Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 1
MOWIUINN Fimmtudagur 19. júni 1980 —137. tbl. —45. árg. Vélin var komin út fyrir brautina þegar hún lagðist mjúklega á vinstri hliðina. Sjá froðuna á brautinni. (Ljósm.: gel) Meistaraleg nauðlending Er vélin lenti hélt hún lengi jafnvægi, en seig siðan hægt út á vinstri hlið og lagðist að lokum hægt út af og var þá komin út af brautinni. „Hnykkurinn var eins og þegar bill fer ofan i holu og tekur aðeins niðri”, sagði Elisabet Hákonar- dóttir flugfreyja en við hittum hana brosmilda og sallarólega fá- einum minútum eftir lend- inguna. Hún sagði, að farþegar hefðu brugðist mjög rólega viö þó að vart hefði orðið eðlilegs ótta eins og við var að búast. ,,Ég vona að það verði bara engin eftirköst og best væri náttúrlega að farþegarnir drifu sig strax i loftið á ný til Vestmannaeyja”, bætti hún við. Úti við flugvélina hittum við að máli flugstjórana Guðjón ölafs- son og Baldur Ingólfsson. Guðjón sagði að i svona tilfellum væri lent eftir ákveðnu plani og i þetta sinn hefði verið nægur timi til að útfæra það út i æsar þar sem sveimað hefði verið yfir i klukku- tima áður en lent var. „Við svona lendingu verður samt að hafa vissa heppni með”, bætti hann við. Ekki var að sjá stórvægilegar skemmdir á vélinni. Vinstri skrúfan var svolitið bogin og vængurinn rispaður. Guðjón flug- stjóri sagði að ekki væri þó hægt að fullyrða um skemmdir ennþá þar sem hugsanleg væri einhver skekking á vélinni. Þó að hún sé ekki nema 1—2 cm getur hún verið mjög alvarleg. I gærkvöldi fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar að loftdæla hefði brotnaö og þess vegna heföi ekki verið hægt að ná hjólinu niður. Fokkervélin hefur einkennis- stafina TF-LLO og var keypt frá S.-Kóreu I vetur. — GFr Pirrko Lindberg frá Finnlandi: Ég fann að ég varð smám saman hræddari og hræddari. Elfsabet Hákonardóttir flug- freyja var sallaróleg eftir lend- inguna. „Ég vona bara að það verði engin eftirköst hjá farþeg- unum”, sagði hún. „Ég var alveg búin að sætta mig við að deyja”, sagði finnska stúlkan Pirrko Lindberg f samtaii við Þjóðviljann rétt eftir nauðlendingu Fokker Friendship- vélarinnar á Keflavikurflugvelli i gærkvöldi. Hún var meðal farþega i vélinni en það var samdóma álit allra þeirra sem horfðu á lendingu Guöjóns ólafs- sonar flugstjóra að hún hefði tek- ist meistaralega vel. Klukkan 16.58 lagði Fokker Friendship vél Flugleiða af stað i loftið áleiðis til Vestmannaeyja og voru i vélinni 16 farþegar auk 3 manna áhafnar. Þegar átti að setja hjólin niöur yfir Vest- mannaeyjum tókst það ekki og var flugvélinni þá snúið aftur til baka til Reykjavíkur. „Eitthvað var tilkynnt i hátal- arann sem ég skildi ekki en skömmu siðar byrjaði telpa að gráta og þá skildist mér að eitthvað alvarlegt væri á seyði”, sagði Pirrko Lindberg. Reynt var að ná hjólunum niður og tókst loks að ná hægra vænghjólinu og nefhjólinu niður enekkiþvi vinstra. Var þá ákveð- ið að magalenda á Keflavikur- flugvelli en flugvélin látin sveima yfir til að eyða eldsneytinu. Mikill viðbúnaður var á Kefla- vikurflugvelli. Almannavarnar- kerfið sett I gang og froðu dælt á aðalflugbrautina. Er vélin lenti var allt i viðbragðsstöðu. „Vélin varekki nema hálffull af farþegum og vorum við beðin um að færa okkur öil fremst i vélina og beygja okkur i neyöarstöðu. Þó aðallirhéldu rósemi sinni fann ég að hræðslan greip mig meira og meira”, sagði Pirrko Lindberg i samtali við Þjóðviljann. Við hittum lika að mál Sveinbjörgu Friðbjörnsdóttur sem var með tvö litil börn sin i vélinni. Hún sagði að ekki heföi önnur hugsun komist að sér en að börnin yrðu hólpin. Guðjón óiafsson flugstjóri: Við svona lendingu verður að hafa vissa heppni með”, sagði hann og var hinn lltiilátasti. Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir meö börn sln tvö: Það komst ekki önnur hugsun að en velferö barna minna. Kosningaréttur kvenna í 65 ár Hvað hefur áunnist? Sjá viðtöl i opnu j Áform Bandaríkjamanna um bækistöðvar á Norðurlöndum iHenirki og vopn fvrir ■ I Aukin hervæding á noröausturjaöri NATO IFrá Ingólfi Margeirssyni frétta- ritara Þjóöv. I Osló: Lögö hefur verið fram tillaga I ■ bandariska þinginu þess efnis að Ibyggja hernaöarlegar birgða- geymslur og vopnabúr I Noregi og Danmörku. Bækistöðvar þessar • yrðu ómannaöar en teknar i (notkun af bandariskum land- gönguliðum ef til styrjaldar , kæmi. I skýrslunni sem lögð var Ifyrir þingið er áætlaö að bygging sllkra stöðva kosti milli 123—203 miljónir dollara. Þessar upplýs- , ingar komu fram i forsiðufrétt I norska Dagblaðsins i gær. Bækistöðvar þessar eru liður I áætlunum um framtlðarhlutverk bandariskra landgönguhersveita. Tvær tillögur eru efst á blaði hjá Bandarlkjamönnum: Annars- vegar að þjálfa landgönguliöa með tilliti til átaka I þriðja heim- inum, þá einkum Persaflóa, hins- vegar að leggja áherslu á Norður- löndin og þá sérstaklega Dan- mörku og Noreg. Nái siðari tillagan fram að ganga þýðir það byggingu her- virkja og vopnabirgöir fyrir að minnsta kosti átta þúsund banda- riska landgönguliða I Noregi. Bandarikjaher hefur yfir þremur sveitum landgönguliða aö ráöa. Tillagan um aukna hervæö- ingu á norð-austurjaöri NATÖ þýðir að tvær sveitir yröu sér- staklega þjálfaöar I Noregi og Danmörku með tilliti til stríðs- átaka við Sovétrlkin á þessum slóðum. Það er fjármálaskrif- stofa bandarfska þingsins sem samið hefur umgetna skýrslu og hún gefur þinginu fjóra kosti I sambandi við framtiöarstaðsetn- ingu landgönguliöa bandarlska hersins. Eins og fyrr segir eru Norðurlöndin og Persaflói, efst á 8000 í blaði, en einnig er rætt um hugsanlega staösetningu I Bret- landi eða aö sveitirnar hafi hvergi fast aðsetur. Höfundar skýrslunnar hafa bent á aö Noregur og Danmörk hafi óskað eftir slikum bækistöðv- um sem hægt væri að taka i notkun á skömmum tima af bandariskum landgönguliðum. Talsmenn norska varnarmála- ráöuneytisins sögðu hinsvegar I viötali við norska útvarpið i gær að þessar áætlanir væru alls óþekktar 1 ráðuneytinu. Þá kemur fram I skýrslunni að ef tillagan yrði samþykkt myndu Bandarikjamenn greiða allan kostnað við gerö bækistöövanna en Noregur og Danmörk sjá um Noregij viðhaldskostnað. Ennfremur ! lengist æfingartimi bandarlskra I landgönguliða I viðkomandi lönd- I um úr tveggja vikna æfingum á J ári I mánaðarþjálfun eöa meira J ár hvert. Eins og stendur eru það ein- I ungis kanadlskir hermenn sem J eru þjálfaðir til hernaöarátaka i ■ Norður-Noregi. Þeim til aöstoðar I eru þó léttvopnaðir sveitir I breskra og hollenskra hermanna J samkvæmt hernaðarskipulagi ■ NATÓ. Komi hinsvegar til þátt- I töku bandariskra landgönguliöa I ■ Noregi og Danmörku verða * þyngri vopn tekin i notkun, svo I sem skriðdrekar, flugvélar og I orrustuþotur. — I.M. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.