Þjóðviljinn - 07.03.1980, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1980, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1980 Haukur Már Haraldsson, rítstjóri: Þokunni lyft Reykjavík, 5. mars 1980. Hr. ritstjóri. Meðfylgjandi grein er skrifuö með birtingu I Morgunblaðinu í huga, enda til komin vegna efnis i þvi blaöi 22. febrúar sl. Morgunblaöinu var afhent þessi grein þriðjudaginn 26. febniar og mér þá sagt aö hún myndi að llkindum birtast I iaugardagsblaðinu þar á eftir, þ.e. 1. mars. Greinin hefur ekki enn birst í Morgunblaöinu, þótt ég hafi hins vegar verið full- vissaður um að hún muni birtast þar, — spurningin sé aðeins hvenær, þar sem lengd hennar vefjist talsvert fyrir ráðamönnum þar. Ég tel hins vegar að gildi greinarinnar rýrni ef birting j hennar biður miklu lengur og vil þvi fara fram á að þér birtið hana i blaði yöar. Virðingarfyllst, Haukur Már Haraldsson ritstjóri Vinnunnar. Merkilegar yfirlýsingar Þann 12. desember 1978 var Pedro Quevedo myrtur. Quevedo var gjaldkeri I stjórn verkalýös- félagsins viö Coca Cola verk- smiöjuna i Guatemala City, Embotelladora Guatemalteca. Samhliöa þessu morði voru 23 verkamenn við verksmiöjuna fangelsaöir á fölskum forsendum, og margir starfsfélagar þeirra fengu hótun um liflát ef þeir ekki undirrituöu skjai sem beint skyldi gegn stjórn verkalýösfélagsins. Þessari hótun var dreift heim til verkafólksins, þannig að nöfn þess og heimilisföng hljóta aö hafa veriö fengin hjá starfs- mannahaldi verksmiðjunnar. Liölega mánuöi eftir aö þetta áttisér stað, þann 16. janúar 1979, gengu tveir menn úr sérstakri deild lögreglunnar, Pelotan Modelo, inn á verksmiðjusvæöi kókverksmiöjunnar, án þess að reyna á nokkurn hátt aö fela er- indi sitt. Þeir gerðu tilraun til aö ræna Israel Marquez formanni verkalýösfélagsins á staðnum, en honum tókst að komast undan i bifreið og sakaöi ekki þótt skot- hríðin frá mönnunum tveimur dyndi yfir bifreiðina og gluggar hennar væru sundurskotnir. Þann 24. janúar var bifreiöa- stjóri nokkur drepinn i ibúöarhúsi Marquez, og var þar bersýnilega um mistök að ræða. Morðingjarn- ir héidu aö þarna væri Marquez sjálfur á ferðinni. Þann 5. april þetta sama ár var Manuel Lopez Balan myrtur, en hann hafði veriö álitinn einna lik- legastur eftirmaður Israels Mar- quez i formannsstóli verkalýðs- félagsins. Balan var rænt þegar hann var að aka út kóki I Guate- mala City og fannst likami hans nokkru siðar. Hann bar augljós merki um pyntingar. Eftir þetta morö á Balan flýðu 30 verkalýðsleiðtogar í Guate- mala land og margir hafa sagt stöðum sinum viö kókverksmiðj- una lausum. Israel Marquez var meöal þeirra sem flýöu land. Hann komst inn á aöalfund hlut- hafa í Coca Cola samsteypunni i Atlanta, Bandarfkjunum, I mai 1979 og baö ráöamenn þar aö gripa i taumana svo ofsóknum gegn verkafólki I verksmiöjunni I Guatemala linnti. Þessari mála- leitan var visaö á bug af sam- komunni. 1 ljósi þess sem hér að framan er frá sagt, er býsna forvitnilegt aö lesa plagg sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing Vlfils- fells h.f., framleiðanda Coka Cola á íslandi. Plagg þetta birtist I Morgunblaðinu 22. febrúar s.l. og er nánast birt sem innlegg Péturs Björnssonar framkvæmdastjóra Vífilsfells I mjög svo takmarkaö- ar umræöur um málið á sömu siðu. Upphaf þessa plaggs sýnir strax á hvaða strengi skal slegið: „Vegna þess að sænskt (leturbr. min, HMH) verkalýðsfélag i mat- vælaiðnaði reis upp skyndilega og heimtaöi aö Coca Cola I Sviþjóð yrði sniðgengið þangað til Coca Cola félagið heföi tekið fram- leiðsluleyfið af verksmiðju i Guatemala og hvatti um leið al- þjóðleg samtök verkafólks viö matvælaiðnaö að styöja viö bak sér, þá viljum við koma á fram- færi yfirlýsingu frá Coca Cola félaginu I Atlanta um þetta mál, og einnig vegna þess að hingað eru komin bréf um þetta efni til Iöju og fleiri félaga.” Burtséö frá þvi aö þessi setning er hin ágætasta öndunaræfing, er með henni reynt á svarthöfðskan hátt að læða þvi inn hjá lesendum að þau læti sem oröið hafa um heim allan vegna Coca Cola I Guatemala séu upprunnin hjá Svium og þess vegna ekki mark- tæk. Tryggir lesendur Morgun- blaösins vita jú vel að Svíar eru vont fólk, — gott ef ekki kommún- istar. Plagg framkvæmdastjórans heldur áfram: „Þykir okkur rétt að skýring þessi komi núna, eink- um vegna þess að fregn þessi er forsendulaus og auk þess ár slöan farandfrétt þessi fór um Vestur- lönd en hefur legiö niðri vegna ónógrar forsendu og sanninda um þetta óljósa mál. Við vitum aö margir aöilar og hópar eru ávallt reiðubúnir aö dæma strax, þó enginn fótur sé liggjandi fyrir söguburöum.” Þetta er óneitanlega hraustlega mælt, sérstaklega miöað viö þá staðreynd aö þegar I mars 1977 hóf IUF (alþjóðasamtök starfs- fólks I matvælaframleiðslu) til- raunir sinar til að fá verkalýðs- félag starfsfólks i kókverksmiöj- unni I Guatemala viöurkennt. Þann dag var sent skeyti þess efnis til Lucians Smith, formanns hlutafélagsins Coca Cola, og Johns Trotter eiganda verksmiðj- unnar I Guatemala City. Slöan hefur þetta mál verið I gangi af háifu Alþjóöasambandsins en farið smáharðnandi eftir þvl sem á tímann hefur liöið, vegna fram- komu stjórnar verksmiöjunnar. Þaö kann vel að vera, að mál þetta sé allt fremur óljóst og þokuhulið i augum Péturs Björns- sonar og þeirra sem rikjum ráða hjá Vlfilsfelli. En ég get fullvissað hann um að það er kristaltært i augum þeirra sem haft hafa fyrir þvi aö kynna sér málsatvik. Þaö hefur Pétur ekki gert, eins og andsvör hans I fjölmiölum bera meö sér, heldur ber hann fyrir sig yfirlýsingu frá Coca Cola Com- pany i Atlanta og birtir hana I Morgunbiaðinu I beinu framhaldi af plaggi þvi sem vitnaö er til hér aö framan. Litum á þessa bandarisku yfir- lýsingu: Þar segir I upphafi frá þvi aö beiðni hafi komið frá IUF um aö úthýsa Coca Cola af markaði og sé sú beiöni „algjörlega órétt- lætanleg”. Segir slðan frá for- sendum þessarar beiðni, þe. að „fyrirtækið Embotelladora Guatemala... hafi gerst sekt um ofbeldi gagnvart starfsmönnum sinum”, en þrátt fyrir rannsókn á vegum Coca Cola Company hafi ekki tekist að afla haldbærra sannana, og IUF hafi „ofan á allt annað visað á bug tillögum Coca Cola fyrirtækisins I Atlanta um aö taka umkvörtunina beint til fyrir- tækisins I Guatemala.” Þessu næst er I yfirlýsingunni lögð á þaö áhersla að verksmiöj- an I Guatemala sé sjálfstætt fyrirtæki án nokkurra skipulags- legra tengsla við Coca Cola I Atlanta. Þannig er reynt að gefa I skyn aö þeir I Atlanta geti ekkert gert I málinu, það sé þeim óviö- komandi. Rannsókn Coca Cola Company, sem fyrr er getiö, er sögö hafa byggst upp á „fjölda viötala I mörgum löndum við þá aöila sem þóttust (leturbr. min HMH) búa yfir sönnunargögnum sem tengdu verksmiöjustjórnina viö ofbeldisverkin. Samhliða þessu var haft náið samstarf við rétta opinbera aðila (leturbr. min, HMH). Þrátt fyrir þessar rannsóknir tókst ekki að afla sönnunargagna frá fyrstuhendium sannleiksgildi ákærunnar, né heldur ná i ábyrga skjalfestingu um ofbeldisverkin. Þaö er einnig mjög mikilvægt að gera sér ljóst að hin réttu og lög- legu yfirvöld i Guatemalarlki hafa hvorki borið fram ákærur I þessu máli né þvl stður dæmt nokkurn aðila fyrir ábyrgð á of- beldisverkum.” (leturbr. min HMH). Lokst segir i yfirlýsingunni frá Atlanta að „sumir hópar” hafi þrýst á að Coca Cola fyrirtækið rifti samningum við verksmiðj- una á framleiöski á Coca Cola og byggja kröfur slnar á þeirri óraunhæfu (leturbr. min, HMH) Nokkur orð vegna yfirlýsinga Vífilfells hf og Coca Cola Company i Atlanta um ástand mála i kókverk- smiðjunni i Guatemala forsendu að stjórn verksmiðjunn- ar I Guatemala City sé ábyrg fyrir ofbeldisverkunum.” „Að lokum. Ef einhverjar hald- bærar sannanir liggja fyrir tengdar þessum staðhæfingum — þá viljum við fá aö vita um þær, segir Coca Cola fyrirtækið” segir i lok þessarar makalausu yfirlýs- ingar frá Coca Cola I Atlanta, sem birt er sem einhver stórisannleik- ur I Morgunblaðinu s.l. föstudag. Gangur mála í Guatemala Hver skyldu svo vera málsatvik 1 þvi „óljósa” máli sem Pétur Björnsson talar um. Lftum á: Coca Cola hefur veriö framleitt i Guatemala slðan árið 1939. Verksmiðjan stækkaði við sam- runa við aðra verksmiöju árið 1956og framleiöir slðan auk kóks- ins drykki eins og 7-up, Ginger Ale og Grapette, sem er grape- fruit-drykkur. Um leið og verk- smiöjan stækkaöi tók John Trotter við fyrirtækinu sem aðal- eigandi og stjórnandi. Trotter er lögfræðingur frá Houston i Texas, alræmdur andstæöingur allrar verkalýðshreyfingar og al- menningssamtaka yfirhöfuð, ná- inn vinur þeirra herforingja sem ráða rikjum i Guatemala og m.a. þekktur fyrir að vera félagi i hinu fasistiska John Birch Society I heimalandi sinu. Segja má að eftir valdarán hersins I Guatemala árið 1954 hafi ömurlegt ástand rikt I landinu, þarsem almenningur hefur veriö kúgaöur af herforingjastjórnum og litt eða ekki þorað að hafast að. En árið 1975 má segja aö verka- . lýöshreyfingin hafi byrjað aö endurskipuleggja sig og þeir sem einna mestum árangri náöu voru einmitt starfsmenn Embotella- dora Guatemalteca, — fram- leiösluaðila Coca Cola I landinu. Eftir að hafa átt I launadeilu við fyrirtækið tókst verkafólkinu að stofna verkalýösfélag, sem meirihluti starfsfólksins gekk f. Þetta félag var jafnvel viöur- kennt lagaiega, enda þótt dóm- stólar I Guatemala reyni með öll- um tiltækum ráöum aö komast hjá þvi aö viðurkenna verkaiýös- samtök. Fyrirtækiö reyndi strax I upphafi- að koma I veg fyrir að þetta verkalýösfélag gæti starfað, og beitti til þess hótunum um at- vinnuleysi og mútum, auk þess sem ófélagsbundið vinnuafl var flutt til verksmiðjunnar frá öör- um landshlutum. 1 marsmánuöi 1975 kallaöi verksmiðjustjórinn á lögreglulið til að stöðva setuverkfall. Arang- urinn varö 13 alvarlega slasaðir verkamenn. Fjórtán verkamenn voru fangelsaðir og 152 reknir úr starfi. 1 aprll sama ár lýsti John Trott- er þvl yfir, aö hann myndi aldrei viðurkenna verkalýðsfélag I sinni verksmiðju. Fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, verksmiðju- stjórnarinnar og verkafólksins áttu slðan saman nokkra fundi og fyrirtækið neyddist til að endur- ráða verkamennina 152 sem reknir höfðu verið mánuöi fyrr. Viöræður héldu slðan áfram um vinnuaöstööu og launamál, en með takmörkuöum árangri. Fyrirtækinu var jafnframt skipt upp I 13 aöskildar einingar, i til- raun til að tvistra þannig félags- mönnum verkalýösfélagsins og lama starfsemi þess. Það tókst ekki. 1 mars 1977 tókst tveimur félagsmönnum verkalýðsfélags- ins að komast undan, þegar gerð var tilraun til aö myrða þá. Þetta voru þeir Angel Villeda Moscoso og Oscar Humberto Sarti. Þetta reyndist vera byrjunin á lang- varandi tilraunum til að myröa þá sem voru I forystu fyrir verka- fólkinu I kókverksmiðjunni. Að minnsta kosti tvær þessara til- rauna hafa heppnast, eins og sést á upphafi þessarar greinar. Þeir Moscoso og Sarti upplýstu, að starfsmannahald fyrirtækisins hefði haft I hótunum við þá og reynt að fá þá þannig til að hætta að skipuleggja verkafólkið I sam- tök. Slðar á þessu sama ári urðu tveir lögfræöingar samtaka verkafólks Luis Alberto Lopez Sanchez og Guillermo Monzon- Paz, fyrir morðtilraun, en sluppu hættulega særðir. I júllmánuði tókst tilræðismönnum hins vegar betur. Þá voru lögfræðingarnir Mario Lopez Larrave og Jorge Alfonso Lobo Duban myrtir, en þeir störfuöu báðir fyrir verka- lýössamtacin CNT, sem starfs- menn kókverksmiðjunnar eiga aöild að. En þrátt fyrir þá hættu sem verkamennirnir lögðu sig aug- ljóslega I, héldu þeir baráttusinni áfram og tókst aö knýja fram launahækkun I árslok 1977. Þá hafði starf verkalýösfélagsins veriö svo árangursrikt, að 94% starfsmanna voru félagar þar I. I desember 1978 hófst enn ein hryðjuverkaaldan gegn starfs- mönnum fyrirtækisins. Þann 12. var Pedro Quevedo myrtur, eins og sagt er frá I upphafi þessarar greinar. Það er eftirtektarvert i sambandi við þetta morö, að strax að morgni þessa dags umkringdu verksmiðjuna sér- stakir öryggisverðir, tilkallaöir af stjórn fyrirtækisins. Um miðjan dag var svo Quevedo myrtur. I inngangi þessarar greinar er svo sagt frá þvi næsta sem gerðist, tilrauninni til að ræna Israel Marquez, morðinu á bllstjóranum Manuel Antonio Moscoso Zaldafia, leigjanda 1 húsi Marquez, og loks morðinu á Manuel Lopez Balan, nánum samstarfsmanni og líklegum eftirmanni Marquez i forystu verkalýösfélagsins. Balan hafði þá aöeins verið tvo daga i vinnu, eftir aö hann særðist þegar gerð var önnur tilraun til að myrða hann. Balan fannst skorinn á háls ásamt likum fjögurra óþekktra fórnardýra. öll likin báru merki um ótal hnlfsstungur og önnur merki pyntinga. Þvi má einnig skjóta hér að að daginn áður en tilraun var gerð til að ræða Israel Marquez, 15. janúar 1979, óku vopnaöir og óeinkennisklæddir menn allan daginn á mótorhjólum umhverfis verksmiðjuna. Bersýnilega að- vörun til starfsmanna. A siðasta ári reyndi John Trott- er nýja aöferð til að ná sér niðri á verkalýösfélaginu. Hann beitti sér fyrir stofnun „guls” félags, Asociacion de Empleados de EGSA (EGSA: Embottelladora Guatemalteca SA.), til mótvægis gegn gamla félaginu, Sindicato de Trabajadores de Embotelladora Guatemalteca. Þessi nýi félags- skapur skyldi fjármagnast þann- ig aö félagsmenn skyldu greiða 5% af launum sínum og atvinnu- rekandinn samsvarandi upphæð á móti. Félagsllf margs konar fór fram fyrir félagsmenn eingöngu og þeim stóð til boða sérstök lánafyrirgreiðsla. Þeir sem réðust til starfa hjá fyrirtæk- inu eftir aö þetta „guia” félag haföi veriö stofnað, neyddust til aö ganga I þaö. En þrátt fyrir þessar þvingunaraðferðir berast nú þær fréttir frá Guatemala að félagsmönnum I „gula” félaginu fari fækkandi. Lokaorö Þessi skrif eru orðin æöi miklu lengri en þeim var ætlað að vera i upphafi, en ég taldi nauðsynlegt aö reyna að gefa einhverja mynd af gangi mála i Guatemala, sér- staklega vegna þeirrar full- yröingar sem fram kemur i plaggi Vifilsfells hf., að hér sé aðeins um að ræða sænskt upphlaup. Ég þykist hafa sýnt fram á að svo sé ekki. Þær um- ræður og hótanir um sölubann á Coca Cola viöa um heim eru þvert á móti varnaraögerðir vegna þess verkafólks sem starfar við kók- verksmiðjuna i Guatemala, til aö tryggja þvi þau sjálfsögöu mannréttindi að fá að stofna v verkalýðsfélag sem sjái um að Framhald á bls. 13 Föstudagur 7. mars 1980 ÞJÓÐV'ILJINN — SIÐA 9 Ragnar Amalds um skattlagninguna í_ sumar: Óvissa um tekjur ríkissjóös Núna i sumar verður i fyrsta sinn lagt á sam- inga, endurmat eigna og gerbreyttar fyrningaregl- kvæmt nýjum skattalögum, sem undirbúin voru af ur og um leið skattlagning verðbólguhagnaðar. rikisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og Eftir að lögin voru samþykkt vorið 1978 hafa kom- samþykkt vorið 1978. Með lögum þessum var að ið i ljós margskonar vankantar á lögunum og ný- ýmsu leyti komið til móts við margháttaða gagn- lega hefur Alþingi afgreitt 64 breytingartillögur til rýni sem Alþýðubandalagsmenn hafa borið fram á að sniða af lögunum verstu agnúana. Þó er talið vist það tekjuskattskerfi sem i gildi hefur verið. Lögin að endurskoða þurfi ýmis ákvæði laganna i ljósi tóku gildi 1. janúar 1979, en koma fyrst til fram- reynslunnar af framkvæmd þeirra. kvæmda við álagningu i sumar. Ragnar Arnaids fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að hér væri um hálfgerða tilrauna- 1 þessum nýju skattalögum felast mjög róttækar starfsemi að ræða. Til þess að fræðast aðeins nánar breytingar á þeim skattlagningarreglum sem gilt um þessi mál ræddi Þjóðviljinn nýlega við fjár- hafa hingað til og má þar til nefna sérsköttun hjóna, málaráðherra og fyrsta spurningin til hans var sú aðlögun tekjuhugtaksins að verðbólgunni, aðskilnað hvort ekki væri full sterkt til orða tekið að kalla nýju reksturs einstaklinga frá öðrum tekjum einstakl- skattalögin tilraunastarfsemi. r Ohjákvœmilegt getur orðið að endurskoða skattalögin i ijósi reynsl- unnar af framkvæmd þeirra Skattketfið prófað á 20. hverjum launþega „Nei, það er vissulega tilrauna- starfsemi” sagöi Ragnar „þegar veriö er að taka upp nýtt skatta- kerfi, sem enginn veit með vissu hvernig kemur út I raun. Þó er rétt að taka það fram, að menn vita miklu meira um álagn- ingu á launafólk en fyrirtækin. Þaö liggur fyrir úrtak byggt á skattaframtölum 20. hvers fram- teljanda, sem tölva var fóðruð á og þannig var unnt að prófa skattakerfið hvaö almennt launafólk varöar. Skekkjan á ekki að geta veriö mjög mikil, en getur þó orðið allt aö 5%. Þessu mætti likja við skoöanakönnun hjá Dag- blaöinu eða VIsi. Óvissan er mikil en þó er þetta miklu vandaöri og fullkomnari könnun, þar sem úr- takiö nær yfir 5000 manns. A grundvelli þessarar athugunar liggur ljóst fyrir að vissir hópar t.d. hjón þar sem bæöi hafa mikl- ar tekjur fá stóraukna skatta samkvæmt þessu kerfi, en jafn- framt er ljóst að einstaklingar koma almennt út með lægri skatta en áður. Þessir auknu skattar á útivinnandi hjón er það gjald sem menngreiöa fyrir að fá sérsköttun hjónq. Skattlagning fyrirtœkjanna er tilraunastarfsemi Máliö er hins vegar miklu flóknara og óvissan meiri þegar kemur að atvinnurekstrinum. Þá er virkilega hægt að tala um til- raunastarfsemi. Ekki er við neitt úrtak aö styöjast og þvl gætu nið- urstööur orðið óvæntar, ekki slst hvað varöar tekjur rlkissjóðs. Nauösynlegt hefði verið aö tölvu- færa bókhald 100-200 fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum og láta tölvuna leggja á I samræmi viö lögin til aö sjá hvernig álagn- ingin kæmi úr. En þetta var ekki gert og þvl er vissulega álagning- in I sumar tilraunaálagning.” Sérsköttun hjóna hefði verið hyggi legri i áföngum . Þú sagðir áðan að nýju skatta- lögin myndu hækka skatta hjóna I þeim tilvikum að konan hefði unnið úti. Er þá ekki hætta á að þessi sérsköttun hjóna leiöi til þess að það dragi úr þátttöku kvenna i atvinnullfinu? „Jú. Það er ljóst að þessi breyt- ing kemur hart við marga. Hún getur hugsanlega orðið til þess að draga úr þátttöku kvenna i at- vinnulífinu. Hyggilegra heföi ver- iö aö afnema þennan 50% frádrátt útivinnandi kvenna I nokkrum á- föngum.” En kemur þá ekki til greina að breyta skattalögunum núna og stiga þetta skref varðandi sér- sköttun hjóna i áföngum? „Þaö héföi verið hægt aö stlga þetta stóra skref I áföngum þegar lögin voru afgreidd fyrir tveimur árum, og þaö heföi jafnvel mátt breyta þessu I fyrra. En enginn lagöi það til og það var ekki gert. Héöan af er hins vegar vonlaust með öllu að fara út I þá umbylt- ingu á skattalögunum sem þessi breyting þýddi. Við yrðum að framlengja framtalsfrest veru- lega og hanna og senda út ný framtalseyðublöð. Við erum orönir nógu seinir með afgreiðslu skattamálsins þótt við förum ekki að tefja málið i marga mánuöi enn. Nú er aöeins eftir að ganga frá skattstiganum, og það er til- tölulega einfalt mál. Frumvarp um skattstiga verður lagt fram á Alþingi þegar þing kemur saman að nýju.” Ekki hœgt að fresta framkvœmd skattalaganna Þú sagöir áðan aö óljóst væri hvaða áhrif skattaiögin hefðu á afkomu fyrirtækjanna og um leið væri all mikil óvissa rikjandi varöandi tekjur rlkissjóðs vegna skattlagningar þessara sömu fyr- irtækja. Kom ekki til greina að fresta framkvæmd skattalag- anna? „Jú. Þegar ég kom i fjármála- ráöuneytið var mér strax ljóst af viðræðum við ýmsa kunnáttu- menn að talsverð áhætta fylgdi þvi aö leggja á skatta I sumar án frekari undirbúnings Sumir lögðu þaö jafnvel til að lagt yröi enn einu sinni á samkvæmt gamla kerfinu, en samhliöa yröi gerö til- raun meö nýja kerfið til saman- buröar. En þegar nánar er að gáð er fullkomlega ljóst að útilokaö er héöan af að byggja á öðrum skattalögum en þeim sem nú eru I gildi. Það verður ekki aftur snúið, eftir að þessi lög hafa verið I gildi i tvö ár og fjölmargir aðilar hafa gert fjárhagslegar ráðstafanir i samræmi viö lögin. Að hverfa nú frá framkvæmd þessara laga myndi skapa óþolandi réttaró- vissu og flókin málaferli. Einstaklingar koma almennt út meö lægri skatta en áður „Tekjum hefur verið skotiö undan skatti f stórum stfl bæði með löglegum og óiögiegum hætti. Ég álit að löglegu leiðirnar verði nú færri en áður, en sjálf- sagt þarf að hreinsa betur til.” Sennilega verður ekki komist hjá ýmsum vandræðum, en svona hafa nú málin forklúðrast I kjöl- far stjórnarslita og þingrofs á slð- ast liönu hausti og það er ekki annaö að gera en að horfast I augu við veruleikann eins og hann er. A Ohjákvæmilegt að taka lögin til endurskoðunar Viö umræöur um skattamálin á Alþingi um miöjan febrúar gaf ég þá yfirlýsingu, að óhjákvæmilegt yröi að taka lögin til endurskoö- unar i ljósi reynslunnar af fram- kvæmd þeirra og þá ekki slst á- kvæöin um skattlagningu fyrir- tækja. Einnig lýsti ég þvi yfir að ef þessi nýju tekjuskattslög kynnu að skila rlkinu verulega miklu meiri tekjum en gert verð- ur ráö fyrir viö ákvörðun skatt- stiga og afgreiöslu fjárlagafrum- varps eða tekjurnar verða tals- vert minni en gert er ráö fyrir, þá getur oröiö óhjákvæmilegt aö lækka álagningu eða bæta viö á- lagningu, eftir þvl hvernig nýja skattakerfiö kemur út I raun.” Við afgreiðsiu skattalaganna vorið 1978 sagðir þú að fyrningar- hlutföllin væru óeölilega há og að skatthlutfall félaga væri óhæfi- lega lágt. Þú taldir sem sagt að atvinnureksturinn myndi sleppa óeðlilega vel frá skattlagningu miðað við lögin eins og þau voru samþykkt 1978. Hefur tekist að fá þetta lagfært? Skattlagning atvinnurekstrarins lagfœrð „Við Alþýöubandalagsmenn greiddum ekki atkvæði með sam- þykkt skattalagafrumvarpsins 1978 þrátt fyrir ýmsa augljósa kosti frumvarpsins. Ég taldi þá aö þessi nýju skattalög hllföu fyr- irtækjunum um of, fyrningarhlut- föll væru of há og skatthlutföll fé- laga of lág. Hvort tveggja hefur nú veriö lagfært með samkomu- lagi allra flokka. Það fer ekki milli mála, að þrátt fyrir vissa galla marka skattalögin framfaraspor og með þeim er einmitt gengið til móts viö þau sjónarmiö sem við héld- um fram hér áöur fyrr. Rekstur einstakl- inga aðskilinn ffá öðrum tekjum í fyrsta lagi er verið aö aöskilja rekstur einstaklinga frá öðrum tekjum, þannig að menn geti ekki notað bókfært tap á rekstri sem er á þeirra nafni til að lækka tekjur sinar úr öðrum áttum, eins og menn hafa óspart gert. Þetta er einmitt atriöi sem ég lagði mikla áherslu á i tillögum sem ég flutti á Alþingi I mörg ár. Útgerðarbrask stöðvað 1 ööru lagi er fyrningarreglum gerbreytt, afskriftir verulega lækkaðar og miðaðar við almenn- an endingartima eigna. Hins veg- ar eru afskriftirnar reiknaðar af endurmetnu raunvirði eins og eðlilegt er. Aöur gátu menn t.d. leyft sér að kaupa skip og fyrna allt að 90% á fjórum árum. Þann- ig héldu þeir sér skattlitlum eða skattlausum meöan á þvi stóö. Slöan seldu þeir skipið og keyptu annaö og gátu þá farið að fyrna á nýjan leik. Þá má lika nefna atriði sem ég gagnrýndi mikiðá sinum tima, en þaö var að menn fengju að fyrna þann hiuta eignar sem þeir hefðu ekki sjálfir kostað heldur fengið með lánum. 1 nýju lögunum er allt reiknaö upp I fullum takti við veröbólguna og veröbólguhagn- aðurlnn skattlagður.” Bœtt innheimta söluskatts i undirbúningi Að lokum Ragnar. Duga þessar breytingar á skattalögum til að koma I veg fyrir skattsvik? „Tekjum hefur veriö skotið undan skatti I stórum stil bæði með löglegum og ólöglegum hætti. Ég álít aö löglegu leiöirn- ar verði nú færri en áður, en sjálf- sagt þarf að hreinsa betur til. Þessi nýju skattalög fjalla hins vegar litið um skattaeftirlitiö, en Framhald á bls. 13 Skattar hjóna þar sem eiginkonan vinnur úti hækka

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.