Þjóðviljinn - 16.02.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1980. AF STOP Ég vaknaði eina nóttina fyrir nokkru við mikinn hristing og skarkala og hélt raunar að húsið væri að hrynja. Ég fór strax útí glugga og sá þá mér til skelfingar að svonefnt trylli- tæki lá á hvolfi inni skrúðgarði mínum, hafði augljóslega endasenst þangað loftleiðina af akbrautinni, sem ökutæki venjulega þræða. Þegar ég sá ökuþórinn skreiðast nær óskadd- aðan útúr bílleifunum, rann mér strax í skap og hugsaði eitt og annað, sem ég hirði ekki um að festa á blað. Ég er nefnilega borinn og barnfæddur hérna í miðbænum og hef ósjaldan hugsað ökuníð- ingum þegjandi þörfina. Ég hef oft verið að hugsa um það hvar hinir vökulu verðir lag- anna séu staddir, þegar dreifbýlismenn með stórborgarkomplex tröllríða umhverfi Tjarnarinnar í æðislegum kappakstri á trylli- tækjum sínum og ógna bæði lifi og limum veg- farenda, hljóðdunkslausir í þokkabót. Og með því að ég er andskoti þeirra, sem ekki fara að settum reglum í umferðinni, hef ég æ gætt þess, af f remsta megni, að vera til fyrirmyndar undir stýri; hef tæplega fengið stöðumælasekt hvað þá meira og það þó að mér virðist lunginn úr hinni sívökulu umferðarlögreglu vera í þvi einu að skrifa þá upp, sem tef jast þegar þeir eru að reyna að fá skiptimynt til að setja í stöðumæla. Ég sagði áðan að ég hefði alltaf reynt að veratil fyrirmyndar í umferðinni, og víst hef ég verið það, eða kannski þar til fyrir skemmstu. Sannleikurinn er nefnilega sá að flughlaup framangreinds bíls inní aldingarð minn að næturþeli varð óbeint til þess að flekka hið tandurhreina ökumannorð mitt, en ökuþórinn hafði semsagt keyrt á köttinn minn áður en honum þóknaðist að fara kollskít inn í fagran aldingarðinn valdandi hinum ægilegustu spjöllum. Og hér hefur harmsögu mína. Það var sem sagt morguninn eftir að ég fór með áðurnefndan kött á dýraspítalann inní Víðidal. Þar fékk hann bestu hjúkrun og um- önnun og virtist ekki koma að sök þótt dýra- læknar væru þar víðs fjarri. Kötturinn var settur í gips og bar sig vel eftir ástæðum. Síðan ók ég eins og leið liggur áleiðis upp í Moskó, en þangað átti ég erindi. Og þá var það að ég hrasaði á holóttum vegi freistinganna. Ég gerðist lögbrjótur. Það versta var að ég vissi ekki hvar, hvenær og með hverjum hætti. Það atvikaðist bara þannig, að þegar ég var kominn uppundir Korpúlfsstaði, renndi framúr mér lögregIubí11 með miklum Ijósa- búnaði og vælandi sírenum og mér var gefið merki að nema staðar. Það fyrsta sem ég hugsaði var: „Djöfull er maður heppinn að vera edrú", en þá var elskulegur lögreglu- þjónn kominn með hausinn innum gluggann. ,,Er eitthvað að?" spurði ég. ,,Má ég sjá ökuskírteinið". Ég sýndi honum það, en fór að ókyrrast. Nú sá ég það á svipnum á lögregluþjóninum að hér var eitt- hvað alvarlegt á ferð. Hér hafði greinilega verið framið meiri háttar afbrot eða jafnvel glæpur. Hann rannsakaði mig gaumgæfilega, en virti svo fótbrotinn köttinn fyrir sér. „Ég lét hann í gips. Honum líður betur svo- leiðis," sagði ég, til að segja eitthvað. Svo var löng þögn. Ég varð svo sakbitinn þarna í bílnum — án þess að vita til þess að ég hefði gert nokkurn skapaðan hlut af mér — að mér varð innanbrjósts eins og ég hefði drepið ömmu mína. Þá loksins kom það. - Hann sagði með þunga: „Þetta var ekki gott". „Hvað?" stundi ég skelfingu lostinn. „Hvernig þú ókst inná Vesturlandsveginn. Sástu ekki Stopmerkið?" Nú voru góð ráð dýr. Ég reyndi að hugsa hratt. Hefði ég séð það og ekið samt viðstöðu- laust inná aðalbrautina, þá var ég lögbrjótur af verstu gerð, svo ég tók sjensinn og neitaði. „Það ber sannarlega vott um stórskerta athyglisgáf u". „ Já, ég býst við því". Svo f ór hann að skrif a mig, brotaliminn, upp, en ég spurði hann hvort ég fengi háa sekt. Hann sagðist fastlega búast við því. Hér væri um alvarlegt brot að ræða. Við jaað skildum við, og ég ók heim sekur maður á lög- legum hraða eins og venjulega, en milli tuttugu og þr'fátíu bílar fóru framúr mér á ólöglegum hraða niður að Grafarholti og þeirra á meðal lögreglubillinn. Þegar ég svo kom heim með fótbrotinn köttinn, fór ég að undirbúa vörn mína fyrir rétti, en hún mun byggð á þeirri staðreynd að orðið „stop" er ekki til í íslensku máli, nema um það landslagsfyrirbæri sem nefnt hefur veri „hæð" eða öllu heldur „mishæð". Ég mun því, þegar þetta mál verður dómtekið kref jast sýknu, miskabóta mér til handa og ketti min- um fótbrotnum og óþægindaálag. Verði ég dæmdur, mun ég kref jast þess til vara, að brot mitt verði ekki fært á sakaskrá vegna barna minna og aðstandenda. En sjálfsagt má reikna með að úrskurður dómara verði þessi: Dómsorð kveður dómarinn, dæmir ökuniðinginn: „Reiknast mun hér refsingin jafn rosaleg og glæpurinn". Flosi Lúðvík Jósepsson: Stutt svar um störf Þj óðhagsstofnunar Þegar ég haföi lesiö grein Jóns Sigurössonar, forstööumanns Þjóöhagsstofnunar, þar sem hann gerir athugasemd viö grein, sem ég skrifaöi um störf Þjóöhags- stofnunar og birtist f nokkrum dagblööum i kringum siöustu mánaöamót, sýndist mér eölileg- ast, aö ég léti frekari skrif um máliö niöur falla, enda var ekkert að finna i þessari grein Jóns sem i einu eöa neinu hreyföi viö þeim efnisatriöum, sem ég haföi tekiö til meöferöar. Viö nánari athugun komst ég þó aö þeirri niöurstööu, aö rétt væri aö svara grein Jóns i örstuttu máli, enda sé ég enga ástæöu til aö lltilsviröa „athugasemd” hans.þóaölitlusé þaraösvara. I grein minni tilfæröi ég nokkur dæmi um vafasama „sérfræöi” stofnunarinnar og léleg og vilhöll vinnubrögö. I öllum minum dæm- um tók ég upp orðréttar tilvitnan- ir I skýrslur Þjóöhagsstofnunar og Seölabankans. t grein Jóns Sigurössonar vikur hann sér undan aö ræöa þessar tilvitnanirmlnar nema meö þeim almennu oröum aö ummæli min séu ekki á rökum reist. Um hvaö voru athugasemdir minar viö vinnubrögö Þjóöhags- stofnunar? Hér skal I örstuttu máli aö þeim vikiö á ný: 1. Sérfræði gegn sérfræði Ég tilfæröi orörétta umsögn Hagfræöideildar Seölabankans um álitsgerö Þjóöhagsstofnunar. Þar sagöi m.a.: „Niöurstööur ai þessu tagi veröa ekki teknar al- varlega sem stefnuráögjöf.” Þessari umsögn Seölabankans svarar Jón Sigurösson engu, nema þvi, aö Seölabankinn hafi ekki gert „sjálfstæöa athugun”á fyrirliggjandi tillögum flokk- anna. Um þaö atriöi ræddi ég ekki, en eftir stendur, aö sérfræö- ingur Seölabankans hefur látiö falla æöi þung orö um „stefnu- ráögjöf” I álitsgerö Þjóöhags- stofnunar. Ég var meö þessari tilvitnun og fleiri i ummæli Seölabankans aö leiöa i ljós dóm „sérfræöi” gegn „sérfræöi”; 2. Um vaxtakostnað I grein minni tilfæröi ég heila og nokkuö langa setningu úr um- sögn Þjóðhagsstofnunar um áhrif vaxta I rekstri. Þessi setning var svona: „Liklega má finna dæmi þess aö lækkun vaxta af rekstrarlán- um gæti, a.m.k. i oröi, leitt til lækkunar kostnaöar viö fram- leiöslu eöa dreifingu vöru og þai meö e.t.v. til lækkunar vöru- verös.” Jón Sigurösson gerir ekkj til- raun til aö verja þann málflutn- ing, sem I þessari setningu felst. Þaö skil ég reyndar mæta vel. Þessi setning er ekki slitin úr samhengi; hún er tilfærö i heilu lagi og skilar hér fullkomlega þvi „sérfræðiáliti”, sem hún átti aö skila. 3. Samanburður á tillögum flokkanna lgreinsinnisegir Jón „aöÞjóö hagsstofnun hafi ekki aö eigir frumkvæöi gert neinn slikan samanburö.” Ég benti á i minni grein aö Þjóöhagsstofnun setti upp tillögui flokkanna I samanburöartöflu og reiknaöi út áhrif þeirra I tölum. Þessi tafla liggur fyrir, svo ekki þarf um hana aö deila og hún var siöan notuö I blööum sem dómui um tillögur Framsóknar, Alþýöu- flokks og Sjálfstæöisflokks. Til- lögur Alþýðubandalags komu fram siöar og þær voru ekki I þessari samanburöartöflu. Samanburöur þessi gaf tvimælalaust ranga mynd, enda varö stofnunin aö koma meö viö- bótarskýringar þegar athuga- semdir voru geröar. 4. Rikisfjármáladæmið Afsökun Jóns Sigurössonar á þvi, aö umsögn hans á tillögum Alþýöubandalags og Sjálfstæöis- flokks séu meö öörum hætti en umsögnin um tillögur Framsókn- ar og Alþýöuflokks, er harla litils virði. Afsökunin er sú, aö i tillög- um Alþýöubandalags og Sjálf- stæöisflokks hafi veriö gert ráö fyrir „meiri háttar ráöstöfunum á sviöi rikisfjármála..”, en I til- lögum Framsóknar hafi I aöal- atriöum veriö miöaö viö þær skoröur, sem fjárlagafrumvarp Tómasar var byggt á. Athuga- semd min var einmitt viö það bundin aö vekja athygli á þeim fjárhæöum til útgjalda I tillögum Framsóknar, sem voru umfrair fjárlagafrumvarpiö. Þær fjár- hæöir sá Jón Sigurösson ekki, en neitaði hins vegar aö meta beinar og skýrar tillögur Alþýöubanda- lagsins. Framhjá þessu vikur Jón Sigurðsson sér enn. Lúövik Jósepsson Þau dæmi sem hér hafa veriö tilfærö, sýna aö Jón Sigurösson gerir varla tilraun til aö hnekkja þvi sem ég hefi sagt, enda ekki hægt um vik, þar sem ég byggöi minn málflutning á hans eigin ummælum. 1 grein sinni segir Jón, aö ég hafi látiö aö þvi liggja „aö Þjóö- hagsstofnun setji sig I dómara- sæti gagnvart efnahagsmálatii- lögum flokkanna.” Um þaö segir Jón: „Ekkert gæti veriö fjær sanni”. Ekki vantar hógværðina og litillætiö. Eftir aö Þjóöhagsstofnun hefur fjallaö um tillögugerö flokkanna og fellt um þær „dóma” og I mörgum tilfellum æöi haröa dóma og oftast lftið rökstudda, þá segir forstööumaöur hennar: ekkert væri mér fjær en aö fella dóma um þessar tillögur. Athugásemdir minar um vinnubrögö Þjóöhagsstofnunar varöandi efnahagstillögur flokk- anna, standa allar óbreyttar. Ég tel „dóma” hennar dæmi- geröa um ýmis „sérfræöi-álit” sem nú tiökast. Þau veröur aö taka sem álit, sem umsagnir, en varast ber aö lita á þau sem óbrigðula „sér- fræöi”, sem hægt sé aö trúa á. • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.