmt búf járræktarlögum vegna síðasta árs. Horf-
ur á þessu verðlagsári eru þær að miklar f járhæðir muni
skorta til þess að útf lutningsbótafé dugi til fullrar verð-
tryggingar. ( stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir
að leitað verði samkomulags um viðunandi lausn á f yrir-
sjáanlegum vanda vegna halla á útflutningi búvara á
þessu verðlagsári í tengslum við heildarstefnumótun í
landbúnaði.
# Ekki er síður mikilvægt að ríkisstjórnin hyggst f lýta
ráðstöfunum vegna afleiðinga harðindanna á sl. ári.
Mikið starf hefur verið unnið á vegum stjórnskipaðra
nefnda til þess að athuga þessi mál og liggja staðreyndir
i megindráttum fyrir. Nú er hinsvegar komið að úr-
lausnum og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er tek-
iðfram að Bjargráðasjóði verði útveguð lán vegna harð-
indanna 1979. Þá mun á vegum landbúnaðar- og félags-
málaráðuneytisins fara fram endurskoðun á tekjustofn-
um Bjargráðasjóðs og gerðar verða tillögur um það
hvernig tryggja megi að hann fái gegnt því hlutverki að
vera eins konar tryggingar- og neyðarsjóður fyrir fólkið
í landinu þegar verulega bjátar á vegna óvenjulegra á-
falla til lands og sjávar.
# Það er Ijóst að núverandi rfkisstjórn er síður en svo
fjandsamleg bændastéttinni. Þessvegna hljóta að vera
nokkrar vonir bundnar við það að henni takist í góðri
samvinnu við bændasamtökin að gera það tvennt í senn
að leysa úr bráðavanda landbúnaðarins og móta fram-
tíðarstefnu í málefnum þessa undirstöðuatvinnuvegar
sem hægt verði að vinna markvisst eftir næsta áratug-
inn. —ekh.
klíppt
Forysta Jlokksins
ber ábyrgðina
1 Morgunblaðinu i gær er rætt
við alla formenn kjördæmisráða
Sjálfstæðisflokksins nema á
Vesturlandi um rikisstjórnar-
myndun Gunnars Thoroddsen
varaformanns flokksins. Svör
formannanna verða vart túlkuð
sem traustyfirlýsing til núver-
andi formanns flokksins, Geirs
Hallgrimssonar. Jóhann D.
Jónsson formaður kjördæmis-
ráðs Austurlands segir berum
orðum að öll forysta flokksins
beri ábyrgð á þróun mála siö-
ustu vikna og hann vill ekki
leggja út i neitt strið við stuðn-
ingsmenn Gunnars:
„Vafalitið má deila á forystu
Sjálfstæðisflokksins hvaö við-
kemur tilurð þessarar ríkis-
stjórnar. Andstæðingar okkar
hafa notfærtsér ástandið á þeim
slóðum. Ég tel það heillavæn-
legast að láta nú öllu karpi lokið
um gjörðir þessara manna, en
reyna frekar að mynda brú á
milli sem auðveldar þeim störf
við mjög slæmar aðstæður.”
Smekklaust að
draga
sjálfstœðismenn
í tvo dilka
Svanhildur Björgvinsdóttir
formaður k jörd æm isráðs
Norðurlands eystra leggur á
það áherslu að hún vilji hvorki
vera talin stuðningsmaður
Geirs eða Gunnars:
„Að siðustu vil ég vekja at-
hygli á þvi hversu smekklaust
það er að draga alla sjálfstæðis-
menn i tvo dilka, þ.e. fylgis-
menn Gunnars eða Geirs, eins
og áberandi hefur verið i seinni
tið. Langstærsti hópur okkar er
fólk með sjálfstæða skoðun, sem
gerir þær kröfur til forystu-
manna sinna, að þeir vinni
saman að hugsjónamálum
okkar, samkvæmt stefnumótun
hverju sinni. Einhvern tima
heita þessir menn hvorki
Gunnar né Geir.”
Um stjórnarmyndunina segir
Svanhildur:
„Hvað sem liður aðdraganda
stjórnarmyndunar er rikis-
stjórn undir forsæti Gunnars
Thoroddsen nú staðreynd.
Persónulega hefði ég óskað eftir
samstöðu flokksins og forystu-
manna hans I þessu máli, en ég
óska forsætisráöherra og stjórn
hans alls góðs i starfi sinu.”
Stjórnin fái
starfsfrið
Stefán Jónsson formaður
kjördæmisráðs Norðurlands
vestra og eindreginn stuðnings-
maður Pálma Jónssonar land-
búnaðarráðherra leggur á það
áherslu, að stjórn Gunnars
Thoroddsen fái frið til að vinna
að þeim brýnu málum er hún
þarf að glima við:
„Með tilliti • til þessa og
þeirrar staðreyndar að ágrein-
ingur er innan Sjálfstæðis-
flokksins um þessa rikisstjórn
er óskynsamlegt að flokkurinn
beiti harðri stjórnarandstöðu.
Stjórnin þarf að fá vinnufrið til
þess að sinna þeim miklu sam-
söfnuðu vandamálum á sviði
efnahags- og fjármála sem við
blasa. Sjálfstæðismenn um land
allt bera traust til allra þing-
manna sinna og vona að þeir
haldi skynsamlega á málum.
Sjálfstæðismenn bera ekki siöur
traust til þeirra ágætu þing-
manna sem nú eru ráðherrar.”
Gunnar víki úr
þingflokknum
Ekki eru þó allir eins sáttfúsir
og ofangreindir formenn, þvi að
Ellert Eiriksson formaður kjör-
dæmisráðs i Reykjaneskjör-
dæmi tekur undir þá skoðun
sem fram hefur komið, að vikja
beri Gunnars mönnum úr þing-
flokknum:
„Ég vil taka undir orð for-
manns þingflokksins, Olafs G.
Einarssonar, að það sé óeðli-
legt, að þremenningarnir starfi
þar. Staða þeirra innan flokks-
ins er að minu mati óbreytt.
Þeir eru jafngóðir flokksmenn,
þótt þeir hafi um stundarsakir
misstigið sig á skipulagsreglun-
um. Mér finnst persónulega að
þeir hafi brugðist þeim trúnaði
sem við flokksmenn ætlumst til
af þeim og sérstaklega harma
ég störf Gunnars Thoroddsen I
þessu máli.”
Engilbert Ingvarsson for-
maður kjördæmisráðs I Vest-
fjarðakjördæmi virðist vera sá
eini sem eitthvert traust ber til
formanns flokksins:
„Eftir þeim upplýsingum sem
ég hef fengið af málum síðustu
daga er ljóst að fordæma má
vinnubrögð Gunnars Thorodd-
sen. Þau voru ekki með þeim
hætti sem búast mátti við af
varaformanni Sjálfstæðis-
flokksins. Það má leiða getum
að þvi að Geir Hallgrimsson
hefði verið búinn að mynda
rikisstjórn áður en Gunnar fékk
sitt umboð frá forseta ef Gunnar
hefði ekki sifellt á bak viö tjöld-
in upp á eigin spýtur rætt viö
aðra flokka um ýmsa möguleika
án þess að skýra formanni
Sjálfstæðisflokksins eða þing-
flokki frá þvi.”
r
Arásir Morgun-
blaðsins á starfs-
menn ríkis-
fjölmiðla
Árásir Morgunblaðsins á
starfsmenn rikisfjölmiðlanna
eru orðnir að árvissum atburð-
um og hafa reyndar farið vax-
andi eftir þvi sem dregið hefur
jafnt og þétt úr áhrifavaldi
Morgunblaðsins. í gær
skammast Morgunblaðið yfir
þvi i forystugrein, að Matthiasi
Bjarnasyni alþingismanni skuli
ekki hafa verið hampað nægi-
lega i útvarpi og sjónvarpi
þegar skýrt var frá umræðum á
Alþingi sl. þriðjudag um
stöðvun loðnuveiða, eða eins og
Morgunblaðið segir:
„Það vakti athygli að rikis-
fjölmiðlarnir skyldu ekki leggja
áherslu á frumkvæði
Matthiasar Bjarnasonar fyrrv.
sjávarútvegsráðherra i umræð-
um á Alþingi og sáu ekki tilefni
til að leita álits hans á málinu”.
Hagur sjálf-
stæðismanna
vænkast
Liklega hefði það nú vakiö
meiri athygli ef rikisfjölmiðl-
arnir hefðu farið að hampa
Matthiasi frekar en öðrum sér-
fróðum þingmönnum um
sjávarútvegsmál. En vegna
þessara sárinda Morgunblaðs-
ins er rétt að vekja athylgi þess
á þvi, að nú virðist vera að
renna upp betri tið fyrir sjálf-
stæðismenn i rikisfjölmiðlun-
um. Þegar formenn flokkanna
koma saman til umræðna i út-
varpi og sjónvarpi er
óhjákvæmilegt að forsætisráð-
herra verði þar einnig vegna
stöðu sinnar. Sjálfstæðis-
flokkurinn getur þvi á næstunni
státað sig af tveimur talsmönn-
um i stað eins áður. Það er þvi
ljóst, að Gunnar Thoroddsen
hefur með athöfnum sinum
styrkt mjög stöðu sjálfstæðis-
manna á sviði rikisfjölmiðl-
anna, og væri þvi sérstök
ástæða fyrir Morgunblaðiö að
rita sérstaka forystugrein og
þakka Gunnari fyrir þetta, I
stað þess að vera sifellt að
hreyta ónotum i starfsmenn
rikisfjölmiðlanna.
Þ.m.
Leiklistarklúbbur
Sam vinnuskólans:
•9 skorið
Sýnir Kertalog Jökuls
Árlegur liöur i félagsstarfi
Samvinnuskólans er uppfærsla
leikrita. Leiklistaráhugi innan
skólans er verulegur og hefur
klúbburinn sett upp 2-3 verk á
hverju skólaári, einþáttunga á
fullveldishatið en s.l. tvo vetur
verk I fullri lengd á sinni aöal-
hátlð i byrjun febrúar. A s.l. ári
var stærsta verkefni klúbbsins
Irski gamanleikurinn „Gengiö á
reka” eftir Jean McConnell og
tókst sú uppfærsla mjög vel. 1
' sýningu nú er „Kertalog” eftir
Jökul Jakobsson og hafa þegar
veriö 4 sýningar og hefur verkið
fengið frábærar viðtökur áhorf-
enda og þykir undrum sæta
árangur nemenda og túlkun
verksins sem er áhrifamikil.
Leiklistarklúbburinn mun sýna
leikritið i Félagsheimili Seltjarn-
i arness á sunnudagskvöld 17.
! febrúar kl. 20.30. Uppfærsla öll er
I. I höndum nemenda sjálfra en
leikendur eru alls 13. Aöalhlut- Guðmundsdóttur og Olafs J.
verk eru I höndum Guðrúnar Straumland.
Aðalieikendur í Kértalogi: Ólafur J. Straumland og Guðrún
Guömundsdóttir.