Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. aprll 1980 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson HandrUa- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingár: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Páskahrota stjórnmálanna • Frá því ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók við völdum hefur hún á stuttum tíma leyst mörg vandamál sem hrannast höfðu upp á átaka- og óvissutímum í þjóð- lífinu. Þegar stjórnarstörfin eru metin verður að hafa í huga við hvaða aðstæður ríkisstjórnin var mynduð. Valdalaus setustjórn Alþýðuflokksins hafði með uppáskrift Sjálfstæðisf lokksins velt á undan sér öllum úrlausnarefnum um nokkurra mánaða skeið og í tveggja mánaða stjórnarkreppu voru öll vandamál geymd til næstu stjórnar. Baksvið stjórnarmyndunar- innar voru hugmyndir Sjálfstæðisf lokks og Alþýðuflokks um leiftursókn gegn lífskjörum með stórfelldum niður- skurði og snöggri almennri kjaraskerðingu. • A' •fc.ð við allar aðstæður má segja að þau markmið se. i ikisstjórnin setti sér í verðbólgumálum hafi verið óraunhæf. Á ráðstefnu um verðbólgu sem haldin var á vegum Viðskipta- og hagfræðingafélagsins um sl. helgi virtist það samdóma álit helstu ef nahagssérf ræðinga að óskynsamlegt væri að lækka verðbólgu meira en um 10 til 15% á ári við okkar skilyrði. Oraunhæft væri að ætla að vilji sé fyrir hendi hjá stjórnvöldum, launafólki, hagsmunasamtökum og fyrirtækjum til snögglækkunar á verðbólgu, því sé það gert,þurfi óhjákvæmilega að höggva stórt á einhverju sviði. Þess vegna hljóti það að vera raunhæfari stefna að miða við að Islendingar nái svipuðu verðbólgustigi og gerðist í helstu viðskiptalönd- unum á f imm ára tímabili í stað tveggja ára eins og nú- verandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir. Við f járlagaafgreiðslu nú,þegar þriðja frumvarp að fjárlögum fyrir 1980 hlýtur loks staðfestingu Alþingis, koma allar helstu þverstæður verðbólguþjóðfélagsins í Ijós. Stjórnmálamenn hafa í raun ákaf lega lítið svigrúm til raunhæfra aðgerða gegn verðbólgu, einn vandi er leystur með því að skapa annan og stundarf riður f enginn með því að stíga ögn léttar á verðbólgubremsuna. Vand- inn er sá að sé stigið of fast á bremsuna næst ef til vill árangur á pappirnum en í raun leiðir það til einhvers konar uppreisnar í þjóðfélaginu. • Skattamál hafa mjög verið til umræðu og eins og jafnan er sú umræða uppblásin af stjórnarandstöðunni. Talsverðóvissa ríkir um tekjuskattinn þar sem skattstig- ar hafa ekki verið ákveðnir og skattkerf isbreyting, sem ákveðin var fyrir tveimur árum, gengur nú í gildi með ýmsum óvissuþáttum. Ríkisstjórnin hefur þó staðhæft að heildarskattbyrðin verði svipuð og sl. ár. Það sem við bætister fyrst og fremst heimild til 10% útsvarshækkun- ar hjá sveitarfélögunum og svo orkujöfnunargjald í formi 1,5% söluskattshækkunar, sem nema mun 0.65% í framfærsluvísitölu og launafólk fær bætta með verðbót- um á laun. • Almenningur krefst þess nú í æ ríkari mæli að sveit- arfélög og ríki veiti betri þjónustu í heilbrigðismálum, dagvistarmálum, húsnæðismálum, málefnum aldraðra og á f jölmörgum öðrum sviðum, auk þess sem uppi eru kröfur um margvíslegar félagslegar úrbætur. Það er kjarkleysi að viðurkenna ekki að undir þessum kröfum verður aðeins staðið með skattheimtu sem bitnar á f yrir- tækjum, eignum og tekjum. Söngurinn um að ríkið og sveitarfélögin taki of mikið til sín á sér ekki samsvörun í kröfum fólks til félagslegrar þjónustu og tekjujöfnunar sem felst í opinberum aðgerðum. • Ekki heldur geta íslendingar lagt árar í bát varðandi arðbærar framkvæmdir í orkumálum, virkjun fallvatna og hitaveitumálum, enda þótt lántökur vegna slíkra f ramkvæmda kunni að draga úr árangri i verðbólgubar- áttunni í bráð. Þess vegna má ætla að Islendingar þurfi enn um sinn að búa við verðhækkanir umfram sett mörk á niðurtalningarleiðinni, gengissig eða gengisstökk á leið til stöðugs gengis, og of mikil útgjöld á tímum aðhalds- stefnu. Núverandi ríkisstjórn mun þurfa að feta grýtt einstigi og búa við það einkenni samsteypustjórna að ganga aldrei lengra en sá samstarfsaðili sem skemmst vill fara í hverju máli, þótt athyglisverðar og betri lausnir séu nefndar. Ljóst er að þrátt fyrir upphafsvin- sældir er ríkisstjórnin nú komin að þeim mörkum að langlundargeð samningslausra verkalýðsfélaga er að þrjóta. En það sakar ekki að hafa í huga að ríkisstjórnir leysa ekki allan vanda og verkalýðsfélögin þurfa sjálf að þrýsta á um lausnir sem viðunandi eru fyrir launafólk í landinu. —ekh klrippt Kveðja Mogga Morgunbla&iö er nú loksins komiö meö „réttu útgáfuna” af þvi sem geröist i deilum farand- verkafólks og forráöamanna frystihússins Þórkötlustaöa i Grindavík. Þar kemur fram i viötölum viö heimamenn og i Morgunblaðstexta aö eiginlega hafi þetta farandverkafólk veriö ágætis fólk upp til hópa, en svo hafi þaö veriö þessir lika ein- staklingar, sem aldrei séu til friös, eöa þá kommúnistar úr Reykjavik sem æstu fólkiö upp til óþurftarverka. Þessi afsökunarskrif minna einhvern- veginn á verkalýðsbaráttuna eins og henni er lýst á bókum i litlum sjávarþorpum milli strlöa. Grindvlkingar eru friöelsk- andi fólk,eins og sjálfsagt erfen þaö er á engan hátt afsakanlegt að búa þannig að verkafólki eins og gert var I verbúð Þórkötlu- staöamanna né heldur að breiöa yfir þaö með þvi aö gera úlfalda úr mýflugu i sambandi viö hegðun verkafólksins i kveöjuveislu þar sem lögreglan „gekk nokkuð langt”. Sú nreyfing sem sprottiö hefur upp kringum málefni far- andverkafólks, innlends sem erlends, veröur engan veginn kveöin niöur með einföldunum á borö viö þaö að einungis sé um að ræða kommúnista sem eru að æsa upp friöelskandi verkafólk sem vill leggja á sig fyrir vinnu- friöinn aö búa i grenjum sem varla eru hundum bjóðandi. Óvœnt lof Þjóöviljinn er nokkuö milli tanna manna þessa dagana. Minna er af skjalli en skömmum, en alltaf er lofiö gott þótt litið sé, og sérstaklega þegar það kemur úr óvæntum áttum. Alþýöublaöiö fær tam ekki oröa bundist, um 1. april gabb blaðanna: „Þrátt fyrir þaö aö hugmyndin væri ekki svo vitlaus, og I raun sjálfsagt aö gera samsæri meö þáttöku allra blaöa, var eins og tilraunin færi út um þúfur. Þaö vantaöi eitthvaö á. 1 stuttu máli má segja aö kfmnigáfa blaöamanna I samsærinu hafi ekki risiö undir þessari ágætu hugmynd. Þar skal þó gera eina undantakn- ingu, sem er umfjöllun Þjóövilj- ans, en auk þess, aö slá upp fals- fréttinni, birtu þeir örstutta grein um hana aukalega, i þeim stórskemmtiiega paranoiu tón, sem Þjóöviljinn beitir einn blaöa. Þar mátti sjá létta sjálfs- sagnrýni, meö marxlskum undirtón.” Og meira lof Og í Neista skrifar J. grein um „Atökin í Grindavlk” og segir m.a.: „Þjóöviljinn komst á snoöir um brottreksturinn og svift- ingarnar sem áttu sér staö I kring um hann og vildi ólmur slá þessu upp. Baráttuhópurinn taldi hinsvegar nauösynlegt aö öllu yröi haldiö leyndu um sinn, á meöan gengiö yröi frá ráön- Niðurgreiðsla orkuverðs vafasöm Eykur olíusyrkur barneignir manna? Þvi heldur Verslunarráð Islands m.a. fram ingu erlendu farandverka- kvennanna, einkum vegna hugsanlegrar samstööu atvinnurekenda. Þegar búiö var aö fá undirskrift atvinnurek- andans, staöfestingu verkalýös- félagsins Súganda og stuöning félagsmálaráöherra fyrir því að ný atvinnuleyfi gengju I gegn, sögöu erlendu farandverka- konurnar upp með viku fyrir- vara og Þjóöviljanum var gefinn laus taumurinn. Hóf hann þegar i stað skipuleg skrif um málið og á aödáundarverð meöhöndlun blaösins þvi ekki minnstan þáttin I þeim ávinn- ingum sem átökin hafa skilaö.” Snobbað fyrir fortíðinni Meöan Vilmundur Gylfason stærir sig af þvi á Alþingi aö hann snobbi ekki fyrir náms- fólki — nýskriöinn úr langskóla- námi sjálfur — þá fær Alþýöu- flokkurinn orð i eyra frá náms- fólki og þá m.a. guðfræöi- nemanum, Gunnlaugi Stefáns- syni fyrrv. alþingism.. Stúdentafélag jafnaöarmanna hefur tam „átaliö harölega til- löguflutning þingflokks Alþýöu- flokksins um stórfelldan niöur- skurö á framlögum til Lána- sjóðs isl. námsmanna,” sem það telur „vanhugsaöar.” Eina svariö sem birst hefur I Alþýöublaðinu er aö námsmenn megi þakka fyrir aö þaö var ráöherra Alþýðuflokksins sem lagði fram tillögu um námslán fyrir margt löngu. Þeir hljóti aö geta lifaö af þvi i dag, rétt eins og ellilifeyrisþegar og öryrkjar eigi að lifa á þvi aö einu sinni var Alþýöuflokkurinn sérstakur málsvari þessara hópa meö baráttu sinni fyrir almanna- tryggingunum. —ekh. shorrið Verslunarráð Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að niður- greiðsla orkuverðs, svo- nefndur olíustyrkur, sé þjóðhagslega óhagkvæm aðgerð sem geri tímabund- inn orkuvanda varanlegri. Forsendurnar fyrir þess- ari ályktun ráðsins eru æði kyndugar, m.a. telur ráðið, að þær fjölskyldur sem kyndi með olíu fjölgi sér hraðar en þær sem kynda með hitaveitu til þess eins að misnota olíustyrkinn! í ályktuninni segir aö eitt sölu- skattsstig muni nægja til orku- mála en margt mæli þó gegn niöurgreiöslu orkuverös. í fyrsta lagi leiöi þaö til orkusóunar i staö orkusparnaöar. I ööru lagi dragi niöurgreiöslurnar úr áhuga sveit- arfélaga til aö koma sér upp kyndistöövum og nota umfram- raforku til húshitunar. Þá veröi hitaveituframkvæmdir ekki eins hagkvæmar og annars. í þriöja og siðasta lagi segir aö „þær fjöl- skyldur sem njóta oliustyrks hafi tilhneigingu til þess aö veröa stærrien þærsem njóta hitaveitu, enda sé misnotkun alltaf boöið heim meö slikum aögeröum”. —AI Ertu á oliustyrk eöa hvaö?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.