Þjóðviljinn - 18.03.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.03.1980, Blaðsíða 15
ÞriAjudagur 18. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Við fundum enga mynd af þeim tónlistarmönnum sem kynntir verða i Tónhorninu I dag, en þessi fannst okkur bara ansi þjóð- legur, eða þannig... Þjódlagatónlist Sverrir Gauti Diego hefur umsjón með Tónhorninu i dag. — Ég ætla aðallega að vera með þjóðlagatónlist i dag, — sagði hann. — 1 þessum þátt- um hef ég mest verið með gitartónlist ýmiskonar, bæði klassiskan gitar, flamengó ofl., en nú er ég að hugsa um að sýna fram á hvað það var sem hratt af stað þeim gifur- lega áhuga sem fólk hefur haft á gitarleik almennt. Útvarp kl. 16.35 Til þess nota ég þjóðlaga- tónlist, aðallega bandariska, og spila lög með t.d. Kingston- triöinu, Peter Paul og Mary og fleiri af þessum fyrstu þjóð- lagahópum, sem náðu vin- sældum, — sagði Sverrir Gauti. Ragnar svarar spurningum um fjáriagafrumvarpið. Sjónvarp kl. 21.05 Otsendingartimi þáttarins er tæpur klukkutimi. Fjár- laga- frum- varpiö Þingsjá er á dagskrá sjón- varps I kvöld, og er Ingvi Hrafn Jónsson umsjónarmað- ur þáttarins að venju. Að þessu sinni er það Ragnar Arnalds, fjármála- ráöherra, sem situr fyrir svör- um. Umræðuefnið er aö sjálf- sögðu mál málanna um þessar mundir: fjárlagafrumvarpið. Ingvi Hrafn hefur fengið tvo ritstjóra af stjórnarandstöðu- væng sér til fulltingis viö að dengja spurningum yfir ráð- herrann: Ellert B. Schram, ritstjóri Visis, og Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóra Alþýöubalösins. Arftaki Dýrlingsins Nú er Dýrlingurinn allur — vonandi fyrir fullt og allt. Lélegra sjónvarpsefni hlýtur aö vera vandfundið. í stað- inn kemur nýr breskur myndaf lokkur, sem nefnist Óvænt endalok. Þættirnir eru tólf, og er hver þeirra gerður eftir smásögu. Þeir eru þvi ekki efnis lega tengdir. Sögurnar eru eft- ir ensk-norska rithöfundinn Roald Dahl, sem þekktur er fyrir spennandi smásögur og hefur gefið út mörg smá- sagnasöfn. Það sem þættirnir eiga sam- eiginlegt er fyrst og fremst það, að þeir enda allir á mjög óvæntan hátt. Þeir eru stuttir, aðeins 25—30 minútur, og byggjast upp á spennu, sem er vakin strax i upphafi og vex siöan hratt, þar til úr flækj- unni leysist með óvæntum hætti. Fyrsti þátturinn, sem sýnd- ur verður i kvöld, nefnist Hefndargjöfin og segir frá miðaldra giftri konu, sem Ut Sjónvarp Ty kl. 22.00 heldur við ofursta á eftirlaun- um. Hann ákveður að binda enda á samband þeirra og gef- ur konunni dýrindis loðkápu aö skilnaði. Þýðandi er Kristmann Eiðs- son. Hringiö í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifiö Þjóöviljanum Ekki alveg sammála sjómanninum segir fyrrverandi sjómaöur búsettur í Noregi í þessu bréfi Ég var að lesa bréf frá sjó- manni vegna skrifa jafnréttis- siðunnar, um hvernig 22 manna áhöfn norsks skips hafi Iegið 12- 13 ára stúlku i Thailandi og greitt henni 1 shilling hver. Sjálfur hef ég veriö á islensk- um skipum og er nú i Noregi. Vakti þetta bréf sjómannsins athygli mfna. Ég er honum ekki alveg sammála. Liklega er það orðum aukið, aðallir karlmennirnir á skipinu hafi riðiö stúlkunni. En satt að segja finnst mér ekkert ótrúlegt að margir þeirra hafi gert þaö. Að sökudólgarnir hlytu að veröa dæmdir og refsað, ef frásögn af málinu birtist I norsku blaöi tel ég af og frá. Vissulega varðar athæfiö viö lög, en norskir dóm- stólar eru ekkert ólíkir þeim is- lensku. Dettur mönnum I hug að dæmt sé og refsaö fyrir hvert þaö brot, sem kemst i hámæli? Þá þyrfti vist annar hver maður aö vera lögga og restin dómarar og fangaveröir. Þvi miður held ég aö meiri- hluti islenskra og norskra far- manna sé illa haldinn af kyn- þáttafordómum og jafnvel hatri. Þessi krankleiki aum- ingja mannanna stafar af þvi að þeir vita ekki betur. Þetta er engin afsökun. En ég ákæri is- lenska skólakerfið fyrir lélega ogvillandifræðslu um framandi þjóðir. Auövitað kynda hægri sinnuö blöð undir þessa sem aðra fordóma, nokkuö sem lýsir vel mannvonsku hægri aflanna. Ákæruvaldið i Noregi er ekki laust við kynþáttafordóma. Veröieinhver uppvis aö samför- um við 12-13 ára stelpu i Noregi á hann visa málsókn. Oðrujnáli gegnir ef þetta gerist t.d. i SA- Asiu, hvort sem er um borð I norsku skipi eða I landi. Skipu- lagöar eru feröir frá Noregi til Bankok, svo aö sjénslitlir Norsarar geti riölast á Tahi- lenskukvenfólkiá ýmsum aldri. Hvað aldur stúlknanna varöar hygg ég að upplýsingarnar geti verið ónákvæmar. Er óvíst að stelpan hafi sjálf vitaö aldur sinn, en erfitt fyrir norska að giska á aldur austurlandafólks. Hvaö er afbrigöilegt i kynlifi? Er afbrigðilegt að geta haft löngun til vel þroskaðrar 13 ára stúlku? Ég held varla. Hitt væri vissulega afbrigðilegt aö hafa samfarir við svo unga stúlku i N-Evrópu a.m.k. En okkur er kennt, að i Framhald á bls. 13 Taurulla: Tauinu er vafið utan um keflin og kassanum sem er fergður meðsteinum errúllaðfram ogtilbaka. (Þjóðminjasafnið — Ljósm.: gel) Kvikmyndahátíö: Lofsvert Eftir að hafa neytt lftils annars en kvikmynda i 10 daga á nýafstaðinni kvikmyndahátfö byrjuöu ýmiss konar innri trufl- anir aö gera vart viö sig. Hvorki aðalréttirnir, meölætiö né aukabitarnir orsökuöu tepp- una, heldur sii staöreynd aö „ávextir forréttindanna” voru einungis ætlaöir skirteinishöf- um i hópi útvaldra. GamaU bóndi vestur á fjörð- um fór einu sinni til héraðslækn- isins vegna magakvala. Lækn- irinn skoðaði bóndann hátt og lágt og spurði svo: „Hver er þinn uppáhalds matur, Jón minn?” Bóndi svaraði: „Margt er lostætið, en hnakkaspek af gömlum hrúti sem hefur legiö á botni súrheysgryfjunnar frá hausti og fram á vor er eitt þaö besta sem ég fæ”. Læknirinn skrifaði lyfseðil og afhenti Jóni. — Eftir hálfan mánuð kom Jón aftur til læknisins og sagöist vera búinn aö tæma glasið en pillurnar hefðu reynst gagns- lausar og erfiðar i inntöku. „Erfiðar i inntöku ”, át læknir- inn upp eftir Jóni, ,,en stikkpill- ur er auðvelt að taka inn”. Bóndinn svaraöi: „Ég tuggði og tuggði en þær festust i tönnun- um og eru það að auki bragð- vondar”. Listin er fyrir alla, eins og lyfin, einnig kvikmyndalistin. Listin læknar mörg mein og get- ur þar aö auki veriö fyrirbyggj- framtak - andi. Listrænar kvikmyndir eru á meðal þeirra „lyfja”, sem geta læknaöog komið I veg fyrir þann „andlega skyrbjúg” sem er afleiðing langvarandi neyslu á „legnu og súrsuöu hnakka- speki” framleiddu i „súrheys- gryfjum” amerískra fjölþjóöa- fyrirtækja. Ariö 1976 voru 28 kvikmynda- hús i landinu (18 I kaupstöðum og 10 á höfuðborgarsvæðinu), ibúar á þessu svæöi voru 169,129, sýningargestir yfir áriö" 2.309.000 eöa 6400 daglega sem samsvarar þvi að hver Ibúi hafi farið að meðaltali 14 sinnum i kvikmyndahús yfir áriö. Um 65% kvikmynda i íslensk- um kvikmyndahúsum árið 1976 voru ameriskar (sýndaryfir ár- ið voru 247 kvikmyndir, 160 ameriskar — enginn islensk) (Heimild: Hagtiðindi, nóv 1977) Ofanskráðar niðurstöður sýna, að ekki er vanþörf á list- rænum kvikmyndum I Islensk- um kvikmyndahúsum, ef hinn skæði og útbreiddi sjúkdómur, „andlegur skyrbjúgur”, á ekki að leggja að velli stóran hluta þjóðarinnar. Kvikmyndahátið hefur aö hluta lagt sitt af mörk- um i þeirri baráttu,en betur má ef duga skal, þviað sá galli er á gjöfum Njaröar aö Islaiskur undirtexti fylgdi ekki myndun- um, og þvi er hætt við aö þaö hafi fariö fyrir mörgum eins og bóndanum foröum. og þó! Ég er ekki meö þessu aö segja aö nauösynlegt sé aö setja lslenska undirtexta við allar þær kvikmyndir sem eru sýndar , á kvikmyndahátið. En ef kvik- myndahátiöarnefnd velur t.d. 5—10 kvikmyndir, frá ólikum menningarsvæöum, til text- unar, þá er jafnframt búið að gera öðrum en stúdentsprófs- skirteinishöfum kleift og fólki meö þaöan af hærri mennta- gráður, aðleita sér lækninga og njóta lista á kvikmyndahátið. Ef ætlunin er að afsaka sig með þvi aö slikt sé of kostnaöar- samt, þá höfum viö ekki efni á að halda kvikmyndahátiö. Það er nauðsynlegt aö gera sér grein fyrir þvi, að forréttindahópar hafa enga þörf fyrir forréttindi, þvi að þeir njóta þeirra. Maður er nú einu sinni aö reyna aö vera sjálfum sér sam- kvæmur, eða hvaö? Einar Már Guövaröarson. N.M. Til aö foröast misskilning er nauösynlegt að taka fram, að ég er ekki að deila á skipuleggj- endur kvikmyndahátiðar, þeirra starf er lofsvert. Aftur á móti þurfa þeir valdamenn, sem kenna sig við vinstri- og menn- ingarpólitik, að brjótast út úr únni gylltu skel. fra lesendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.