Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur I. júni 1980. uobviuinn Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóófrelsis i tgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastióri: Þorgeir Ölafsson. Hekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreibslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. I.jósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjömsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa -.Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖardóttir Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Hitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Haf og land • Þótt íslenskir sjómenn, sem fiskveiðar stunda séu aðeins um f imm þúsund manns, þá er dagurinn í dag sjó- mannadagurinn, hátíðisdagur okkar allra. Eða þannig ætti það a.m.k. að vera, vegna þess að gildi þeirra starfa, sem á sjónum eru unnin, er svo margfalt meira í þessu landi heldur en svarar höfðatölu sjómannanna. • Okkar gullkista er sjórinn, fremur nú en nokkru sinni fyrr, fremur nú vegna þess, að nú eigum við einir viðurkenndan fullan rétt yfir hafsvæðinu öllu út að 200 mílna mörkum og vegna þess, að við eigum nú f lota, sem er betur búinn en áður hefur þekkst. • Þann mikla rétt yfir auðæfum hafsins, sem land- helgisbaráttan færði okkur, og þá miklu þekkingu og tækni, sem sjómenn okkar hafa á valdi sinu nú, þarf að nýta með góðri forsjálni en aðeins hóflegu kappi. Þá mun okkur takast að koma þorskstof ninum í það horf að hér megi án rányrkju veiða 500.000 tonn á ári, einnig að byggja upp og nýta betur aðra fiskistofna, og stórauka þannig afrakstur íslenska þjóðarbúsins af sjávarafla. • Ollum veiðiskap fylgir viss kappsemi, og svo hlýtur enn að verða, en smátt og smátt verðum við að útrýma allri rányrkju við fiskveiðar, og þess í stað að rækta upp f iskistof nana til hámarksaf raksturs eins og góður bóndi ræktar búfé sitt. Þá mun vel fara. • Á þeim áratug, sem nú er að Ijúka hafa störf íslenskra sjómanna og f iskvinnslufólks átt stærstan þátt í að tryggja hér meiri hagvöxt, örari aukningu þjóðar- framleiðslu, heldur en í nokkru nálægu landi. Á Islandi þar sem nær allt byggist á sjávarafla og fiskvinnslu iókst þjóðarframleiðslan um 56,5% á árunum 1970—1979 á sama tíma og aukning þjóðarframleiðslu þ.e. hagvöxt- ur, varð innan við 30% í grónum samfélögum svo sem Bandaríkjunum, Efnahagsbandalagi Evrópu og EFTA- löndunum, þar sem ýmsir telja atvinnulíf langtum háþróaðra en hér. • Á þetta er ekki bent í því skyni að gera litið úr öðrum möguleikum okkar Islendinga til atvinnuuppbyggingar heldur en þeim, sem sjónum tengjast. Vissulega eru þeir möguleikar gífurlega miklir bæði hvað varðar al- menn iðnað, orkufrekan iðnað og einnig landbúnað. En sjórinn er og verður okkar grundvöllur a.m.k. um langa framtíð enn. <? • Á hitt er svo að líta, að sjómennirnir njóta oft ekki sjálfir afraksturs erfiðis síns f þeim mæli sem verðugt væri. Kjör þeirra eru misjöfn. Sumir ná háum tekjum þegar vel veiðist, en bak við þær tekjur er nær alltaf gífurleg vinna og f jarvera frá heimilum svo lítt er sam- bærilegt viðstörf í landi. En þeir sjómenn eru Ifka marg- ir, sem oft fá litið i hlut umf ram kauptrygginguna og eru því lágtekjumenn, þráttfyrir mikla vinnu. Sjómenn eld- ast eins og annað fólk, en sjó sækir enginn til lengdar, sem verulega er farinn að tapa þreki. Það er sanngirnis- krafa að sérhver sjómaður, sem orðinn er 55 ára eða eldri og stundað hefur sjó í 25 ár eða lengur öðlist rétt til að fara i land og njóta þess hæsta lifeyris sem kostur er í okkar þjóðfélagi. • Búa verður sjómönnum almennt þannig kjör, að starfið haldi áf ram að freista ungra og dugandi manna. Það er ekki aðeins réttur sjómannastéttarinnar, heldur einnig nauðsyn okkar hinna, sem i landi sitjum. Fari svo að ungir menn hætti að fást á sjóinn, þá hrynur okkar þjóðfélag eins og spilaborg, hvað sem háreistum verslunarhöllum og allri okkar skriffinnsku líður. • Það er ánægjulegt á þessum sjómannadegi, að geta fagnað nýjum lögum frá Alþingi um verulega aukinn rétt sjómanna í veikinda- og slysatilfellum, lögum sem færa sjómönnum álíka rétt i þeim efnum og fólki í landi og tryggja undirmönnum jafnt sem yfirmönnum fyllstu kaupgreiðslur ef veikindi eða slys ber að höndum i a.m.k. tvo og stundum allt upp í sjö mánuði. Á því þingi sem nú var að Ijúka voru einnig sett lög í því skyni að hindra fyrirvaralausar en óréttmætar afskráningar úr skiprúmi. — Víst eru þetta áfangar í réttindabaráttu sjó- manna, en hér þarf að gera enn betur. Starfs síns vegna eiga sjómenn erf itt með að byggja upp öf lug stéttarsam- tök. Þess vegna m.a. þurfum við hin að veita þeim lið- sinni okkar til að knýja f ram sanngjarnar réttindakröf- ur. * úr aimanakínu Ætlaröu aö fara aö byggja? Ertu endanlega genginn af göflunum? Getur þaö verið aö þetta séu hin endanlegu og ötvi- ræöu merki um alvarlega skerta geöheilsu — aö ætla aö fara aö byggja? — Þaö hefur satt aö segja hvarflaö aö mér i fyllstu alvöru, eftir aö hafa meötekið viöbrögö vina og vandamanna viö hinum válegu tilðindum. Sem eru aö viö sem biíum á mörkum hins byggilega heims f Breiöholti erum búin aö fá ldö undir raöhUs vestur á Eiösgranda. Sögur i gamni og alvöru af Is- lendingum sem eru aö byggja eru margar. Ein segir að á til- teknu geösjUkrahUsi hér í borg séu þrjár deildir eftir því á hversu alvarlegu stigi geösýkin er. Deildirnar heita: „Fok- helt” — „tilbúiö undir tréverk” og sU sföasta (þaöan sem fæstir eiga afturkvæmt) er „vixla- deildin.” Þangaö fara þeir sem eiga hUs — fullbyggt og fullt af vixlum. Jökull heitinn Jakobs- son lagöi aöra merkingu I oröin Viltu byggja, breyta, bæta? „tilbúinn undir tréverk” en ég og þú. Hann skildi þaö ástand svo aö þá væri maöur loksins tilbúinn undir þaö endanlega tréverk, sem veröur okkar siö- asta Ivera, þ.e. likkistuna. En ungt og hraust fólk lætur ekki svona sögur telja Ur sér kjarkinn og hugsar meö til- hlökkun til amstursins. Og nú þegar maöurhefur gefiö sér þaö aö veröa ellidauöur I vestur- bænum en ekki I rokinu I Breið- holti sækja á mann ýmsir bankar. Skyldi maöur geta vaknaö á morgnana án þess aö sjá Esjuna? — Ég sem hef aldrei getaö lifaö án fjalla. Þegar ég dvaldist stuttan tíma hjá Jóni bróöur minum I Lundi fyrir 100 árum siöan, vorum viö samtaka i þvi aö hálftapa geö- heilsunni af fjallaleysi, enda bæöi alin upp undir Esjurótum (og Jón reyndar fæddur þar). Viö komumst aö þvi aö fjalla- laust landslag framkallar eina allsherjar ládeyöu á Ifkama og sál. Tungumáliö, mannllfiö, til- finningarnar — allt veröur lint og þvoglulegt eins og þaö voöa- lega mál sem þarna flýtur út úr fólki. Landslagiö og veöriö er flatt og tilbreytingalaust og allir sem I þvi hrærast. Þetta er auö- vitaö hreinasti fjallafasismi aö halda svonalöguöu fram, en ótrúlegar rætur getur landslag átt I manni. Ég held þvl fram I fúlustu alvöru aö Esjan hafi haldiö f mér llfinu I Breiö- holtinu. Slöan ég man eftir mér hafa allir mlnir draumar gerst á túninu I Kollafiröi undir Esj- unni, þar sem ég ólst aö veru- legu leyti upp, og þegar ég hef veriö erlendis I lengri eöa skemmri tlma hef ég aldrei saknaö neins eins og Esjunnar. En vlkjum vestur I bæ aö al- vöru lffsins. A Eiösgrandanum á sem sagt aö byggja upp hverfi einbýlishúsa og raöhúsa. Þarna er bUiö aö úthíuta nær 100 fjöl- skyldum lóöum. Til þess aö fá lóö I landi borgarinnar, þarftu aö útfylla ýmis plögg sem síöan gefa þér stig. Þessi stigafjöldi ræöur svo úrslitum um þaö hvort þU veröur meöal hinna út- völdu hUsbyggjenda. Stigin eru fyrst og fremst ákvöröuö af bú- setu/atvinnu I borginni en einnig af þvl hversu oft þú hefur sótt um lóö og hvort þú býrö I þröngbýli eöa heilsuspillandi hUsnæöi. Þar sem langflestir þeirra sem þarna fengu lóöir hafa fleiri stig en búsetu/at- vinnu stigin og tæplega hafa allir sótt um lóöir áöur, má gera ráö fyrir aö I þessum 100 fjöl- skyldna hópi sé talsveröur fjöldi fólkssem býr viö þröngbýlieöa I heilsuspillandi húsnæöi. Má svo draga af þvl llkur aö viökom- andi bUi ekki viö allt of öruggan fjárhag. Svo sem fram hefur komiö i fréttum var samkeppni um teikningar af húsunum á þessu svæöi og voru 3 teikning- ar verölaunaöar. Fá lóöarhaf- endur siöan aö velja úr þessum teikningum. Þetta fyrirkomulag er áreiöanlega til fyrirmyndar og llklegt til aö vera íslenskum arkitektúr til framdráttar. Þaö sem hins vegar skiptir ekki slöur máli, er þaö fólk sem þarna ætlar aö bUa og þeir möguleikar sem þaö hefur á aö byggja sér þak yfir höfuöiö. Sé þaö metiö fólki til stiga viö lóöarUthlutun aö búa viö erfiðar Þórunn Sigurdardóttir skrifar aöstæður, veröur llka aö meta þessar aöstæöur þegar fjallaö er um tillögur aö híbýlum fyrir þetta fólk. I þrettán forsendum dómnefndar fyrir vali slnu á verðlaunatillögum er hvergi minnst á nauðsyn þess aö finna leiöir til aö lækka byggingar- kostnaö á þessu landi, þar sem annar hver maöur er aö drepa sig á húsbyggingum, né heldur er fjallaö um nauösyn þess aö finna hagkvæmar og fljótlegar aöferöir til aö byggja. I um- sögnum dómnefndar um verö- launatillögurnar er heldur ekkert fjallaö um hugsanlegan kostnaö eöa fyrirhöfn viö hinar mismunandi húsgerðir. Þetta kann aö viröast óþarft eöa óframkvæmanlegt, en þó hefur stjórn og samkeppnisnefnd Arkitektafélags íslands þaö nú til athugunar „hvernig tryggja megi hlutlaust kostnaöarmat á tillögum, þannig aö enn frekar sé stuölaö aö kostnaöarmeövit- aöri hönnun og þannig aukiö raunhæft gildi samkeppna i þágu verkkaupa” eins og segir orörétt. Og áreiöanlega heföu margir sem nú ætla aö byggja á Eiösgranda kosiö aö nánar heföi veriö vikiö aö þeim þætti I um- sögnum um teikningar aö hús- unum. Þessar aöfinnslur um þessa annars ágætu samkeppni eru settar fram eftir aö hafa spjallaö viö ýmsa sem nú sitja meö sveittan skallann viö aö reikna Ut fjárhaginn og reyna aö átta sig á hvaöa teikning hæfi sér best. Þaö eru nefnilega ekki endilega allir sem vilja fórna llfinu fyrir hús og vilja heldur hafa þaö öfugt ef nauösynlegt er aö velja. Og þaö er kannski ekki tilviljun eftir allt aö fólk skuli umgangast mann eins og maöur sé meö ólæknandi sjúkdóm bara af þvl aö maður fékk lóö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.