Þjóðviljinn - 04.07.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.07.1980, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júli 1980. Skólalúörasveitin I Gautaborg si. sumar Tónleikaferð um Norðurland Helgina 4.-6. júli leggur Skólalúörasveit Arbæjar og Breiöholts upp I feröalag um Norðurland. Laugardaginn 5. júll heldur hún tónleika á Ráöhústorginu á Akureyri kl. 10.30 fyrir hádegi. Seinnipart laugardags veröur svo haldiö til Húsavikur og tónleikar haldnir þar kl. 9 á laugardags- kvöld. Ef til vill veröur leikið á fleiri stööum ef aðstæður leyfa. í Skólalúörasveit Arbæjar og Breiöholts eru nú 40 unglingar á aldrinum 12-16 ára. Stjórnandi er Ólafur L. Kristjánsson. Aukaferðir Akraborgarinnar Akraborgin fer aukaferöir á kvöldin I júli og ágúst. Fariö er frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik ki. 22.00, alla daga nema laugardaga. Aö sögn Helga Ibsen, fram- kvæmdastjóra Akraborgar- innar, er þetta gert til aö auka þjónustuna viö fólk yfir sumartfmann. Skagamönnum og Reykvlk- ingum er bent á aö notfæra sér þessar þægilegu kvöldferöir. — ih Hestaleiga i Saltvík Æskulýösráö Reykjavikur og Hestamannafélagiö Fákur munu gangast fyrir hestaleigu fyrir almenning i Saltvik á laugardögum I júli. Hestaleigan veröur opin kl. 13.00—16.00 alla laugardaga I júli og er gjald kr. 2.000,- fyrir klukkustund. Miðsumarvökunni vel tekið Þjóömálahreyfing íslands, Prout, hyggst bráölega halda dansleik I Reykjavlk til styrktar hreyfingunni þar sem nokkrar af vinsælustu hljóm- sveitum landsins munu flytja frumsamda tónlist, en hreyf- ingin hefur aö undanförnu staöiö fyrir lista- og skemmti- dagskrá undir heitinu Miösumarvaka víöa um land. Haldnar voru skemmtanir I stærri byggöarlögum, úti á landi. Meö I feröinni voru ýmsir listamenn, innlendir og erlendir, þar á meöal tveir amerlskir látbragösleikarar og trúöar, Otomoto og Birdie, sem vöktu kátfnu áhorfenda meö leikni sinni I akrobati „juggling” og ýmsum öörum brellum. Fiöluleikarinn Wilma Young var einnig meö og lék viö gitarundirleik Irsk og skosk þjóölög. Ný hljómsveit, Púrusottam, sem saman- stendur af tveim söngkonum og fimm framsæknum hljóm- listarmönnum, flutti frumsamda tónlist á M iösumarvökunni. A Akureyri kynntu Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helga- son og Graham Smith lög af nýrri plötu viö góöar undir- tektir. Onnur myndanna, sem gefnar hafa veriö út á iitprentuöu korti, „t garöi” 1952 eftir Kristinu Jónsdóttur. Kjarvalsstaðasýningin til 27. júli Um tiu þúsund manns hafa skoöaö yfirlitssýningarnar á verkum Kristinar Jónsdóttur og Geröar Helgadóttur aö Kjarvalsstööum, og hafa þær vakiö athygli og hrifningu sýningargesta. Sýningin var sett upp I til- efni Listahátiöar, en er iafn- framt sumarsýning Kjarvals- staöa, og veröur þvi opin fram tii 27. júll n.k. alla daga kl. 14—22. Aögangseyrir er kr. 1.500.- og ókeypis fyrir börn. 1 tilefni sýningarinnar hafa Kjarvalsstaöir gefiö út litprentuö póstkort meö verk- um eftir báöar listakonurnar, sem seld eru á sýningu. Athugasemd BHMum viðmiðun þingfarakaups: 4 af 1850 í launa- flokki þingmanna Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér eftirfarandi athuga- semd vegna skrifa um viömiöun þingfararkaups viö samninga BHM: „Ef frá eru taldar forseta- kosningarnar, hefur fátt veriö rætt meira I fjölmiölum aö undanfömu en ákvöröun þingfar- arkaupsnefndar um 20% hækkun þingfararkaups. Fram hefur komiö aö þingmenn miöa laun sin viö laun skv. launaflokki 120 I launastiga Bandalags háskóla- manna, en launaflokkar skv. launastiga rikisstarfsmanna inn- an BHM eru 22 (101—122). 90% rikisstarfsmanna I BHM eru I launaflokkum 101—115 og I launa- flokki 120 eru aöeins 4 menn af þeim 1850 sem launamálaráö BHM semur fyrir. Fram hefur komiö, aö þingfar- arkaupsnefnd styöur þessa ákvöröun slna þeim rökum, aö allmargir opinberir starfsmenn þ.á m. þessir fjórir sem taka laun eftir launaflokki 120 fái fastar yfirvinnugreiöslur. Ýmsir þingmennhafa látiö hafa eftir sér I fjölmiölum, aö hér sé um aö ræöa greiöslur undir boröiö og veriö sé aö fara I kringum samn- inga og annaö I svipuöum dúr. Þetta er alrangt þvl I flestum til- vikum er hér um aö ræöa skeröingu miöaö viö aöalkjara- samninga rikisstarfsmanna en samkvæmt þeim fá starfsmenn greidda aUa yfirvinnu sem þeir vinna. Þegar um er aö ræöa störf sem er þannig fariö, aö starfs- menn þurfa aö meta sjálfir hve mikla yfirvinnu sé þörf á aö vinna og ef til vill enginn sem fylgist meö hve mikla yfirvinnu þeir vinna hefur þótt réttara aö reyna aö meta þörfina fyrir yfirvinnu og greiöa síöan ákveöinn tlmafjölda á mánuöi. óhætt er aö fullyröa, aö I langflestum tilvikum vinna þessir menn mun meiri yfirvinnu en greidd er og felst þvl I raun kjaraskeröing I þessu fyrir- komulagi þ.e.a.s. þeir fá ekki alla yfirvinnu slna greidda. Meö þessu er ekki veriö aö leggja neinn dóm á ákvöröun þingfararkaupsnefndar. Sam- kvæmt lögum skulu þing- menn taka laun eftir ákveön- um launaflokki. Sé taliö, aö þeir vinni yfirvinnu, þ.e.a.s. meira en 40 stundir á viku miöaö viö starf allt áriö, er eölilegt, aö þeim sé greidd yfirvinna. Erfitt kann hins vegar að reynast aö meta þaö.” Viö Lónakot. — Ljósm.: — vh. Kvöldganga ABR Hugleiðslan tengd norrænni goðafræði Stanley Rosenberg, sem kennt hefur viö Leiklistarskóla tslands og starfaö meö leikhópnum Krök- unni i Kaupmannahöfn mun koma til íslands I byrjun ágúst og standa fyrir námskeiöi i Ihugun og einbeitingu. Námskeiöiö veröur haldiö úti á landi og stendur yfir I rúma viku, dagana 3.-10. ágúst. Þaö eru einstaklingar, sem aöstoöa Stanley viö aö koma hingaö og gera honum kleift aö halda námskeiöiö. Stanley Rosenberg hefurá undanfömum árum unniö viö Sortedams Centret I Kaup- mannahöfn og einkum kennt þar kinversku leikfimina Tai-Chi. Þótt Ihugunaraöferöir Stanleys séu byggöar á heföbundnum aö- feröum mun hann tengja saman íhugun og hreyfingu meö reglu- bundnu millibili og er þá um aö ræöa bæöi hreyfingar hvers einstaklings og hópsins I heild. Þaö nýstárlega viö þetta námskeiö er aö Stanley hyggst einnig tengja goöafræöi okkar hugleiöslunni á sama máta og austurlandabúar gera, búdda- trúarmenn og hindúar, en leikhópurinn Krakan vann aö verkefnum upp úr Eddukvæöum og eru hugmyndir Stanleys þvi byggöar á undangenginni reyrslu, þó þetta muni vera I fyrsta sinn, sem tilraun er gerö til aö tengja íhugun og norræna goðafræði. Ekki er nauösynlegt aö þátttakendur hafi áöur þjálfaö sig I hugleiöslu en ætlunin er aö vinna mjög ötullega á nám- skeiöinu og þvl nauösynlegt aö þeir geti gefiö sig heils hugar aö viöfangsefninu Þátttökugjaldi er mjög I hóf stillt. Nánari upplýs- ingar er aö fá I slma 21092 á kvöldin og I slma 99-2190. Alþýðubandalagiö I Reykjavik efnir til stuttrar gönguferöar I kvöld og veröur fariö I f jörugöngu um Strauma. Þetta er I annaö sinn sem félagiö efnir til kvöld- göngu á sumrinu, sú fyrri var far- in á Helgafell um Jónsmessu, en slöan hafa borist margar áskor- anir um fleiri feröir af þessu tagi. Ætlunin er aö fólk komi sér sjálft, á eigin bflum eöa meö öör- um félögum, suöur fyrir Alveriö á móts viö Straum fyrir kl. 9, en þaöan veröi slöan gengiö niöur aö Óttarsstööum og slöan áfram suður fjöru aö Lónakoti, þar sem brugöiö veröur á leik, tekiö lagiö o.s.frv„ allt eftir veöri og skapi. Muniö spýturnar eins og slöast. Þeir sem vilja fá far meö öör- um og hinir, sem hafa laus sæti I bílum slnum eru beönir aö hafa samband viö skrifstofu ABR I dag, sími 17500. Hittumst hress! AB i Norðurlandskjördœmi eystra: Sumarskemmtun og kjördæmisþing t dag hefst aö Laugum I Þingeyjarsýslu Kjördæmisþing Alþýöubandalagsins I Noröurlandskjördæmi eystra sem stendur yfir helgina. Jafn- framt þingstörfum veröur haidiö fjölskyldumót og sumargleöi Abl. i kjördæminu. Venjuleg þingstörf hefjast I kvöld, og slöar veröa flutt framsöguerindi á laugardag og sunnudag, auk almennra umræöna. Allir Alþýöubandalagsfélagar I kjördæminu eru velkomnir á þingiö og hvattir til aö taka fjöl- skylduna meö. AÖLaugumer bæöi hægt aö fá svefnpokagistingu og eins eru þar bestu tjaldstæöi. A föstudags- og laugardags- kvöldiö veröa haldnar kvöldvök- ur. Frekari upplýsingar um þing- störf er aö finna I flokksdálki á bls. 13. Kjördæmisráðið vill hvetja alla þingfulltrúa og félags- menn aö fjölmenna á þingiö, taka fjölskylduna meö og gera þaö aö ánægjulegu fjölskyldumóti. Skjöldur um skólahald á Skaga t tilefni 100 ára afmælis skóla- halds á Akranesi, hefur veriö gefinn út á vegum Akranes- kaupstaöar veggskjöldur meö teikningum eftir listamanninn Tómas Tómasson. Neöst er húsiö, sem barnaskól- inn byrjaöi I fyrir 100 árum. T.v. hús bamaskólans, sem var tekiö I notkun áriö 1912 og lengi var aö- setur Iönskóla Akraness, t.h. núverandi hús barnaskólans, sem upphaflega gekk undir nafninu Brekkubæjarskóli og efst er fjölbrautaskólinn á Akranesi, en á þessu skólaári útskrifuöust einmitt fyrstu stúdentarnir frá honum. Veggskjöldurinn veröur seldur á bæjarskrifstofunni á Akranesi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.