Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. jiíni 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ingi Hans Jónsson Grundarfirði skrifar: Fjárveitingavaldið og Grundfirðingar Hinn annan april sl. voru af- greidd frá Alþingi hin svokölluöu fjárlög fyrir áriö 1980. Sé þessum lögum flett kemur margt ein- kennilegt i ljós, flest aöfinnslu- vert. Sé þaö gagnrýnt, sem miöur þykir fara, er svarið einatt aö erf- itt sá aö gera svo öllum liki. Þvi er þaö sjálfsagt svo, aö margir þegja og láta við það sitja aö vonast eftir betri timum. En langlundargeö fólks er misjafn- lega mikiö. Ég er nú sestur niður meö penna f hönd i þvi skyni, að reyna aö koma ergelsi minu og sveit- unga minna á prent og furöulegt finnst mér, aö enginn skuli fyrr hafa bryddað upp á máli þessu i fjölmiðlum. Fyrir 40 árum siðan stofnuðu nokkrir Utvegsbændur i Eyrar- sveit Hraðfrystihús Grundar- fjarðar. Þá var enginn byggöar- kjarni þar sem nú stendur sjávar- plássið Grundarfjöröur, en ibúar þess eru nú 800 og uppgangur staðarins mikill. En vikjum aftur aö fjárlögun- um. Ollum er þaö auövitaö ljóst, aö svona byggðarlag á allt sitt undir góöri hafnaraðstööu, en skiln- ingsleysi stjórnvalda á hafnar- málum Grundfirðinga á sér vart nokkra hliðstæðu. Ariö 1977 var vígður, meö mikilli viðhöfn, nýr hafnargarður. Mættir voru alíir þingmenn kjördæmisins, með sitt vanalega kumpánabros, og virt- ust þeir samgleðjast Grundfirö- ingum með þennan áfanga. Og i einfeldni sinni héldu kjósendur að þingmennirnir hefðu unniö þarna eitthvert þrekvirki. Timar liðu og þingmenn sáust ekki lengi vel og ekkert gerðist frekar i hafnarmálum. Svo vel vissu þeir upp á sig skömmina aö þeir vildu ekki, ótilneyddir, halda framboðsfund á þessum stað við siöustu alþingiskosningar. En fyrir hvað skammast alþingis- Sæta veröur sjávarföllum til aö komast inn I höfnina og aðeins eru tvölöndunarpiáss ef togari og skip eru samtimis inni. mennirnir sin? Jú, þetta mann- virki, sem áöur var frá sagt, stendur nú sem sagt ónothæft vegna þess að ekki fékkst fé til að ljúka við það. Nú er ástandiö þannig, að 50-60 tonna bátar verða að sæta sjávarföllum til þess aðkomast inn i nýju höfnina, vegna grynninga i hafnarmynn- inu. Ekki var farið eftir ráðum heimamanna um staðsetningu og hönnun hafnarinnar. Heimamenn töldu fyrirsjáanlegt, að fljótlega mundi grynnast i höfninni og margir aðrir vankantar hafa komið i ljós. í eldri höfninni er ástandið sist betra og horfir til vandræða ef ekkert verður að- hafst á næstunni. í vetur voru gerðir út héðan 13 Til marks um ástand bryggjunnar má geta þess að skip sem var aö leggja aö bryggjunni rakst á noröurhorn hennar og færöi fremsta hlutann suöur á viö. Þrem dögum siöar kom svo annaö skip og færöi hlutann aftur noröur á viö. bátar á net, auk skuttogarans Runólfs. Skipakomur eru og tlöar hingaö, sem eölilegt er þar sem reknar eru hér 4 meiri háttar fiskvinnslustöövar. Löndunar- pláss er fyrir tvo báta viö svokall- aða „Litlu bryggju” en fyrir 4 við hafskipabryggjuna. Sé togarinn Runólfur i landi eða útskipun i gangi eru i mesta lagi 3 löndunar- pláss en sé togarinn og skip sam- timis við bryggju, sem oft vill verða, eru aðeins 2 löndunar- pláss. Þvi má svo skjóta hér að, að verið er að byggja annan tog- ara fyrir Grundfirðinga og er hann væntanlegur næsta vetur. Miklar skemmdir hafa orðið á hafskipabryggjunni undanfarin ár og er hún að hruni komin. Ef það skeður veröur engin aöstaöa fyrir togara eða flutningaskip. Löndunaraöstaða á „Litlu bryggju” myndi ekki fullnægja fiskibátaflotanum og nýja höfnin yröi ónotuð, þrátt fyrir allt. Til marks um ástand hafskipa- bryggjunnar má til gamans geta þess (þóttekkert gamanmál sé), aö skip, sem var aö leggja aö bryggjunni, rakst á noröurhorn hennar og færöi fremsta hlutann suöur á við. Þrem dögum siðar kom svoannaö skip aö suöurkanti og færöi hlutann aftur noröur á viö. Svona mun þetta trúlega ganga þar til bryggjan hrynur og fyrrnefnt vandræöaástand skap- ast. En nú vaknar sú spurning, hvort heimamenn hafi staðið meö hendur i vösum og horft á þetta gerast. Nei, ekki alveg. Hrepps- nefnd tók sér ferð á hendur til Reykjavikur til fundar við fjár- veitinganefnd og þingmenn kjör- dæmisins og fékk allgóðar viö- tökur. En eitthvað hefur á vantað þvi aftur lagði hreppsnefnd land undir fót og hitti alla þessa höfð- ingja á ný, auk þess sem hrepps- nefndin ræddi við hafnarmála- stjórn, sem lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að i Grundarfirði væri að skapast mjög alvarlegt ástand sem þarfnaöist bráðrar lagfæringar. Grundarfjarðar- goðar héldu vongóöir heim. Þeir ætluðu ekki að láta gleyma sér núna, minnugir þess, að síðast þegar fjárveiting kom til hafnar- mála á staðnum, höfðu 12 ár liöiö milli fjárveitinga. Skrifuðu þeir fjárveitinganefnd i tvigang og Itrekuöu óskir sinar um fjárveit- ingu. Um hafnarmálin segir svo i bréfinu: „Eftir aö nýja höfnin var tekin i notkun 1977 hafa ýmsar frágangs- framkvæmdir, sem nauðsynlegar mega teljast, legið niðri. Af þess- um sökum hefur þetta dýra mannvirki ekki nýst sem skyldi. I ár var reiknað með aö ganga frá rafmagni, vatni og steypa þekju. Skarökom i hafnargaröinn I vetur og fer þvi stór hluti fjár- veitingarinnar i viögerð á honum. Veröur þvi ekki hægt aö ljúka þeim framkvæmdum, sem áöur voru taldar. Óskir heimamanna eru: 1. Aukning viölegukanta I nýju höfninni fyrir 8 báta. 2. Ganga frá akbraut á garðinum. 3. Dýpkun nýju hafnarinnar. 4. Ganga frá rafmagni á haf- skipabryggju. 5. Lenging og breikkun á haf- skipabryggju”. Þannig var nú það. Og svarið kom i næstu fjárlögum: 34,8 milj. til hafnarmála i Grundarfirði. Ekki gat það nú minna verið. Ef við skoðum þessa tölu betur kemur i ljós, að þetta svarar til um 5 daga afla hjá Grundar- fjarðarbátum eða 2—3ja daga út- flutningsverðmætaframleiðsla hjá fiskvinnslustöövunum á staðnum. Ég veittist aöeins aö þingmönn- um okkar fyrr I greininni og er ekki hættur þvi enn. Þingmenn eru, eins og öllum er kunnugt, kjömir til þess aö stjórna landi og lýð. Þó að um kjördæmaskiptingu sé aö ræða eiga þeir að hafa það viðan sjóndeildarhring, að þeir séu færir um að stjórna landinu sem einni heild og lýönum sem einni þjóð. En viljir þú, sem lest þetta greinarkorn, vita um búsetu þingmanna Vesturlands, þá skaltu bara fletta fjárlögunum fyrir árið 1980. Þá segir þetta sig sjálft. En kannski eiga þingmenn I fórum sinum gilda afsökun? Þeir eiga vafalaust i erfiðleikum með aö ná simasambandi við Grundarfjörð, vegna mjög tiðra bilana á þvi á þingtimanum. Og ef þeir heföu áhuga á að gera sér ferð til Grundarfjarðar, á finu bil- unum sinum, er hætt við að þeir snúi við þegar þeir sjá ástand veganna i sveitinni, sem verður að teljast all hrikalegt. En ef þeir settu nú i sig hörku og létu ekkert aftra för er eins vist að þaö sé raf- magnslaust á staðnum og fólk allt inni við að orna sér við prfmusa og þvi fáir á ferli. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og litilsháttar reynt að gera grein fyrir þvi uggvænlega á- standi, sem er aö skapast i hafnarmálum Grundfirðinga, sem og loddaraskap ráðamanna i þessu máii. Fleiri mál þarfnast þess einnig að um þau sé ritað en þolinmæðin mun geyma þau um sinn. En stóra spurningin er: Hvað þurfa Grundfirðingar aö leggja meira af mörkum en þeir gera til þess að öðlast náð fyrir augum fjárveitingavaldsins? Ingi Hans Jónsson. Bryggjan gengur tii og frá og mun hrynja ef eitthvaö veröur ekki aö gert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.