Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júnl 1980. Sunnudagur 1. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Finnbogi Bernódusson í kvöld set ég nafnið þitt í dagbókina Hún er úr netaplastkúiu þessi. I miöbæ Bolungarvíkur stendur lítið og gamalt steinhús, eitt af þessum húsum á fslandi, sem sannfærir mann á svip- stundu um að þar búi gam- alt fólk; yngra fólkið lætur sér slík hús ekki nægja. ( þessu húsi í Bolungarvík býr sjómaðurinn, lista maðurinn og fræðimaður inn,Finnbogi Bernódusson, landskunnur fyrir þessi störf sín. Finnbogi tók blaðamanni af Ijúf- mennskuog leiddi til stofu. Eftir að hafa skoðað nokkur af listaverkum Finnboga spurði ég hann hvort hann væri Bolvik- ingur. — Nei, ég kom hingaö 3ja ára og hef því veriö hér í 85 ár, ég er fæddur I Þernuvík I ögursveit, 1892. Sjómaður í hálfa öld /— Ég var fermdur áriö 1906 og daginn eftir ferminguna fór ég á sjóinn og stundaði sjómennsku I 50 ár. A þeim árum var ekki um margt aö velja fyrir unga menn; sjórinn var nánast eini valkostur- inn. Hvernig var aö róa frá Bol- ungarvik 1906, þegar þú byrjaðir sjómennsku? — Þaö var hroöalegt aö róa heðan áöur en höfnin kom. Lent var I vörum hér vlöa og þær voru svo opnar aö þegar hreyföi sjó barst stórgrýti undir eins uppi þær og þvi var þetta sifelldur vararruöningur hjá manni, sem var mikili þrældómur. Oft kom þaö íyrir aö menn höföu rutt vör- ina aö kvöldi, en næsta morgun þegar komiö var á fætur var hún orðin full af grjóti aftur. Og skipin sem róiö var á? — Vélbátar voru komnir hér þegar ég byrjaöi, flestir þetta 4 til 6 tonn aö stærö. Nú viröist manni sem varir hér i Bolungarvik standi mjög opnar, var ekki erfitt aö lenda ef eitthvað brimaöi? — Þaö var bara alls ekki hægt, viö uröum aö fara til ísafjaröar ef brimaöi, eöa jafnvel til Skáiavikur þegar álandsvindur var og ekki drægt. Nei, þaö skilur enginn sem ekki hefur reynt þaö hvernig þaö var aö róa héöan áöur en höfnin kom. Stutt á góð mið Hvernig vikur þvi viö, Finnbogi að Bolungarvik var stór og mikil verstöö um aldir, fyrstu svona erfitt var aö lenda hér? — Astæðan er einfaldlega sú hve stutt er á góö fiskimiö. Þegar róiö var á höndum munaði um Listaverk eftir Finnboga hverja miluna og héöan var lang- styst aö fara. Er þaö rétt aö Bolungarvik sé elsta þéttbýli á landinu? — Ekki veit ég þaö, en svo mikiö er vist aö áriö 1703, þegar fyrst var tekiö manntal á Islandi, bjuggu um 300 manns hér I hreppnum. Ætli þaö hafi búiö fleiri á einum staö i þá daga; ég efa þaö. Hirðusemi en ekki fræði- mennska Þú gafst út bók — Sögur og sagnir frá Bolungarvik — hvenær byrjaðir þú aö stunda fræöi- mennsku? — Ég er andskotann enginn fræöaþulur, bara hiröusamur. Ég hef hirt og safnað sögum og sögn- um sem ég hef heyrt og haldiö þessu saman. Nú, og svo hef ég haldiö dagbók I yfir 60 ár og skráö þar þaö sem mér hefur verið sagt. Hvaö ætli maöur hafi haft tima til aö stunda fræðimennsku* ég átti 13 börn og maður þurfti oft aö hreyfa sig til þess aö þau fengju magafylli. En dagbók hélt ég og held enn. Heyrðu annars, skrifaöu nafniö þitt hér á blað, ég er oröinn svo gleyminn, i kvöld þarf ég nefnilega aö setja nafniö þitt i dagbókina hjá mér. Annars er þaö mjög litiö sem ég skrifa nú oröiö; sjónin er orðin slæm, þannig aö ég á bágt meö bæöi aö lesa og skrifa. Hefði viljað verða smiður Svo eru þaö listaverkin þin, hvenær byrjaðir þú aö móta og höggva út myndir? — Ég fór aö dútla við þetta eftir aö ég var orðinn einn, stytti mér stundirnar viö þetta. Ég hef bæöi höggiö út I stein og mótaö myndir úr gipsi og skoriö út i tré og plast. Þaö er nú svo litiö af þessu hjá mér núna, þær fengu þetta lánað konurnar, ætla vist aö sýna þetta á Isafirði. — Þegar ég var ungur dreymdi mig um aö læra smiðar, ég heföi oröiö smiöur heföi ég átt þess kost aö læra eitthvaö þegar ég var ungur, en þess átti ég ekki kost. Faðir minn lést af slysförum þegar ég var 17 ára, hann varö undir bát sem hann var aö hjálpa til viö aö leggja. Ég varö þvi að sjá fyrir móöur minni og ömmu og draumurinn um aö læra varö aö engu. Heföir þú ekki viljaö læra á bókina? — Ég held warla.ég heföi frekar viljaö læra smíöar. Þó má vera aö ég heföi viljaö læra verkfræöi. Auövitaö heföi ég lika getaö hugsaö mér aö læra sagnfræöi og Islensku, en á mlnum unglingsár- um var þaö ekki taliö til vinnu aö stunda slik fræöi og menn hugsuöu um aö læra þaö sem taldist vera hagnýtt. En verk- fræöi, ég gæti trúaö aö hún væri skemmtilegt starf. Ég hef unnið meö mörgum verkfræöingum en ekki alltaf haft mikið álit á þeim blessuöum, þá vantar verklagni og hyggindi sem I hag koma eins og sagt er, en starfiö gæti ég trúaö aö 'væri skemmtilegt. Surtarbrandur í stað kola Ég sé að þú hefur gert myndir úr surtarbrandi? — Já, þannig var aö i fyrra striöinu uröu kol svo dýr aö maöur haföi ekki efni á aö kaupa þau til upphitunar. Þá notaði maöur mó og svo fann ég surtar- brandsnámur I fjöllunum hér I kring og notaði hann I stað kola. Ég notaöi surtarbrandinn einnig til aö smiöa úr honum, skar út manntöfl og fleira og eftir aö ég fór aö dútla viö aö gera þessar myndir hef ég notað hann til út- skurðar. Var hægt aö nota surtarbrand algerlega I staö kolanna? — Ég er nú hræddur um þaö, þetta er úrvals brennuefni og hitar vel, nú og svo kostaði þetta ekki neitt og nóg af surtarbrandi i fjöllunum hér I kring. Nú veit enginn neitt Svo viö snúum okkur aftur að sagnfræðinni, ertu hættur að safna sögum og sögnum? — Þaö má heita svo, ég hef ekki hitt neinn sem veit eitthvað i langan tima* menn eru hættir aö segja sögur og unga fólkiö hefur engan áhuga á þessum málum, þaö hlustar kannski ef einhver segir sögu, en man svo ekkert stundinni lengur, safnar engu saman. Svo á ég orðiö erfitt meö aö skrifa. Ef þaö er heitt get ég ekki skrifaö; mér veröur að vera kalt á höndunum, þá get ég páraö svolitið. Ég er nú oröinn gamall eins og þú sérö og á erfitt meö gang og fer þvi litiö og hitti fáa. Hjartadingullinn I mér er eitt- hvaö slappur og ég er alveg hissa á aö hann skuli ekki vera hættur þessu brölti fyrir löngu. Ég er lika alveg tiibúinn til að fara, hann má þess vegna fara aö hvila sig ef hann vill. Þar viö bætist svo aö ég hef verið afar mannblendinn alla tiö og hef litla ánægju af lifinu ef ég get ekki verið innan um fólk, ég er þess vegna sáttur viö aö kveðja. Eymdarlif Hvernig var I Bolungarvik á kreppuárunum, Finnbogi? — Blessaöur vertu, þetta var helvitis eymdarlif, eymdarlif bara. A árunum 1925 til 1934 var afli hér um slóöir mjög góöur og menn skrimtu, en frá 1934 og fram aö striöinu voru eymdarár. Afli brást algerlega og litiö verö fékkst fyrir þann fisk sem veidd- ist. Lægst mun veröiö hafa veriö 1933/1934. Þá söltuðum viö sjálfir og fengum 8 aura fyrir kilóiö af slægöum og hausuöum fiski. Nú er fiskur seldur meö drullu og öllu saman. Best fengum viö fyrir fiskinn ef við gátum landaö hon- um beint I togara. Þeir lágu stundum inná Isafiröi og þangaö var farið og selt I þá. A þessum árum var algert atvinnuleysi hér nema hjá þeim sem stunduöu sjó, en eins og ég sagöi áöan brást afli gersamlega og erfiöleikarnir voru miklir. Svalt fólk hér á þessum árum? — Þaö held ég varla, aldrei sultum við, en oft var lltiö til og þurfti aö fara vel meö. Mér er sagt aö þegar erfiöleikarnir voru hvaö mestir hér á kreppuárunum, hafi á milli 400 og 500 manns þurft aö þiggja af sveit til aö svelta ekki. Nei, vonandi koma slikir timar aldrei aftur. Aldrei hitt galdramenn Vestfiröingar voru sagöir manna göldróttastir, hefuröu hitt galdramann? — Nei, þvl er nú verr, þaö kann enginn orðiö neitt fyrir sér i þess- um efnum, algert dáðleysi I mönnum. Hinsvegar á ég galdra*- kver og islenska galdrabók. Ég frétti eitt sinn af manni sem átti galdrakver og baö hann aö selja mér þaö, en hann léöi ekki máls á þvi. Aftur á móti lánaöi hann mér kverið og ég skrifaöi þaö allt upp og teiknaöi upp galdrastafina alla. Sá sem átti þetta kver kunni ekkert fyrir sér, nei blessaöur vertu, hann kunni ekkert. En svo eignaðist ég galdrabók. Pétur G. Guðmundsson rakst á hana i Reykjavik, keypti hana og færði mér. Þetta er afar merkileg bók og mér var fengur aö henni. Spái ekki verr en veður- stofan Þú segir að enginn kunni oröiö neitt fyrir sér, en eru ekki enn til glöggir veöurspámenn hér vestra, kanntu aö spá I veöur? — Ja, ég er alia vega ekki verri veðurspámaður en þeir á Veður- stofunni, enda spá þeir nánast aldrei rétt um veörið. Jú, annars, þeir hitta oft á rétta átt, en ekki meira. Ég þekkti eitt sinn tvo gamla menn sem voru magnaðir veöurspámenn. Þaö kom varla fyrir að þeir færu ekki rétt meö veöurspá. Ég man vel eftir þvi áriö 1913 þegar annar þeirra kom til okkar þar sem viö vorum aö beita og búa okkur undir róður. Hann sagöi þá si svona: Hættu þessu Sumarliöj,hann er aö ganga upp meö foráttuveöur. Þegar hann sagði þetta var rjómalogn og bliöa. Menn sinntu þessu ekki og réru. Auðvitað haföi hann rétt fyrir sér, þaö geröi manndráps- veöur og báta rak á land, einn sökk I vikinni en mannbjörg varð. Hékla frá Akureyri strandaði hér rétt hjá. Þetta var á sumardag- inn fyrsta; þaö geröist margt þennan dag. Þau voru oft hörö veðrin I gamla daga, mér finnst þau mildari nú hin siöari ár, þaö koma ekki núoröið aörir eins garöar og fyrrum. Veövirfariö hefur breyst eins og svo ínargt annaö; allt breytist. Myndir og texti S.dór Þetta er bein úr manni, sem ég fann hér i fjörunni, sagöi Finnbogi, en bætti svo viö: Nei, ég veit þaö ekki, en mér þótti beiniö skemmtilegt. Égskarþetta útaö gamni minu fyrir mörgum árum, sagöiFinn. bogi. Gtskuröurinn á kúlunum er aö kfnverskum hætti. Sjómaðurinn, fræði- maðurinn og listamaðurinn Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík,sóttur heim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.