Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 3
Laugardagur 16. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Höfdabakkahradbraut og brú yfir Ellidaár: Umdeild framkvæmd Á fimmtudaginn kemur verður borgarstjórnar- fundur þar sem fjallað verður um það hvort svo- kallaður Höfðabakkavegur verður settur inn á framkvæmdaáætlun næsta árs eða ekki. Þessi framkvæmd með volduga brú yfir Elliðaárnar er mjög umdeild og þess skal getið að borgarverk- fræðingur skipaði á sinum tima nefnd, sem kölluð er þjóðveganefnd, til að fjalla m.a. um þetta mál. Nefndin hefur skilað áliti og er meirihluti hennar á móti þessum framkvæmdum,en engu að siður legg- ur borgarverkfræðingur kapp á að hafist verði handa. Hefur hann gengið svo langt að leggja ekki skýrslu nefndarinnar fyrir fund framkvæmda- nefndar er málið var tekið fyrir. A sínum tima var aðalhönn- unarforsenda hraðbrautar um Höfðabakka ásamt voldugri brU yfir Elliðaár sú að hún ásamt framhaldi i Fossvogsbraut og Hliðarfæti tæki við töluveröum umferðarþunga af Miklubraut- inni og var þá gert ráð fyrir nýrri byggð á Úlfarsfellssvæð- inu. Þessi hraðbraut hefði orðið um tveim kilómetrum lengri en Miklabrautin og var þvi lagt kapp á að hún yrði af mjög há- um gæðaflokki til þess að laða bilaumferð á hana. Nú eru margar af forsendum hraðbrautar um Höfðabakka úr sögunni. Fossvogsbraut verður ekki lögð i bráð og íbúar Breið- holts hafa lagst gegn þvi að brautin yrði tengd Breiðholts- braut með vegi i brekkunni milli Neðra- og Efra-Breiðholts sem er vinsæll útivistarstaður fyrir krakka. Ef vegurinn verður ekki lagð- ur i þessari brekku, sem allt út- lit er fyrir leggst þvi aukinn um- ferðarþungi yfir á Vesturbergið sem nú er tiltölulega róleg húsa- gata. Aður en Hólatengingin kom var geysimikil umferð um Vesturbergið eða um 8000 bilar að sunnanverðu en 5000 bilar að norðanverðu. Voru ibúar þar af- ar óánægðir með hana. Nú er umferðin þar komin niður i 2800 bila á sólarhring og að auki hef- ur gatan verið þrengd til að draga úr hraöa á henni. Um leið og Höfðabakkinn verður lagður er búist við þvi að umferð um Vesturberg aukist um 20% og ár- ið 1995 þegar bilaumferð um Höfðabakka verður orðin 17 þúsund bilar á sólarhring verð- ur umferð um Vesturberg orðin 6800 bllar. Þá er komið hálfgert hraðbrautarsnið á þá götu og ill- mögulegt að hafa innkeyrslur beint af henni inn á einstakar lóðir eins og nú er við raðhúsin þar. Brúin yfir Elliðaár yrði ekk- ert smásmiði. Gilbreiddin er 160 metrar og gert er ráð fyrir að brúin verði 80 metrar á lengd en afgangurinn verði fylltur upp. Að sunnanverðu verður fylling- in þvi 4-5 metra há. Þetta raskar að sjálfsögðu mjög umhverfinu. Af heildarumferð Breiðhylt- inga færi 7% um þessa brú og styttist leið þeirra um 2 km eða úr 4.5 km yfir I Artúnshöfða i 2.5 km. Þeir yrðu þvi 3 minútur á leiðinni I stað 5 minútna áður. Þess skal getið I þessu sam- bandi að meöalvegalengd Reyk- vikinga sem þeir þurfa aö fara I vinnu mun vera yfir 4.5. km. 1 þjóðviljanum I gær voru rak- in rök Nönnu Hermannsson for- stöðumanns Árbæjarsafns sem er eindregið á móti þessum framkvæmdum, en svo virðist einnig vera um ibúa Árbæjar- hverfis og Breiðholts eins og samtöl hér á slðunni bera vott um. Spurningin er þvi hvort ekki væri réttara að ráðast i svokallaöan Ofanbyggðarveg Hér keinur hin nýja fjögurra ak- reina brú til með að koma yfir og sleikja mörk Árbæjarsafns og einangra það frá Arbæjarhverf- inu. (Ljósm.: gel) fyrir ofan Breiðholt og yfir Elliöaár upp undir Elliðavatni og láta nægja góða göngubrú milli Arbæjarhverfis og Breiðholts. Vesturberg er núna tiltöluiega róleg húsagata með innkeyrslum beint inn á hverja lóð. Með Höfðabakkahraðbrautinni kæmi stóraukinn um- ferðarþungi á þessa götu,og þrengingu hennar sem sést i fjarska yrði — GFr að afnema. (Ljósm.: gel) Almenn andstaða Ef hraðbraut verður lögð um Höfðabakka með tilheyrandi brú yfir Elliðaár rétt fyrir neð- an stlfluna koma þessar fram- kvæmdir að öilum likindum til með að auka umferð um Ibúðar- hverfi Breiðholts auk þess að skera Árbæjarsafnið frá Arbæjarhverfinu. Þjóðvilja- menn bönkuðu upp á i nokkrum húsum við Vesturberg, þar sem umferðarþunginn mun senni- lega vaxa mjög, og við Ystabæ I Arbæjarhverfi sem liggur næst hraðbrautinni ef af gerð hennar verður. Allir sem talað var við voru andvlgir þessum fram- kvæmdum,en það vakti þó sér- taka athygli að fæstir virtust hafa minnstu hugmynd um hvað til stæði þó að komiö sé að ákvörðun I borgarstjórn. Fyrir utan Vesturberg 127 hittum við að máli Bertu Braga- dóttur og sagði hún að flestir Ibúar götunnar legðust örugg- lega gegn þvi að umferð um hana yrði aukin. Sjálf sagðist hún vera mjög óhress yfir slikri þróun og sagöist muna það ástand sem var áður en Neðra-Breiöholt var tengt Hóla- hverfinu, en þá var umferðar- þunginn geysilegur um Vestur- berg. Upphaflega átti að vera sérstök húsagata meðfram rað- húsunum vestanvert við Vestur- berg en slðan var horfið frá þvi og nú eru innkeyrslur beint frá götunni að hverju húsi. Þetta fyrirkomulag gengur hins vegar ekki ef stóraukinn gegnumakst- ur yröi I gegnum Vesturberg. Þá hringdum við á annað hús I Vesturberginu og kom til dyra Jóhanna Haraldsdóttir. Hún sagði að gatan væri ákaflega barnmörg og foreldrar kærðu sig örugglega ekki um aukna umferö um götuna. Sérstakar þrenginar hefðu lika átt að þjóna þvi markmiöi að hægja umferðina en sjálfsagt yrði að taka þær af ef umferðarþunginn Berta Bragadóttir: Ég yrði ákaf- lega óhress með aukna umferð um Vesturberg. á eftir að stóraukast. Hitt er annaö mál, sagöi Jóhanna, að ekki er nema ein leið úr Breið- holti yfir i Arbæjarhverfi og þegar farið er út úr bænum og þurfa Breiðhyltingar að taka á sig stóran krók til að komast þangað. Úr þessu þyrfti aö bæta. 1 Ystabæ 1 kom til dyra Þór- hallur Steinarsson og sagðist hann vera andvigur hrað- brautarlagningu milli Arbæjar- safns og Árbæjarhverfis. Hér er ákaflega rólegt og notalegt hverfien hraöbraut mundi gjör- samlega rjúfa þá kyrrð, auk þess að skera safniö frá hverf- inu. sagöi hann. Jóhanna Ha raldsdóttir : Foreldrar kæra sig örugglega ekki um að auka umferð um götuna. Þórhallur Steinarsson: Hrað- braut mundi gjörsamlega rjúfa þá kyrrð sem hér er. Frúin að Ystabæ 3 kom til dyra en vildi ekki láta nafns sins getið né láta taka mynd af sér. Hún sagðist vera búin að búa I þessu húsi I 7-8 ár og allan tim- ann litist illa á hraðbraut yfir Elliðaár fyrir neðan stiflu. Mér er meinilla við að eyðileggja Ar- bæjarsafn sem er einhver dýr- mætasti staður sem Reykvik- ingar eiga og að auki hefur verið gert ráð fyrir gróðursvæði á Bæjarhálsi sem m.a. er ætlaö fyrir Arbæjarhverfið. Hita- veitustokkurinn er eiginlega há- punktur þessa fallega svæðis. Eftir honum er ákaflega gaman að ganga en hann erins og reyndar friðhelgi svæöisins alls yrði rofin með þessum framkvæmdum, sagöi frúin. Ég tel aö allt Elliðaársvæðið með sinum laxveiðum eigi að friöa og tengja saman með gangstigum. Þaö yröi ekki aö- eins Breiðholtsbúar sem not- færðu sér hina nýju hraðbraut heldur öll Suðurnes og þá færu 100 þúsund manns i gegn. Um helgar færi öll umferð af þess- um svæðum austur, vestur og norður um þennan veg,auk ann- arra flutninga. Frúin I Ystabæ 3 sagði að lok- um aö alls ekki mætti rjúfa frið- helgi Arbæjarsafnsins með þessari framkvæmd. Betra væri þá að brúa árnar ofar. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.