Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.06.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. júni 1980 Runólfur Björnsson: Hlutleysis ■ og sjálfstæðisstefnan Natósinnar hafa jafnan reynt aö rökstyöja og réttlæta uppgjöf hlutleysisstefnunar frá 1918 og „herverndarpólitik” sina meö breyttum timum. Hlutleysis- stefnan hafi þótt næg friðtrygg- ing fyrir landið 1918, en heims- styrjöldin siðar hafi afsannað það. Núverandi utanrikisráö- herra orðar þetta þannig i skyrslu til Alþingis: „Við ís- lendingar urðum stofnaðilar að þessum samtökum (þ.e. Nató), enda töldu fulltrúar mikils meiri hluta þjóðarinnar atburði siöari heimsstyrjaldarinnar hafa sýnt og sannaö svo ekki yröi villst að hlutleysisstefnan frá 1918 dygði ekki til að tryggja öryggi þjóðarinnar.” — Timinn 3. mal. Að „örygginu” sem felst I þvi aö vera I hernaðarbandalagi og undir „hervernd” verður vikiö siöar. Það er rétt að hlutleysisyfir- lýsing er ekki trygging gegn yfirgangi stórvelda i striði, fremur en lög eru trygging fyrir þvi að engin afbrot séu framin. Enginn þarf að ætla forvigis- mönnum hlutleysisstefnunnar 1918 slikan barnaskap. Þeir höfðu nýlega orðið vitni aö þvi að hlutleysi Belgiu var brotið, sem þó var tryggt i bak og fyrir með undirskriftum stórveld- anna. Og þeir höfðu orðið aö þola það þegjandi að Bretar sendu hingað fulltrúa sinn sem tók sér alræðisvald i viðskipta- málum Islendinga, fjarskiptum og fréttaflutningi að svo miklu leyti sem hann taldi henta breskum hagsmunum, auðvitað með breska flotann að bak- hjarli. 1 siðari heimsstyrjöldinni var flotinn ekki einhlitur lengur. Flugið var komið til sögunnar i hertækninni. Bretar hernámu ísland 1940. I styrjöld milli stórvelda ræð- ur herfræöileg nauðsyn öllu en rétturinn engu ef svo ber undir. En var þá hlutleysisyfirlýs- ingin'ófyrirsynju ger og er hlut- leysisstefnan með öllu gildis- laus nú á dögum? Til þess að svara þvi veröur aö rifja upp forsögu hlutleysis- yfirlýsingarinnar og þýðingu hennar fyrir Islenskt rikisfull- veldi. Þegar einveldi var aflétt i riki Danakonungs þóttust íslending- ar eiga kröfu til að vera einráðir um löggjöf og stjórn sérmála sinna, enda væri konungssam- bandiö eina löglega sambandið við Danmörku, þótt þeir létu sér lynda að rikið væri eitt I fram- kvæmd út á við. 1 öllum stjórn- skipunarfrumvörpum 19. aldar voru sérmálin tilgreind og bar Dönum og Islendingum að lok- um ekki mikið á milli hver skyldu vera. Það sem á milli bar var að dönsku tillögurnar byggðu á grundvallarlögunum dönsku, sem dönsk stjórnvöld töldu gilda fyrir tsland. Alþingi hratt öllum frumvörpum sem visuðu til grundvallarlaganna, mótmælti stöðulögunum svo- nefndu, sem Danir settu ein- hliða 1873. Með þessari seigu langsýnu afstöðu varðveittu fulltrúar þjóðarinnar réttar- stöðu landsins og héldu opinni leið til frekari sjálfstæöis- krafna. 011 önnur mál en sérmálin, svo sem utanrikismál og hermál, voru i höndum Dana, óátalið af Islendingum. Þaö voru dönsk mál sem þeir virtust ekki láta sig miklu skipta enn sem komiö var. íslendingar þáðu aldrei setu á rikisþingi Dana, sem þeim stóð til boða. Islendingar höfðu ekki góða reynslu af danskri hervernd á 19. öld. Danir gátu ekki verndað siglingar til íslands i Napóleonsstyrjöldunum. Danir voru I fjandmannaflokki Breta, sem létu Islandsförin sigla til breskra hafna sem herfang. Landið var i svelti. Umboðs- stjórn Danakonungs haröbann- aði alla verslun við breska kaupmenn. Þá var það að Magnús Steph- ensen dómstjóri tók upp á eigin ábyrgö sjálfstæöa islenska hlut- leysisstefnu i ófriðnum. Hann var fartepptur i Danmörku og Noregi og reyndi allt sem hann gat til þess að bjarga löndum sinu m frá neyð og hungurdauða. Hann lagði til við dönsku stjórn- ina að Islendingum væri heimil- uð verslun við Breta meðan á ófriðnum stóð. Þvi var ekki svarað. Hóf hann þá á eigin ábyrgð samninga við Breta- stjórn um aö leysa tslandsförin úr haldi og ráða skip i Noregi til Islandssiglinga og varð vel ágengt. Heim kominn lét hann óátalda verslun við breska kaupmenn sem hingað sigldu, samkvæmt samningum sem breskir herskipaforingjar höfðu neytt upp á umboðsmenn Dana- stjórnar. Fyrir hina stórviturlegu og þjóðhollu framkomu sina á tim- um Napóleónsstyrjaldanna og Jörgensensbyltingarinnar hlaut Magnús Stephensen ævilanga ónáö einvaldsins danska, Frið- riks sjötta.og afrek hans hafa meira aö segja enn i dag ekki verið metin að verðleikum af löndum hans. Nálega hið eina sem tslend- ingar höfðu af danskri „her- vernd” að segja á 19. öld voru ógnanir i sinn eiginn garð. Danir fylktu herliði framan viö þjóðfundarstaðinn 1851. Þeir sendu herflokk til að handtaka óþægan smábónda um miðja öldina. Þeir höfðu herskip til reiðu á tsafjaröarpolli ef til óeiröa kæmi vegna ofsókna full- trúa danska valdsins, Magnúsar landshöfðingja, gegn Skúla Thoroddsen. Þetta er allt og sumt að frátekinni mjög slæ- legri landhelgisgæslu gegn breskum og erlendum togurum þegar leið að aldarlokum. Islenskir sjálfstæöismenn 19. aldar vildu ekkert af danskri (erlendri) hervernd vita og eng- an hlut eiga aö. Þegar barist var fyrir verslunarfrelsi fyrir allar þjóöir var hættan af siglingum ofbeldismanna og ræningja not- uð sem mótrök. Svar aðalfor- vigismanns verslunarfrelsisins, Jóns Sigurössonar,var að lands- menn skyldu mynda vopnaöar sveitir sér i lagi við aðalhafnir svo landið „væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fá- einum vopnuðum bófum”. Hver maöur sér i hendi sér aö hér er stefnt aö löggæslu en ekki þátt- töku I styrjöld þjóða milli. Til- laga Jóns Sigurðssonar er ber- sýnilega fram komin til þess að forðast erlend (dönsk) herskap- arumsvif i landinu. Þó hafa þessi orð Jóns Sigurðssonar hvað eftir annað verið notuð af leyndum og ljósum CIA-agent- um og pólitiskum sögufölsurum sem sönnun þess að Jón Sigurðsson og samherjar hans mundu nú á tímum hafa verið hlyntir Natóaðild og hersetu. Hermálin komast fyrst á dag- skrá islenskra stjórnmála meö millilandafrumvarpinu 1908 (uppkastinu). Þá voru I fyrsta sinn i sliku frumvarpi rikismál- efni Danmerkurrlkis sameigin- leg ger fyrir bæði löndin. Sam- eiginlegu málin 10 að tölu voru talin upp, öll önnur en þau voru sérmál islendinga. Sum þessara sameiginlegu mála voru óupp- segjanleg, svo sem hermál og utanrikismál. Andstæðingum uppkastsins voru hermálin mestur þyrnir i augum. Þeir skildu að með sameiginlegum hermálum og þar með utanrikismálum að miklu leyti var ekki um neitt raunverulegt sjálfstæði að tala. Þetta var ein aðalröksemdin gegn uppkastinu. Um þaö votta blaðaskrif og þingræöur frá þessum árum. A þeirri stundu sem þetta er skrifað hefur höf- undur ekki annað við hendina til að vitna i en bækling eftir Þor- stein skáld Erlingsson um mál- ið. Þar segir svo: „Vér viljum ekki hafa her- málin.Þau geta stefnt oss I tvö- faldan voða. Þau geta flækt oss inn I ófrið og neytt oss sjálfa lög- legatil þess að selja bæði sjálfa oss og land vort af hendi til sig- urvegara. Núna getum vér mót- mælt þessu þó Danir lentu i ófriði, bæði sem vopnlaust land, og riki, sem ekki getur átt i ófriöi, og þó Danir viðurkenni enn ekki rétt vorn, þá er hann vafalaust nógur til þess, aö önn- ur riki mættulöglega taka mót- mæli vor til greina, en það mega þau ekki, ef vér höfum gengiö að þvi með samningi að eiga her I félagi við Dani.”. Og Þorsteini Erlingssyni eru ljós tengsl her- mála og utanrikismála. „Og vér getum ef til vill aldrei átt kröfu tilutanrikismálanna,ef uppkast þetta á aö gilda óbreytt um her- málin”. — Meðan um semur. Svar til Jóns Jenssonar eftir Þorstein Erlingsson. Reykjavik 1908. (Leturbr. Þ.E.) Fylgismenn uppkastsins sögðu að hvert sjálfetætt riki (fullvalda) yrði að hafa her og flota til þess að verja hlutleysi sitt og flagg. Það var almenn skoðun á þeim tima. Islendingar hefðu engin efni til þess (þeir reiknuðu út að útgerð eins her- skips sem þá tiökuöust gleypti allar tekjur landssjóðs). Vegna hermálanna fyrst og fremst yröi tsland að vera i málefnasam- bandi við Danmörku. Lausn sjálfstæðismanna (uppkastsandstæðinga) var sú, aö I stað hervarna, erlendra eða islenskra, skyldi leita friðtrygg- ingar og lýsa yfir hlutleysi. Þessi lausn var fyrst mótuð I breytingatillögum Skúla Thoroddsen við „uppkastiö” 1908. Sambandslagafrumvarp þingmeirihlutans 1909 (sem auðvitað var hafnað af Dönum) byggöist á hlutleysisstefnunni. Með sambandslagasamningn- um 1918 var hlutleysisstefnan nær einróma samþykkt, viöur- kennd af Dönum og sætti engum mótmælum af nokkurra hálfu. Hlutleysisstefnan var horn- steinn islensks rikisfullveldis. A grundvelli hennar var einsætt að mótmæla hverskonar hernaðarofbeldi og ihlutun, eins og gert var 1940. Með hlutleysis- yfirlýsingunni var rétturinn til mótmæla varöveittur. Forvigis- mönnum Islenskrar sjálfstæðis- baráttu frá 1851-1918 tókst að sneiða hjá þvi að játast undir dönsk grundvallarlög og varð- veittu þar með forna réttarstöðu landsins eins og þeir skildu hana. Hlutleysisyfirlýsingin gegndi sama hlutverki eftir 1918: Að vernda sjálfstæði og friðhelgi islensks rikis. Með Nató-aðild og „hervernd- arsamningi” við Bandarikin var hlutleysis- og friðarstefna tslands þverbrotin. tslendingar voru ofurseldir þeim tvöfalda voða sem Þorsteinn Erlingsson lýsti 1908. Ekkert bakar smá- þjóð meira öryggisleysi og rétt- leysi en að verða sjálfkrafa styrjaldaraðili hvenær sem yfirgangssamt herveldi telur sér henta, eöa jafnvel fyrir af- glöp einhvers taugaveiklaðs bjálfa eöa bilun I viðvörunar- kerfi. Um hina hlið voðans, af- leiðingarnar i bráð og lengd, verður engu spáð. En striös- þátttöku, þó aö hún sé ekki önnur en að lána landið fyrir vighreiður og vigvöll, fylgja tvi- mælalaust ýmis áföll, manntjón og eignatjón. Það er áhætta sem er viljandi tekin af þeim, sem ráða fyrir landi og lýð. Það er sjálfekaparvfti sem verður að þola bótalaust. Runólfur Björnsson. Veljum VIGDÍSI ’ ms skrifstofa VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR Laugavegi17 s:26114-26590 utankjörstaðasími 26774 Landsb Islands. Avis anareiknjS 5025 íbúð óskast M Mæðgur með dreng i Laugarlækjarskóla óska eftir 3ja herbergja kjallaraibúð eða jarðhæð við Laugarnesveginn eða i hverf- inu, i Teigunum eða Kleppsholti. Einhver fyrirframgreiðsla. — Erum á götunni. Simi: 83572. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá f jölda fólks sem vantar þak yflr höfuðið. • j ■ *# ' Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 15-18 alla virka daga, simi: 27609 Síminn er 81333 DIOÐVIUINN Siðumúla 6 §^81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.