Þjóðviljinn - 19.06.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1980, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN F’immtudagur 19. júnl 198« Fimmtudagur 19. júnl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 65 ár síðan konur fengu kosningarétt Tflað breyta heimmum verðum við að breyta okkur sjálfum I dag, 19. júni, eru 65 ár li&in frá Hvers vegna hefur svo litiö þvi aB konungur Islands undirrit- breyst þrátt fyrir mikla umræBu aöi stjórnarskrárfrumvarp sem og langa baráttu? Hvers vegna veitti konum kosningarétt og ris aldan en hnigur svo aftur i kjörgengi, meö takmörkunum þó. sama fariö? Hvers vegna þarf Aratugum saman haföi veriö bar- stööugt aö byrja upp á nýtt? ist fyrir lagalegum réttindum Svariö er, aö innan þess þjóö- konum til handa, rétti til mennt- skipulags sem viö búum viö gefst unar, fjárhagslegs sjálfstæöis og ekki meira rúm. Konur hafa rétti til þátttöku i opinberu llfi. ákveönu hlutverki aö gegna I auö- Róöurinn var þungur, hin Ihalds- valdsþjóöfélagi. Þær sjá nú sem sömu öfl báru þvi viö aö aukin fyrr um endurnýjun vinnuaflsins réttindi stefndu heimilisfriönum I (fæöa börn) og viöhalda vinnuafli voöa, konur myndu hlaupa upp til karla meö þvi aö þjónusta þá til handa og fóta I bæjarstjórnir og borös og sængur. Ekkert hefur inn á þing og skilja börn og bú eft- gerst sem getur leyst konur frá ir umhiröulaus. þessu hlutverki, opinber þjónusta „Þaö er þvf einfalt og auösætt, er takmörkuö og karlmenn hafa aö sérhvaö þaö sem dregur huga ekki komiö til móts viö konur meö konunnar frá heimilinu, er úr lak- þátttöku I uppeldi barnanna né ari átt, og þarf mikiö gott á móti heimilisstörfum, nema i einstaka aö koma ef ábati á aö vera aö tilfellum. Konur hafa streymtút á þvi”, sagöi Jón i Múla á alþingi vinnumarkaöinn, en sú vinna áriö 1911. bætist viö allt þaö sem fyrir var. Konur voru bjartsýnar þegar Kynslóö mótar kynslóö, dóttir þessum réttindum var náö, þær lærir af móöur hvernig kona ,,á trúöu þvi aö nýir timar væru aö aö vera” og fjölmiölar, tiskan og renna I garö, konur eins og Briet skólinn leggja siöustu hönd á Bjarnhéöinsdóttir sem höföu verkiö. Rætur kvennakúgunar- fórnaööllum slnum tima I baráttu innar liggja djúpt i vitund okkar fyrir aukin réttindi konum til sjálfra, og I þeirri þjóöfélagsgerö handa. sem viö búum viö. Mikiö vatn hefur runniö til sjávar I þessi 65 ár. Konur hafa Þaö hlýtur þvl ab veröa aö öölast lagaleg réttindi á flestum tengja baráttu kvenna fyrir jafn- sviöum. Ný bylgja reis á siöasta rétti baráttunni fyrir breyttu áratug sem baröist fyrir jafnrétti þjóöskipulagi. á öllum sviöum, en hver er árang- Þaö þýöir ekki aö viö eigum aö urinn? sitja meö hendur I skauti og blöa Aöeins 5% alþingismanna eru eftir byltingunni, heldur veröur konur, örfáar konur sitja I bæjar- aö vinna jafnt og þétt, stiga skref stjórnum, konur hafa sáralitil fyrir skref, krefjast réttar okkar, áhrif á stjórn þjóöfélagsins þrátt breyta okkur sjálfum og þeirri fyrir kosningarétt og kjörgengi i kynslóö sem er aö vaxa úr grasi, 65 ár. gera hana róttækari og jafnréttis- Enn þá rikir mikiö launamis- sinnaöri. Viö veröum aö muna og rétti, konur vinna öll lægst laun- læra af þeirri baráttu sem fyrri uöu störfin, mikill skortur er á kynslóöir hafa háö, svo ekki sé dagvistunarrými, fæöingar- alltaf veriö aö byrja upp á nýtt á orlofsmálin eru í ólestri, heimilis- byrjuninni. En — til aö breyta störf og barnauppeldi hvilir aö heiminum veröum viö aö breyta mestu á konum og þannig mætti okkur sjálfum. lengi telja. —ká Ætla að menntast og fá góða stöðu Valgeröur Benediktsdóttirer 15 ára skólastúlka og hefur ekki ööl- ast miklar lifsreynslu enn sem komiö er. Hún er ekki „komin út I lifiö” ennþá, hún er aö búa sig undir þaö lif sem hún mun væntanlega lifa næstu 60—70 árin. Hvernig skyldi hún haga þessum undirbúningi eöa lætur hún þaö kannski alveg lönd og leið? „Nei, þaö geri ég ekki”, segir Valgeröur, „ég ætla mér aö menntast og fá góöa stööu. Mig langar mest aö veröa blaöa- maöur. Mér finnst alveg fráleitt aö hugsa bara um aö giftast og láta karlinn vinna fyrir sér og þaö þýöir ekkert aö ætla sér að kom- ast neitt áfram nema aö hafa góöa menntun”. Er þaö algengt aö stelpur á þln- um aldri hugsi sér giftingu sem llfsframfæri eöa atvinnu? „Ekki kannski sem atvinnu en það eru margar sem tala um aö þaö sé alveg óþarfi fyrir stelpur að fara I langt nám t.d. i háskól- ann; þær muni eignast mann i góðri stööu og þá finnst þeim stutt nám alveg nóg. Þaö eru afskap- lega margar sem vilja veröa snyrtisérfræðingar og hár- greiöslukonur og ef maöur segist ætla aö vera blaöamaöur verða allir hissa. Þaö þykir eitthvað svo strákalegt”. „En svo eru líka aörar stelpur sem gera ráö fyrir löngu námi og góöri vinnu aö þvi loknu. Þessar stelpur ætla sér að ná langt alveg eins og strákarnir og þær ætla ekki aö láta hindra sig i áformum sinum”. Reiknaröu meö aö eitthvaö geti hindraö þig i aö ná þvi marki sem þú hefur sett þér nú? „Þaö gætu komið upp veikindi I fjölskyldunni eöa eitthvað slikt. Valgeröur Benediktsdóttir, nemi (mynd. Ella) ABrar hindranir sé ég ekki”. En ef þú giftist og eignast börn áöur en þú lýkur námi? „Ég ætla alls ekki aö gifta mig fyrr en ég hef lokiö námi og þvi siður aö eignast börn”. En aö námi loknu, og þú hefur fengiö góöa stööu, hver á þá aö passa börnin? „Það veröur auövitað einhver aö passa þau,ég hef ekki hugsaö það svo nákvæmlega, mér finnst alla vega ekkert sjálfsagt aö ég hætti að vinna vegna barna; faöirinn gæti alveg eins gert þaö. Veröur þú vör viö misrétti karla og kvenna I þlnu daglega umhverfi? „Já maöur kemstekkihjá þvi að sjá aö konur eru alltaf I vondu verkunum. Hefuröu kannski séö karlmann skúra skóla? Það eru alltaf konur sem gera þaö. En karlarnir eru gangaveröir I skól- unum. Kannski eru þeir þaö af þvi aö þaö er svo létt? Krökkum i skóla er heldur ekki kennt þaö sama. Þegar ég var I barnaskóla þá voru allir krakkarnir saman i leikfimi fyrstu árin. Siöan var hópnum skipt og þá var fariö aö þjálfa strákana meira en þeir eru ekkert sterkari en stelpurnar á bamaskólaaldri. Þaö er öfugt, stelpurnar eru oft stærri og sterk- ari. Þaö var eins meö handavinn- una. Þangað til i 5. bekk var okkur kennd sams konar handa- vinna,en eftir þaö voru strákarnir i smiöum og stelpurnar I sauma- skap. En hvernig eru viöhorf stráka á þlnum aldri til stelpna? „Sumum finnst viö jafnokar sinir, en aörir lita á stelpur sem veikbyggðar verur sem ekkert geti”. Aö lokum, Valgeröur, hver er þln kvenimynd? „Sjálfstæö kona sem getur staöið á eigin fótum”. —hs Vinnum á með hverri nýrri bylgju Geröur óskarsdóttir skólastjóri I Neskaupsstaö var ein þeirra sem stofnaöi Rauösokkahreyf- inguna fyrir 10 árum og var mjög virk innan hennar þar til hún flutti út á land fyrir 6 árum. Finnst þér aö eitthvaö hafi þok- ast I jafnréttisátt á þessum 10 ár- um? — Já, svolitiö breyting hefur átt sér staö, hugarfarsbreyting. Konur hafa sótt meira út I at- vinnulifiö, feöur hugsa meira um börn sin, menntun kvenna hefur aukist og þaö er mun algengara aö þær afli sér starfsmenntunar. Samt sem áöur er mikill munur á stööu karla og kvenna. Konur hafa minni möguleika.þaö er ætl- ast til annars af þeim. Flestar búa viö tvöfalt vinnuálag, vinna úti og heima sem getur verið al- veg fullt starf. Þjóöfélagiö hefur ekki brugöist við og komiö til móts viö fjölskylduna meö auk- inni þjónustu. Eins og viö vitum vantar bæöi dagheimili og skóla- dagheimili þó aö þeim hafi vissu- lega fjölgaö og á meöan svo er þurfa konur ekki aö láta sig dreyma um aö veröa fullgildir þjóöfélagsþegnar sem taka þátt I mótun og stjórnun samfélagsins. Attir þú von á aö skjótur ár- angur næöist I jafnréttisbar- áttunni? — Ég hélt aö meira myndi ger- ast á 10 árum en raunin hefur oröiö. Hvernig voru viöhorfin þegar þú varst aö alast upp? — Ég var dæmigeröur kven- maöur. Ég uppfyllti allar þær væntingar sem til min voru geröar. Ég fór i skóla af þvi aö mér gekk vel I skóla, ég bjóst viö aö veröa móöir og húsmóöir. Þaö var algjör tilviljun aö ég fór i Há- skólann. Ég vaknaði til vitundar um stööu mlna eftir aö ég var orö- in tvitug. Ég var haldin sterkri réttlætiskennd og þaö opnaöi augu min þegar ég fór aö reka mig á misréttið I þjóöfélaginu. Óformlegar umræöur vinkvenna uröu smám saman aö hreyf- ingu — Rauðsokkahreyfingin varö til og hún varö mér algjör Geröur óskarsdóttir, skólastjóri opinberun. Þegar ég lit til baka þá var starfiö þessi ár dýrmætur skóli fyrir mig. Þegar ég fór aö lita á þjóöfélagiö út frá stööu kvenna fékk ég áhuga á svo mörgu ööru, stjórnmálum og þjóðfélagsmálum. Annaö sem haföi mikil áhrif á mig voru vinnubrögöin sem tlðkuöust innan hreyfingarinnar, samvinna á jafnréttisgrundvelli sem allir tóku þátt i. Ekki eins og vlöast hvar þar sem einhver einn tosar öllu áfram. Finnst þér mikill munur á stööu kvenna úti á landi og I þéttbýlinu? — Atvinnuþátttaka kvenna er meiri hér I Neskaupsstaö en ger- ist t.d. á Reykjavikursvæöinu og þar af leiöandi er vinnuálagiö gif- urlegt. Vinnan I frystihúsunum er erfiöisvinna og siöan bætist vinnan heima viö og eiginmenn- irnir gjarnan á sjó. Hér erum viö hins vegar svo vel sett aö dag- vistarrýmiö fullnægir þörfinni og meira en þaö, og þaö er ómetan- legt. Hvernig heldur þú aö afstaða nemenda þinna sé til jafnréttis- mála? — Þegar maður talar viö þá eru þeir jafnréttissinnaöir og finnst aö allir eigi aö vera jafnir, konur og karlar, rikir og fátækir, svartir og hvitir. En þegar þau vaxa upp og fara út I lifið, ríkir ekkert jafn- rétti. Stelpurnar giftast ungar, eignast börn og sitja i súpunni, gamla munstriö endurtekur sig. Hvernig list þér á framtlöina? — Ég er sannfærö um aö bar- áttan fyrir jafnrétti heldur áfram næstu aldirnar. Baráttan gengur i bylgjum, viö vorum á öldutoppi i upphafi siöasta áratugs og erum ef til vill á leið i öldudal. Þannig heldur það áreiöanlega áfram. Meö hverri nýrri bylgju vinnst eitthvað. 1915 var þaö kosninga- rétturinn, lög um launajafnrétti voru samþykkt 1962 sem aldrei hafa komist I framkvæmd i reynd og kannski veröur jafnrétti til náms þaö sem einkennir þetta siöasta timabil. Vonandi næst jafnrétti innan fjölskyldu og heimilis á næsta toppi. Þaö er ekkert óeðlilegt viö þetta; þannig er allri baráttu variö, hún gengur upp og niöur; þannig gengur verkalýösbaráttan og önnur alþjóöleg barátta. -ká Það er alltaf konan sem lúffar Viö leituðum svara hjá Kristínu Jónsdóttur kennara. Hún er tveggja barna móöir, er I fram- hatdsnámi I Háskóla tslands og hefur veriö virk i Rauösokka- hreyfingunni af og til frá stofnun, mest þó hin siðari ár. Hvernig var ástandið þegar þú varst aö alast upp, til hvers var ætlast af þér? — 1 minni fjölskyldu var ákveönum þrýstingi beitt til þess aö viö systkinin gengjum menntaveginn. Ég ætlaöi mér þaö ekki, ég haföi engan áhuga á menntun og hætti eftir 4. bekk i Gagnfræðaskóla. Ég fór út á vinnumarkaðinn, vann öll þessi algengu „kvennastörf” var au pair I Englandi, vann á sjúkra- húsi og skrifstofu I nokkur ár. Þá tóku augu mln smám saman aö opnast — ég vildi ekki vera neöst I goggunarrööinni, þessari stétta- skiptingu sem er svo áberandi á sjúkrahúsum. Þaö var stétta- skiptingin og launamisréttiö sem kom mér af staö. Ég get nefnt sem dæmi aö það var ráöinn deildarstjóri þar sem ég vann — karlmaöur — sem kunni ekkert meira en viö og viö vorum settar i aö hjálpa honum. Hann fékk auðvitað miklu hærri laun; okkur datt bara ekki i hug aö sækja um, það hvarflaði ekki aö okkur; þannig var hugsunar- hátturinn. Kristin Jónsdóttir, kennari Ég ætlaöi mér ekki aö lifa áfram við þetta og þess vegna dreif ég mig I Kennaraskólann sem þá var eini möguleikinn fyrir gagnfræöinga. Oldungadeildin var ekki komin þá. Ég lauk stúdentsprófi og þaö var svo gaman I skóla aö siöan hef ég haldiðáfram. Mér varö ljóst hvaö menntun gefur mikiö. Þaö er ekki aöeins að staöa manns breytist, heldur opnast gáttir til allra átta. Aö fá tækifæri til að lesa allt mögulegt og aö hafa máliö á valdi sinu bæöi i tali og skrifum — þaö er ekki litiö. Um þetta leyti fór Rauösokka- hreyfingin af staö, haföi hún áhrif á þig? — Já, ég fór snemma aö fylgj- ast með hreyfingunni,t.d. sótti ég fundi meðan hún var til húsa i kjallaranum hjá Helgu Olafsdótt- ur og Stefáni Karlssyni. Ég fylgd- ist meö umræðunum, en eins og ég sagöi var ég komin inn á jafn- réttisbrautina áöur vegna þeirrar reynslu sem ég öölaöist á vinnu- markaðnum. Þetta voru ár bjartra vona og ég trúði þvi að hægt væri aö breyta og ná jafnrétti kynjanna — og ég trúi þvi enn —■ en mér er ljóst nú að þaö tekur langan tima, margar kynslóðir. Finnst þér eitthvaö hafa breyst á þessum 10 árum sem liöin eru Framhald á bls. 13 Það ríkir ekkert jafnrétti hér á landi Pálina Einarsdóttir er verka- kona i fyrstihúsinu Baröanum. Hún er 44 ára, gift og á 8 börn. Viö spyrjum hana hvort hún hafi gert nákvæmar framtiðaráætlanir þegar hún var um þaö bil aö ganga út i lifiö eins og sagt er. „Ég veit þaö ekki eiginlega”, segir Pállna „ég Imyndaöi mér lifiö allt ööruvisi en þaö reyndist þegar til kom. Þaö hljóta allir að gera. Ég hugsaöi litiö út I hvort ég þyrfti aö vinna fyrir mér sjálf, viö systkinin höföum ekki tök á aö menntast, heimilisaöstæöur voru þannig. Mér fannst lika allt I lagi með aö giftast og haföi ekkert út á húsmóöurhlutverkiö aö setja, og éggiftist ung og eignaöist börn og var heima meö þau þangaö til ég fór aö vinna i Barðanum”. Varstu ánægö meö aö vera heimahúsmóðir? „Anægö? Ætli maöur hafi hugsaö nokkuö út i þaö, ég haföi ansi mikiö aö gera meö öll þessi börn lengi vel. En það getur varla talist skemmtilegt aö sjá aldrei neitt nýtt og vera alltaf á kafi i barnastússi. Annars er ég engin Rauösokka og er þeirrar skoöunar aö þaö sé best fyrir börnin aö móöirin sé hjá þeim a.m.k. fyrsta áriö. Þaö getur eng- inn komiö I staö móöurinnar. Nú er þetta varla hægt lengur. Þaö veröa allar konur aö fara út aö vinna, laun eins manns nægja ekki fyrir fjölskyldu”. Hvers vegna ferö þú aö vinna úti meö öll þessi börn og hvers Pálina Einarsdóttir, verkakona (mynd. Ella) vegna valdir þú aö vinna I frystihúsi? „Ég fór að vinna vegna þess aö viö vorum aö reyna aö komast I sómasamlegt húsnæöi og um aöra vinnu fyrir mig var ekki aö ræöa. Þegar maöur hefur enga menntun fær maöur ekkert nema skúringar eöa aöra erfiöisvinnu. Mig langaði ekkert sérstaklega til aö vinna I frystihúsi og ég fékk enga pössun fyrir börnin; þaö fá ekki verkakonur sem eru giftar. Börnin mln uröu aö sjá um sig sjálf og passa hvert annaö. Barnaheimilisplássin voru bara fyrir einstæöar mæöur, náms- menn og kennara.” Haföir þú áhuga á jafnréttis- málum á þessum árum? „Þegar maöur er aö vinna á lægsta kaupi og sér aö konur eru alltaf á botninum fer maöur aö hugsa um jafnréttismál. Kaup okkar verkakvenna er smánar- lega lágt. Viö vinnum öll verstu störfin I þjóöfélaginu, þau sem enginn annar vill vinna. Viö höld- um t.d. uppi fiskiönaöi I landinu og fáum 294 þús. á mánuöi fyrir 40 stunda vinnuviku. Já og þaö er ekki fyrr en eftir fjögurra ára starf. Þangað til er kaupiö enn lægra.” „Ég er ekki aö segja aö karl- mennirnir séu neitt hátt launaöir en þeir eru þó hærri. Þaö vinna engir karlmenn sömu störf og viö i frystihúsunum. Stundum eru skólastrákar I þessu smátima, en þeir koma sér alltaf I eitthvaö Framhald á bls. 13 á dagskrá „Mörkud stefna beggja bankastjóranna er hin sama, þ.e. þjónusta við erlenda auðhringavaldið, en leiðirnar að markinu ólíkar”. Út í óvissuna Nú er draumurinn fagri um eflingu Islensks iönaöar, meö aö- ildinni að EFTA, aö rætast. Viöskiptafrelsiö dýrlega meö afnámi tolla og annarra hafta liggur nú brátt að baki svo hin frjálsa samkeppni megi sýna eöliskosti sina, til blessunar og eflingar isl. iðnaði. Sjálfur forustumaöur isl. iönrekenda „Sólargeislinn frá Florida” er að visu meö eitthvert nöldur um skilningsleysi islenskra stjórnvalda, sem sifellt setji fótinn fyrir ötult starf isl. iönrekenda I þá veru, aö bæta framleiðslu sina, svo hún megi standast samkeppnina viö innstreymi erlends iönvarnings. Allt er þetta hjal þó hjáróma, skiptir ekki sköpun i samkeppn- inni, heldur hitt, aö aðildin aö EFTA var frá upphafi hreinn dauöadómur á margar Islenskar iöngreinar, eins og reynslan er þegar farin aö sýna. Þær iön- greinar, sem helst þola þessa óheftu samkeppni,eru fiskiönaöur og gæru- og ullariönaöurinn. Þaö grátbroslegasta viö siöast nefndar iðngreinar er þó þaö, aö markaöurinn fyrir þær er aö langstærstum hluta utan EFTA og EBE landa. Hins vegar kaupum viö inn margfalt meira af iönvörum frá EFTA og EBE (sem viö höfum gert tollasamninga viö) en viö flytjum út til þeirra, enda þótt tolla- lækkun á óunnum fiski til þeirra sé tekin með. Tekjutap okkar af tollaniöurfellingunni mun trúlega skipta fleiri milljöröum ár hvert fyrir utan svo þaö, að hinn erlendi iönvarningur er nú strax á á góöri leiö meö aö knésetja ýmsar greinar iönaöarins og er þó varla nema byrjunin I þvi efni. tslenskur iönaður, sem ætlaö var þaö hlutverk aö færa út starfsemi sina, aö hann gæti tekiö viö veru- legum hluta af fólksfjölguninni, er nú i stórhættu. Eitthvaö bögglast það fyrir brjósti ýmissa manna af hverju EFTA- löndin sum voru svo fús á aö gefa stórfé til svonefndar aö- lögunar Isl. iönaöar aö breyttum aöstæðum. Fjárfúlga þessi átti aö gera islenskum útflutningsiönaöi kleift aö veröa samkeppnisfær, meö ýmiskonar hagræöingu og tæknilegri fullkomnun, svo hann stæöi keppinautunum á sporöi, eöa svo var aö minnsta kosti sagt. Sjónarmið stundarhagsmuna viröast hafa mótaö viöhorf margra iönrekenda til aöildar- innar, sem ekki viröast hafa hugsaö fram i timann. Spurningar leita á: Af hverju veittu EFTA-þjóðirnar tslendingum stórmikiö gjafafé til þróunar islensks iönaöaöar? Voru þær vitandi vits aö efla nýjan keppinaut, sem þrengja myndi aö eigin markaöi? Eöa bjó eitthvaö annaö aö baki? Reynslan hefur nú raunar sýnt, aö þær hafa ekkert aö óttast i þvi efni, þvert á móti. Þeirra iönvarningur flæöir nú inn i landið, meö þeim afleiöingum er áöur er nokkuö drepiö á. Nú.þegar íslenskur iönaöur á i vök aö verjast, hefst skyndilega mikill áróöur fyrir erlendri stór- iðju. Þaö skyldi þó aldrei vera, að EFTA aöildin hafi i upphafi veriö hönnuö I heilabúi þeirra, sem þjóna undir útþennslustefnu auðhringa? Reyndir og klókir viö- skiptaaöilar, sem vel þekkja til i milliríkjaviöskiptum, hafa auö- vitað séö frá upphafi EFTA- aöildar aö hún hlaut aö reynast þeim verst, sem minnstir voru i samkeppninni og jafnframt I mikilli fjarlægö frá markaös- svæöi. Hvort tveggja á við um tsland. Herlúðrablástur stóriöju- manna hljómar nú mjög i eyrum og á trúlega eftir að færast i aukana. ABstoðarbankastjóri Seöla- bankans Sigurgeir Jónsson er ekkert myrkur I máli um stefnu þá er taka skuli i iönaöarmálum. Tugur eöa tugir álverksmiöja skulu hér upprisa landi og þjóö til farsældar. Jóhannes Norödal seölabanka- stjóri er sem vænta mátti miklu klókari I sinum áróöri fyrir eflingu stóriöjunnar. Hann talar um eina eöa svo álverksmiöju á næstu árum og aö ekkert mæli gegn þvi aö tslendingar reisi hana sjálfir. Erlendar lánastofnanir muni fúslega lána fé til sliks fyrirtækis. Enginn efi er á þvi, aö Jóhannesi er vel kunnugt þaö and- rúmsloft, sem rikir, a.m.k. hjá stjórnendum Alþjóöabankans (sem fjármagnaöur er af auö- hringjum aöallega) og engin áltæöa til aö véfengja lánamögu- leika okkar þar. En einhver skil- yrði munu nú fylgja i kjölfariö, sem ekki er veriö aö gefa upp svona fyrirfram. Ekki minntist Jóhannes neitt á sölumöguleika á framleiöslu islensku álverksmiöjunnar, enda ekki rétt aö vera aö draga slikt fram i dagsljósið. Hvaöa markaöi hefur þessi hugsanlega verk- smiöja tryggingu fyrir? Ráöa ekki hinir fáu en stóru álhringir alfarið yfir markaönum á áli? tslensk álverksmiöja á trúlega engra annarra kosta völ en lúta forsjá einhvers álhringsins i einu og öllu, eöa deyja sem fyrirtæki strax i upphafi. Heljarstökk Sigurgeirs i stór- iöjuáformum er augljóst frumhlaup, sem mætir strax öflugri andstöðu, en Jóhannes kann aö velja þær leiöir, þótt krókóttar séu, sem liklegri eru til að skila árangri. Mörkuö stefna beggja banka- stjóranna er hin sama, þ.e. þjónustan viö erlenda auðhringa- valdið, en leiöirnar aö markinu ólikar. Skjöldur Eirlksson. Umferðarnefnd Reykjavíkur: Hringtorg er besta lausnin á tengingu Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar við Kópavog Borgarráö hefur faliö borgar- verkfræöingi aö ræöa viö Vega- gerö rikisins um kostnaö viö gerö hringtorgs á mörkum Reykja- nesbrautar og Breiöholtsbrautar. SU athugun er I samræmi viö samþykkt umferöarnefndar Reykjavlkurborgar þess efnis aö besta lausnin á tengingu Breiöholtsbrautar og Reykjanes- brautar viö Kópavog sé hring- torg. Að sögn Guttorms Þormars verkfræöings hjá borgarverk- fræöingi þá hafa viðræður viö Vegageröina ekki hafist enn þar eö borgarverkfræöingur hefur verið erlendis, en hann er nýkominn til landsins og munu viöræður hefjast fljótlega. Viöræðumar viö Vegageröina taka m.a. mið af þvi aö i kostnaðaráætlun Reykjavikur- borgar er ekki gert ráö fyrir hringtorgi, en hringtorg er allt aö 17 milljónum króna dýrara en aörar lausnir sem ræddar hafa verið á tengingu þessara tveggja brauta viö Kópavog. Hugmyndin mun vera sú aö fá Vegageröina til aö greiða kostnaöinn viö gerö þessa hringtorgs. Guttormur sagöi aö ákvöröun um þaö hvort ráöist yröi i gerö hringtorgs myndi fara eftir niöur- stööum viöræöna viö Vega- geröina og væntanlega myndi borgarráö fjalla aftur um máliö er viðræöunum væri lokiö. —þm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.