Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. mal 1980
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvænidastjóri: Eiöur Bergmann
Hitstjórar:Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson- Kjartan Ölafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Hekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón FriÖriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson,
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjö'rnsdóttir,
Skrifstofa -.Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bánöardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Nœg atvinna — mikl-
ar orkuframkvœmdir
• Fjárfestingar- og lánsf járáætlun fyrir þetta ár er nú
til umræðu á Alþingi. Væntanlega munu fylgja í kjölfarið
deilur um erlendar lántökur, þensluáhrif og stækkun
rikisgeirans. Ekki er þó síður um vert að átta sig á hvað
að baki prósentna býr, í hverju f jármunamyndunin felst
og til hvaða þarfa innlendum og erlendum lánum er var-
ið.
£ Þær breytingar verða á verðmætaráðstöf un þjóð-
arinnar að f jármunamyndun verður væntanlega 6.8%
meiri að raungildi í ár en í fyrra, einkaneysla dregst
saman um 1—2% og samneysla eykst um 2% ef að líkum
lætur. Hlutfall f járfestingar af þjóðarframleiðslu
verður 26.1/2% ogerþarfariðf ram úr f jórðungsmarkinu
sem ríkisstjórnin setti sér fyrir árin 1980 og 1981.
Ástæðan er fyrst og f remst hin brýna nauðsyn sem á því
er aðefla innlenda orkuframleiðslu og dreif ingarkerf i,
bæði rafveitna og hitaveitna.
• Talið er að opinberar framkvæmdir aukist um 21%
frá sl. ári.en alls er áætlað að 126.6 miljörðum króna
verði varið til opinberra framkvæmda á árinu. Þessi
fjárhæð er tæplega 39% af heildarútgjöldum til fjár-
munamyndunar samkvæmt f járfestingaráætlun saman-
borið við 33% á árinu 1979. Aukningin stafar að lang-
mestu leyti af framkvæmdum á sviði orkumála sem
beinlínis eru forsenda aukinnar framleiðslu og athafna á
vegum einstaklinga og samtaka þeirra. Orku-
framkvæmdirnar felast m.a. í byggingu Hrauneyjar-
fossvirkjunar, lagningu byggðalína (Vesturlína: 4.3
Mkv., Suðurlína: 1.1. Mkv.) og miklum hitaveitu-
framkvæmdum um allt land, en þær eru stærstar í
sniðum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Borgarf irði.
• Sá kostur hefur verið valinn að hafa orkuöflun og
orkudreifingu á vegum opinberra fyrirtækja, en í raun
og veru má líta á f jármunamyndun í sjálfstæðari orku-
búskap sem hina arðvænlegustu atvinnuvegafjárfest-
ingu. Eru þá Kröfluævintýri undanskilin. Fari allt að
vonum má réttlæta aukna skuldasetningu þjóðarinnar
með þeim sparnaði í innfluttu eldsneyti sem orkufram-
kvæmdirnar munu skila.
• Raforkuf ramkvæmdir aukast væntanlega um 46% á
árinu og hitaveituframkvæmdir sem verið hafa miklar
að vöxtum undangengin ár munu enn aukast um 17% á
árinu. I rauninni er hér um svo þjóðhagslega hagkvæma
fjárfestingu að ræða að æskilegt hefði verið að hraða
verkum enn meir. En hraðar verður ekki farið vegna
þess að taka verður til annarra þátta, svo sem þensluá-
hrifa og greiðslubyrða af erlendum lánum.
• Af öðrum liðum í framkvæmdum hins opinbera má
nefna að framkvæmdir við samgöngumannvirki munu
aukast um 5% frá fyrra ári, vegaframkvæmdir þó enn
meira, eða um þriðjung, og fimmtungsaukning verður á
framkvæmdum við flugvelli. Framkvæmdir við opin-
berar byggingar haf a dregist nokkuð saman sl. tvö ár, en
á þessu ári er gert ráð fyrir að þær aukist um 7—8%.
Bygging Þjóðarbókhlöðu og Borgarleikhúss koma þar
við sögu.
• Fjárfestingarútgjöld atvinnuveganna á árinu eru í
heild talin verða 3 1/2% minni en á árinu 1979. Innbyrðis
hlutfallaröskun milli greina er þó athyglisverðari en
þessi samdráttur. Þannig er gert ráð fyrir 10% sam-
drætti í f jármunamyndun í landbúnaði og 18% minni
fiskiskipakaupum. Off járfesting á þessum sviðum hef-
ur verið til umræðu og miðar því í rétta átt. Hins er og að
gæta að innlend skipasmíði verður svipuð og í fyrra og
nýting afkastagetu skipasmíðastöðvanna góð. Gert er
ráð fyrir að fjárfesting í fiskvinnslu verði svipuð og í
fyrra, en þá var hún með allra mesta móti, og iðnaðar-
f járfesting í heild aukist um 3—4%. Hinsvegar er gert
ráð fyrir að framkvæmdir við verslunar- skrifstofu- og
gistihús dragist enn saman á þessu ári, en þar var í f yrra
18% samdráttur. Stefnir þar í rétta átt eftir mikið
þenslutímabil á síðasta áratug.
• Enda þótt ibúðabyggingum muni ekki f jölga á árinu
gera aukin umsvif í byggingarstarfsemi almennt og
mannvirkjagerð það að verkum að atvinnuástand verður
gott í byggingariðnaði. Að því athuguðu og miðað við 2%
heildaraf laaukningu telur Þjóðhagsstofnun að atvinnuá-
stand verði yfirleitt gott í landinu. Þegar metinn er
heildarárangur í efnahagsmálum má ekki gleyma at-
vinnustiginu og er gott til þess að vita að skráð atvinnu-
leysiá fyrsta f jórðungi ársins var hið minnsta frá því að
heildarskráning hófst 1969. Hvað sem um önnur mark-
mið má segja er Ijóst að næg atvinna verður í landinu í
ár. — ekh
Klrippt
Norsku
samningarnir
Fyrir nokkru var greint I
Þjóöviljanum frá samkomulagi
norska alþýöusambandsins og
atvinnurekenda um kaup og
kjör. Mesta athygli hefur þaö
vakiö vegna ákvæöa þess um
lágmarkskauptryggingu. 1 frá-
sögn Þjóöviljans, sem byggö
var á fregnum i norskum
blööum var ekki á hreinu hvern-
ig og hverjir greiddu I þann lág-
launasjóö sem tryggja á aö allir
fái aö minnsta kosti 85% af
meöallaunum I iönaöi.
komulaginu leiöa út I verölagiö.
Alþýöusambandiö sem i fyrstu
haföi aö markmiöi aö endur-
heimta kaupmátt ársins 1978 er
meira aö segja efins um aö þaö
takist aö viöhalda kaupmætti
ársins 19791 ár vegna örra verö-
hækkana. Fyrir velflesta félaga
Alþýöusambandsins er þvi sam-
komulagiö lélegtog áöur en áriö
er úti munu veröhækkanir hafa
étiö upp almennu kauphækk-
unina sem var n.kr. 1.69 á tim-
ann. Þaö mun einnig saxast
mjög á kaupmáttaraukningu
láglaunafólks sem ver stærstum
hluta tekna sinna i neyslu.
Kauptryggingin er af hinu
góöa.en reikninginn borga aönr
félagar innan Alþýöusam-
i Prisene spiser opp tilleggene for de fleste:
HarLO betalt for mye for
lavtlennsoppgjoret?
Bedring lor de lavtlonte — men ing-
i en <>jubeldag». Du skal tjene godt
' under 26 kroner I tlmen lor a lá
makslmalt lavtlennstillegg pá tre
kroner. Prisstignlngen vil splse opp
hele tillegget lor mer enn dobbelt
sá mange som de som lér lavt-
IV JAN OTTO MAUGE *•' '«"4'
«I«PPC' •* o« godkjenie l
nlng. Skue»pilleine i írc
oppiiar-lhiillci var dyku
Pluss og minus
ved oppgjoret
De lagorganlserte har Ikke vært godt lorvent
med lonnsoppgjor de slste árene. Siste lor-
. bundsvise oppgjor var I 1974. Siden har det
gátt slag I slag med Kleppe pakker, lonns-
nemnd og lonnsstopp. De slste ára har det
lonnstillegg.
Raserl I store deler av det lagllge
grunnplanet over at LO har solgt
viktlgo deler av den lokale lorhand-
lingsretten. Det lár stá som laslt et-
ter árets opptreden av LO og NAFs
lorhandlingsdelegasjoner.
Strrli/ innrn Jrrn S Mtlall har Ht
av érrls lariffoppt/a' blr Han. I
rr hrniri Jra. «<*• arbndtrnt allrt
vart markert nedgang I
■il h. nok á «1 p*. o*U ur
1 norska vikuritinu Ny Tid
sem er málgagn Sosialistisk
Venstreparti ritar Jan Otto
Hauge um samkomulagiö og
koma þar fram viöbótaupp -
lýsingar og mat sem fróölegt er
aö kynnast.
Jan Otto Hauge segir aö
samningarnir hafi í för meö sér
verulega kauphækkun fyrir
12—14% félaga I Alþýöusam-
bandinu sem hafa minna en 85%
af meöallaunum i iönaöi i kaup.
(Meöaltaliö er nú um 70 þúsund
kr. norskar á ári, eöa 33,54 kr. n.
á timann, og eru þá ekki meö i
dæminu kaupaukar og álags-
greiöslur). Flestir eru sammála
um þaö i Noregi aö láglauna-
tryggingin sé mikilvæg og rétt
spor framáviö. En enda þótt
ekki sé ástæöa til þess aö van-
meta hana spyrja margir: Var
hún of dýru veröi keypt?
Hreinn
launaskattur
í fyrsta lagi hafa fyrirtækin
fengiö loforö um aö geta velt
kauphækkunum sem af sam-
bandsins. 1 fyrsta lagi er staöiö
undir helmingnum af láglauna-
aukanum meö beinum milli-
færslum frá hverjum einstökum
launamanni. Almenna launa-
hækkunin er i raun 1.79 n.kr. á
timann, en 19 aura af henni
lætur hver maöur af hendi
rakna i láglaunasjóö. Atvinnu-
rekendur sem hafa láglaunafólk
i vinnu þurfa aöeins aö greiöa
helminginn af þeim kaupauka
sem 85% reglan hefur i för meö
sér. Afgangurinn er tekinn af
launafólki meö þessum launa-
skatti yfir linuna.
Millifœrsla af
öðru tagi
En þaö er ekki um neina milli-
færslu aö ræöa frá „rikum”
fyrirtækjum til fátækra. Þannig
er er eigna- og stjórnarfyrir-
komulag atvinnulifsins óbreytt,
og einmitt fyrirtæki meö góöa
afkomu — og þau eru mörg I
Noregi — sleppa ódýrast frá
samkomulaginu vegna þess hve
hin almenna kauphækkun er
litil.
l------------...—og
ítölsk skemmtun og sýning á Loftleiðum
Jan Otto Hauge segir aö þaö
sé vöntunin á sliku millifærslu-
skipulagi sem sé ástæöa þess aö
fjölmörg verkalýösfélög hafi
mótmælt verslun Alþýöusam-
bandsins og atvinnurekenda.
Þau séu ekki aö andmæla þvi aö
greiöa 19 aura norska á timann I
láglaunasjóöinn, heldur mót-
mæli þau hinni milligjöfinni
sem Alþýöusambandiö varö aö
láta af hendi fyrir lágmarks-
tekjutrygginguna: Þakiö á
launaskriöiö (launahækkanir á
samningstímabili) og Ihlutun i
samningsrétt starfsmanna-
félaga á hverjum vinnustaö.
Hœttuleg íhlutun
Borgaralegir fjölmiölar hafa
haldiö þvi fram aö þeir sem hafi
hærri laun veröi aö borga brús-
ann er tryggja á láglaunafólki
bætt kjör. En gjaldmiöillinn er
hættuleg ihlutun i heföbundinn
rétt. Þaö er réttur verkafólks til
þess aö meta framleiöni og
þróun þess fyrirtækis sem þaö
vinnur viö og krefjast stærri
hluta gróöans til handa þeim
sem skapa verömætin. Jan Otto
Hauge segir aö I kapitalisku
þjóöfélagi eins og Noregi sé
þessi réttur grundvallaratriöi
fyrir norska verkalýös-
hreyfingu. Vegna þess hvernig
atvinnullfiö er skipulagt eru
ekki fyrir hendi millifærslukerfi
frá atvinnugrein til atvinnu-
greinar, frá einu fyrirtæki til
annars. Af því leiöir aö enda
þótt reistar séu skoröur viö
staöbundnum sérkjara-
samningum er þaö aöeins
viökomandi fyrirtæki sem nýtur
góös af þvi en ekki launafólk
almennt. Engu skipti fyrir sorp-
hreinsunarmenn sem hafa 28 kr.
n. á timann þótt veramenn i
járniönaöi fái 100 kr. norskar á
timann. Fengju járniönaöar-
menn aöeins 40 kr. n. á tlmann
myndu sorphreinsunarmenn
halda áfram aö fá 28 kr. á
timann.
Breytt hlutföll i
1
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■ v
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
I staö hreins launaskatts til
þess aö jafna kjörin auglýsir
Jan Otto Hauge semsagt eftir
millifærslukerfi þar sem launa-
fólk almennt fái aukna hlutdeild
I gróöa fyrirtækjanna meö þvi
aö fyrirtæki meö mikla
greiöslugetu „aöstoöi” veikari
fyrirtæki viö aö halda uppi
mannsæmandi launum. Inn I
slikt dæmi hlytu einnig aö koma
hugmyndir um launasjóöi
verkafólks og breytt eigna- og
stjórnunarhlutföll I atvinnu-
Hfinu.
—ekh
skorrið
55
ítalskt yor á íslandi
55
ttölsk feröamálayfirvöld
ásamt Feröaskrifstofunni
Útsýn og Hdtel Loftleiöum efna
til fjölbreyttrar dagskrár aö
Hótel Loftleiöum dagana 8.—11.
þ.m. Straumur feröamanna
eykst stööugt til itallu, enda er
hún eitt vinsælasta feröa-
mannaland heimsins sakir
náttúrufeguröar, listar sinnar
og sögu.Feröaskrifstofan Otsýn
hefur haldiö uppi reglubundnu
leiguflugi til ttaliu sl. 6 ár viö
miklar vinsældir, og yfir 10
þúsund islendingar hafa gist
baöstrandarbæinn LIGNANO,
auk þeirra, sem valiö hafa aðra
áfangastaöi I landinu og t.d.
tekiö þátt i skipulögöum kynnis-
feröum um italiu eins og List og
Saga.
Dagskrá þessara ltaliudaga
veröur afar fjölbreytt. Um 20
Frá Feneyjum, en gangaö hafa margir islendingar komiö á undanförn-
um árum eftir aö Otsýn hóf leiguflut til Lignano á N-ltaliu.
Italir eru væntanlegir til undirbúa „Italska voriö”
landsins næstu daga til aö Framhald á bls. 13