Þjóðviljinn - 10.05.1980, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1980, Síða 3
Laugardagur 10. maí 1980*ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ungir Kópavogsbúar fagna skemmtiatriOum á Vorhátiö. Kópavogskaupstadur 25 ára Kópavogskaupstaöur á 25 ára afmæli á morgun 11. mal og veröur þcirra timamóta minnst meö ýmsum hætti, bæöi á vegum bæjaryfirvalda sjáifra og i sam- vinnu viö ýmsa aðila I bænum. Sitthvaö veröur um aö vera I bænum á afmælisdaginn sjálfan, en einnig veröur hátíðahöldum dreift nokkuö á afmælisáriö eftir þvi sem viö veröur komiö. Undanfarna tvo daga hafa skólarnir i Kópavogi haldiö hátíö sina, „Vor i bæ”, og veröur hún endurtekin fyrir almenning i dag kl. 16 I Iþróttahúsi Kársnesskóla. Söngur, dans og hljóöfæraleikur er meöal skemmtiatriöa. A morgun, afmælisdaginn, veröur hátiöarguösþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Séra Þorbergur Kristjánsson prédikar en séra Arni Fálsson þjónar fyrir altari. Skátarnir veröa meö fánaborg viö kirkjuna. Kl. 16.30 hefjast sýningar á heimildarkvikmynd sem bæjar- stjórn hefur látiö gera um þróun bæjarins og ber hún nafniö „Kópavogur, borgin hjá vogunum tveimur”. Veröa sýningarnar i Hamraborg 1 og þar veröur sam- timis opin sýning á verkum úr safni Lista- og menningarsjóös Kópavogs. Kl. 1600-22.00 dagana 11.-18. mai. A sama tlma er ráö- gert aösýna kvikmyndina á klukkustundar fresti þá daga sem sýningin er opin. Eldri bæjarbúar sýna muni sem þeir hafa unniö á námskeiö- um I vetur á sama staö. Þá gefst Tveir leikenda á hátiöinni „Vor Ibæ”. Ljósm. — gel. bæjarbúum kostur á aö kynna sér lltillega starfsemi einstakra stofnana bæjarfélagsins, sem veröa opnar á sunnudag kl. 16.30 og 1900. Stofnanir þessar eru: Bæjarskrifstofurnar, Dagheimil- iö viö Furugrund, Digranesskóli, Kópavogsvöllur, Vélamiöstööin og Siglingaklúbburinn. A öllum þessum stööum veröa starfsmenn bæjarins tilbdnir aö sýna húsakynnin og kynna starfsemi þá er þar fer fram. í tilefni afmælisins gefstbæjar- búum kostur á aö feröast ókeypis meö strætisvögnum Kópavogs á afmælisdaginn. Mæörastyrksnefnd veröur meö kaffisölu I Hamraborg 1, 3. hæö, en jafnframt veröur þar á sama staö sýning á munum unnum úr tré á vegum Kvenfélagasam- bands Kópavogs. 1. júni er svo ráögerö bæja - keppni I skák milli Kópavogs og Hafnarfjaröar. Allir hafa rétt til þátttöku. Helgina 12. júli veröur haldin Iþróttahátiö og svo meö haustinu tónlistardagur i umsjá Tónlistarskóla Kópavogs. NÖKKVI VE-65 STRANDAÐI ÁHÖFNINNI BJARGAÐ Nökkvi VE-65 strandaöi I gær- morgun þar sem hann var aö veiöum þrjár og hálfa sjómflu fyrir vestan Ingólfshöföa. Ahöfn- inni, fjórum mönnum var bjargaö I land i björgunarstól skömmu fyrir klukkan tvö. Mennirnir voru þá blautir, en vel haldnir aö ööru leyti. Aö sögn Óskars Þórs Karls- sonar hjá Slysavarnarfélaginu var það kl. 11.03 I gærmorgun, sem Sigurbára VE tilkynnti Hornafjaröarradlói um strand Nökkva. Var þá þegar haft sam- band viö björgunarsveitimar I Oræfum og á Höfn og komu öræf- ingar á strandstaöinn kl. 13.23 og Hornfiröingarnir skömmu siðar. Veöur var vont á staönum, 9 vindstig á austnoröaustan og braut fyrst á bátnum, en slðar færöist hann inn fyrir verstu sjó- ana. Skyggni var innan viö 100 metra, og var bæöi snjóbylur og sandbylur. Þrátt fyrir þessar erfiöu aö- stæður tókst björgunarstarfið giftusamlega, og var mönnunum bjargað I land I björgunarstól skömmu fyrir kl. 2. Þeir fóru siðan til Hafnar meö björgunar- sveitarmönnum. Formaður björgunarsveitarinnar frá Höfn er Guöbrandur Jóhannsson, en fyrir Oræfingum var Páll Björns- son. Nökkvi er 53 tonna eikarbátur, smiðaður á ísafiröi 1946. Þegar siöast fréttist var kominn leki aö honum, og var taliö óliklegt aö takast myndi aö bjarga honum. — ih Sunnu- dagsblaðið Manna- skipti Um þessa helgi sleppir Ingólfur Margeirsson hendi af Sunnudagsblaöi Þjóðvilj- ans eftir aö hafa veriö um- sjónarmaöur þess um tveggja ára skeiö. Ingólfur hverfur nú til dvalar erlendis og þakkar Þjóöviljinn honum vel unnin störf I þágu blaös- ins þennan tfma. Vonandi munu lesendur eiga eftir aö njóta einhverra Noregspistla frá Ingólfi I biaöinu næsta vetur. I sumar hefur oröiö aö ráöi aö Þórunn Siguröardóttir leikari, sem komiö hefur til liðs viö blaöiö undangengin sumur, hafi umsjón meö Sunnudagsblaöinu ásamt Arna Bergmann ritstjóra. Þjóöviljinn býöur hana vel- komna til starfa. — Ritstj. Fundahöld hjá BSRB; Kj aramálaráðstefnan og viðbrögd stjórnvalda Mikil fundahöld standa nú fyrir dyrum hjá BSRB út um allt iand um stefnu bandalagsins i kjara- málum og viöbrögö stjórnvalda. Fyrstu fundirnir veröa i Reykjavik á mánudag og á þriöjudag á Akureyri, og Vest- mannaeyjum, á miövikudaginn á Isafiröi, föstudag á Siglufiröi og Akranesi og siöan áfram fram til 22. mal. Eru fundirnir fyrir ákveöna, tiltekna starfshópa I Reykjavik og nágrenni, en utan Reykjavikur sameiginlegir fyrir bæjarstarfsmenn og rlkisstarfs- menn á nærliggjandi svæöum. A mánudaginn kemur, 12. mai, veröur haldinn fundur kl. 15 I Sig- túni á Suðurlandsbraut 26 meö kennurum i Reykjavlk, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi og Mosfells- sveit, en frummælendur á honum eru Kristján Thorlacius, Guö- mundur Arnason og Valgeir Gestsson. Kl. 17 sama dag er fundur toll- varöa i kaffistofu Tollstöövarinn- ar og eru þar frummælendur Haraldur Steinþórsson og ólafur A. Jónsson. Fundurinn á Akureyri á þriöju- dag veröur i Sjálfstæöishúsinu kl. 20.30, og hafa þar framsögu Kristján Thorlacius, Haukur Helgason og Erlingur Aöalsteins- son. 1 Vestmannaeyjum er fundur I Alþýöuhúsinu á þriöjudagskvöld kl. 20.30. Þar eru frummælendur Einar Ólafsson og Björn Arnórs- son. Frá frekari fundahöldum verð- ur nánar sagt I blaöinu i næstu viku. —vh Þjóðhátíðarsjóður út- hlutar 120 miljónum Þjóðhátíðasjóður hefur úthlutað 120 miljónum króna ,,til að vinna að verðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menn- ingar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf" eins og segir í skipulags- skrá sjóðsins. Þetta er þriðja úthlutun úr sjóðnum en stofnfé hans er ágóði af útgáfu þjóðhátíðarmyntar í tilefni 1100 ára búsetu á tslandi 1974. 1 skipulagsskrá sjóösins er tekiö fram aö fjóröungur af ár- legu ráöstöfunarfé skuli renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúru- verndarráös og fjóröungur til varöveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verömæta á vegum Þjóöminja- safnsins. Samkvæmt þessu ákvæöi er 30 miljónum sem renna til Náttúruverndarráös ráöstafaö til: 1. Fræöslustofu I Asbyrgi, 2. Frágangs göngubrúar á Morsá, Skaftafelli, 3. Merkingar göngu- leiöa i Skaftafelli, 4. Giröingar Búöahrauns, og 5. Giröingar Hveravalla. Þeim 30 miljónum sem renna til Þjóöminjasafns er ráöstafaö til eftirtalinna verk- efna: 1. Aframhalds viögeröa safn- gripa, einkum vefta (textila), 2. Fornleifarannsókna aö Stóruborg undir Eyjafjöllum, 3. Viðgerða gamalla bygginga: a) endurbygging gamla bæjarins á Galtastööum fram i Hróars- tungu, b) viðgerð Grundarkirkju I Eyjafiröi, einkum sáluhllös c) endurbygging verslunarhúss frá Vopnafirði I Arbæ. 4. Þjóöháttarannsókna 5. Eftirtöku myndasafna, og 6. Fornleifaskráningar. 60 miljónum var úthlutað i styrki til eftirtalinna aöila: 1. UMFI til ritunar sögu félags- ins (1 miljón), 2. Stjórnar Reykjanesfólkvangs vegna úttektar á náttúrufari (2 m.) 3. Vestmannaeyjabæjar vegna fornleifarannsókna I Herjólfsdal (4 m.), 4. Listasafns alþýöu til geymslu og viögeröa listaverka (2,5 m.), 5. lsl-dansks oröabókasjóös tií ljósprentunar oröabókar Sigfúsar Blöndal (1 m.) 7. Bókasafns Flateyjarhrepps til endurbyggingar bókhlööu i Flatey (2 m), 8. Náttúrúverndarráös til út- gáfu og könnunar eldstööva á Reykjanesskaga (3,5 m) 9. Landverndar til útgáfu- starfsemi (3 m), 10. Haröar Agústssonar til rannsókna á húsageröarlegri þróunarsögu Islenskra biskups- stóla, kiaustra og prestsetra (2 m), 11. Náttúruverndarsamtaka Austurlands til athugunar á stein- tegundum (1 m), 12. Landsbókasafns íslands til viðgerða á eldri ritum og kaupa á filmulesvél og prentara (2 m), 13. Safnanefndar Neskaup - staðar til viögeröar á vélbátnum Hrólfi Gautrekssyni (lm), 14. Jónasar Kristjánssonar, prófessors til þýðingar og útgáfu Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.