Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. jlinl 1980 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 Clash á Listahátíö annað kvöld im»i .7jíí Joe Strummer og Mick Jones á forslöu bandarlska poppritsins Rolling Stone 17. aprll sl.. 1 fyrirsögninni segir: The Clash, róttæklingar meö málstaö og söluháa hljómplötu. Meölimir Clash frá vinstri: Joe Strummer, Mick Jones, Topper Headon og Paul Simonon. Bretlandi og gagnrýnendur vestan og austan hafs kepptust viö aö lofa hana. Siöan hafa þeir gefiö út fjölda litilla platna og tvær stórar plötur, Give ’Em Enough Rope (1978) og London Calling (1979). Clash hafa feröast mikiö um Bretland, Evrópu og Bandarlkin og hvarvetna fengiö frábærar viötökur leikra sem læröra. 1 fyrstunni sýndi CBS útgáfan i Bandarikjunum plötum Clash engan áhuga, og var þaö ekki fyrr en gagnrýnendur virtustu popp- rita vestanhafs höföu skammast yfir þessari fásinnu um nokkurn tima og innfluttar plötur frá Bret- landi voru farnar aö seljast vel i Bandarikjunum aö ráöamenn CBS létu sér segjast og gáfu Clash gaum. Ekki þurfa þeir aö sjá eftir þvi, þar eö Clash eru farnir aö mala þeim gull. (Þangaö vill „aurinn” sem hann er fyrir.) Róttœknir textasmiðir Clash eru ákaflega róttækir I skoöunum sinum á ýmsum málum og er fátt mannlegt i umhverfinu þeim óviökomandi. Joe Strummer og Mick Jones semja mest allt efni hljóm- sveitarinnar og taka þeir gjarnan á viökvæmum kýlum i textum sinum. Bandariskir gagn- rýnendur hafa keppst um aö likja Joe Strummer og Mick Jones við Lennon og McCartney og er sú samliking alls ekki svo vitlaus. „London Calling”, tvöfalda albúmið þeirra, hefur verið sagt það merkasta síðan Rolling Stones sendu „Exile on Main Street” frá sér, eða frá þvi aö Captain Beefheart gaf út tima- mótaalbúmið „Trout Mask Replica”. Þetta eru allt stór orö, en Clash hafa svo sannarlega staöið undir þeim til þessa og enn virðist vegurþeirra fara vaxandi. Fara sinu fram Meðlimir Clash hafa verið ráðamönnum hljómplötufyrir- tækisins og umboðsmönnum sinum erfiður ljár i þúfu oft á tiöum. Þeir hafa gjarnan gert þá kröfu að plötur þeirra séu seldar á lægra veröi en aörar plötur, og t.a.m. eru plöturnar tvær sem mynda „London Calling” albúmiö seldar um allan heim á sama verði og ein plata. Einnig hafa þeir heldur viljað eyða tima sinum meö aödáendum en aö sitja einhver „snobb”-samsæti útgáfu- fyrirtækja og hljómleikahaldara. Gerðist þaö siöast i Sviþjóð fyrir stuttu, aö Clash létu ekki sjá sig I mikilli veislu sem haldin var þeim til heiðurseftir tónleika þar. Þeir voru aö skemmta sér með aðdáendum sinum. Koma Clash hingaö til íslands 1 upphafi „stuöa” Bubbi Morthens og Utangarösmenn hljómleika- gesti. er aö einhverju leyti i þessum anda, þvi aö mjög hart var lagt aö þeim að halda hljómleika i Hol- landi i staö þess aö álpast til Islands, þar sem Island er svo litiö og hljómplötumarkaöurinn frekar takmarkaöur. En koma Clash er veruleiki og enginn unn- andi góörar rokktónlistar ætti að láta sig vanta i Höllina annaö kvöld. Þess má að lokum geta aö Bubbi Morthens og Utangarðs- menn munu koma fram sem opnunaratriði á tónleikunum annaö kvöld. Róttækir rokkarar Hljómsveitin Clash, sem leikur I Höllinni annað kvöld, laugar- daginn 21. júni kl. 21.00, er á meöal merkustu fulltrúa rokksins idag. Þessir 4 Bretar eiga margt sameiginlegt með Bitlunum, Rolling Stones eöa jafnvel Led Zeppelin, enda standa þeir i svipuöum sporum nú og Zeppelin gerðu fyrir 10 árum og Bitlarnir og Stones fyrir tæplega 20 árum. Þeir standa á þröskuldi popp- heims sem biöur i ofvæni eftir nýjum goðum til aö stilla upp á krossinn og dýrka. Þeir eru heit- asta von æskunnar og fjármála- mannanna i dæguriandi. Uppreisnargjarnir Meðlimir Clash standa þó betur aö vigi en margir aðrir til aö spyrna á móti peningabrallinu sem óneitanlega fylgir skjótum frama. Þeir eru vinstrisinnaðir og hafa hingað til barist fyrir þvi aöhalda Ihugsjónir sinar. Asamt Sex Pistols var Clash stillt upp sem krónprinsum pönksins, þ.e. Sex Pistols voru konungarnir, en Clash geröi sterkt tilkall til titils- ins. Þessi staða þeirra sem „litli bróöir” hefur óneitanlega foröað þeim frá sömu örlögum og Sex Pistols hlutu, og eflaust hefur það styrkt þá mjög i vantrú sinni á „markaösstjórana”, að sjá Sex Pistols veröa aö gjalti á nokkrum mánuðum. Samt sem áður hafa meðlimir Clash, þeir Joe Strummer (söngur), Mick Jones (gitar), Paul Simonon (bassi) og Toppær Headon (trommur), átt erfitt með aö átta sig almennilega á gangi mála, stöku sinnum, þvi að hlut- irnir hafa gerst svo hratt á þeim fjórum árum sem hljómsveitin hefur starfað. Hlutirnir hafa gengiö það hratt fyrir sig að Joe Strummer segir á einum stað i ágripi af sögu hljómsveitarinnar — sem hann tók að sér aö rita — „minniö stendur sig ekki mjög vel — stutt minnisbrot þjóta um huga minn — hlutir sem gera þurfti, liðin þrekvirki, heimsóttir staðir. Þetta erallthérna i huga mér. Ég verð aö skilja staöreyndirnar frá mistrinusem umlykur mig. Ég verö aö raöa þeim niöur skipu- lega svo að eitthvert vit fáist útúr sögu hljómsveitarinnar”. Þegar hér er komiö sögu gefst Joe Strummer upp viö aö rita ágripiö og Mick Jones tekur viö, enda lýsir Joe þvi hér aö ofan hve erfitt hann á meö aö greina ein- staka atburði og skipuleggja þá I timaröð. Svo mikill hefur hraðinn á velgengninni veriö og stressiö að Stummer er búinn að tapa skynjuninni á atburöarásinni. Úr fátœkrah verfunum Þetta er gamla sagan um strákana úr fátækrahverfunum sem verða frægir, eignast pen- inga og svo framvegis. Eöa hvaö, — er Clash einhver undantekning frá reglunni? Hingaö til hefur þeim tekist að halda öllum þeim grundvallaratriðum sem þeir gengu útfrá i upphafi. Hvort þeim tekst aö halda i þau i framtiöinni, getur hún ein skorið úr um. En hlaupum aöeins yfir sögu hljóm- sveitarinnar. Clash var upphaflega trommu- leikaralaus hljómsveit sem stofnuð var 1976 i London, þegar gitarleikarinn Mick Jones og bassaleikarinn Paul Simonon — báðir frá Brixton og synir fráskil- inna foreldra — buöu Joe Strummer að gerast söngvari i hljómsveit sinni. Strummer starfrækti þá pöbba-hljómsveit- ina 101 ers. I fyrstunni starfaði trommarinn Terry Chimes meö þeim félögum og einnig var gitar- leikarinn Keith Levine i hljóm- sveitinni um tima — núna i PIL. Eftir aö hafa auglýst eftir nýjum trommara og reynt 206 umsækj- endur réöu þeir Nicky „Topper” Headon i hljómsveitina. Bernie Rhodes, fyrsti umboðs- maöur þeirra, kom þeim á samning hjá CBS, og tóku þeir upp sina fyrstu plötu á örskömm- um tima. Þessi plata fékk feiki- lega góöar viötökur unglinga i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.