Þjóðviljinn - 18.03.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 18.03.1980, Side 16
1/ÖÐVIUINN Þriöjudagur 18. mars 1980 ABalsImi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föst- udaga, kl 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tfma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. V 81333 Kvöldsimi er 81348 Framlög til lista og menn- ingarmála: 0,8% al gjöldum 1980 Ariö 1904 þegar tslend- ingar fengu innienda stjórn var framlag rikisins til lista og menningarmála 43 þúsund krónur eöa rúm 4% af rikisútgjöldunum. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar nú er gert ráö fyrir aö á árinu 1980 renni 0.8% af rikisút- gjöldunum til lista og menningarmáia. Þessar upplýsingar komu fram i ræöu Ragnars Arnalds fjármálaráöherra i gær er hann mælti fyrir f jár- lagafrumvarpi rikisstjórnar- innar. Framlög til lista og menningarmála voru 0.46% af rikisútgjöldunum á siöasta ári, en Ragnar lagöi á þaö áherslu aö framlag til menningarmála þyrfti aö hækka i nokkrum áföngum á næstu árum. -þm Astralskar farandverkakonur á skrifstofu Baráttuhóps farandverkafólks aö skrifa skýrslur sinar um atburöi næturinnar. Ljósm. gel. * Áflogog rúðubrot í verbúð Hraðfrystihúss Þórkötlustaða: Lögreglan átti sök á því hvernig fór er álit erlendu farandverkakvennanna Kveðjuhóf, sem farandverka- menn héldu i verbúö Þórkötlu- Handjámaðir í 2-3 tdukkutíma Baráttuhópur verkafólks leitar lögfrœðiaðstoðar „Fyrstu viöbrögö okkar voru aö taka niöur skýrslur af sem flestum úr hópnum, til aö fá sam- ræmda heildarmynd af þvi sem þarna gerðist,” sagöi Jósep Kristjánsson starfsmaöur Baráttuhóps farandverkafólks er Þjóðviljinn spuröi hann um atburöina i verbúðinni i Grinda- vfk á föstudagskvöldiö. „Þá erum viö aö reyna aö ná sambandi viö lögfræöingii sem þekkja vel til réttinda fóíks i slikum tilvikum.” „Þaö kemur fram i skýrslunum að einn þeirra þriggja,sem hand- tekinn var, var barinn i andlitið meðan hann var4 tendjárnum,” sagði Jósep. „Hann er talsvert hruflaður á enni, hvort sem það er vegna högga eöa vegna þess að andliti hans hafi verið núið við gólf. Annar er með fleiöur á úln- liðum eftir handjárn. Þeim ber öllum samn um að þeir hafi verið látnir dúsa með járnin á sér i fangaklefanum i tvo til þrjá klukkutima.” Húsleitar- eða handtökuheimild var ekki fyrir hendi. Þegar lögreglan kom i verbúðina fyrst var lögreglan spurð um slikt, en lögregluþjónarnir svöruðu þvi til, að þeir þyrftu ekki á neinu sliku að halda. Engin skýrsla var tekin, hvorki um nóttina né um morgun- inn, af fólkinu sem þarna átti i hlut. Jósep Kristjánsson var spurður hvort rétt væri, að atvinnu- rekandinn hefði ekki greitt verka- fólkinu visitöluhækkun á laun frá 1. mars. Hann sagðist hafa frétt það I hádeginu i gær, en ekki hefði gefist timi til að athuga það mál enn. „Ég þori ekkert að fullyrða um það,” sagði Jósep, „en við reynum að athuga eins fljótt og viö getum, hvort um eitthvað slikt er að ræða. Fólkiö sem hætti hjá Frystihúsi Þórkötlustaöa h.f. á allt eftir aö fá endanlegt launa- uppgjör.” -eös staöa hf. i Grindavik á föstudags- kvöldiö, endaöi meö ósköpum og átti lögreglan þar stóran hlut aö máli. Kveöjuhófiö var haldiö fyrir þá verkamenn sem ætluöu burt af staönum morguninn eftir. Frá- sögnin hér á eftir er byggö á skýrslum sem eriendu stúlkurnar sem unnu i Grinda vik og voru viö- staddar þarna á föstudagskvöldiö hafa skrifaö. Orörómur hafði gengið á föstu- daginn að lögreglan ætlaði að fylgjast gaumgæfilega með gleð- skapnum og voru menn þvi ein- huga um að hafa ekki hátt um sig og gefa lögreglunni ekki neina tylliástæðu til aö láta til skarar skríða. Húsvörðurinn hafði sam- þykkt kveðjuhófið fyrir sitt leyti og kvartaði hann aldrei við fólkiö á meðan það stóð yfir. Aðrir ibúar I verbúðinni kvörtuðu ekki heldur yfir hávaða. Lögreglan kom fyrst i ver- búðina um kl. 10.30, en fór aftur skömmu siðar. Samkvæmið hélt áfram og bættust nú i hópinn nokkrir Grindvikingar, sem komu þangað óboðnir. Um kl. 2.30 um nóttina kom Jón Guðmundsson forstjóri á vett- vang ásamt fjölmennu lögreglu- liði, um tiu manns, og er sagt að liðsauki hafi verið sóttur til Keflavikur og Njarðvikur. Kvartanir um hávaða munu hafa borist frá Lofti Jónssyni skrif- stofustjóra fyrirtækisins, sem býr i tveggja kilómetra fjarlægö frá verbúðinni. Engin ibúðarhús eru nálægt verbúðinni. Lögreglan vildi nú fjarlægja Sigurð Pál Tómasson úr verbúð- inni, en hann hafði verið rekinn úr vinnu á miðvikudagskvöld. Hann hafði hinsvegar samið um það við forstjórann að honum væri heimilt að dveljast i verbúðinni fram á laugardag. Þegar lögreglumenn reyndu að hafa Sigurð Pál á brott með sér með valdi, upphófust áflog og rúður voru brotnar. Lögreglan tók þrjá menn fasta og hafði á brott. Samdóma álit erlendu stúlknanna er, að lögreglan hafi með framkomu sinni átt sök á þvi að allt fór i bál og brand. Þess má geta, að fyrr um dag- inn hafði lögreglan stöðvað leigu- bfl, sem kom frá Keflavik með áfengi úr verslun ATVR þar. Þeir sem brutu rúður i verbúð- inni voru piltur sem hafði flutt þar inn daginn áður og stúlka úr Grindavik, sem kom óboðin I hóf- ið. Lögreglan fjarlægöi hana að lokum að beiðni erlendu stúlkn- anna. —eos Auglýst eftir fólki 21 verkamaður hætti störfum hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða hf. um siðustu helgi, þar af 9 er- lendar stúlkur. Um helgina aug- lýsti Jón Guðmundsson forstjóri grimmt eftir verkafólki til vinnu I útvarpinu og Morgunblaðinu. „Fæði og húsnæði á staðnum. Unnið eftir bónuskerfi”, sagði I auglýsingunum. Skyidi nokkur hafa bitið á agniö? —eös Breyting á framleiðslu Kröfluvirkjunar við eldgosið á sunnudag: Datt úr 7 MWÍ3MW En 3 áður óvirkar holur byrjuðu að gjósa Undanfarið hefur Kröflu- virkjun getað framieitt um 7 MW og hefur fengiö gufu úr holum 6, 7, 9, 11 og 12. Viö elds- umbrotin á sunnudag varö bor- hola 6 hinsvegar óvirk og fram- leiðslan datt niöur I 3 MW. Þrjár óvirkar borholur, nr. 5, 8 og 10,byrju6u að gjósa af miklum krafti en orsökin er sú, að við hinn aukna þrýsting í efri jarölögum fara holurnar af staö. Astæöan fyrir þvi að þetta hefur ekki gerst viö fyrri jarð- hræringar er að þá voru hol- urnar lokaðar en voru nú opnar. Tvær holanna eru hátt uppiá brekkubrún en allar eru þær ónýtar til virkjunar. —GFr Fremst á myndinni sjást hvar borholur 8 og 10 gjósa ákaflega en þær hafa verið óvirkar um iangan tima. Milli þeirra sést Kröflu- virkjun en framleiösla hennar datt úr 7 MW i 3 MW viö gosiö á sunnudag. (Ljósm.:eik). ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ J Gudfinnur J. Bergsson, lögreglu- vardstjóri: „Gerðum það sem þarf að gera” þegar eigendur báðu um að fjarlægja ákveðna menn . Guðfinnur J. Bergsson lögregluvarðstjóri í Grindavík sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að lögreglan hefði komið í verbúðina á föstudags- kvöld vegna kvartana um hávaða. Hefðu þær kvart- anir komið bæði frá hús- verði og Jóni Guðmunds- syni forstjóra. „Skiptir það máli?" var eina svarið sem blaðamað- ur fékk frá' Guðfinni, er hann spurði hvort Grinda- víkurlögreglan hefði feng- ið liðsauka frá Keflavík og Njarðvík. Guöfinnur sagði að lögreglan hefði farið á staðinn fyrst um miðnætti til aðbiöja fólkið aö hafa frið eftir miðnætti, svo menn fengju svefnfrið. Þá hefði einn maður svarað þvi til, aö þvf yrði ekki ansað og þau hegðuðu sér bara eins og þeim sýndist. Við svo búið hefði lögreglan farið af staðnum, en þá hefði enn komið kvörtun vegna þess að gleðskapn- um heföi verið haldiö áfram. „Við komum siöan aftur og báðum fólkið að hafa lægra en það skeytti þvi engu,” sagði Guð- finnur. „Þá náttúrlega gerðum við þaö sem þarf aö gera, þegar eigendurnir báðu um það að fjar- lægja ákveðna menn, og þá gerð- um við það.” Guöfinnur var spurður hvort fólk sem komið hefði óboðið I gleöskapinn heföi brotið rúður. „Það kann að vera,” sagði hann, „en um það vil ég ekki fullyröa. Hinsvegar var það ekki frekar þaö fólk sem grýtti flöskum og stólum I lögregluna.” Guðfinnur sagði að Jón Guð- mundsson forstjóri hefði sagt, að Sigurður Páll Tómasson heföi ekki fengið neitt vilyrðium aö fá. að vera i verbúðinni fram á laug- ardag. „Ég hef ekki heyrt um það,” sagði Guöfinnur aðspurður hvort lögreglan hefði stöðvað leigubil sem flutti áfengi i samkvæmið fyrr um daginn. „Hins vegar eru hinir og þessir bilar stöðvaðir,” sagði hann. „Eigandinn gaf leyfi,” sagði Guöfinnur þegar hann var spurð- ur hvort lögreglan hefði haft hús- rannsóknarleyfi. „Fólkið var að brjóta gegn reglum hússins, þvi það eru skýrar reglur og þetta fólk veit það, að það á ekki að hafa hávaða eftir kl. hálftólf á kvöldin.” Ekki sagði hann að þeir sem handteknir voru hefðu verið hafð- ir ihandjárnum um nóttina. „Það er aldrei gert,” sagði hann. Kærur yrðu gefnar út á hendur fólkinu, sagði Guöfinnur, og skýrslur yröu teknar. Hann sagöi að skýrslur hefðu ekki verið tekn- ar af þremenningunum morgun- inn eftir vegna þess að ekki hefði verið runnið af þeim. Ank þess hefði komið rúta til að sækja fólk- ið og lögreglan hefði ekki viljað hefta för þess. -eös

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.