Þjóðviljinn - 21.05.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.05.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. mai 1980 „Travelling in Iceland” Fyrir Menda ferðamenn á eigin vegunt Feröamálaráð tslands hefur nýlega gefiö út I sam- vinnu viö Náttúruverndar- ráö nýjan bækling, er ber heitið „Travelling in Ice- land” eöa „Freöast um ísland” og er ætlaöur til leiö- beiningar erlendum feröa- mönnum, er fara á eigin vegum um landi, akandi eöa gangandi. Bæklingurinn er fyrst i stað eingöngu gefinn út á ensku. Hann geymir ýmsar gagnlegar upplýsingar um öryggi feröalaga á Islandi og er sérstaklega vakin athygli á hvaö ber aö hafa i huga þegar ferðast er um óbyggöir landsins. Upplýsingar eru gefnar um viökvæma náttúru landsins, gróöurfar og friölýstar teg- undir dýra, plantna og steina. Varaö er viö aö aka yfir vatnsföll án þess aö kynna sér allar aöstæöur fyrst. Einnig er þeim sem áhuga hafa á að ganga á jökla ráö- lagt að leita sér nákvæmra upplýsinga hjá réttum aðilum s.s. Jöklarannsókna- félagi Islands. Vakin er at- hygli á þvi aö hús Slysa- varnarfélags Islands viös- vegar um landiö eru ein- göngu ætluö til notkunar i neyöartilvikum og þvi óheimilt aö nota þau sem áningarstaö. Þá koma fram i bæk- lingnum upplýsingar um veöurfar, vegi, hina ýmsu ferðamáta um landiö og öryggi þeirra og siðast en ekki sist meginreglur um innflutning eigin bifreiöa til landsins. Kort er af landinu, þar sem auðkenndar eru aöalleiöir um landiö, hótel, tjaldsvæöi og friölýst svæöi. Fimm sóttu um Fimm umsóknir bárust um embætti rektors Mennta- skólans viö Hamrahliö, en forseti íslands veitir embættiö að tillögu mennta- málaráöherra. Umsækj- endur eru Heimir Pálsson settur aðstoðarrektor MH, Ólafur S. Ásgeirsson skóla- meistari Akranesi, Hjálmar Ólafsson menntaskóla- kennari og fyrrum aöstoöar- rektor, dr. Vésteinn Rúni Eiriksson eölisfræöingur og örnólfur Thorlacius mennta- skólakennari. Sjö sóttu um stöðu skóla- stjóra Iðnskól- ans íReykjavík Sjö umsækjendur eru um stööu skólastjóra Iönskólans i Reykjavfk sem mennta- málaráöherra veitir. Þeir eru Guðmundur Pálmi Kristinsson byggingarverk- fræöingur, Halldór Jón Arnórsson settur skólastjóri Iðnskólans, Ingvar Asmundsson fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavik- ur, Kjartan Borg, kennari, Kristján Thorlacius yfir- kennari, ólafur T. Eggerts- son yfirkennari og Sveinn Sigurösson véltæknifræöing- ur. Hluti stjórnar og embættismanna Húsnæöismálastofnunar á blaöamannafundinum I gær. F.h. Guö- mundur Vigfússon deildarstjóri, Hilmar Þórisson deildarstjóri, Skúli Sigurösson skrifstofustjóri, Gunn- ar Helgason formaöur stjórnarinnar, Siguröur E. Guömundsson framkvæmdastjóri, ólafur Jensson, Þráinn Valdimarsson, Jón H. Guömundsson, Haukur Vigfússon og Ólafur Jónsson. Tugmiljarða lán til byggingar 32.005 íbúða Húsnæðismála- stofnunin 25 ára Nú eru 25 ár liöin frá þvi aö staöfest voru lög um húsnæöis- máiastjórn, veölán til ibúöa- byggingar og til útrýminear heilsuspillandi húsnæöi, er alþingi samþykkti hinn 10. mai 1955. Löggjöfin um húsnæðismála- stjórn hefur veriö einn megin- þátturinn i þvi fyrirkomulagi hús- næöismála sem þjóöin hefur búiö viö undanfarna áratugi. Frá þvi 1955 og til siöustu ára- móta mema útborguö lán hús- næöismáiastofnunar alis 36.1 miljarði króna til byggingar 32005 ibúða. Þar aö auki hefur hús- næöismálastjórn veitt sveita- stjórnum lán til nýbyggingar ibúöa til útrýmingar heiisuspill- andi húsnæöi. Þá hefur hún frá árinu 1968 til siðustu áramóta veitt 1803 miljónir króna til bygg- ingar 864 ibúöa fyrir aldraöa og öryrkja I byggingum viöa um landL_ Áf nýjum lánafyrirgreiöslum stofnunarinnar má m.a. nefna: Lán til bænda vegna ibúða- byggingar I sveitum og lán til ör- yrkja og ellillfeyrisþega til viö- geröa, viöhalds og endurbóta á húsnæöi. Frá þvi aö stjórnin tók viö stjórn Byggingarsjóös verka- manna áriö 1970, hefur hún lánað samtals 3,4 miljarða króna úr honum til byggingar 918 ibúöa i 26 sveitafélögum og frá 1976 til siö- ustu áramóta haföi stjórnin veitt 3.57 miljaröa króna lán úr Bygg- ingarsjóiöi rikisins til byggingar 402 leigu- og sölulbúöa á vegum sveitafélaga utan Reykjavikur. Teiknistofa var sett á laggirnar á vegum stjórnarinnar ariö 1957 og höföu alls frá upphafi veriö hannaöar teikningar af 5662 ibúöum á teiknistofunni um siö- ustu áramót. Að sögn Guömundar Gunnarssonar, forstööumanns tæknideildar, kosta svokallaöar týputeikningar af einbýlishúsum frá stofnuninni um 30% af veröi sérhannaöra einbýlishúsateikn- inga. Þaö kom einnig fram á blaöa- mannafundi sem Húsnæöismála- stjórn hélt á mánudag i tilefni af- mælisins, að frá þvi aö lán stjórnarinnar uröu aö fullu verö- tryggö hefur innheimtan veriö meö lakara móti, þrátt fyrir aö lánskjörin séu betri en þau voru siðast fyrir verötryggingu. Greinilegt væri, aö fólk áttaöi sig ekki á um verötryggö lán væri aö ræöa, en reiknaöi þess i staö meö vissum veröbólgugróöa. Þaö væri þvi brýnt, að fólk at- hugaöi vel meö afborgunarskil- mála, áöur en fariö væri út i miklar lántökur. Fyrsti framkvæmdastjóri Hús- næöismálastofnunar var Halldór Halldórsson arkitekt, en núverandi framkvæmdastjóri er Siguröur E. Guömundsson. Stjórnin er skipuð 8 mönnum, 7 eru kosnir af alþingi en félags- málaráðherra skipar þann áttunda eftir tilnefningu Lands- bankans. Kjörtimabil stjórnarinnar er fjögur ár, og rennur kjörtímabil núverandi stjórnar út um næstu mánaðamót. -lg- Jón L. og Elvar keppa á heimsmeistara- mótum unglinga Stjórn Skáksambands Islands hefur nýveriö valiö keppendur til þátttöku i heimsmeistaramótum unglinga i ár, en það eru þeir Jón L. Arnason, sem teHa mun i heimsmeistaramóti 20 ára og yngri, sem fram fer i Dortmund i V-Þýskalandi 15.—31. ágúst,og Elvar Guömundsson, ung- lingameistara Islands, sem keppir á heimsmeistaramóti sveina 17 ára og yngri, i Le Havre i Frakklandi, 30. júli til 11. ágúst. 1 báöum mótunum veröa tefldar 13 umferðir eftir monrad- kerfi. Sigrún Guðjónsdóttir, form. FIM. Sigrún kjörin formaöur FlM A aöalfundi FIM, Félags islenskra myndlistarmanna, sem haldinn var fyrir skömmu, var Sigrún Guöjónsdóttir kjörin for- maöur félagsins. Sigriöur Björns- dóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún haföi veriö ritari félagsins. A siðasta starfsári tók FIM á móti tveimur sýningum sem hingaö komu á vegum Norræna myndlistarbandalagsins, hin fyrri var Snorrateikningar, sýning á myndskreytingu á Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar, en siðari sýningin var Maximal-minimal, sýning á verkum hóps konkretlistamanna. Þá var send sýning til Finn- lands i samvinnu viö Norræna félagið, FIM tók þátt I 8. Rostock- biennalnum og haustsýning FIM var haldin aö vanda. 1 janúar og febrúar sl. var tveimur félags- mönnum boöið að sýna i HSssel- by-höll i Stokkhólmi, þeim Snorra Sveini Friörikssyni og Eliasi B. Halldórssyni. Mjög góð afkoma hjá Flugfélagi Norðurlands Afkoma Flugfélags Noröur- lands var mjög góö á sl. ári, aö þvi er fram kemur i fréttatil- kynningu frá aöalfundi féiagsins. Hagnaöur af rekstri félagsins var rúmar 14 miljónir króna. Fluttir voru 15.700 farþegar, sem er 18% aukning miöaö viö áriö á undan. Þá voru fluttar 252 lestir af vörum og 120 lestir af pósti, sem er svipaö magn og áriö á undan. Heildartekjur af reglulegri starfsemi á árinu 1979 voru 334 miljónir kr. en afskriftir námu 94,3 milj. kr..Eldneytishækkanir svo og þaö óhapp aö ein af vélum félagsins brann á Grænlandi i fyrra varö til þess aö afkoma félagsins var verri en ella. Frakkirm sém synjad var um dvalarleyfi á fslandi iSækir um hæli sem ipólitískur flóttamaður 1 Frá fréttaritara Þjóöviljans i I' Kaupmannahöfn, Gesti Guðmundssyni: Frakkinn Patrick Gervasoni, sem synjaö var um dvalarleyfi I' á isiandi á dögunum, hefur nú sótt um hæli sem póiitiskur flóttamaöur á tslandi. Þessar upplýsingar komu fram á Iblaöamannafundi sem Patrick og stuöningsmenn hans héldu I Kaupmannahöfn 14. mai sl. fyrir fréttaritara islenskra fjöl- I" miöla. Eins og fram hefur komiö i fjölmiölum fer Patrick huldu ' höfði i Kaupmannahöfn um | þessar mundir, eftir aö hafa faliö sig fyrir frönsku lögregl- unni i niu ár. Hann neitar alfariö aö gegna herþjónustu, en i Frakklandi eru viöurlög viö þvi tveggja ára fangelsi. Patrick hefur veriö mjög virkur I baráttunni fyrir rétti fólks aö neita herþjónustu af pólitiskum ástæöum og tvlvegis verið handtekinn en flúið I bæði skiptin. Niu ára flótti undan lögregl- unni hefur leikið Patrick hart á likama og sál, og vill hann þvi geta lifaö eölilegu lifi. Þvl fór hann til Danmerkur, en nú er ljóst orðiö aö hér getur hann ekki fengiö griöastaö, þar sem Danir eru rammlega flæktir i samninga viö Frakka og hafa auk þess herskyldu. Island er eini möguleiki hans til aö fá um frjálst höfuö strokiö, þar sem þaö er ekki saknæmt aö is- lenskum lögum aö neita her- þjónustu. Hins vegar hefur Patrick enga möguleika á að komast löglega til Islands, þar eö hann hefur engin persónu- skilriki; hinir grimmúölegu frönsku herdómstólar hafa ekki einvöröungu dæmt hann til fangelsis fyrir aö fylgja sann- færingu sinni sem friöarsinni, heldur hefur hann — sem og 15 þúsund aörir sem neitað hafa herþjónustu — veriö sviptur öllum borgararéttindum. Af þessum sökum getur Patrick ekki fengiö venjulegt dvalar- í leyfi á Islandi og verður þvi aö " sækja um hæli sem pólitiskur I flóttamaöur. Patrick hefur tryggt sér vinnu á tslandi — sem múrari. Fjöl- skylda ein hefur boðist til aö veita honum húsaskjól, og fjöl- ■ margir aörir tslendingar heima og hér I Kaupmannahöfn hafa j heitiö honum aöstoð. A blaöa- mannafundinum beindi Patrick ■ Gervasoni þeirri áskorun til is- I lensks almennings að styöja sig til aö öðlast grlðastaö á | Islandi. ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.