Þjóðviljinn - 15.02.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Side 11
Föstudagur 15. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir/ iþróttir . ^ ™ Umsjón: Ingólfur Hannesson íþróttir I Austurríkismeim i forystunni Staðan i verðlaunapeninga- kapphlaupi þjóðanna á Ólympiuleikunum i Lake Placid er þannig eftir keppni I 30 km göngu, bruni og 1500 m skauta- hlaupi kvenna: Austurriki Holland Sovétr. Búlgaria Kanada A-Þýskal. gull silfur brons 1 1 0 1 1 0 1 1 0 0 0 1 0 0 1 0 0 1 Stock komT sá og sigraði Hinn 21 árs gamli Austur- rikismaður Leonhard Stock kom heldur betur á óvart f brun- keppni ÓL I gær. Hann var varamaður i austurriska brun- liðinu, en náöi svo góðum árangri I æfingamótum skömmu fyrir aðalkeppnina, að forráðamenn liðsins sáu sér ekki annað fært en að láta strák- inn keppa. Hann þakkaði fyrir sig með þvi að sigra alla keppi- nauta sina. ,,Ég hafði búist við að þetta yrði erfiðara hjá mér, heldur en raunin varð á,” sagði Stock að afloknum sigrinum. í öðru sæti varð félagi hans Peter Wims- berger. Röð efstu manna varð þessi: 1. Stock, Austur. l:45.50 min 2. Wirnsberger Austurr. 1:46.12 min 3. Podborski Kanada 1:46.62 min 4. MUUerSviss 1:46.75 min 5. Patterson USA 1:47.04 min Sá keppandi sem sigurstrang- legastur þótti fyrir keppnina, Ken Reed, Kanada féil ofar- lega í brautinm. . „ — IngH Bandarikjamaðurinn Phil Mahre hafnaöi einungis I 12. sæti I bruninu I gær. Margt á dagskrá A dagskrá ol I Lake Placid I dag er m.a. isdans, 500 m. skauta- hlaup, 5 km ganga kvenna og bobbsleöakeppni. Vaismaðurinn Þorbjörn Jensson er hér tekinn heldur betur ómjúkum tökum af IR-vörninni I gær- kvöidi. Mynd: —gel. ÍR-liðið hrundi í seinni hálfleik fog Valsmenn tryggdu sér öruggan sigurT 23:14 Valsmenn tryggðu sér sæti I 8- liða úrslitum bikarkeppninnar i handknattieik i gærkvöldi með þvi að sigra 1R með 23 mörkum gegn 14 eftir að staðan i hálfieik hafði verið jöfn, 10-10. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti, skoruðu 6 fyrstu mörkin, 6-0. IR-ingarnir fóru nú að berjast eins og ljón og þeim Straumurinn lá á milli Vals og FH 1 gærkvöldi var dregið um það Vlkingur-Fram og Stjarnar-KR. hvaða lið leika saman i 8-Iiða úrslitum bikarkeppni HSt. t pottinum voru lið úr 2. flokki, meistaraflokki kvenna og karla. Valsmaöurinn örn Höskuldsson sá um að draga og virtist hann hafa sterkar taugar til FH þvi hann dró Val og FJ saman I öll- um flokkum. 1 2. flokki leika eftirtalin lið saman: FH-Valur, HK-Fylkir, Ingólfur 48. sæti Heldur varð endaslepp keppni tslendinganna þriggja i 30 km göngu á’ol I gær. Tveir þeirra, Haukur Sigurösson og Þröstur Jóhannsson luku ekki keppni, en sá þriðji, Ingólfur Jónsson varð I 48. sæti af 59 keppendum á 1:45.55 klst. Þröstur kenndi lasleika og hætti snemma I göngunni, en Haukur hætti eftir 13 km og er liklegt að snjórinn sem kom i brautina hafi gert honum erfitt um vik. A laugardaginn keppa tslend- ingarnir I 15 km. göngu. — IngH 1 meistaraflokki kvenna leika þessi lið saman: Fylkir/Þór Ak- UMFN, KR-Fram, FH-alur, og Þór Ve.-Armann. t meistaraflokki karla fór drátturinn þannig: Valur-FH Stjarnan/Þór Ve-KA 1A-KR Haukar-VIkingur — IngH hafnaði í Ingólfur Jónsson, Reykjavlk var eini Islenski keppandinn I 30 km göngunni sem komst alla leið i mark. tókst að minnka muninn smátt og smátt, 8-6, 9-8 og i hálfleik var jafnt, 10-10. 1 upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að um hörkubaráttu yrði að ræða allt til loka leiksins, 12- 12. Þá var eins og leikur IR- inganna hryndi gjörsamlega ásamt þvi að Valsararnir tviefldust, Valur skoraði næstu 8 mörk, 20-12 og hafði 1R þá ekki skorað mark i 20 min. Lokatölur urðu siðan 23-14 fyrir Val. Þorbirnirnir og Brynjar voru bestu menn Vals, en i liði tR var enginn öðrum fremri. Mörkin fyrir 1R skoruðu: Bjarni Bessa 4, Guðmundur 3, Pétur 3, Bjarni H 1 og Sigurður 1. Fyrir Val skoruðu: Þorbjörn G 9, Bjarni 5, Stefán H 4, Þorbjörn J 2, Steindór 2 og Gunnar 1. ____________________— IngH Njarðvík og ÍR drógust saman Dregið hefur veriö um það hvaða liö leika saman i 8 liöa úr- slitum bikarkeppninnar i körfu- knattleik og fór drátturinn þannig: Valur-KR b/Þór UMFN-IR Fram-tS KR-UMFG/IBK/Armann 2 leikir í kvöld 1 úrvalsdeildinni verða 2 mikil- vægir leikir I kvöld. t Njarövik kl. 20 leika UMFN og Valur og I Hagaskólanum kl. 191eika tR og Fram. Tvöfalt hjá Hollendingum Hollenskar stúlkur urðu i 2 efstu sætunum I 1500 m skauta- hlaupi i gærdag á ÓL I Lake Pla- cid og kom þessi árangur þeirra mjög á óvart. t 3. sæti varð austur-þýsk stúlka. —IngH Sovétmeim i 2 efetu sætumim Allt útlit er fyrir aö Sovét- menn verði nær ósigrandi i nor- rænu greinunum á ÓL I Lake Placid, likt og þeir voru i Ins- bruck fyrir 4 árum. t gær höfn- uðu 2 Sovétmenn i efstu sætun- um I 30 km. göngu karia, en það voru þeir Zimyatov og Rochev. ,,Ég er mjög glaður yfir þvi að hafa sigraö og er liklegt að það hafi mikið hjálpað mér að heima eru brautir mjög svipað- ar þeirri sem keppt var á hér i Lake Placid” sagði sigurvegar- inn, Zimyatov að keppni lokinni, en geta má þess að göngubraut- in var lögð gervisnjó. Reyndar snjóaði litillega meðan að keppnin stóð yfir og hafði þaö slæm áhrif á marga göngu- mennina. Efstu menn i 30 km. göngunni urðu þessir: 1. Zimyatov Sovét 1:27.02 klst. 2. Rochev Sovét 1:27.34 klst 3. Lebanov Búlgariu 1:28.03 klst. 4. Wassberg Sviþjóð 1:28.40 klst. Mikil vonbrigði voru með frammistöðu Norðurlandabú- anna i göngunni og sá þeirra sem bestur var talinn fyrir mót- ið, Norðmaðurinn Oddvar Braa hafnaði i 12. sæti. Þá var óvænt frammistaða . Búlgarans sem hafnaði i 3. sæti og eru það fyrstu verðlaun sem Búlgaria hlýtur á vetraról. — IngH f|W?iNÍíjg|j| Nikolai Zimyatov Sovétrikjun- um sigraði i 30 km göngu i gær. Hér er hann að keppa á HM 1974 I Falun. Ji

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.