Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 7

Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 7
Föstudagur 7. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Gestur Gíslason fvrrum bóndi í Trostansfiröi Fœddur 24.71901 A fjallvegum Vestfjarða verða veður hörð á köldum vetrardög- um. Þar hefur margur göngu- maður kiknað undir byrði og sumir mátt súpa hel i stormi og byl á fyrri tiö. Nútímafólk úr fjar- lægum stað sem ekur þjóðveginn og sér sumarhliðar hlæja við sér grunar ekki þá ógn. En á þorra og góu koma þau veöur enn að jafnvel rammgerð farartæki nútimans verða fis eitt i greipum stormsins sem sviptir þeim um koll og slær allt hvað fyrir er. bá verður fátt um varnir hjá nær áttræðum dreng, þótt hraustur hafi verið I blóma lifs sins. Mannskaðaveðrið sem fór um Vestfirði nú mánudaginn fyrstan I góu lét til sin taka bæði á sjó og landi. A fjallinu Hálfdan milli Arnar- fjarðar og Tálknafjarðar kastaði stormurinn þungfærum mjólkur- bil af braut sinni. Farþegi I biln um, Gestur Gislason fyrrum bóndi i Trostansfirði beið bana. Gestur var fæddur 24. júli árið 1901. Foreldrar hans, þau GIsli Sveinbjörnsson og Gislina Bjarnadóttir, hófu búskap á Fremri-Uppsölum i Selárdal I Arnarfjaröardölum þetta vor, en aldamótaárið höfðu þau gengið i hjónaband. Aldamótaárið 1900 hafði Selár- dalur goldið mikið afhroð, er þrir bátar úr dalnum fórust með allri áhöfn I mannskaðaveðrinu mikla þann 20. september. tJr dalnum fórust á þessum bátum 13 menn og sá 14. unglingspiltur frá Bildu- dal. írr Ketildalahreppi fórst auk þess þennan dag fjórði bátur- inn og drukknuðu þar þrir menn úr Bakkadal. Einn þeirra sem þarna drukknuðu var Bjarni Jónsson, móðurafi Gests GIsl- asonar, þá 63 ára vinnumaður I Selárdal, og var hann á bátnum Andvara. Hart hefur þetta áfall veriö, að missa I sjóinn á einum degi þrettán menn úr sama dalnum bar sem jarðirnar voru ekki fleiri en sjö að hjáleigunum meðtöldum. En lífið vinnur ekki færri sigra en dauðinn, og tiu mánuðum og fjórum dögum eftir mannskaöann mikla fæddist Gestur Gislason. Það tók aftur aö fjölga I Selárdal og bjartar vonir sungu við eyra á morgni nýrrar aldar. Gestur Gislason var elstur fjög- urra bræðra sem upp komust þar á Uppsölum. Stór jörð eru Upp- salir ekki, talin aöeins rúm 6 hundruð I sóknarlýsingu séra Benedikts Þórðarsonar frá 1873. Samt var þarna oft tvibýli á fyrri hluta þessarar aldar. Jöröin stendur skammt fyrir ofan Selár- dalsstað, sömu megin ár, frammi undir dalbotninum. Þaðan lá leið um Selárdalsheiði yfir I Krossa- dal i Tálknafirði. Skriður hafa spillt mjög túni og engjum en beitilandið er allgott. 1 Selárdal eru f jöll tignarleg og frammi undir dalbotninum blasa við sitt hvoru megin Þórishliöar- fjall og Jóreið, augnagaman hverjum þeim, sem fjöll kann að lesa. Og I Gammanúp segir þjóðsag- an gull vera fólgið. En þaö var smátt um hinn rauöa málm i búi Gislínu Bjarna- dóttur á Fremri-Uppsölum, þegar hún stóð uppi ekkja árið 1916 með fjóra syni og Gestur elstur þá 15 vetra. Hér var ekki til setu boöið, en boðorðið gamla, að duga, i heiöri haft. Gestur gekk til starfa á landi og sjó, en þá sjaldan færi gafst leit- aði hann á vit bókanna. Þar var hans annar heimur. Að sjálfsögðu var skólamenntun ekki i boði þótt fýsnin til fróðleiks brynni i blóði hans. Vart þarf aö efa að hefði Gestur lifað 2-300 árum fyrr I Selárdal, - Dáinn 25.2.1980 þá hefði hann a.m.k. komist yfir einn ausukross og trúlega mátt þola grimma loga bálsins eins og Lassi Diðriksson og þeir fleiri félagar, þegar séra Páll háði sitt strið gegn „Satans eldflugum”. — Þó er e.t.v. mögulegt að Gestur hefði eins og fleiri bjargast i duggu og séð úr hafi núpa Ketil- dala hverfa án vonar um endur- fundi við sina móðurjörð. En Gestur fæddist á morgni annarrar aldar og lifði i hennar stormum og hriðum. A Bildudal var um aldamótin siðustu blómlegra aðhafnalif en viöast annars staðar á landi hér. Þar voru 22 skip fyrir landi og þar af 4 stórir kútterar. Þar var salt- fiskur breiddur að morgni og tek- inn saman á reitunum aö kvöldi, og viða um Suðurlönd var salt- fiskurinn frá Bildudal mönnum að góðu kunnur (Bildudals Baccalo). — Þetta var kaupstað- ur þeirra Arnfirðinga. Þar var auður i garði hjá Asthildi og Pétri og þótt flestir væru snauðir að kalla, þá var sigurgangan frá ör- birgö til bjargálna að hefjast frá mörgu fátæku húsi þar við fjörðinn. Arið sem Gestur Gislason fædd- ist kom nýr maöur á Bildudal. — Sá sem foröum lék i Hliðarenda- koti settis að i kaupstaö Arn- firðinga, — Þorsteinn Erlingsson. Prentsmiðja var sett upp IV alhöll og blaðið Arnfirðingur hóf göngu sina þetta ár. A forsiðu hvers tölublaðs stóðu einkunnarorðin letruð: „Vertu öllum aumum traust eptir kröptum þinum” og „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa”. — Og fræðimaðurinn Ingivaldur Nikulásson frá Grænabakka gekk bæ frá bæ og safnaði áskrifendum aö blaði skáldsins. Þótt jafnaðarmaðurinn Þor- steinn Erlingsson dveldi ekki mörg ár i Arnarfirði skildi hann þar eftir djúp spor. tlr þeim spor- um spretta lifgrös enn. Falslaus sannleikur og réttur þess snauöa voru kröfur á vonar- skildi Gests Gislasonar. Haustið 1908 var stofnað Verkamanna- félagið Skjaldborg á Bildudal. Snauður almúgi, var að risa og kenna máttar sins, máttar sam- takanna. Þótt mörg hin elstu verkalýðsfélög svo sem Skjald- borg á Bildudal yrðu skammlíf, — þá var aftur haldið á stað og nýir liösmenn gengu fram. A unglingsaldri stundaði Gest- ur Gislason sjóróðra frá hinni fornu verstöð Arnfirðinga, — Ver- dölum, skammt utan við Selár- dal. Þar hafði margur tognað við árina á vorin og fleirum en Jóni frá Rafnseyri þótt bágt að vera hálfdrættingur. Fáir, ef nokkrir, lifa nú þeirra, sem frá Verdölum réru, — máske var Gestur sá siðasti i langri röð. Löngu seinna fór Gestur Gisla- son til sjóróðra suður á land. Hann hafði mikiö hugsað um rétt- læti heimsins, um rétt hins snauða, hvernig gera mætti mannlifið betra og fegurra i Sel- árdal og um allan heim. Heimskreppan er skollin á. Inn i fundarsalinn við Bröttugötu I Reykjavik gengur þéttvaxinn maöur um þritugsaldur, þykkur undir hönd, hæglátur I fasi, and- litið vel farið og augun greindar- leg. Þetta er Gestur Gislason úr Arnarfjaröardölum, kominn til sjóróöra á Suðurlandi og er að mæta á sinn fyrsta fund hjá Kommúnistaflokki Islands. Hann heyrir jafnaldra sina tala af andagift um þá heimsbyltingu, sem muni brjóta vald auösins á bak aftur og tryggja réttlætið I veröldinni, tryggja hungruöum brauð og sannleikanum sigur. Hann heyrir tilvitnanir sem hann þekkir I Þorstein Erlingsson og hann heyrir áhrifamiklar lýs- ingar á sigurgöngu verkalýðsins I Ráðstjórnarrikjunum. Hann haföi áður grunað að einmitt I þessum hópi vaskra manna ætti hann heima, — nú var hann viss. 1 þeim dómi voru skynsemi hans og tilfinningar á einu máli. Og Gestur Gislason snýr heim I Ketildali og tekur að boða sveit- ungum sinum bolsévisma. Ekki með upphrópunum og hávaða eða kassapredikunum, — það vissi hann aö átti ekki við, — heldur með hægð og festu, með skyn- samlegum rökræðum og fortöl- um. Sjálfsagt hefur Gestur aldrei vænst þess að auðvelt yrði að snúa Arnfirðingum til kommún- isma á skammri stund, en hann vænti þess eins og fleiri þá, að öld- in yrði réttlætishugsjón hans hlið- holl um siðir. Þess vegna gekk hann glaður og reifur á hinn póli- tiska vigvöll. A þessum árum vann Gestur mest heima á Uppsölum að búi móður sinnar, nema þegar hann fór til róðra. Og þar i dalnum var fleiru að sinna en heimskommún- ismanum. Hann var forgöngu- maður i margvislegu félagslifi sveitarinnar. Þar var lestrar- félagið eitt, en hungur sitt eftir bókviti fékk Gestur aldrei satt. Hann gekkst ásamt fleirum á 4. áratugnum fyrir stofnun Lend- ingabótafélagsins Brimbrjóts i Selárdal en þar hefur lengi verið áhugi fyrir lendingabótum, þótt hægt hafi miðað. Gestur Gislason var hagur maöur á tré,fékkst við smiði báta og brúa, - smíðaði m.a. brúna á Fifustaöaá. Ekki var hann siður hagur á mál, og lét stundum fjúka i kviðlingum, þótt litt flikaði hann sveðskap sinum aö jafnaði. Er- lend tungumál lagði hann stund á með sjálfsnámi og aðstoö Rikis- útvarpsins, er hennar varð kost ur, og jók þannig getu sina til lestrar á það sem skrifaö hefur verið af spökum mönnum i ýms- um veraldarhornum. En spyrji einhver um árangur- inn af byltingaráróðri Gests á kreppuárunum, þá er þvi til að svara að hann varð nokkur. I al- þingiskosningunum 1937 fékk Kommúnistaflokkurinn 62 at- kvæði i Barðastrandarsýslu, en frambjóðandi hans þar var þá Hallgrimur Hallgrimsson, sem ekki löngu siðar hélt til vigstöðva Spánar til að berjast með vopn i hönd og leggja llf sitt aö veði fyrir þá bræðralagshugsjón, sem svo margur góður drengur ól i br jósti á þessum árum. Með Hallgrimi fór Gestur á Uppsölum um sveitir vorið 1937, og múna nokkrir enn jóreikinn af þeirri för. — Til samanburðar við atkvæðin 62 I Barðastrandarsýslu árið 1937 skal þess getið að i Vestur-ísa- fjarðarsýslu fékk Kommúnista- flokkurinn 1 atkvæði i þessum kosningum, i Noröur-tsafjarðar- sýslu lika 1 atkvæði, á ísafirði 18 atkvæði og i Strandasýslu 4 atkvæði. Gestur gat þvi allvel við unað og máske beið byltingin bak við næsta leiti timans. Sagan segir að þegar heims styrjöldin siðari var hafin og Finnar nutu hér mikillar samúð- ar vegna baráttu sinnar við Rússa, og það svo að hér hófst al- menn söfnun um land allt Finnum til styrktar, — þá hafi Gestur Gislason hafið önnur samskot um Ketildali og til stuönings óvinum Finna, þeim voðalegu Rússum, og spurt nágranna sina, hvort ekki myndi þurfa að hjálpa þeim sem ættu um sárt að binda vegna striösins beggja vegna viglinunn- ar jafnt. Ekki veit ég sönnur á þessari sögu, en „hún gæti verið sönn”. — . Eitt er vlst, að Gestur Gislason hikaði ekki við að standa frekar einn en að vikja frá þvi sem hann taldi rélt. Og við sem yngri erum, við sem mörg höfum séð draum kreppuáranna um hið sigrandi verkalýösriki i austri breytast i andstæðu sina, — við skulum ekki ala með okkur neinn þann hofmóð sem litilsvirðir bjartar vonir þessara ára um komandi heims- byltingu og alþýðuvöld undir rauðum fánum, — og um verka- mannarikið I fararbroddi sem vakir og hlustar bak viö vötn og skóg. Sérhver timi lýtur sinum eigin lögmálum og Gestur Gisla- son var þrátt fyrir allt i góðum félagsskap þótt margt hafi reynst tál eitt, og þótt vélabrögð andskotans gegn manneskjunni reynist nú margflóknari en ungir fullhugar reiknuðu með fyrir 50 árum. Gestur Gislason hélt huga sln- um vakandi til banadægurs. Hann sleit aldrei þá rót, sem batt hann við vonina um réttlátt þjóðfélag og alþýðuvöld. Hann þoldi marga skruggu og varð að endurskoða margt, ekki bara einu sinni, held- ur enn og aftur. En hjarta hans var heitt sem fyrr og hugurinn heiður. Ég held að siöustu árin hafi hann fáu trúaö, en haldið áfram að vona margt. öll veður stóð hann af sér uns bylinn stóra bar að höndum á fjallinu Hálfdan. Hér er mál að linni. Um bú- skaparárin i Trostansfirði verður fátt sagt á þessum stað. Þangað flutti Gestur nær fimmtugur að aldri og gekk að eiga Filippiu Bjarnadóttur, sem þar bjó. Hún var dóttir Bjarna sterka Arn- grimssonar, sem búið hafið I Trostansfirði frá 1894 til dauða- dags 1929. En faðir Bjarna var séra Arngrimur Bjarnason, prestur á Stað I Súgandafirði, á Alftamýri og á Brjánslæk. Ur búi séra Arngrims mun komin sú danska biblia, sem ég óvænt rakst á I bókum Gests, þegar ég heim- sótti hann á Bildudal einu sinni sem oftar á s.l. ári. I Trostansfiröi er gott undir bú, og þar er einn fegurstur skógur á Vestfjörðum. Þar undu þau Gest- ur og Ölina Filippia sér vel þau ár, sem þeim varð sambúðar auö- ið, en Filippia lést fyrir um það bil 12 árum. Þaöan I frá bjó Gest- ur löngum einn, fyrst i Trostans- firði, svo á Bildudal. En viða um Arnarfjörð og grennd átti hann vinum að mæta og félagsmál lagði hann aldrei á hilluna. A fundum sagði hann oft sina mein- ingu, og allt var það af drjúgu hyggjuviti mælt. I Reykjavik sótti Gestur flokksráðsfund Alþýðu- bandalagsins haustið 1976 sem fulltrúi sins flokksfélags.þá 75 ára gamall. Þar hélt hann stutta ræðu en glögga um erfið atvinnuvanda- mál i heimabyggö sinni á Bíldu- dal. — Ég minntist þess þá að lik- lega hefði Gestur aldrei komið á flokksfund i Reykjavik siðan á ár- Um Bröttugötunnar fyrir strið fyrr en svo þarna eftir 40 ár. En pólitikin átti lika sitt lif i Selárdal og I Trostansfirði engu siður en i Reykjavik og Róm. Þetta er oröin löng kveðjaog sjálfsagt ekki við hæfi i nútima- blaðamennsku, en Gestur bað aldrei um stutt lesmál. Hann vildi jafnan hafa sem lengst mál að lesa og fékk aldrei nóg. Ég fór i byrjun skammdegis þessa vetrar um veginn i Trostansfirði. Þá var Gestur á sjúkrahúsi i Reykjavik. Tréð fagra stóð þar þá enn i garðinum hennar Filippiu, þótt fólkið væri horfið á braut. Nú fellur það lika brátt. 1 Trostansfirði hitti ég Gest Gislason fyrst sextugan bónda og byltingarmann fyrir nær 19 árum. Siðan þá hefur maðurinn verið mér hugstæður og svo mun enn verða. (Jtför Gests fer fram á Bildudal i dag. Kjartan ólafsson Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs i Félagi starfsfólks i veit- ingahúsum fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út sunnudag- inn 9. mars n.k. kl. 14.00 e.h.. Skila þarf lista með: 1. Formannsefni. 2. Sex i aðalstjórn. 3. Þrjá til vara i aðalstjórn. 4. Tólf aðalnjenn i trúnaðarmannaráð. 5. Átta varamenn i trúnaðarmannaráð. 6. Tvo endurskoðendur og einn til vara. Tillögum skal skila til kjörstjórnar á skrifstofu félagsins, óðinsgötu 7, ásamt meðmælum a.m.k. 50 fullgildra félags- manna. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs ligg- ur á skrifstofu F.S.V.. Stjórnin r Guðriður Sigurðardóttir Dalalandi 8 sem andaöist 2. mars s.l. veröur jarösungin frá Bústaöa- kirkju I dag, föstudaginn 7. mars, kl. 13.30. Siguröur Jónsson Sigrún Siguröardóttir Geröur Siguröardóttir örn Sigurösson Rúnar V. Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.