Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. júni 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Sveitarfélögin: 650 ríkisstarfsmenn med ómælda yfirvinnu . Um 650 rikisstarfsmenn sem heyra undir BSRB eöa BHM fá nú svokallaöa ómælda yfirvinnu og er hún yfirleitt á bilinu 20—35% af föstum launum þeirra aö þvi er Þröstur Ólafsson aöstoöarmaöur fjármálaráöherra sagöi Þjóö- viljanum I gær Þröstur sagöi aö ýmist væri gert ráö fyrir þessum launa- greiöslum 1 kjarasamningum eöa þá samiö beint viö launadeild ráöuneytisins. Stór hópur 1 þess- um flokki eru skólastjórar eöa um 250 talsins og einnig t.d. stöövar- stjórar pósts og sima um allt land. Ekki er einhlítt aö um yfir- menn sé aö ræöa þvl aö I hópnum eru t.d. næturveröir, bókaveröir og aöstoöarmenn á rlkisbUum svo aö dæmi séu nefnd. Hér er um aö ræöa fólk sem vinnur þannig Viðrœður við Dani vegna útfœrslunnar við Grænland Haldið áfram í dag 1 gær hófust I utanrlkisráöu- neytinu framhaldsviöræöur is- lenskra og danskra ráöamanna, vegna útfærslu landhelginnar viö Austur-Grænland I 200 milur, sem tók gildi um siöustu mánaöamót. Fyrsti fundurinn meö Dönum vegna útfærslunnar og hagsmuna Islendinga á þessu hafsvæöi var haldinn I Kaupmannahöfn 22. mai s.l. en engin samþykkt var gerö á þeim fundi heldur boðað til þess fundar sem hófst hér I gær. Fundahöldunum verður haldið áfram i dag i utanrikisráðuneyt- inu, en i islensku viðræðunefnd- inni eiga sæti þeir: Hannes Haf- stein skrifstofustjóri i utanrikis- ráðuneytinu sem er formaður nefndarinnar, Þórður Asgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins og Jón Jónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. —lg. vinnu aö hagkvæmara þykir aö láta þaö hafa visst hlutfall auka- vinnu heldur en aö láta þaö skrifa niöur hverja mindtu sem þaö vinnur. Þá sagöi Þröstur aö erfitt væri aö meta hvort viökomandi starfs- menn skiluöu þeirri yfirvinnu sem þeir fá borgaö fyrir á þennan hátt en hann vissi til þess aö sum- ir ynnu meiri yfirvinnu heldur þeir fengju borgaö fyrir en aörir kannski minni. Þá eru sum störf árstiöabundin A rikisbúunum er kannski unniö myrkranna á milli um hábjargræöistimann en á vet- urna er rólegra og jafnaöist þetta þannig út. Aö lokum skal þess getiö aö em- bættismenn i stjórnarráöinu fá ekki ómælda yfirvinnu. Þeir fá borgaö eftir reikningi aö þvi er Þröstur sagöi. —GFr Menn frá Fokkerverksmiðjunum: Aðstoða við rannsókn Tveir menn frá Fokkerverk- smiðjunum voru væntanlegir til landsins i gær til að aðstoða við rannsókn á óhappinu á Kefla- vikurflugvelli i fyrrakvöld. Að þvi er Helga Ingólfsdóttir hjá kynningardeild Flugleiða sagði i gær stendur nú yfir frum- skoðun á Fokker-Friendshipvél- inni og að henni lokinni verður flugvélinni ferjuflogið til Reykja- vikur. Ekki er enn vitað hvort skrokkur vélarinnar skekkst eitthvað. hefur -GFr Banaslys Banaslys varö aöfararnótt mið- vikudags þegar bill fór út af veg- inum rétt utan við Hvamms- tanga. Pilturinn sem lést hét Gunnar Valgeirsson 25 ára til heimilis á Hvammstanga. Fjórir farþegar aðrir voru i bilnum, en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Banaslys hafa verið tið aö undanförnu og aldrei verður brýnt nógu oft fyrir fólki að fara varlega i umferðinni. — ká Frá ostagerö i nýja mjólkursamlaginu. Nýtt mjólkur samlag KEA Stœrð húss og vinnslukerfis miðuð við 28.000.000 Itr. úrsafköst t gær var formlega tekið I notk- un nýtt og glæsilegt mjólkursam- lag Kaupféiags Eyfiröinga á Akureyri. Framreiknaö kostnaðarverð mjólkurstöövar- innar var um slðustu áramót nærri 3.7 miljaröar króna, en stærð húss og vinnslukerfis er miöuö viö 28.000.000 ltr. ársaf- köst. Nýbygging mjólkursamlagsins stendur efst á Lundstúni sunnan Súluvegar, en fyrstu fram- kvæmdir viö bygginguna hófust áriö 1965 og sumariö eftir var kjallarinn steyptur. Fram- kvæmdir viö bygginguna lágu siöan niöri þar til I ágnst 1973 aö hafist var handa þar sem frá var horfiö, jafnframt þvi sem allar teikningar voru endurskoöaöarog aöhæföar nýrri og enn fullkomn- ari tækni I mjólkurvinnslu. Ostagerö var fyrsta mjólkur- vinnslan sem hófst I nýju stööinni I des. sl. Fyrsta smjöriö var strokkaö þar I janúar, og fram- leiösla neyslumjólkur hófst 21. april og skyrgerö slöar I sama mánuöi. Nú er þvi öll mjólkur- vinnsla flutt I nýju bygginguna önnur en mysuostagerö sem flyt- ur þangaö siöar á árinu. Nánar veröur sagt frá vigslu nýja mjólkursamlagsins i Þjóö- viljanum á morgun. ES./—lg Nýtt kolaverð Verölagsráö sjávarútvegsins hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu um verö á nokkrum kolateg- undum og gildir þaö frá og meö 1. júnl til 30. sept. 1980. Skarkoli og þykkvalúra: 1. fl., 1251 gr. og yfir hvertkg............. kr. 106.00 2. fl., 1251 gr og yfir, hvertkg.............. kr. 81.00 1. fl., 453 gt til 1250 gr hvertkg.............. kr 152.00 2. fl„ 453 gr til 1250 gr, hvertkg............. kr. 106.00 1. og 2. flokkur 250 gr til 452 gr. hvertkg............. kr. 81.00 Langlúra og stórkjafta: 1. og 2. fl„ 250 gr og yfir, hvertkg............. kr. 81.00 Sandkoli: 1. og 2. fl„ 250 gr og yfir, hvertkg.............. kr. 81.00 Til viöbótar þessu skal greiöa 15% uppbót á skarkola og þykkvalúru allt veiöitimabiliö aö meötöldum uppbótum á kassa- og linufisk. Þingrœði takmarkar vald forsetans: Forsætisráðherra les yfir ræðu forsetans Hefur tíðkast frá stofnun lýðveldisins //Já, það er rétt að allar meiriháttar ræður Forseta islands eru lesnar yfir af forsætisráðherra, svo sem nýársávarp og ræður sem forsetinn flytur í opinber- um þjóðhöfðingjaheim- sóknum og hefur þessi venja tíðkast frá stofnun lýðveldisins" sagði Birgir Möller forsetaritari er Þjóðviljinn leitaði stað- ^festingar hans á þessu. _ ,,Þaö aö forsætisráöherra fær allar meiriháttar ræöur Forseta Islands til yfirlestrar leiöir af þingræðisvenjunni og þvi ákvæði ' S* stjórnarskrárinnar sem segir aö |j m forsetinn sé ábyrgöarlaus I /I 1 K Stl II m Hk. stjórnarathöfnum en aö ráöherra / 1 * ™ framkvæmi valdi hans. Ef forset- 'HÍBK inn segir eitthvaö sem er særandi ■ ■ _ .. “T pólitiskt þá er hann ekki sjálfur H H il f jfS l| ffl[ n ábyrgur fyrir slikum ummælum mPH Bi B ■ H B I t 1 í j heldur forsætisráöherra og þvi ® 1 ^ eru allar meiriháttar ræöur for- ambætti forsetaritara þa miiintist sjónvarpsþætti um völd þetta atariði og vöktu þær hann þess ekki aö tii þess hafi forsetaembættisins s.l. upplýsingar nokkra at- komiö að ræðu forseta væri föstudag var minnst á hygli. breytt. 3 —þm Yfirleitt ómælt hjá yfirmönnum Ég reikna meö aö flestir bæjar- stjórar og sveitarstjórar hafi samið um þaö aö fá greidda ómælda yfirvinnu og kæmi mér ekki á óvart aö hún væri oftast um 20% ofan á laun þeirra. Svo er þaö sjálfsagt misjafnt hvort seta I nefndum er innifalin I þessari yfirvinnu eöa hvort þeir fá sér- staka þóknun fyrir nefndastörf, sagöi Magnús E. Guöjónsson framkvæmdastjóri Sambands Isl. sveitarfélaga I samtali viö Þjóö- viljann I gær. Þá var einnig haft samband viö Bjöm Friöfinnsson fjármála- stjóra Reykjavikurborgar og sagöi hann aö yfirmenn stofnana fengju ákveöna yfirvinnu greidda á mánuöi og væri hún talin i tim- um. Sagöi hann þetta vera þægi- legt aö þvi leyti aö hægt væri aö áætla fyrirfram hversu miklar yfirvinnugreiöslurnar væru en þetta væri lika tilkomiö vegna þess aö erfitt væri aö fylgjast meö hver hin raunverulega yfirvinna þessara manna væri. Björn sagöi aö lokum aö þaö væri misskilningur aö embættis- menn skömmtuöu embættis- mönnum ómælda yfirvinnu,þvi aö hún væri ákveöin I svokallaöri launamálanefnd Reykjavikur- borgar, en I henni eiga allir borgarráösmenn sæti. _ GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.