Þjóðviljinn - 26.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.02.1980, Blaðsíða 15
f m n «/ l « i ( i * i N Þriöjudagur 26. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Áður fyrr á árunum I morgunútvarpinu i dag er þáttur Agústu Björnsdóttur, ,,Áöur fyrr á árunum” á dag- skrá. — Efni þáttarins, sagBi AgUsta, — eru tvær frásagnir um vetrarferöir. Sú fyrri er um sleöaferö, sem farin var 1918 úr Laxárdal i Suöur-Þing- eyjarsýslu til Svalbaröseyrar. Sú frásögn er eftur Gunnlaug Gunnarsson i Kasthvammi. Hildur Hermóösdóttir les. Seinni frásögnin er úr ævi- sögu Arna prófasts Þórarins- Útvarp kl. 10.25 sonar, um vetrarferö austur i sýslur fyrir siöustu aldamót. Guöni Kolbeinsson les. Þá fá hlustendur aö heyra Lissý á Halldórsstööum syngja „Home, Sweet Home”, og Arnesingakórinn syngja nokkur lög, — sagöi Agústa aö lokum. k — ih Coca-Cola hin eyöandi tíska vorra daga Eftirfarandi grein fundum viö i Hollefni og heilsurækt, timariti Heilsuhringsins, 1. tbl. 2. árg. (september 1979): Maurice Strong er maöurinn sem stóö fyrir umhverfisráö- stefnunni i Stokkhólmi 1972 og sá sem ef til veröur næsti forsætis- ráðherra Kanada eftir Trudeau. Hann er enginn meöalmaöur, hvorki i opinberu eöa einkalffi Hann hefur kjark til aö hafa skoöanir og segja þær, sérstak- lega þegar honum þykir eitthvaö fara miöur. Hann kom meö óvænta gagn- rýni á Coca Cola sem var svo mögnuö aö viö kipptumst viö. Megum viö örugglega hafa þetta eftir þér? ,,0f course” skrifiö þaö Ineö stórum stöfum. Þaö er sann- leikur. Þaö var nánast tilviljun aö viö komum inn á Coca Cola og matarvenjur unglinga i dag. — Coca Cola er lifshættulegt, vegna þess aö þaö er oröin tiska. Coca Cola tlskan er einmitt hiö neikvæöa kennimerki um neyslu- venjur. Þaö er tiska sem gengur út á sjálfeeyöileggingu Þaö er ótrúlegt aö svona geysi- öflugtfyrirtæki meö þennan stóra alþjóölega markaö (Coca Cola er fáanlegt i eyöimörkinni, i frum- skóginum,nú i Sovétrikjunum og fyrsta varan sem er á bóöstólum I Kina frá Bandarikjunum) meö vitund og vilja leggur i sölu á framleiöslu éem er svo eyöi- leggjandi. Hugsum okkur ef hægt væri að snúa þessari þróun og nota allt fjármagniö til aö selja heilsuvöru sem væri mannkyninu til gagns. Þaö er raunverulega algjört hneyksli aö svo mikiö skuli vera gert til aö rifa niöur i staö þess aö byggja upp. Coca Cola er oröiö svona hættu- legt vegna þess aö þaö fellur inn i venjur, þaö er einfaldlega oröiö tiska („Allt gengur betur meö Coca Cola” —þó hiö gagnstæöa sé sannleikanum nær) og hún leiöir til sjálfseyöileggingar. Coca Cola er verra en brennivin og bjór og tóbak. Litil börn — já, jafnvel kornabörn byrja meö Coca Cola og venjur byrja aö myndast — matarvenjur — sem eru gagnstæðar öllu sem heitiö getur ,,heilsuverndandi” og eru niöurbrjótandi, og þetta undir- strikar Maurice Strong meö þunga. Coca Cola er rétt og slétt eyöi- leggjandi — hiö gagnstæöa viö aö byggja upp og viöhalda — It is terrible absolutely terrible! Þaö ætti aö nota nákvæmlega sömu aöferöir fyrir heilsuvörur — þaö væri mannkyninu til góös — en ekki til niöurrifs á öllu sem er jákvætt. Þaö er ekkert — nákvæmlega ekkert jákvætt viö Coca Cola. Viö vonum aöeins aö margir lesi þessi orö og leggi þau á minn- ið. S jálf höfum viö oft oröiö hrædd og hrygg yfir öllum þessum glansauglýsingum hvar sem er. Liflegt heilbrigt fólk á lysti- snekkiu eöa I einhveriu tóm- stundagamani eöa iþróttum. „Allt gengur betur meö Coca Cola”. Hvaö i ósköpunum gengur betúr meö Coca Cola? Hvar eru neytendasamtökin? Hver getur sannaö aö allt gangi betur meö Coca Cola? Hins vetar er hægt aö sanna aö þaö gengur verr.Þaö er sannaö aö unglingar I mörgum löndum veröa stööugt verr á sig komnir, feitir, uppblástnir, slapp- ir og sljóir meö fjölda sjúkdóma sem herja á yngri og yngri. Þetta á rót sina aö rekja aö miklu leyti til matarvenja sem fyrir þúsundir unglinga er aöallega franskar kartöflur, pylsur, tómatsósa og Cola. Þetta veröur aö taka enda. En til aö svo geti oröiö þarf aö hefjast handa. Stytt úr Vi og Várt. S.H. Hvað finnst þér? Viðtal við karlprest 1 Fréttabréfi biskupsstofu, 2. tbl. þessa árs, birtist eftirfar- andi viötal, þýtt úr timaritinu Vár kirke. Séra Jón Jónsson hefur veriö skipaöur prestur i söfnuöi okk- ar. Af þvi tilefni haföi safnaöar- blaöiö viötal viö hann. Er nokkur sérstök forsenda I Bibliunni, séra Jón? Biblian segir bæöi frá kven- kyns spámönnum og predikurum sem og karlkyns. Þaö er þessvegna ekkert hik á mér aö gerast prestur, þótt ég sé karlmaöur. Þaö voru nú konur sem boöuöu fyrstar undirstööu krist- innar trúar, nefnilega aö Jesú er upprisinn. Oftlega kenndi Jesú konuin guöfræöi, eins og Marlu systur Mörtu og samversku konunni. Jú, en Jesú átti nú lika karl- kyns lærisveina og kenndi þeim einnig. Er ekki erfitt fyrir karl aö stunda prestsstörf? Yfirleitt eru miklu fleiri konur en karlar sem starfa i söfnuöum og sækja kirkju. Þætti þeim þaö ekki framandi aö hljóta þjónustu af karlpresti? Ja, þaö eru nú karlar i söfnuöum lika. En liklega ætti karlprestur aö foröast aö vera i einmenningsprestakalli til aö ekki skapist óþarfa vandamál. Þaö er staöreynd aö konur eru sáiarlega sterkari en karlar. Geta karlar almennt ráöiö viö svo krefjandi starf sem prests- starfiö er? Eöa felur þaö I sér aö hann eigikonu sem getur gengiö I starfiö meö honum? Nú, karlprestar geta varla vænst þess aö eiginkonurnar vinni starf þeirra meö þeim. Þær hafa oftast eigin starfi aö sinna. Hinsvegar getur maöur vænst þess að konurnar taki lika þátt i húsverkum og barnaupp- eldi á sama hátt og karlar. Reyndarværi mjög æskilegt aö karlprestar gætu fengiö hálft starf meðan börnin eru minni. Rannsóknir sýna aö feöur almennt tala aöeins nokkrar minútur á dag viö börn sin innan skólaaldurs. Þetta kemur sérlega illa út hjá prestum sem eru feöur, þar sem starfstimi þeirra er óreglulegur og gjarnan á kvöldin. Þau gildi sem kristin trú ieggur áherzlu á — miskunn- semi, hjálpsemi, , mildi, umhyggja, elskusemi eru meöal hinna svonefndu „mjúku” gilda og þau hafa einkennt llfsviöhorf kvenna á öllum öldum. Er þaö mögulegt fyrir karlmenn aö halda þessum giidum I heiöri á viöundandi hátt? Þaö er satt aö þessi gildi eru miölæg I fagnaöarerindinu. En söfnuöir þurfa lika ákveöni og reglu og þar er nú styrkur karl- mannsins. Mun karlprestum ekki þykja óþægilegt aö klæöast hinni hefö- bundnu kvenfllk, kjólnum, sem prestshempan er I rauninni? Ja, viö vildum sjálfsagt fá nútimalegri búnaö. En ég held ekki aö fólk bregöist svo illa viö aösjá karlprest I kjól. Konur hafa nú lengi gengiö i slöbuxum. Hér I samfélaginu er fátt kvenna I opinberum nefndum, nema helzt i kirkjunni. Þaö eru t.d. sóknarnefndir sem einvörö- ungu eru skipaöar konum. Er kirkjan aö ýta karimönnum til hliöar? Siöustu ár hefur mikiö veriö rætt um stööu konunnar I kirkjunni, fjöldi bóka og greina hafa veriö skrifaöar um þaö efni. Þaö skal játaö aö maöur finnur fyrir misræmi hvaö þaö snertir. Boöskapur kirkjunnar felur I sér jafnrétti fyrir Guöi, og þvl er eölilegt aö sem fyrst hefjist guöfræöileg vinna og ábyrg umræöa um stööu karla I kirkjunni. Vetrarolypiuleikamir í Lake Placid: Svig kvenna á dag- skránni í kvöld Svipmyndir frá Vetrar-' oly mpiuleikunum I Lake Placid veröa á dagskrá sjón- varpsins ki. 2055 I kvöld. Sýnd- ar veröa myndir af svigkeppni kvenna, en þar sigraöi Hanni Wenzel frá smáríkinu Liechtenstein. Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavík var meöal keppenda I sviginu. Hún keyrðimjögvel 1 fyrri feröinni og hafnaöi I 19. sæti. 1 seinni umferöinni varö hún fyrir þvi óláni aö keyra út úr brautinni og þar meö var hún úr leik. Um sýningar sjónvarpsins á myndum frá Vetrarolymplu- leikunum er gott eitt aö segja, en mikili ósköp er slæmt aö skærunum skuli ekki hafa veriö beitt aö gagni. Viö höf- Sjónvarp kl. 20.55 um gaman af þvl aö sjá þá bestu, en þaö er litiö spennandi aö sjá sklöakappa I 40. sæti renna sér niöur braut- ina, nema hann sé islenskur, auövitaö. Kjartan og Hannes Hólmsteinn ögmundur Jónasson hefur umsjón meö sjónvarpsþættin- . um Umheimurinn I kvöld. — í fyrsta lagi veröur fjallað um Miö-Ameríku, — sagöi ögmundur, — en þar hefur sem kunnugt er veriö heitt i kolunum aö undanförnu. Ég mun ræða viö Sigurö Hjartar- son, sem er sérfróöur um málefni þessara landa, og einnig mun Margrét Bjarna- son, formaöur Islandsdeildar Amnesty International, segja frá mannréttindabrotum þar. — 1 öðru lagi mun ég fjalla litillega um Iran og þær breyt- ingar sem þar hafa oröið upp á siðkastið. Einsog i framhaldi af þvi mun ég svo fá tvo menn I sjónvarpssal til aö ræöa viö mig um þau sjónarmiö, sem menn leggja til grundvallar Sjónvarp kl. 22.30 þegar þeir meta og dæma rikisstjórnir og málefni. Fyrr- verandi Iranskeisari sagöi I sjónvarpsviötali, sem sýnt var hér fyrir skömmu, aö á Vesturlöndum hefðu menn dæmt hans stjórnarfar eftir vestrænum sjónarmiðum, en hinsvegar væri stjórn K’nomeinis dæmd út frá öörum forsendum, þ.e. hún væri metin sem stjórn Asiurlkis. Þetta og margt fleira veröa útgangspunktarnir i umræðunum, en þeir tveir menn sem ætla aö ræöa þetta eru Kjartan ólafsson.fyrrver- andi alþingismaður, og Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, — sagði ögmundur aö lokum. Ekki er að efa að mörgum mun þykja spennandi aö sjá þessa tvo, Kjartan og Hannes, leiða saman hesta sina i sjónvarpssal. -ih. Köttur á köldu bllþaki, gæti þessi mynd heitiö. Ljósm. -eik-. Kjartan ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson leiöa saman hesta slna I sjónvarpsþættinum Umheimurinn I kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.