Þjóðviljinn - 15.04.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.04.1980, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. april 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Einar Ólafsson endurkjörinn formadur SFR Á aðalfundi Starfsmannafélags rikisstofnana sem haldinn var 24. mars s.l. var kosið I stjórn til næstu tveggja ára. Aöeins einn listi kom fram, listi trúnaðar- mannaráðs, og var þvi sjáif- kjörið. Einar ólafsson útsölu- stjóri ATVR var endurkjörinn formaður félagsins en aðrir I stjórn eru: Sigurfinnur Sigurðs son, fulltrúi, Jónas Ásmundsson skrifstofustjóri, Birgir Svein bergsson, leiktjaldasmiður Tómas Sigurðsson, forstöðu maður, Helga ólafsdóttir, meina tæknir, og ólafur Jóhannesson eftirlitsmaður. Félagar ISFR voru á árinu 1980 3.695 og starfa þeir við á þriðja hundrað stofnanir sem staðsettar eru um allt land. A árinu varð félagiö 40 ára og voru af því tilefni 6 forgöngumenn þess heiðraöri meö merki félagsins úr gulli. Sjö met Framhald af bls. 11. kg. 1 90 kg flokknum sigraði Guðmundur Sigurðsson, eins og áður var sagt frá, en hann gerði sér lltiö fyrir og setti Islandsmet I snörun þegar hann lyfti 148 kg i aukatilraun. Birgir Þór Borgþórsson KR náði góðum árangri þegar hann sigraði i 100 kg flokki. Hann lyfti 150 kg i snörun og 187,5 kg i jafn- höttun , samtals 337.5 kg. I 110 kg flokki sigraði Gústaf Agnars- sonjsnaraði 167.5 kg, jafnhattaði 200 kg og lyfti þvi samtals 367.7 kg. Gústaf vann bikar fyrir besta afrekiö á mótinu. Loks sigraði Jón Páll Sigmarsson KR i þyngsta flokknum. Hann snaraði 120 kg og jafnhattaði 150 kg, samtals 270 kg. -IngH Ikarus Framhald af 3. siðu. ur i rekstri miðað við Benz og væri það einkum vegna mjög dýrra varahluta. Tillaga Eiriks Tómassonar um kaup á nokkrum Ikarus vögnum til viðbótar þessum 20 mun byggja á þeirri staðreynd, að þó Reykjavikurborg vilji greinilega ekkertnema Volvo, hvað sem það kostar, þá hafa ýmsir aðrir aðil- ar, svo sem Kópavogur, Akureyri og hópferðabilstjórar, áhuga á að sameinast um kaup á einni send- ingu hingaö til lands. Myndu þau áform geta orðið að veruleika ef Reykjavik bættist i hópinn. Fengist þá nokkur rekstrar- samanburður á þessum ódýru vögnum og Volvo áður en til þess kemur aö endurnýja hinn helm- inginn af vagnaflota SVR. AI Átelur Framhald af 4. siðu. og veru ný tegund kjara- skerðingar.” Formaður var endurkjörinn Valtýr Snæbjörnsson, ritari Helgi Bernódusson og gjaldkeri .Jóhann Arm. Kristjánsson 1 varastjórn voru kosinKristinn Sigurðsson og Guðmunda Bjarnaddttir. A fundinn mætti Baldur Krist- jánsson, blaðafulltrúi BSRB, og fjallaöi um stöðuna i samninga- málum. Fundurinn samþykkti að gefa tþróttamiðstöðinni i Vestmanna- eyjum 200.000 kr. til að halda áfram framkvæmdum viö úti- laugar og aðra aðstöðu utanhúss fyrir sundlaugargesti og iþrótta- fólk. Plpulagnir Nylagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Rannveig Þorsteinsdóttir formaður 1948-1950 Ingólfur Jónsson formaöur 1946-1948 Sverrir Júliusson formaður 1963-1967 Tryggvi Sigurbjarnarson formaður 1967-1969 Páll Hafstaö formaður 1959-1963 Valborg Bentsdóttir var sérstaklega heiöruð fyrir forgöngu sina og baráttu fyrir bættum kjörum kvenna. Einum félagsmanni haföi áður hlotnast sá heiður að bera merki félagsins úr gulli, en það er Guöjón B. Baldvinsson, núverandi formaður deildar lifeyrisþega, en hann var formaður félagsins 1939-1944 og siðan 1950-1959. Kreditkort Framhald af bls. 7 ungis ábyrgir einstaklingar geta fengiö kort hjá félaginu, og má kortiö aöeins notast i samræmi viö settar reglur, t.d. hvað varðar úttektarhámark. Sé settum regl- um ekki fylgt er kortiö tekiö úr umferö. Tjón af völdum misnotkunar meö týndu eöa stolnu karti kemur ekki niður á korthafa, sem er verndarður fyrir öllu tjóni frá þvi að hann tilkynnir um tap korts- ins. Kreditkortafélagið eða tryggingarfélag þess tekur áhættuna. Misnotkun er sáralitil, segir fyrirtækið, enda rithandarsýnis- horn korthafa á sjáifu kortinu og uröu td. vanhöld Eurocard i Bandarikjunum, þar með talin misnotkun, innan viö 1% af heildarúttektum. Aö stefnur vegna skulda i Sviþjóð hafi aukist um 83% undanfarin ár telur fyrirtækið mikla einföldun á staöreyndum og væri nær að skoöa aðra þætti i sænsku efnahagslifi en aukna notkun kreditkorta, svosem vaxtahækkanir, glfurlega háa skatta og verðbólguna. Aö lokum er þvi spáð, að I náinni framtið muni allt reiðufé hverfa og kortin taka við. Engin viðskipti geti átt sér stað án kreditkorta, jafnvel ekki slmtal úr simasjálfsala eða ferð meö leigubil, og jafnhliða þessu muni rán og önnur slik glæpastarfsemi vegna peninga hverfa. Þá muni kreditkort gefa stjórnvöldum kost á algjörlega öruggu eftirliti með t.d. eyðslu og gjaldeyrisnotkun. Iran Framhald af bls. 5. „Arangurinn ætti fljótlega að koma 1 ljós” (Hodding Carter, 27. mars þegar tilkynnt var að Bandarikin hefðu hafið nýjar refsiaögeröir gegn íran). „Viö litum svo á, að ekki sé nauðsynlegt að grlpa til fleiri refsiaðgeröa I bili” ( Carter for- seti, 1. aprll). Námsmennirnir Námsmennirnir I sendiráðinu eru „harðstjórar, sem hafa skap- að rlki i rikinu” (Bani-Sadr, 6. feb.). Námsmennirnir eru „ungir föðurlandsvinir” (Bani-Sadr, 25. feb.). „Við hlýðum aðeins skipunum frá Khomeini. Hvað svo sem hann segir, munum viö hlýða honum.” (Talsmaöur námsmannanna 13. desJ. „Ayatollah Khomeini blandar sér alls ekkert í þetta sendiráðs- mál” (Talsmaður Khomeinis, 15. nóv.). Ruglingslegt mál Eins og sjá má af þessum sam- tiningi er málið allt fremur rugl- ingslegt, og kannski ekki von að fjölmiðlar geti gert þvi sómasam- leg skil, þegar svo mótsagna- kenndar yfirlýsingar koma frá þeim mönnum sem mestu ráða um atburðarásina. Og það er llka athyglisvert, að ruglingsins gætir hjá ráðamönnum landanna beggja. Það er augljóst mál, að þarna er margt fleira I húfi en lif og limir fólksins, sem . fengið hefur að dúsa I sendiráðinu i fimm mánuði. (ih — Information) Til sölu Candy-þvottavél (3 kg ) og Ignis isskápur 140 1. Upplýsingar á auglýsingadeild blaðsins. Simi 81333. Eftir prédikun í kolmunnamessu Mér fínnst Magni vinur minn Kristjánsson óþarflega hörund- sár fyrirhönd starfsbræðra sinna út af ummælum i viðtali við mig um samnorrænar kolmunnatil- raunir. Það eina sem ég vildi hafa beint til skipstjóra kolmunna- veiðiskipa var aö notfæra sér þær niðurstööur sem út úr þessum til- raunum hafa komið eins og hinir aðilarnir hafa notfært sér okkar þurrkunartækni. 1 mörgum viötölum viö skip- stjóra I fyrra vor, en þá var Magni ekki á kolmunnaveiöum, kom fram að Norömenn og Fær- eyingarheföu staðið þeim framar I veiðitækni þegar þeir komu á kolmunnamiðin I fyrravor. Ég held þvi fram að þarna hafi m.a. veriö á ferðinni niöurstöður sam- norrænu tilraunanna. Mér þykir eins og ritstjóra Þjóðviljans mik- ill skaði aðþvi,að Magni hverfur úr kolmunnabaráttunni 1 bili, en viöskulum vona aö merkið standi þótt maðurinn falli. Björn Dagbjartsson ALÞÝÐU BANDALAGIÐ Fljótsdalshérað — almennur fundur Alþýðubandalag Héraðsmanna boðar til almenns fundar um iðnaöar- og orkumál I Valaskjálf laugardaginn 19. aprll kl. 13.00. Frummælendur: Hjörleifur Guttormssonorku-og iönaöarráöherra og Kristján Jónssonrafmagns- veitustjóri. Allir velkomnir. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Kópavogi Félagsfundur veröur haldinn I Al- þýðubandalaginu I Kópavogi miövikudaginn 16. aprll n.k. I Þinghól. Fundurinn hefst kl. 20,30. Fundarefni: Kjarabarátta opin- berra starfsmanna. Frummæi- endur: Haraldur Steinþórsson, Guömundur Arnason og Sigurður Helgason. Stjórn ABK. Alþýðubandalag Héraðsmanna boðar til almenns fundar um Iönaöar- og orkumál I Valaskjálf (litia sal) laugardaginn 19. april kl. 14.00. Frummælendur: Hjörleifur Gutt- ormsson orku- og iönaöarráöherra og Kristján Jónsson, forstjóri Raf- magnsveitna rikisins. Einnig mæta á fundinn Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræöingur og Gunnar Guttormsson deildarstjóri. Fundarstjóri Sveinn Jónsson. Mætiö vel. — Stjórnin. Skrifstofa AB á Akureyri Framvegis verður skrifstofan Eiösvallagötu 18, opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16-18. Slminn á skrifstofunni er 21875. — Félagar lítiö inn. Muniö eftir Norðurlandi. — Stjórn ABA. Alþýðubandalagið i Kópavogi ' Félagsfundur verður haldinn I Alþýðubandaiaginu I Kópavogi miðviku- daginn 16. apriln.k. IÞinghól. Fundurinn hefstkl. 20.30. Fundarefni: Kjarabarátta opinberra starfsmanna. Frummælendur: Haraldur Steinþórsson, Guömundur Arnason og Siguröur Helgason. Stjórn ABK. KALLI KLUNNI 3619 — Upp meö verkfærin, Palli, nú —Já, þetta er fallegt tré, Kalli, en — Þú getur ekki imyndað þér — Kalli segir að við eigum hvorki skal verða tekið til hendinni! við höfum ekki tima til að dást hvað ég er búinn að upphugsa, að nota hamar, sög eða nagla I lengur að þvl, viö ætlum að byggja Palli! þetta hús — það finnst mér afskap- hús! lega leiðinlegt! FOLDA © Bvlls Hlauptu ekki I nýju skónum! Hoppaðu ekki I sófanum, krakki! Ekkiskriða á gólfinu, hugsaðu um fötin þin! Til hvers er eiginlega bernskan, ef maður má ekki upplifa hana? Þú segir nokkuð! fcl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.