Þjóðviljinn - 16.02.1980, Page 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1980.
sHák
Umsjón: Helgi ólafsson
Fléttu-
meistar-
inn Tal
Það er ekki að ósekju að Mik-
hael Tal hefur verið nefndur
mesti flækjumeistari allra tima.
A ferli sfnum hefur hann teflt
aragrúa skáka þar sem fórnir og
læti eru sett á oddinn. Hver hans
stórkostlega fórnarskák um
dagana er, verður ómögulegt að
segja. Ein sem örugglega kemst
næst þvi var tefld á millisvæða-
mótinu i Amsterdam 1964. Tal
hafði svart, og andstæðingur hans
var Ungverjinn Lajos Portisch:
Hvftt: Portisch
Svart: Tal
Kóngsindversk vörn
1. d4-Rf6 8. Hel-He8
2. c4-g6 9. Db3-Rc6
3. g3-Bg7 10. d5-Ra5
4. Bg2-0-0 11. Da4-b6
5. Rf3-d6 12. Rd2-Bd7
6. Rc3-Bg4 13. Dc2-c6
7. 0-0-DcS 14. b4-Rxc4!?
(Einkennandi fyrir Tal á þessum
árum. Að hræra upp i stöðunni
með mannsfórnum var hans lif og
yndi. En þetta er einungis byrjun-
in.)
15. Rxc4-cxd5
16. Ra3-d5!
17. Bxa8-Dxa8
(Upphafið. Tal er hrók undir, en
teflir framhaldið engu aö siður
eins og ekkert hafi i skorist.)
18. Rcb5-Hc8 21. Rxd4-Dd5
19. Ddl-Re4 22. Be3
20. f3-a6
(Hér var taliö betra að leika 22.
Bb2 eöa 22. Rac2. Auðvitað
finnast bestu leikirnir i slikum
stöðum ekki fyrr en eftir á.)
22. ...-Hc3
23. Rdc2-Df5
24. g4-De6
25. Bd4-h5!
26. Bxg7-hxg4
27. Rd4
(Hér gat hvitur unnið með 27.
Bxc3 sem svartur svarar best
með 27.-g3.Vinningsleiðin er
vandrötuð og Portisch var auk
þess I æðisgengnu timahraki.)
27. ...-Dc5
28. fxd4-Dxe4
(Hvitur er hrók og tveimur mönn-
um yfir. Það dugir þó eigi til vinn-
ings.)
29. Kf3-De3+ 32. Dcl-gxf3!
30. Khl-Bc6 33. Dxc6
31. Hfl-Hxa3
(Eftir 33. Dxe3 ratar hvitur i
taphættu eftir 33. — fxe2+ 34.
Kgl exfl (D)+ 35. Hxfl Hxe3
o.s.frv.)
33. ...-Dxe2
34. Hgl-Kxg7
(Svartur er nú aðeins hrók undir
og með sæg af peðum fyrir.
Portisch þarf að halda vel á
spöðunum til að halda jöfnu.)
35. Hael-Dd2 38. Hdl-De2
36. Hdl-De2 39. Hdel
37. Hdel-Dd2
— Jafntefli. Hvilik skák*
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
Aðalfundur
félagsins verður haldinn mánudagskvöld-
ið 18. febrúar n.k. i Iðnaðarmannahúsinu,
Hallveigarstig 1, og hefst kl. 20.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Áriðandi að mæta vel og stundvislega.
F.h. Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis,
ALÞÝÐUSAMBAND Islands
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að
undangengnum úrskurði verða lögtök lát-
in fram fara án frekari fyrirvara, á
kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti
og miðagjaldi, svo og söluskatti af
skemmtunum, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi
af nýbyggingum, söluskatti fyrir okt., nóv.
og des. 1979, svo og nýálögðum viðbótum
við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunar-
gjöldum af skipum fyrir árið 1979,
skoðunargjaldi og vátryggingaiðgjaldi
ökumanna fyrir árið 1979, gjaidföllnum
þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt
ökumælum, almennum og sérstökum út-
flutningsgjöldum, aflatryggingasjóðs-
gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik
13. febrúar 1980
■
Frá Akureyri
Myndlistarskólinn á
Akureyri verdi dagskóli
Að undanförnu hefur staðið
yfir innritun i Myndlistarskóia
Akureyrar. Nokkur nýmæli eru
þar á ferð svo sem námskeið i
quilting, (kúta-og vattsaumur),
svo og leturgerð. Kennd verður
og nútfmamálun, nýlist, lista-
saga og fagurfræði. Hingað til
hefur skóiahaldið farið fram i
formi námskeiða en að hausti er
hugmyndin að hefja dagskóla
þar sem kennt verður 48 stundir
i viku.
Að sögn Helga Vilberg, skóla-
stjóra er tilgangur skólans
sá að veita nemendum alhliða
undirbúningsmenntun fyrir al-
Hlynur
Sjötta og þar með siðasta tbl
Hlyns barst okkur fyrii
skemmstu.
Þar skrifar Katrin Maris-
dóttir forystugreinina Aukin
samvinnufræðsla. Ég hef alltaf
verið að leika mér, nefnist við-
tal Guðmundar R. Jóhannsson-
ar við Svavar Guðmundsson, en
teikningar með viðtalinu hefur
Arni Elfar gert af mikilli
„kúnst”. Rætt er við Pétur
Kristjónsson um samtök og
starfsemi samvinnustarfs-
manna á Norðurlöndum. Guð-
bjartur össurarson segir frá og
sendir myndir af árshátið
Starfsmannafélags Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga. Guð-
mundur R. Jóhannsson á þarna
frásögn af siöustu ferð Sunnu.
Myndaopna er frá árshátið
Starfsmannafélags Kaupfélags
Rangæinga á Hvolsvelli og loks
er I ritinu Ársskýrsla Nemenda-
sambands Samvinnuskólans.
—mhg
Umsjón: Magnús H. Gíslason
mennan myndlistarskóla og að
undirbúa nemendur undir nám i
sérdeildum Myndlistar- og
handiðaskóla tslands. Forskól-
inn verður sniðinn eftir þvi, sem
tiðkast við þann skóla og hefur
þegar hlotið viðurkenningu
nans. Inntökupróf i forskólann
fara fram i vor og kemur þá
prófdómarifrá M.H.I. og dæmir
úrlausnir, enda verða þar gerð-
ar sömu kröfur og til inngöngu i
forskóla M.H.l.
Myndlistarskólinn á Akureyri
er einkaskóli, rekinn á sama
grundvelli og Myndlistarskólinn
i Reykjavik. Samt er mikill
munur á þvi hvernig rikið býr
að þessum skólum um fjár-
framlög. Fyrir þetta starfsár
fékk Myndlistarskólinn á Akur-
eyri aðeins 197 þús. kr. framlag
úr rikissjóði fyrir þetta starfsár
meðan Reykjavikurskólinn fékk
tæpar tvær miljónir. Kennara
skortir Akureyrarskólann ekki
en aftur á móti fjármuni. Skóla-
stjóri hefur ritað fjárveitinga-
nefnd bréf þar sem gerð er grein
fyrir fyrirætlunum skólans og
fjárþörf en um undirtektir er
ekki vitað.
Helgi Vilberg skólastjóri telur
að nokkurs misskilnings gæti
hjá fólki um myndlistarnám.
Yfirleitt álitur fólk, að slikt nám
miðist einvörðungu við listmál-
un en hún er þó aðeins litill hluti
námsins. Myndlistarskólar út-
skrifa fólk með fjölbreytta
menntun svo sem hönnuði ýmiss
konar og ætti að vera skilningur
á sliku i iðnaðarbæ eins og
Akureyri. Aftur á móti verða
allir að taka sama fornám en
það er einmitt slikt nám, sem
Myndlistarskólinn á Akureyri
vill bjóða. En þótt litið sé fram-
hjá hinu margvislega hagnýta
gildi námsins þá er myndmennt
aðeins einn þáttur i almennri
menntun, jafn mikilvægur og
bókmenntir, tónlist eða hvað
annað, sem flokkast undir listir.
—mhg
Geirfuglinn
Eftirfarandi visa fannst á förnum vegi norður
i Tungusveit i Skagafitði i sl. viku:
Falliö hefur foringinn,
frækna liðið brotið.
Grætur enginn Geirfuglinn,
sem Gunnar hefur skotið.
Smábátaeigendur í Keflavik og Njarðvík
Stofna meö sér félag
Hinn 27. jan. sl. var stofnað i
Keflavlk Félag smábátaeigenda
I Keflavlk og Njarðvik, Að þvi er
formaður hins nýstofnaða
félags, Július Högnason, hefur
látið uppi við Suðurnesjatfðindi
er tilgangur þess öðru fremur sá
að vinna að bættri aðstöðu fyrir
bátana I Landshöfninni Kefla-
vlk-Njarðvik, þannig að þeir
liggi ekki undir stöðugum
skemmdum ef eitthvað verulegt
er að veðri, en það hefur þrá-
faldlega hent.
Auk þess hafa smábátarnir
oröið að færa sig stað úr stað til
þess að rýma fyrir stærri
skipunum. Þarna er um mikil
verðmæti að ræða fyrir eigend-
ur þvi margir bátanna kosta
þetta frá 6-8 miljónum kr.
A fundinum gengu 39 menn I
félagið og komust þó færri á
fundinn en vildu. Telur Július
liklegt að þeir gangi i félagið á
næstunni og gæti þá svo farið að
ekki yrðu færri en um 60 manns
i félaginu.
Július Högnason sagði að á
fundinum hefði verið samþykkt
að hver félagsmaður gæfi 4
dagsverk og kæmi félagið til
með að telja 60 manns þá væru
þetta 240 dagsverk. Ætti þess
einhvern stað að sjá og vonandi
þægju hafnaryfirvöld þetta boð.
Margir smábátaeigendurnir
stunda róðrana fyrst og fremst i
fristundum slnum. Sumir eru þó
stöðugt að i tvo til þrjá mánuði
að sumrinu. Flestir eru bátarnir
frá 1 1/2 til 6 tonn.
Auk Júliusar Högnasonar
skipa stjórn félagsins þeir
Magnús Ingimundarson, vara-
form., Pétur Jóhannsson, gjald-
keri, Vilberg Guðmundsson, rit-
ari og Meinard Nilsen með-
stjórnandi. Varastjórn: Einar
Gunnarsson, Valdimar Axels-
son og Asmundur Sigurðsson.
—mhg