Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. júnl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringiö í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum tfrá lesendum Margslungiö er Þjódlíf Um „Þjdölif” Nokkur orö Ut af annars ágætum þætti Sigriinar Stefáns- dtíttur, „Þjóölif”. Ég er einn af þeim sem hef fylgst meö athygli meö spánska leikflokknum Els Comediants aö undanförnu og var þvi mjög spenntur aö sjá þá i sjtínvarpi. En mikiö var ég vonsvikinn. Atriöiö sem þeir sýndu var aö mestu leikiö meö sttíra pappahausa, sem njtíta sin alls ekki i sjónvarpi. Þetta fólk er svo frábærlega skemmtilegt og svo fjölbreyttar týpur aö þaö heföi notiö sin miklu betur I sjón- varpi meö sin eigin andlit. Kaflar úr leiksýningu þeirra heföu veriö miklu meira spennandi i sjón- varpi, þar sem maöur heföi fengiö aö sjá þau spila, leika, dansa og syngja. Þetta voru sár vonbrigöi, þvi sjónvarp er miöill andlitsins umram allt. Ég vil svo bæta þvi viö aö mikiö skelfing er ég oröinn þreyttur á þessu dekri viö nýuppgvötavaöar kvikmyndastjörnur. Erum viö stödd i Hollywood eöa hvaö? Hvers vegna er svona mikiö mál gert úr þvi þótt skólastúlka leiki i kvikmynd? Mér er til efs aö þaö væri látiö svona meö áhugafólk i nokkurri annarri listgrein. Og meöal annarra oröa, hvers vegna hefur Sigrún aldrei fjallaö um islenska atvinnuleiklist - i „Þjóölifi” en þess i staö tónlist og myndlist I hverjum þætti og þá hafa ekki veriö valdir áhuga- menn? Auövitaö er ekkert nema gott um þaö aö segja aö sýna atriöi Spánverjanna, þótt þaö heföi getaö veriö betur valiö, en mér finnst synd aö aldrei skuli hafa veriö fjallaö um islenska leiklist i þessum þáttum, sem er þtí sú listgrein sem nær til lang- flestra á'Islandi! Páll Bréfritara finnst félagarnir 1 Éls Comediants vart hafa sýnt sitt rétta andlit f Þjóölffi Sigrúnar. Bubbi greiðir úr þokunni Tónlistarunnandi hringdi: Þaö er vor I lofti á höfuö- borgarsvæöinu og sýnilegt aö nýir straumar láta mikiö aö sér kveöa, bæöi i þjóölifinu sem og annars staöar. Ég er mikill unn- andi dægurtónlistar af ýmsu tagi og skiptir litlu máli hvort þaö heitir popp, djass, rokk eöa eitthvaö annaö. A siöasta ára- tug rikti aö minu mati slik lá- deyöa yfir tónlistarlifi lands- manna aö furöulegt mátti kall- ast, eins og viö Islendingar erum annars músikalskir. En nú hefur tekiö aö rofa til. Ungur og djarfur sveinn sem gengur undir nafninu Bubbi Morthens erhreinlega aö gera grin aö öör- um dægurtónlistarmönnum landsins meö frábærum söng og textaflutningi. Ég held aö aldrei hafi annar eins talent komiö fram um áratugaskeiö. Bubbi fer ekki ofan i þaö far eins og svo margir aö gera hlutina há- rómantiska þó svo aö hvert mannsbarn viti hiö sanna i hverju máli. Þaö er, eöa réttara sagt var, oröin einhver tiska aö syngja óö um vaggandi fley á spegilsléttum sjó sem auövitaö er tóm þvæla. Miklar viðsjár eru i lifi sjómannsins en fyrir einhverra hluta sakir er aldrei tekið á þvi. Hér er komin til skjalanna ný bylgja, raunsæis- tónlist sem sér hnökrana á mánnlifinu jafnt sem hið já- kvæða. Kjósum Pétur Viö íslendingar göngum til for- setakosninga 29. júni n.k..Fjög- ur framboö eru ákveöin. Allt er þetta stíma- og hæfileikaftílk hvert á sinu sviði. Þaö er bara vandinn aö velja og mikils viröi aö vel til takist á vali þjóöhöfö- ingja. Mitt val er auövelt. Ég tel tvi- mælalaust Pétur Thorsteinsson lang hæfastan til aö taka aö sér þetta stóra embætti. Aratuga- löng þjónusta hans sem sendi- herra bæði austan hafs og vest- an. Hafa þau hjón frú Oddný og Péturveriö landi sinu til sóma. Pétur hefur fyrir hönd islenskra stjórnvalda veriö viö gerö fjölda viöskiptasamninga. Þess vegna þekkir hann vel hagsmuni okkar innan lands sem utan. Allir viöurkenna hæfileika, drengskap og prúömennsku Péturs Thorsteinssonar, þess vegna er valiö auövelt. Látum ekki auglýsingaskrum villa okkur sýn. Kjtísum Pétur Thorsteinsson næsta forseta Islands. Steinar Agústsson, sjómaöur, Ashamar 32 Vestmannaeyjum. Kosningasj ónvarp )/■ Sjónvarp Tf1 kl. 21.10 1 kvöld verður I Sjónvarpinu þáttur sem landsmenn allir hafa beöiö meö óþreyju eftir um langt skeiö. Hér er um aö ræöa innlegg Sjónvarpsins til kosningabaráttunar fyrir for- setakosningarnar 29. júni. Fyrir spurningum þeirra Ómars Ragnarssonar og Guö- jóns Einarssonar sitja fram- bjóöendumir allir.Albert Guö- mundsson, Guölaugur Þor- valdsson, Pétur Thorsteinsson og Vigdis Finnbogadóttir. Þaö er mál manna aö þessi þáttur Sjónvarpsins sé mikilvægari en allir framboösfundir, áróö- ursbæklingar eða greinar og skoöanakannanir til samans. Riöur mikiö á fyrir frambjóö- enduma aö spjara sig vel I þessum þætti. Sjónvarpsþætt- ir af þessu tagi hafa i gegnum árin haft feiknarlega þýöingu fyrir kosningabaráttu hvaöa nafni sem hún nefnist. Fræg- astur er sennilega sjónvarps- þátturinn sem geröur var fyrir forsetakosningarnar i Banda- rikjunum 1960 þegar Kennedy og Nixon voru i kjöri. Taliö er aö Nixon, sem var eins og þrumský útlits, hafi tapað svo miklu fylgi eftir þennan sjón- varpsþátt aö úrslitum hafi ráðiöikosningunum. Kennedy á hinn bóginn var bjartur og glæsilegur útlits. Hann hlaut kosningu á nánast minnsta hugsanlega mun. Pavarotti á Lista- hátíð • Útvarp kl. 20.30 A dagskrá Útvarpsins I kvöld er þáttur sem mörgum finnst fjálfsagt fýsilegt aö hlýöa á. Um er aö ræöa beint Útvarp frá listahátlð. Söngvarinn heimsfrægi Lucia- no Pavarotti syngur meö Sin- fóniuhljómsveitinni. Pava- rottis hefur veriö beöiö meö mikilli óþreyju frá þvi listahá- tiö hófst. Eins og fram hefur komiö i fréttum var þaö ekki tekiö út meö sældinni beinlinis aö koma honum hingaö til lands en eftir mikinn barning tóks þaö loks. Má mikiö vera ef Laugardalshöllin, þar sem tónleikamir fara fram, veröur ekki troöfull út úr dyrum. Djassþátturinn hans Jóns Múla *Útvarp kl. 23.00 Jtín Múli Arnason veröur meö Djassþátt sinn kl. 23 i kvöld. Þarf vart aö fara I graf- götur meö aö unnendur Djass- ins leggja eyrun viöhlustirnar I kvöld þvi þættir Jóns hafa ávallt þtítt bæöi I senn fræö- andi og skemmtilegir. Algjör ördeyöa rikti I málefnum Djassins i Útvarpinu um langt skeiö og jafnvel þó svo aö þessi skemmtilega tónlist hafi á tlmabili veriö vinsælli en all- ar aörar. Jón Múli kom þá til skjalanna og upp á sitt eins- dæmi hóf hann Djassþátt i Út- varpinu sem nú um átatuga skeiö hefur verið fastur liöur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.