Þjóðviljinn - 03.04.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. aprll 1980
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands
um styrkveitingar árið 1980
Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum
verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir
úr Menningarsjóði íslands:
Útgáfa tónverka
Til útgáfu Islenskra tónverka verBur veittur styrkur aö
upphæö kr. 1.000.000-. Umsóknum skulu fylgja upplýsing-
ar um tónverk þau sem áformaö er aö gefa út.
Dvalarstyrkir listamanna
Veittir verBa 8 styrkir aB upphæB kr. 500.000.- hver. Styrk-
ir þessir eru ætlaöir listamönnum sem hyggjast dveljast
erlendis um a.m.k. tveggja mánaBa skeiB og vinna þar aö
listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar
upplýsingar um fyrirhugaöa dvöl. Þeir sem ekki hafa
fengiö samskonar styrk frá MenntamálaráBi slöastliöin 5
ár ganga aB ööru jöfnu fyrir viö úthlutun.
Styrkir til fræðimanna
Styrkir þessir eru til stuönings þeim sem stunda fræBistörf
og náttúrufræöirannsóknir. Umsóknum skulu fylgja
upplýsingar um þau fræöiverkefni sem unniö er aö.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist
MenntamálaráBi Skálholtsstlg 7, Reykjavik, fyrir 28.
april næstkomandi. Nauösynlegt er aö nafnnúmer
umsækjenda fylgi umsókninni.
Umsóknareyöublöö liggja frammi á skrifstofu Menn-
ingarsjóös aö Skálholtsstlg 7 I Reykjavlk.
Blaðberar athugið!
Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu
blaðsins. Vinsamlega sækið þau strax, svo
skil geti farið fram sem fyrst.
DIOÐVIUINN Siðumúia 6, simi 81333.
Auglýsing frá ríkis-
skattstjóra
um framtalsfresti
Ákveðið hefur verið að framlengja áður
auglýstan frest einstaklinga, sem hafa
með höndum atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, frá 15. apríl til og með 30.
april 1980.
Reykjavik 2. april 1980,
Rikisskattstjóri.
SKÚLÍ ALEXANDERSSON:
Vinnuaðstaða og kjör í
sjávarútvegi verði bætt
í síðustu viku kom til
umræðu þingsályktunar-
tillaga sem Stefán
Guðmundsson og
Alexander Stefánsson
flytja um aukna nýtingu í
fiskvinnslu. Felur tillagan
i sér að gerð verði könnun á
því hvernig best megi ná
hámarksnýtingu þess
sjávarafla sem á land
kemur. Við umræður um
tillöguna lýsti Skúli
Alexandersson yfir stuðn-
ingi við efni tillögunnar.
Hér á eftir verða birtir
kaflar úr ræðu Skúla við
þetta tækifæri. í byrjun
ræðu sinnar ræddi Skúli
nokkuð um framleiðni i
atvinnurekstri og sagði:
Framfarir í sjávarútvegi.
,,A siöustu árum hefur veriö á
þaö bent að framleiðni I atvinnu-
rekstri okkar væri mjög lág, bæöi
i sjávarútvegi og öörum atvinnu-
greinum. 1 stjórnarmyndunar-
viðræðum fyrir og eftir siöustu
áramót voru tillögur Alþýöu-
bandalagsins um aukna fram-
leiðni atvinnuveganna sem leiö til
viðnáms gegn veröbólgu mjög til
umræðu. Nú er komin rlkisstjórn
sem Alþýðubandalagiö er aöili aö
og þótt sú stjórn hafi ekki markaö
stefnu i þessu máli eins ákveðiö
og við sumir hverjir heföum
óskað má þó við þá stefnu-
mörkun una, ef við hana veröur
staðið, og sjálfsagt er engin
ástæða til þess að svo verði ekki
gert.
Sjálfsagt má rekja það til
ýmissa þátta og ástæðna, aö
framleiöni i islenskum atvinnu-
rekstri er ekki góö. Framfarir á
þessu sviöi hjá sjávarútveginum
og úrvinnslugreinum hans hafa
verið miklar á undanförnum
árum. Þaðer t.d. líklegt að hvergi
við N-Atlantshaf sé jafnlítill
vinnulaunakostnaöur á hverja
veröeiningu fisks komna frá
veiðiskipi og hér á landi. Við
erum með stóran hluta af fiski-
skipaflota okkar vel búinn og
næstum þvi með þjálfaðan og
valinn mann i hverju skipsrúmi.
Ýmsar fræðikenningar hafa samt
verið uppi um óhagkvæmni
islenska fiskiflotans. Þær
kenningar hef ég aldrei heyrt
rödstuddar með samanburði við
fiskveiðiflota og nýtingu flota
Gólfdúkur
01
Nú bjóðum við fjölbreytt úrval af gólfdúk-
um frá DOMCO á ótrúlega hagstæðu verði.
Einnig fjöldi annarra gólfdúka. Ótal litir og
munstur - margir verðflokkar.
Byggingavörudeild
Jón Loftsson hf. f"l'l Q
Hringbraut 121 Simi 10600
Skúli Alexandersson
annarra fiskveiðiþjóöa. Ég er þó
ekki I neinum vafa um aö auka
megi framleiðni fiskiflotans enn
nokkuð og þó sérstaklega i
sambandi við meöferð afla og
jafnvel með ódýrari oliu eða
minni oliueyðslu. Hitt er ljóst, að
ef halda á áfram þeirri óheilla-
stefnu,að stööva endurnýjun á
uppbyggingu fiskiflotans eins og
gert hefur veriö nú aö undan-
förnu, er stutt i þaö aö islenski
þingsiá
fiskiflotinn dragist aftur úr og
veröi þá innan tiöar engin leið
önnur en að taka eitt stóra stökkiö
I uppbyggingu flotans eins og hér
hefur áður verið gert.”
Illa búið að fiskvinnslu-
fyrirtækjum.
Þótt segja megi þaö um
stóra hluta fiskiflotans, aö hann
sýni og geti sýnt góöa framleiöni,
er öfugu farið um fiskvinnslu-
fyrirtækin. Allt of stór hluti þeirra
er vanbúinn til þess að geta sýnt
góða nýtingu og framleiðni. Viö
uppbyggingu fiskvinnslustöövar
skammtar hinn ábyrgi fjármála-
stjóri bankanna aðgeröir. Hafi
verið byggður góöur vinnslu-
staður og frost- eöa birgða-
geymsla er eins vist aö ekki fáist
fjármagn fyrir hráefnismóttökur.
Undirstaða góðrar framleiðni og
nýtingar er gott starfsfólk. Fisk-
vinnslan byggist að nokkrum
hluta á þvi fólki, sem nú ber heitiö
farandverkafólk, en hefur ekki
veriö flokkað á neitt sérstakt nafn I
Islenskum fiskiönaði fyrr en
núna á allra siðustu mánuðum.
Það er þvi höfuðatriðið að fisk-
verkunarstöðvar geti boðið upp á
góða aðstöðu i verbúðum. Sums-
staðar er þessi aðstaða i góöu
lagi, víða ekki. Mér er kunnugt
um stað, þar sem sveitarstjórn,
fiskverkendur og útvegsmenn
með stuðningi verkalýðsfélags
höföu komiö sér saman um bygg-
ingu verbúöa með sæmilega
félags- og mötuneytisaöstööu.
Bankastjórar væntanlegs
viðsiptabanka svo og stjórn Fisk-
veiðasjóðs neitaöi um lánsfé
vegna þessara framkvæmda
végna þess aö þessi framkvæmd
væri of fin og rökstuðningurinn
sem þeir höfðu var sá, að hér væri
ekki verið að byggja yfir verka-
fólk, hér Væri verið aö byggja
feröamannahótel.
Spurningin um þaö, af hverju
þeir álitu að feröafólk á
skemmtireisu þyrfti að hafa betri
aöbúnað en fiskvinnslufólk og
sjómenn,svöruöu þeir meö þvi aö
neita enn ákveðnar um lán til
slikrar þjónustuby ggingar.
Afleiðing neitunarinnar er sú, að
hvert atvinnufyrirtæki á þessum
stað fyrir sig hefur orðiö aö veröa
sér úti um aöstöðu fyrir sitt
verkafólk, aðstöðu sem er marg-
falt verri aö gæöum og stundum
varla boðleg feröafólki hvaö þð
þvi fólki, sem jafnan vinnur
erfiöan og langan vinnudag.
Kostnaöurinn er margfalt á við
það fjármagn sem hefði þurft til
þess aö byggja verbúöina. Neitun
bankastjóranna hefur valdið
þvi, aö fyrirtækin hafa minna
fjármagn til bættrar hagræöingar
og um leiö eru likur fyrir þvi og
reyndar vissa, aö fyrirtækin hafa
minna fjármagn til bættrar hag-
ræöingar,og um leiö eru likur
fyrir þvi og reyndar vissa, aö
fyrirtækin halda ekki eins góðu
starfsliöi að sinum fyrirtækjum.” ,
Kvótaskipting
verði athuguð
Siöast i ræðu sinni fjallaöi Skúli
nokkuð um stjórnun fiskveiöa og
sagöi m.a.:
„ÞaÓ veröur nú æ fleirum ljóst,
aö sú bannstefna eða timabila-
aðferö, sem notuö hefur verið til
aö stjórna veiðum,hefur svo aug-.
ljósa galla að leita veröur
annarra aöferða i þessu efni.
Skoðanir manna i þessum efnum
eru breytilegar og að sumu leyti
fer þetta eftir landshlutum og
veiöisvæðum, hvaö menn telja
best i þessum efnum.
Ég hef verið andvigur þeirri
stefnu er felur i sér kvótakerfi, en
nú þegar ókostir bannstefnunnar
fara aö sýna sig m.a. með þvi að
allur fiskveiðiflotinn stöðvast um
lengri tima meö tilheyrandi
atvinnuleysi i fiskvinnslustöövum
tel ég rétt, aö mjög komi til
athugunar hvort kvótaskipting sé
ekki framkvæmanleg meö bestu
manna stjórnun og þar sem tekiö
yröi fullt tillit til séraöstæöna á
ýmsan hátt.
Sú leið sem nú er farin, aö hver
og einn skipstjóri keppist við aö
ná sem mestu þar til að banninu
kemur og fiskvinnslustöövarnar
neyta allra bragða til að koma
aflanum undan, leiðir til lélegrar
nýtingar á aflanum. Til þess að
ná hámarksnýtingu á þeim
sjávarafla sem á land kemur,
eins og sú tillaga sem hér er til
umræðu gerir ráö fyrir aö
kannaöar verði leiöir til, tel ég aö
nauösynlegt sé að fyrst og fremst
veröi kannaðar leiðir til úrbóta á
eftirfarandi þáttum:
1. Vinnuaöstaöa og kjör þess
fólks er vinnur aö sjávarútveg
veröi stórlega bætt.
2. Lánafyrirgreiöslur til fisk-
vinnslustööva veröi stórlega
auknar.
3. Aukiö eftirlit veröi meö gæöi
þess afla, er aö landi berst, og
meöferö hans I fiskvinnslu-
stöövunum.
4. Tekin veröi upp ný stefna i
sambandi viö fiskveiöitakmark-
anir og stefnt aö meiri jöfnun afla
og stjórnun, sem samræmir
veiöar og vinnslu.”
-þm.
Kosningar
á Alþingi
A fundi sameinaös Alþingis i
gær voru kosnlr yfirskoöunar-
menn ríkisreikninga og stjórn at-
vinnuleysistryggingarsjóös.
Yfirskoöunarmenn rikisreikn-
inga voru kjörnir Jón Snæbjörns-
son, Baldur öskarsson og Halldór
Blöndal.
1 stjórn atvinnuleysistrygging-
arsjóðs voru kjörnir sem aðal-
menn Pétur Sigurösson alþingis-
maður, Daviö ólafsson hús-
gagnabólstrari, Eðvarö Sigurðs-
son formaöur Dagsbrúnar og Jón
Ingimarsson skrifstofustjóri.
Varamenn voru kjörnir Axel
Jónsson fyrrv. alþingismaöur,
Hákon Hákonarson vélvirki,
Benedikt Daviösson formaður
Sambands byggingarmanna og
Ragna Bergmann verkakona.
—þm