Þjóðviljinn - 15.04.1980, Blaðsíða 15
ÞriO]udagur 15. april 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Dýrðardagar
kvikmyndanna
Sjónvarpsmönnum hefur
stundum verið legið á hálsi
fyrir að nota ekki miðil sinn
betur en þeir gera til a ð kynna
landsmönnum sögu kvik-
myndalistarinnar. Erlendis er
viða lögð á það talsverð á-
hersia að sýna sigildar kvik-
myndir og setja þær i sögulegt
samhengi með stuttum, fræði-
legum inngangi eða eftirmála,
eða með umræðum kvik-
myndafræðinga.
Aðeins i örfá skipti hefur Is-
lenska sjónvarpið haft uppi
tilburði I þessa átt. I þessa til-
burði hefur vantað allt sam-
hengiog þeim hefur ekki veriö
fylgt eftir. NU hafa þeir hins
vegar krækt sér i myndaflokk
1 13 þáttum um sögu kvik-
myndanna, og ef hér er um
gott efni að ræða og vel unnið
má gera þvi skóna að margur
verði oröinn stórum fróðari
eftir 13 vikur um þennan
mikilvægasta fjölmiðil fyrir
daga sjónvarpsins.
Saga kvikmyndanna hófst á
siðasta áratug 19. aldar og má
þvi eiginlega segja aö kvik-
Sjónvarp
kl.21.05
myndalistin sé jafngömul tutt-
ugustu öldinni. Myndaflokkur-
inn „Dýrðardagar kvikmynd-
anna” segir frá upphafsárun-
um, fram að fyrri heimsstyrj-
öldinni. I fyrsta þættinum,
sem sýndur verður i kvöld, er
sagt frá „epískum” kvik-
myndum, eða stórmyndum
fyrstu áranna. —íh
Efnið i stórmyndir aldamótaáranna var oft sótt til grárrar forn-
eskju, og umfjöllunin yfirleitt fremur barnaleg, a.m.k. að okkar
mati.
Max
Frisch
á hljóð-
bergi
Björn Th. Björnsson list-
fræðingur sér að venju um
þáttinn ,,A hljdðbergi” i kvöld.
Aö þessu sinni les svissneski
rithöfundurinn Max Frisch
valda kafla dr skáldsögu sinni
„Mein Name sei Gantenbein”.
Max Frisch fæddist I Ziirich
árið 1911. A námsárum sinum
i kringum 1930 lagði hann
Útvarp
ki. 23.00
stund á þýskt mál og bók-
menntir, og gerðist siðan
blaðamaður og ferðabókahöf-
undur. Eitthvað lærði hann
lika i arkitektUr. En eftir strið
fór hann aö lifa af listinni,
varð atvinnurithöfundur og er
löngu orðinn heimsfrægur sem
slikur.
Hér á landi er Max Frisch
liklega þekktastur fyrir leik-
ritin Andorra og Biedermann
og brennuvargarnir.sem bæöi
hafa verið fiutt hér. Af þekkt-
ustu skáldsögum hans má
nefna Homo faber og Ég er
ekki Stiller. __jh
Kíkt á alþingi
Ingvi Hrafn Jónsson frétta-
maður hefur umsjón meö
Þingsjá sjónvarpsins i kvöld.
Fjailað verður um starfshætti
á Alþingi.
Ingvi Hrafn ræðir við for-
menn þingflokkanna og meðal
þeirra spurninga sem þeir
ætla að velta fýrir sér er
þessi: er unnt aö auka fram-
leiönina á Alþingi? Væntan-
lega leikur mörgum kjósend-
um hugur á að fá svar viö
þessari spurningu, ekki
kannski sist vegna þess að
flestir kjósendur eru skatt-
greiðendur.
Þótt Alþingi og alþingis-
menn hafi lengi verið fyrir-
ferð.armiklir I póliti'skri um-
ræöu hér á landi hefur áreið-
anlega skort mikiö á að menn
Sjónvarp
. kl. 20.40
þekktu til i leikhdsinu mikla
við Austurvöll, vissu hvernig
Alþingi er sem vinnustaður.
Þingsjá sjónvarpsins hefur
það sem af er veriö eins konar
gluggi fyrir okkur litla fólkið
að kikja á. Það er allra góðra
gjalda vert. —ih
|\/| Hríngiöí síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka
l^l>J daga eða skrífiö Þjóðviljanum
tfrá
Gull-
lesendum
Fiskurinn er ekki bara eign sjómanna og útgerðarmanna, segir
Jðhanna.
Hugsum um heildina
korn úr
helgar-
blöðunum
Lesandi kom til okkar með
nokkrar úrklippur úr helgar-
blöðunum. ,,Ég lá yfir blöð-
unum um helgina, aldrei þessu
vant,” sagði hann, „og fann þar
ýmis gullkorn, sem mér fannst
að aörir hlytu að geta haft
gaman af lika.”
Vorið er komið
ISjálfstæðu fólki eftir Halldór
Laxness segir á einum stað um
konu Bjarts, einyrkjans i
Sumarhúsum: „HUn var með
eina tönn i munninum og svo
kom voriö.”.Nú er vor i mál-
efnum neytenda.
(Reynir Armannsson
I Dagblaðinu)
Hvaða Héðinn?
Þó aðkostnaðaráætlun, miðað
við núverandi verölag, hljóði
upp á 192milj. kr. þá hefur ívar
Þórhallsson ekki mælst til þess
að Grindavikurbær eða höfnin
eigi þátt i þessari framkvæmd.
„Héðinn stóð einn”. — Drög að
undirbúningi dráttarbrautar-
innar geröu þeir Helgi Jónsson
ogDavið Gestsson verkfræðing-
ar hjá Hafnarmálastofnun.
—mhg
(Þjóðviljinn)
Engin samkeppni?
Að lokum má geta þess að
könnun leiddi i ljós að ekki er
um beina sölusamkeppni að
ræða milli blaöanna tveggja. A
þeim fimm mánuðum sem at-
hugaðir voru gerðist það aðeins
fimm sinnum að annað blaðiö
seldist óvenjuvel meðan hitt
seldist undir meðallagi. 25 daga
fylgdust þau að upp eða niður
fyrir meöallag. Afganginn af
timanum var salan annað hvort
í meðallagi hjá báðum eða að
annaö seldist i meðallagi meðan
hitt seldist vel eöa illa.
(ÞH I Helgarpóstinum)
Pennavinur
Enn hefur rekið á fjörur okkar
pólskan pennavin. Nú er það 17
ára stúlka, sem vill skrifast á
viö íslenska jafnaldra sina af
báöum kynjum. Hún skrifar
ensku, pólsku og rússnesku.
Ahugamálin eru: iþróttir,
tónlist, liffræöi og skáldskapur.
Utanáskriftin:
Danuta Jarosz
ul. Ognieszki 37
47-400 Raciborz
woj. Katowickie
Poland
Gunnar prófastur Pálsson
heyrði frá sagt kellingu einni i
sókn sinni að hún væri mjög
blótsöm. Við hUsvitjun tók hann
tali kellinguna og spurði að
spurningum nokkrum, og leysti
kelling þær sæmilega og með
siðsömum orðum. Prófastur
spyr hana hvað sá vondi heiti.
Kelling skildi meininguna og
nefnir rækalla og svo við itrekun
spruningarinnar skolla og
Satan. En er prófasti likuöu ekki
nöfn þessi og innir til hvort hUn
viti ekki önnur fleiri sem væru
þó i ritningunni og öðrum guðs-
orðabókum fór kellingu að
leiðast og segir: „Hann heitir
djöfull og andskoti og á heima I
helviti, og taktu þar við
honum.”.
Jóhanna Pálsdóttir hringdi:
— Ég hef verið að lesa i
blöðum og hlusta á i útvarpi
viðtöl við ýmsa menn f sam-
bandi við sjómannaverkfallið
frir vestan og get ekki stillt mig
um að benda á svolitið, sem mér
finnst ekki koma fram i mál-
flutningi þessara manna.
Sjómenn krefjast þess að fá
aukin frl, og það skil ég mjög vel
ogfinnstsjálfsögðkrafa. En svo
vilja þeir hærri laun. Það vita
vlst flestir að þessir menn hafa
mjög góð laun, og mér fyndist
miklu nær aööllþjóöin nyti góðs
af þeim fjármunum sem þeir
afla. Mér finnst timi til kominn
að það fari að gæta meiri sam-
hygðari málflutningi manna, að
það sé ekki allt miðað við kjör
einstaklinga.
Að ýmsu leyti held ég aö það
séréttsemfram kom i greininni
frá Noregi, sem birtist I siðasta
Sunnudagsblaði Þjóðviljans.
Við erum nefnilega að sigla i
strand á skemmtiferðaskipi.
Viö lifum I gósenlandi, og
gætum öll haft það gott, ef við
hættum að hugsa með herða-
blöðunum. Þvi ekki að nota
þennan tima núna, verkfalls-
tlmann, til að huga dálitið að
þessum málum? Hvar laidum
við ef viö höldum áfram að
hugsa alltaf Utfrá okkar
persónulegu lifsgæðakröfum, en
aldrei um þjóðarheildina?
Fiskurinn i sjónum er eign
okkar allra, en ekki bara þeirra
sjómanna og Utgerðarmanna
sem eru þannig staösettir að
þeir eiga auðvelt með að moka
honum upp.