Þjóðviljinn - 02.07.1980, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 2. júli 1980.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjódfrelsis
útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Rltstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaós: Þórunn Siguröardóttir
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla:KristIn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavík, sfmi 8 13 33.
Prentun : Blaöaþrent hf.
Nútímakom sem þorir
• Ljóst er að kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti
forseta íslands hefur vakið heimsathygli. Hún er fyrsta
konan sem kjörin er þjóðhöfðingi f almennum kosning-
um. Væntanlega spinnast af þessum atburði miklar
vangaveltur og skrif I heimspressunni um stöðu kvenna
og möguleika þeirra til jafnréttis á við karlmenn.
• Hér heima er um það rætt hvernig þetta geti hafa
gerst. I kosningabaráttunni riðluðust f lokksbönd og eng-
um stjórnmálaf lokki dettur í hug að eigna sér sigurveg-
arann sérstaklega. Sigur Vigdísar Finnbogadóttur er
spunninn úr mörgum þráðum. Fyrst og f remst var orðið
og menningarlegur bakhjarl hennar beittasta vopn.
Sjálfstæðismálin höfðu sitt að segja og afstaða kvenna
til framboðs Vigdfsar sem áfanga I jafnréttisátt reið
baggamuninn.
• AAeðframbjóðendur, formenn stjórnmálaflokka,
dagblöðin og margir fleiri hafa af miklum drengskap
hvatt þjóðina til þess að standa einhuga að baki nýkjörn-
um forseta enda þótt m jótt haf i verið á munum I k jörinu.
Hin f jölmenna hylling á mánudagskvöldið við heimili
Vigdlsar sýndi vel að þjóðin er reiðubúin til þess að hlýða
því kalli.
0 Eina hjáróma röddin sem heyrst hefur er I frétta-
skeyti f réttaritara Reuters á fslandi, þar sem gerð er til-
rauntil þessað merkja forseta fslands stjórnmálahreyf-
ingu sósialista. Ástæðulaus eru einnig varnaðarorð
AAorgunblaðsins um nauðsyn þess að ekki verði reynt að
draga forsetann nýkjörna í pólitfskan dilk nema ef vera
kynni að blaðið sé sjálft að gera það með sínum sérstæða
hætti.
• Það er að vísu engum vafa undirorpið hvar hjarta
hreyf ingar vinstri manna og sósíalista sló heitast I þess-
um kosningum. Það breytir engu um það að Vigdís Finn-
bogadóttir er búin þeim kostum sem munu gera hana að
forseta allrar þjóðarinnar. I störfum sínum mun hún
leitast viðað vera samnefnari þess besta sem við öll eig-
um sameiginlegt, líkt og dr. Kristján Eldjárn.
• AAargir hafa lagt orð í belg I aðfara kosninganna.
Auður Styrkársdóttir minnir á það í Þjóðviljanum að
talsvert haf i borið á úrtöluröddum — forsetinn sé bara
topp og skrautfígura og því skipti engu hver vermi stól-
inn. Þótt kona sitji I embættinu breyti það engu — kon-
ur almennt sitji eftir jafn slyppar og snauðar. En Auður
bendir á það að táknmálið er eitt áhrifamesta uppeldis-
tæki sem til er og vissulega skipti það máli hvert táknið
sé. „Hvað ungur nemur, gamall temur, segir máltækið,
og mikið vildi ég óska að fleiri konur hefðu verið áber-
andi toppfígúrur þegar ég var að alast upp."
• Á kosningaf undi á Akureyri sagði Svanhildur Björg-
vinsdóttir frá því að dóttir sín tólf ára vildi kjósa Vigdísi
en mætti ekki. „En ég mundi ekki kjósa þig, mamma,
þótt þú færir í framboð", hafði hún sagt. „Af því að Vig-
dís þorði þegar enginn annar þorði, en þú þorir bara af
því aö hún þorði."
• Svanhildur Halldórsdóttir kosningastjóri Vigdísar
segir í viðtali að kjör hennar sé hvatning til þess að konur
láti ekki deigan síga heldur gangi ótrauðar fram í bar-
áttunni. „Kjör Vigdisar vekur óneitanlega mikla athygli
á því út um heim hversu víðsýnt og fordómalaust þjóðfé-
lag viö byggjum, en það ætti jafnframt að hvetja okkur
til að líta í eigin barm og herða okkur til að gera betur."
• Ummæli af þessu tagi sýna betur en flest annað
hvaða þýðingu forsetakjörið mun hafa. AAargir hafa leitt
að því getum að nú sé árangur kvennaverkfallsins 1975
fyrst að koma fram í dagsljósið. Næsta skrefið gæti ver-
ið ný sókn kvenna inn á Alþingi og í sveitarstjórnir. í
slíkum stofnunum þarf að vera sveit kvenna ef vel á að
vera því þar er ótrúlega erf itt að vera einn á báti fyrir
kvenmann. Það liggur hinsvegar í eðli forsetaembættis-
ins að forsetinn situr einn á sínum hefðarstóli. Þaðan
mun kona tala til þjóöarinnar næsta kjörtímabil á því
táknmáli sem vísar veginn til framtíöarinnar. Nútíma-
kona sem greiða mun konum götuna til jafnréttis.
—ekh.
klrippt
Upplyfting
Forsetakosningarnar eru
jafnan mikil upplyfting þjóöinni
og vitanlega eru stuBningsmenn
sigurvegarans hinir hressustu
sem vonlegt er. ÞaB bendir lika
flest til þess, aB þeir sem aBra
frambjóBendur studdu muni ná
sér tiltölulega fljótt eftir von-
brigBin og jafnvel gera aB sinni
ánægju þá staBreynd aB kona er
á íslandi kosin til forseta og
hafa slík tiBindi ekki gerst áBur i
heiminum.
Sögur verBa margar sagBar
Ur þessari kosningabaráttu,
sannar og lognar, vísnasmiBir
hafa átt annrfkt og mörg til-
dragelsi verBa önnur út af for-
setakjöri. 1 framhaldi af þvi, aB
jafnréttisþátturinn varB all-
sterkur i málflutningi manna er
kannski ekki Ur vegi, aB klippari
segi eina lifsreynslusögu af
sjálfum sér á kjördag.
Hann fór nefnilega I sina
sóknarkirkju á sunnudags-
morgni, öörum þræBi vegna for-
vitni um þaB hvaB presti þykir
brýnast aB taka fram á degi sem
þessum. Og prédikunin varB
meB þeim hætti, aB þaB er
fyllsta ástæBa til aB nema staB-
ar viB hana stundarkorn.
j Hæna og hani
Sóknarprestur, SigurBur
• Haukur GuBjónsson, hóf máls á
I því, aB tala um drykkjuskap
I hortugheit og skemmdarfýsn
I unglinga. Þau vandamál vildi
■ hann rekja til þess, aB konur
Iværu ekki lengur á sinum staB á
heimilunum til aB vernda ung-
viBiB og ala þaB upp. Prestur-
■ inn vildi I orBi viBurkenna jafn-
L_______________________
réttissjónarmiB, rétt kvenna til
verka og þar fram eftir götum.
En i næstu orBum var hann far-
inn aB mótmæla ákaft þeirri
samfélagsþróun sem hefur
komiB miklum fjölda kvenna Ut
i atvinnulifiB; I þeirri þróun sá
hann forsendur fyrir hnignun
heimilanna, glfurlegum ung-
lingavandamáium og þar fram
eftir götum. Hann vildi bersýni-
lega snúa þessari þróun viB —
Hvorki prófgráBur né þaB sem i
launaumslögum er, sagBi hann,
getur komiB I staBinn fyrir gott
uppeldi uppvaxandi kynslóBar.
Hann tók þann sérkennilega pól
f hæBina, aB lýsa auknum um-
svifum kvenna i þjóBfélaginu á
þannveg, aB viB værum, karlar,
sekir um aB reyna aB gera konur
aB körlum. ÞaB þótti sr. SigurBi
Hauki bersýnilega andstætt
náttUru og siBgæöi. Vangaveltur
sinarum þessi mál dró hann svo
saman i þessa sérstæBu setn-
ingu (ívitnaB eftir minni):
„Hæna sem vill verBa hani spill-
ir varpinu.”
Afturhvarf til
fortíðar
Þau viBhorf sem komu fram I
prédikuninni eru vissulega til I
þjóBfélaginu, og menn geta ver-
iB viB þvi bUnir, aB þau séu viBr-
uB öBru hvoru, hvort sem væri
af prédikunarstól eBa öBrum
vettvangi. Og þá liggur beint
viB, aB menn andmæli þeim.
ÞaB sýnist t.d. ekki vænlegt til
árangurs, aB svara vandamál-
um uppeldis meB þvi aB boBa
afturhvarf til fyrri tima, og
fegra fortiBina fyrir sér um leiB.
FortiBin verBur ekki endur-
heimt i þessum efnum: heim-
n
ilisstörf eru ekki hin sömu I I
tæknivæddri borg og þau voru á |
sveitabæjum eBa sjávarpláss- •
um, fjölskyldustærB er önnur, I
almenn menntun hefur gjör- I
breytt mörgum viBhorfum, og |
svo mætti áfram telja. Ef aB ■
menn hafa áhuga á aB foreldrar I
gefi börnum meira af tima sin- I
um og umhyggju en nú, þurfa |
menn aB hafa hugann viB annaB «
en aB snúa hjóli sögunnar viB. I
Hér er spurt um Islenskan I
vinnutlma, um dagvistunarmál I
og svo þaB, aB feBur losi sig viB •
ýmsa fordóma aö þvi er varöar I
hlutverk þeirra I uppeldi. Allt I
þetta þekkja menn mætavel af I
umræöu siöustu ára.
Skammsýni
Málflutningur eins og sá sem I
heyra mátti I Langholtskirkju á I
sunnudaginn var, sýnist og I
furBu skammsýnn þegar spurt *
er um ýmsar þær konur sem I
heima sitja og viröast hafa allan I
heimsins tima til aö sinna I
margnefndu uppeldishlutverki. ■
Tökum dæmi af miöstéttarkon- I
um bandariskum, vel stæöum |
og afar kirkjuræknum húsfreyj-
um einbýlishúsahverfanna;
ekki höfum viö til þessa haft ,
spumir af þvi, aB þeim takist I
öörum betur aB glima viB J
alkóhólisma táninga og önnur J
skyld vandamál.
Smekkleysa
En semsagt: kirkjunnar |
menn hafa aB sjálfsögöu rétt til ,
þess, sem aörir, a& svara ýms- ■
um vandamálum dagsins meB I
þvl aB visa á fegraöa fortiöar- I
mynd. ÞaB er liklegt, aB slikt ,
háttalag sé skammgóöur ■
vermir, en þeir um þaB. Hitt var I
svo öllu lakara, aö þær þungu |
áherslur sem prestur lagBi á ,
meintar neikvæöar siöferBi- •
legar afleiBingar af þvi, aö J
konur hafa haslaö sér völl meö I
nýjum hætti i þjóöfélaginu, I
hlutu aö hljóma þennan um- 1
rædda sunnudag sem tilræöi viB J
þá konu sem var sama dag aB I
keppa viö þrjá aöra frambjóö- I
endur um forsetaembætti. ÞaB J
getur hugsast, aö þaö hafi ekki .
veriB bein ætlun prestsins, en I
hver sem á slika ræöu hlýöir |
getur varla annaö en ályktaö •
sem svo, aB hér sé fariö meö litt I
dulbúinn áróöur á kjördag.
Hliðstæður j
í Róm !
Þetta atvik minnir klippara á I
kosningar á ltaliu 1976. Skoö- I
anakannanir bentu þá til veru- ■
legrar vinstrisveiflu I stjórn- I
málum og jafnvel þáttaskila i I
Itölskum stjórnmálum. A kjör- I
dag leit undirritaöur útsendari *
ÞjóBviljans m.a. viö I nokkrum I
kirkjum Rómar og hvarvetna I
var aö finna svipuö stef: prestar I
komu þvi aö meö einum eBa 1
öörum hætti, aö menn ættu ekki I
aö breyta til (m.ö.o. halda I
tryggö viB hinn stóra flokk •
Kristilegra demókrata); þeir J
vöruöu, leynt og ljóst, viö I
vinstriflokkunum og „röngum” I
skilningi þeirra á frelsi. Vinstri- *
menn sem ég hitti aB máli virt- J
ust ekki kippa sér neitt upp viB [
þetta, þeir voru sliku alvanir. |
En satt a& segja varö mér bilt '
viö undir reiöilestri I Langholts- J
kirkju á kjördag um „hænu sem |
þykist vera hani”, eBa reynir aö |
vera þaö. Skyldi slikur boö- J
skapur hafa hljómaö viöar i J
kirkjum landsins þennan eftir- |
minnilega dag?
áb. J
•9 skorrið