Þjóðviljinn - 18.03.1980, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 18. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Ragnar Arnalds í fjárlagaræðu í gær:
Hliðstæð skatt-
lagning og á
síðastaári
þingsjá
Fyrsta umræöa um fjáriaga-
frumvarp rikisstjórnarinnar
hófst i gær meö fjárlagaræöu
Ragnars Arnalds fjármálaráö-
herra. Hér á eftir veröur birtur
fyrsti kaflinn i ræbu ráöherra er
fjailar um stefnumarkandi
meginatriöi fjárlagafrumvarps-
ins, en siöar veröur gerö grein
fyrir öörum þáttum i ræöu fjár-
málaráöherra:
„Þaö fjárlagafrumvarp sem
hér liggur fyrir á sér óvenjulegan
aödraganda, eins og öllum hátt-
virtum alþingismönnum er kunn-
ugt. Núverandi rikisstjórn sem
tók viö völdum 8. febrúar s.l. setti
sér strax þaö mark, aö fjárlög
yröu afgreidd fyrir páska. Akveö-
iövar, aö byggja meginefni frum-
varpsins á fjárlagafrumvarpi
þvi, sem fyrrverandi fjármála-
ráöherra Tómas Arnason lagöi
fyrir Alþingi i byrjun október-
mánaöar á s.l. hausti. Þar sem
aöstæöur hafa breyst i verulegum
atriöum siöan þaö frumvarp var
úr garöi gert i ágúst og septem-
bermánuöi og meö hliösjón af
breyttum forsendum eftir mynd-
un nýrrar stjórnar hefur aö sjálf-
sögöu þurft aö gera fjölmargar
breytingar á frumvarpinu, eins
og nánari grein veröur gerö fyrir
hér á eftir.
Meöan starfsstjórn Alþýöu-
flokksins sat aö völdum lagöi
þáverandi f jármálaráöherra
fram nýtt fjárlagafrumvarp á
Alþingi og mælti fyrir þvi daginn
áöur en starfsstjómin lét af völd-
um. Frumvarp þetta byggöi á
sömu launa- og verölagsforsend-
um og fyrir látu I frumvarpi Tóm-
asar Arnasonar, þ.e.a.s. á upp-
lýsingum frá þvf i ágúst og sept-
ember, en þessar forsendur voru
orönar úreltar I verulegum atriö-
um þegar i desembermánuöi.
Munurinn á frumvarpi Tómasar
Arnasonar og Sighvats Björg-
vinssonar lá einkum i þvi, aö
frumvarp þess sföarnefnda
byggöist i nokkrum mikilvægum
atriöum á kosningastefnuskrá
Alþýöuflokksins. Ekki kom til
álita aö leggja þaö frumvarp til
grundvallar fjárlagagerö.
Þegar ég geri grein fyrir þessu
nýja frumvarpi i einstökum atriö-
um og fjalla um afkomu rikis-
sjóös og þjóöhagshorfur vil ég
draga hér saman nokkur megin-
atriöi frumvarpsins og vikja aö
forsendum fyrir helstu breyting-
um sem geröar hafa veriö frá því
frumvarpi, sem lá til grundvall-
ar.
Tekjurumfram gjöld
eru 5 miljarðar
Irikisfjármálum er þaö megin-
atriöi i stjórnarstefnu núverandi
rikisstjórnar, aö rikissjóöur veröi
rekinn meö greiösluafgangi. t
þessu frumvarpi eru tekjur um-
fram gjöld um 5,5 miljaröar
króna. Þar sem viö þaö er miöaö,
aö afborganir af skuldum rikis-
sjóös nemi hærri fjárhæö en upp-
hæö nýrra lána nemur, er
greiösluafgangur frumvarpsins
nokkrulægri en rekstrarafgangur
eöa sem nemur rúmum 2 miljörö-
um króna. Svigrúm fjárveitinga-
nefndar og Alþingis nemur þvi
tæpum 2 miljöröum króna, nema
einhver útgjöld frumvarpsins séu
lækkuö eöa tekjur auknar.
Þaö hefur veriö yfirlýstur
ásetningur rlkisstjörna á mörg-
um undanförnum árum að reka
hallalausan rikisbúskap. Þó hefur
þetta ekki tekist og hefur veriö
meiri eöa minni greiösluhalli hjá
rikissjóöi á hverju ári siöan 1973.
A seinasta ári nam rekstrarhalli
á greiöslugrunni tæpum 3 mil-
jöröum króna samkvæmt nýjustu
upplýsingum. Óhjákvæmilegt er,
aö aöhald veröi aukiö I rikisbú-
skapnum svo og hverskonar viö-
leitni til sparnaöar, sem hægt er
aö ná fram án þess aö þjónusta
hins opinbera minnki. En hitt er
ekki siöur mikilvægt, aö áætlun-
artölur fjárlaganna séu raun-
hæfar og i sem bestu samræmi
viö óhjákvæmileg útgjöld.
Greiösluhalli rikissjóöa á undan-
förnum árum stafar áreiöanlega
ekki sistaf þvlaö sumar greiöslur
og önnur óhjákvæmileg útgjöld
reynast hærri en fjárlög hafa gert
ráö fyrir, en tekjur skila sér ekki
aö sama skapi.
Minni líkur á
greiðsluhalla en áður
Breyttar veröforsendur, sem
komiö hafa á daginn siöan frum-
varp Tómasar Arnasonar var
samiö, leiöa til útgjaldaaukning-
ar sem nemur 10,6 miljöröum
króna. Hins vegar er áætluö
tekjuaukning vegna sömu breyt-
inga á veröforsendum einum mil-
jaröikr. lægri, eöa sem nemur 9,6
miljöröum króna. En auk þessa
liggja nú fyrir betri upplýsingar
um f jölmarga þætti rikisútgjalda
en þegar ákvaröanir voru teknar
um útgjaldatölur i frumvarpi
Tómasar Amasonar, og leiöa þær
til aukinna útgjalda rikissjóös,
t.d. nýsamþykkt lög eins og lögin
um eftirlaun aldraöra. 1 öörum
tilvikum hafa breytingar veriö
geröar I ljósi reikningsniöurstööu
ársins 1979 og nema hækkanir af
þessu tagi rúmum 6 miljöröum
króna. Þessi endurskoöun og
styrking fyrra frumvarps ætti aö
auka likurnar á þvi aö ekki veröi
halli á rikisbúskapnum á þessu
ári, en vissulega heföi veriö æski-
legra, aö áætlaöur greiösluaf-
gangur væri meiri.
Frumvarpiö gengur i grófum
dráttum út frá hliöstæöri skatt-
lagningu og var á siöari hluta siö-
asta árs. Þvi miöur er ekki sjáan-
legt, aö nokkurt svigrúm sé til
skattalækkunar eins og nú er
ástatt i fjármálum rikisins og til-
lögur i þá átt viröast nokkuö úr
lausu lofti gripnar. Ýmsir veru-
legir útgjaldapóstar bætast viö á
þessu ári i fullu samræmi viö
lagasetningu Alþingis á s.l. vetri.
Sem dæmi má nefna Fram-
kvæmdasjóö öryrkja, sem fær nú
rúman 1 miljarö til ráöstöfunar,
en i fjárlögum siöasta árs var
variö tæpum 300 miljónum kr. til
slikra viöfangsefna. Hitt vegur þó
miklu þyngra aö reiknaö er meö
aö tollar lækki hlutfallslega á
þessu ári sem nemi rösklega 5
miljaröa króna tekjutapi en þar
áf er 4 miljaröa króna tollalækk-
un vegna samninga íslands viö
Efnahagsbandalagiö og EFTA.
4-5 miljarða þarf
í olíustyrk
Meö þetta i huga sem hér hefur
veriö sagt, um aukin útgjöld og
minnkaöar tekjur, var meö öllu
útilokaö aö endar næöu saman i
þessu frumvarpi nema útgjöld
væru nokkuö skorin niöur. Oliu-
styrkur til þeirra sem kynda hús
sin meö oliu nam rúmum 900 þús-
und krónum I fjárlögum seinasta
árs.
Almenn samstaöa er um þaö
hér á Alþingi aö auka þennan
styrk verulega og ætla má aö
greiöslur i þessu skyni þurfi aö
nema 4-5 miljörðum króna á
þessu ári. Frumvarp um fjáröfl-
un til þessara greiöslna er enn
ekki fullmótaö. Hafa veriö uppi
hugmyndir um aö halda þessari
sérstöku millifærslu milli þegna
þjóöfélagsins utan fjárlaga og
beina greiöslustreyminu i gegn-
um sérstakan sjóö samkvæmt
sérstökum lögum. Þaö mál er I
athugun enn, og er þess aö vænta
aö sem fyrst veröi úr þvi skoriö
hvernig meö millifærslur þessar
skuli fara. Aö oliustyrknum frá-
töldum, felst þessi niöurskuröur i
nokkurri lækkun framlaga til
fjárfestingarsjóöa, Hafrannsókn-
arstofnunar og Landgelgisgæslu
og nemur þessi niöurskuröur um
3.500 miljónum króna ef miöaö er
viö frumvarp Tómasar Arnason-
ar.
8,1 miljarður til
Seðlabankans
Rikisstjórnin áformar aö
greiöa niöur skuldir rikissjóös viö
Seölabankann, og er 8,1 milljarö-
ur króna ætlaöur i þvi skyni á
þessu ári. Heildarskuld rikisins
viö Seölabankann nam um s.l.
áramótum 28,5 miljöröum króna,
þegar veröbótaþætti lána hefur
veriö bætt viö. Bróöurparturinn
af þessari skuld á rætur sinar aö
rekja til hallareksturs rikissjóös
á árunum 1974,1975 og 1978. Vafa-
laust mun þaö taka mörg ár aö
greiöa upp þessa skuld, enda
varöar mestu fyrir þróun efna-
hagsmála á næstu árum aö ekki
komi til frekari suldasöfnunar.
Hins vegar er skuldin þaö stór, aö
óraunhæfter meööllu aö gera ráö
fyrir aö hún veröi greidd upp á
skömmum tima, meöan baráttan
viö veröbólguna stendur sem
hæstogháum fjárhæöum er variö
til aö greiöa niöur vöruverö.
Þak á
verðhækkanir
tstjórnarsáttmálanum eru sér-
stakar aögeröir boöaöar i þvi
skyni aö draga úr veröbólgu.
Veröhækkunum á þeim vörum og
þjónustu, sem verölagsráö fjallar
um.veröa sett ákveöin efri mörk
ársfjóröungslega, þannig aö ein-
stakar veröhækkanir vöru og
þjónustu fram til 1. mai fari ekki
fram úr 8%, til 1. ágúst ekki fram
úr 7% og loks til 1. nóvember ekki
fram úr 5%. Veröhækkanir á bú-
vöru skulu fylgja samskonar
reglum enda er ráö fyrir þvi gert
aö niöurgreiöslur veröi ákveðnar
sem fast hlutfall af útsöluveröi
áriö 1980 og 1981. Þó er sú undan-
tekning gerö aö á timabilinu fram
aö 1. mai er ætlunin aö afgreiöa
sérstaklega hækkunarbeiönir
fyrirtækja og stofnana sem nauö-
synlegar kunna aö teljast til þess
aö veröbreytingar slikra aöila
geti slöan falliö innan þess
ramma sem fyrrnefnd mörk
setja. Einnig er ráö fyrir þvl gert,
aö rikisstjórnin setji sérstakar
reglur um veröhækkanir af er-
lendum uppruna, sem ekki rúm-
ast innan ofangreindra maika aö
mati verðlagsráös.
Þetta eru strangar reglur sem
ekki veröur auövelt aö fram-
fylgja. En i trausti þess aö þaö
veröi gert eru verölagsforsendur
frumvarpsins miöaöar viö þessi
áform.
Ragnar Arnaids flytur fjárlaga-
ræöu sfna i gær
Laun áfram
verðtryggð
Samsvarandi takmörk launa-
breytinga eru ekki i stjórnarsátt-
málanum. Rikisstjórnin mun ekki
lögbinda kaupgjald nema i sér-
stökum undantekningartilvikum,
enda séu þá allir aöilar aö rikis-
stjórninni sammála um þaö og
samráö haft við samtök launa-
fólks, eins og segir f stjórnarsátt-
málanum. Laun veröa áfram
verötryggö, og meöan viöskipta-
kjör þjóöarinnar fara heldur
versnandi eins og nú er aukast
veröbætur á laun heldur minna en
nemur verölagsbreytingum.
Þróun kjaramáia á þessu ári
mun ráöast I frjálsum samning-
um. En ljóster, aö útilokaö verö-
ur aö halda veröhækkunum innan
þeirra marka sem ég nefndi áöan
ef almennar grunnkaupshækkan-
ir ganga yfir á sama tima. Þetta
er flestum ljóst sem betur fer og
þvi hlýtur þaö aö koma til vand-
legrar athugunar i komandi
kjarasamningum launamanna,
aöáhersla veröilögö á ýmiskonar
félagsleg réttindamál en jafn-
framt hugaö sérstaklega aö þvi
aö bæta hag þeirra sem lakast eru
settir.
Þaö er einmitt þáttur I þeirri
viöleitni rikisstjórnarinnar aö
bæta kjör þeirra sem lakast eru
settir, aö samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum veröur tekjutrygg-
ing aldraöra og öryrkja hækkuö
um 5% 1. júni n.k. Margvisleg fé-
lagsleg réttindamál eru nú I
undirbúningi eöa eru aö koma til
framkvæmda, þ.á.m. ýmis mál
sem verkalýðshreyfingin kann
vel aö meta.
Niöurgreiöslur vöruverös veröa
hlutfallslega minni á þessu ári
miðaö viö liöiö ár. Þaö er eitt af
meginstefnumiöur rikisstjórnar-
innar I verölagsmálum aö koma I
veg'fyrir þær miklu sveiflur sem
veriö hafa á veröi landbúnaöar-
vara og veröur kappkostaö aö
halda þvi niöurgreiösluhlutfalli
sem ákveöið veröur 1 vor sem
föstu hlutfalli af veröi landbún-
aöarvara, og veröa 24,4 miljaröar
króna til ráöstöfunar I þessu
skyni.
Kjör bænda varin
Rikisstjórnin telur þaö skyldu
sina aö verja kjör bænda fyrir
meiriháttar áföllum og mun
greiöa fullar útflutningsuppbætur
i samræmi viö framleiösluráös-
lög. Aætlaö er, aö 10% landbún-
aöarframleiöslunnar á yfirstand-
andiverölagsári nemi um 8,4 mil-
jöröum króna. Hinsvegar er ljóst,
aö tjón bænda á óverðtryggöum
útflutningi búvara frá seinasta
verölagsári veröur miklu meira
en svo, aö útflutningsbætur
hrökkvi þar til. Má þvi búast viö,
aö rikiö veröi aö veita Fram-
leiösluráöi einhverja fyrir-
greiöslu i þvi sambandi fyrr eöa
siöar, en ákvaröanir I þessu efni
veröa aö biöa um sinn, enda er
ráö fyrir þvi gert I stjórnarsátt-
málanum aö lausn á þessum
vanda tengist heildarstefnumót-
un I framleiöslumálum landbún-
aöarins.
850 miljónir af
aðlögunargjaldi til
iðnaðar
1 þessu frumvarpi felst ákveöin
stefnumörkun i málefnum iön-
aöarins. Gert er ráö fyrir, aö 850
miljónir króna af innheimtu aö-
lögunargjaldi renni til iönaöarins
i ár, en þessi upphæö var ekki
færö til gjalda i þvi frumvarpi
sem lagt var fram i október. Aö-
lögunargjaldiö rennur aö miklum
meirihluta til Iönrekstrarsjóös en
aö nokkru til nýiönaöar og hag-
ræöingarverkefna. Gert er ráö
fyrir þvi, aö 1134 miljónir króna
af jöfnunargjaldi renni til endur-
greiöslu söiuskatts iönfyrirtækja,
en upphæöin nemur 2/3 hlutum
gjaldsins, einsog þaö var áætlaö I
ársbyrjun. Stefnt veröur aö þvi aö
hraöa greiðslu gjaldsins umfram
þaö sem áöur haföi veriö ákveöiö.
1 stjórnarsáttmáia rikisstjórn-
arinnar er ákveöiö, aö rikissjóöur
beri kostnaö af félagslegum
framkvæmdum Rafmagnsveitna
rikisins og framkvæmdum sem
þeimer faliöaöannast. Þessi mál
eru nú I sérstakri athugun, en I
fjárlagafrumvarpinu er ráö fyrir
þvi gert aö greiöslu vegna félags-
iegra framkvæmda RARIK veröi
þannighagaö aö veittar veröi 1000
miljónir króna til aö mæta
greiöslum af lánum vegna félags-
legra framkvæmda fyrirtækisins
á fyrri árum.
Menningarmál 0,8%
af ríkisútgjöldum
1 stjórnarsáttmála rikisstjórn-
arinnar er þvi lýst yfir, aö fjár-
veitingar til menningarmála
veröi auknar. Ég held aö þvi veröi
ekki á móti mælt, aö framlög til
menningarmála eru ótrúlega litill
hluti af heildarútgjöldum rikis-
ins. Ég hef nýlega kannaö hvert
hafi veriö framlag til lista og
menningarmála i fjárlögum
rikisins áriö sem innlend stjórn
var færö inn i landiö, áriö 1904.
Mér telst til aö framlagiö hafi
numiö 43 þúsund krónum eða
rúmum 4% af rikisútgjöldum.
Samsvarandi tala er i þessu
frumvarpi 0,8%. Framlög til lista
og menningarmála þurfa aö
halda i nokkrum áföngum á næstu
árum. Hækkunin I þessu frum-
varpi miðaö viö frumvarp sem
lagt var fram i október s.l. nemur
265 milj. króna.
Framkvæmda- og lánsf járáætl-
un fylgir ekki þessu frumvarpi af
augljósum ástæöum. Lánsfjár-
áætiun hefur nær alltaf veriö af-
greidd nokkrum mánuöum siöar
en fjárlagafrumvarpiö og nú hef-
ur undirbúningur A-hluta fjárlag-
anna haft algjöran forgang.
Gagnasöfnun til undirbúnings
lánsfjáráætlunarer þómjög langt
komin, en eftir er aöákveöa hvað
rúmast innan áætlunar. Miöaö viö
kröfurframkvæmdaaöila, sem þó
hafa veriö skornar talsvert niöur,
er útlit fyrir, aö erlendar lántök-
ur kunniaðfara yfir 100 miljaröa
króna. Hér er aö sjálfsögöu stefnt
i erlendar lántökur úr hófi fram
og er ljóst aö þessi miklu fram-
kvæmdaáform þarf enn aö skera
talsvert niöur. 1 stjórnarsáttmála
rikisstjórnarinnar er ákvæöi þess
efnis, aö erlendar lántökur veröi
takmarkaöar eins og kostur er og
aö þvi stefnt aö greiöslubyröi af
erlendum skuldum fari ekki fram
úr u.þ.b. 15% af útflutningstekj-
um þjóöarinnar á næstu árum.
Efri mörk erlendrar lántöku
veröi þó ákveöin nánar meö hliö-
sjón af eöli framkvæmda meö til-
liti til gjaldeyrissparnaöar og
gjaldey risöf lunar.
Miklar framkvæmdir
í orkumálum
Skýringin á þessari miklu þörf
á erlendri lántifcu er einfaldlega
sú, aö nú standa framkvæmdir
viö Hrauneyjarfossvirkjun sem
hæst og er áætlað aö þær kalli á
erlendar lántökur aö upphæö um
30 milljaröar króna. Aform um
aörar raforku- og rafveitufram-
kvæmdir nema rúmle^a 20 mil-
jöröum króna, en þar af yröi á
lánsfjáráætlun, einkum meö er-
lendum lántökum, um 17 miljarö-
ar króna. Þessu til viöbót ar koma
áform um stórfellda- fram-
kvæmdir viö hitaveitur og fjar-
varmaveitur og er þessi fram-
Framhald á bls. 13