Þjóðviljinn - 04.07.1980, Side 5
Föstudagur 4. júH 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
i Deilan um frelsi og ófrelsi fyrirtœkja:
Þegar opinber afskipti
spara bæði líf og fé
Það er mjög vinsælt
meðal þeirra sem kenna
sig við frjálshyggju nú um
stundir, að kenna opinber-
um afskiptum af fram-
ieiðslukerfinu um allan
ófarnað. Það er til dæmis
mjög áberandi í þeirri
kosningabaráttu sem nú er
háð í Bandaríkunum, að
hver étur það eftir öðrum,
að opinber afskipti kæfi
allt frumkvæði, komi i veg
fyrir nýja fjárfestingu,
brengli allt verðskyn og
þar fram eftir götum.
En þegar betur er að gáð
reynast þessar og þvílfkar
staðhæfingar oftar en ekki
versta lýðskrum: í mörg-
um tilfellum má einmitt
rekja meiriháttar sparnað
í rekstri samfélagsins til
harðara eftirlits með at-
vinnuvegunum.
Eins og vi6 má búast eru þaö
talsmenn atvinnurekenda
sem haröastir eru i fordæmingum
sinum á hina „dauöu hönd” op-
inberra afskipta. Meöal annars er
þetta hér haft eftir Sam Tinsley,
talsmanni fyrirtækis sem Islend-
ingar ættu aö kannast mætavel
viö, Union Carbide:
„Embættismenn rlkisins þreyt-
ast ekki á aö spyrja okkur aö þvi
hvar gulleggin séu. Um leiö eru
þeir meö hinn hendinni aö kreista
lifiö úr gæsinni sem á aö verpa
þessum ágætu eggjum.”
Fréttaskýring
28.000 mannslíf
I nýlegri grein eftir Colin
Norman, sem starfar
viö Worldwatch Institute, er
ásökunum af þessu tagi svaraö
meö þvi aö visa á rannsökn, sem
hópur hagfræöinga og fræöi-
manna viö Massachuttes
Institute pf Technology, MIT, i
Boston hefur saman tekiö. Þetta
er ýtarlegasta athugun sem gerö
hefur veriö á þeim ávinningi sem
samfélögin hafa af löggjöf I
umhverfis-, heilbrigöis- og örygg-
ismálum, en öll þessi lagasetning
hefur veriö mikill þyrnir I augum
fyrirtækja, sem segja aö fram-
kvæmd henar þýöi stóraukinn
framleiöslukostnaö og þar meö aö
t.d. bandarisk framleiösla veröi
miklu slöur samkeppnisfær en sú
sem ekki þarf aö viröa lög af
þessu tagi.
Niöurstaöa MIT-hópsins er sú,
aö ávinningur af slikri löggjöf sé
mjög verulegur I samanburöi viö
útgjöld sem henni fylgja. Fram-
kvæmdir sem vinna gegn loft-
mengun spara 58 miljaröi dollara
á ári og eftirlit meö mengun vatns
aöra 10 miljaröi dollara. Hér viö
bætist, aö mengunarvarnir og eft-
irlit eru yfirleitt fjárfesting sem
aöeins einusinni þarf aö leggja i,
en ábatinn af þeim skilar sér á
löngum tima á eftir. Lög sem sett
hafa veriö um aukiö öryggi bila
hafa sparaö á aö giska 28.000
mannslif á árunum 1966-1974, og
kröfur þær á hendur lyfjaiönaöi
sem settar hafa veriö I lög hafa
hllft neytendum viö aö eyöa 100-
300 miljónum dollara á ári I
gagnslaus meööl.
Vit fyrir bílaköngum
Bflaiönaöurinn er gott dæmi um
aö afskiptasemi stjórnvalda af
framleiöslunni er ekki aöeins
góös fyrir neytendur heldur og
fyrir vökomandi framleiöslu-
grein. A miöjum sjöunda ára-
tugnum samþykkti bandariska
þingiö lög, sem skuldbundu bila-
framleiöendur til þess aö bæta
bensinnýtingu i bflum um helm-
ing og skyldi þessu markmiöi náö
á árunum 1975-85. Fulltrúar bila-
iönaöarins kvörtuöu sáran yfir aö
útgjöld viö slikar breytingar
mundu reka þá á vonarvöl. En
lögin neyddu þá samt til aö
smækka og létta bandariskan
meöalbil. Þau skref sem hafa
veriö stigin i þessa veru hafa eng-
an veginn nægt til aö konia til
móts viö eftirspurninga eftir
smábilum á timum mjög
ört hækkandi bensinverös.
T.d. hafa japanskir smá-
bflar sótt jafnt og þétt inn á
bandariska markaöinn og fram-
leiöendur i Detroit eiga i miklum
söluerfiöleikum. En þeir væru þó
miklu verr settir ef aö lög frá
þinginu, afskiptasemi hins opin-
bera, heföu ekki neytt þá til aö
hverfa inn á braut, sem þeim
fannst i skammsýni ekki vera
hagkvæm fyrir nokkrum árum.
Sýnilegt og ósýnilegt
Þaö er auövelt aö mæla útgjöld
til framkvæmda á ákvæöum laga
um umhverfismál, heilbrigöi og
öryggi þegnanna. Þaö er ljóst aö
breytingar á framleiöslu, útbún-
aöur til mengunarvarna, eftirlit
og fieira kostar allt peninga. A
hinn bóginn er sýnu erfiöara aö
mæla þaö sem vinnst viö fram-
kvæmdslikra laga — betra um-
hverfi, færri dauösföll, betra
heilsufar. En rannsókn MIT
bendir samt til þess, aö þótt menn
skoöi þetta mál aöeins frá kostn-
aöarsjónarmiöi þá fari efnahags-
legur ávinningur langt fram úr
útgjöldum.
áb endursagöi.
.J
.11
jRækjustríö milli Fær-
eyja og Grænlands
Hingaökomu áöur þúsundir manna til aö lesa óritskoöaöar greinar.
S -Jjgfíj
Wm p
Lýðræðismúrinn i Peking auður:
Kókauglýsingar í
stað veggblaða?
Lýöræöismúrinn svonefndi i
Peking hefur staöiö auöur siöan i
vetur — og nú munu senn festar
upp á hann auglýsingar, helst frá
útlendum fyrirtækjum. Má vera
aö Kókakólaskilti muni senn
hanga uppi þar sem óbreyttir
borgarar handskrifuöu áöur þaö
sem þeim lá helst á hjarta,
boöskap ýmiskonar eöa gagnrýni.
Nú I ágúst hverfa úr stjórnar-
skrá Kínverska alþýöulýðveldis-
ins „hin fjögur miklu” réttindi,
sem lúta aö málfrelsi og funda-
frelsi. Einn liöur i þeim var
rétturinn til aö setja upp vegg-
blöö.
Múr sá sem áöur var allur i
marglitum veggblöðum er nú
auöur sem fyrr segir og þar meö
eru áhugasamir lesendur órit-
skoðaðra greina lika horfnir.
Ýmsir höfunda þeirra eru og I
fangelsi, sumir án dóms og laga.
Þess I stað munu koma aröbær
auglýsingaplaköt. Mestan
áhuga hafa yfirvöld þá á þvi að fá
erlend firmu til aö auglýsa, þvi
þau eru látin borga helmingi
meira en kinversk. Eöa eins og
háttsettur kinverskur embættis-
maöur sagöi nýlega viö vestræna
viðskiptasendinefnd: „Þaö er
vinátta þjóðanna sem gefur
mestan arð”!
Japanir augiýsa i Peking segul-
bandstæki, tölvuúr og smátölvur.
Kókakóla auglýsir á Tsjangan-
götu, enda þótt sá vökvi sé enn
aöeins seldur þeim sem hafa
erlendan gjaldeyri. Má vera, aö
Kókakóla-menn séu meö auglýs-
ingum á kinversku aö spá i
framtiöina — og þvi ættu þeir ekki
að vera meö á þeim vegg sem
áður var kenndur við lýöræöi?
(byggt á DN)
Fœreyskir togarar hafa fariö fram úr kvóta sem þeim
var úthlutaður í tilraunaskyni viö A-Grœnland
Upp er að koma meiri-
háttar deila milli fær-
eyskra og grænlenskra
stjórnvalda. Ástæðan er,
að þvi er Information
Kaupmannahafnarblað-
ið segir, að þrátt fyrir
itrekuð tilmæli græn-
lensku heimastjómar-
innar hafa færeyskir
togarar haldið áfram að
„ryksuga” upp i sig
rækjur við austurströnd
Grænlands.
Enda þótt meira en tvær vikur
séu liönar siöan Færeyingar luku
viö þann kvóta sem þeir höföu
fengiö lágu enn 13 færeyskir tog-
arar viö austurströnd Grænlands
um siöustu helgi og var ekkert
sem benti til þess aö þeir ætluðu
aö hætta veiðum.
Færeysk yfirvöld visa til þess,
aö þeir hafi gert samning um
veiöar viö fiskveiöinefnd Efna-
hagsbandalagsins og sé ekkert
þak á þessar veiöar I honum.
Bæöi i Grænlandsráöuneyti
Dana og svo af hálfu fulltrúa
Grænlands á Evrópuþinginu,
Finns Lynges, hefur veriö staö-
fest, aö fyrrgreind nefnd Efna-
hagsbandalagsins hafi gert
samning um rækjuveiöar viö
Grænland, sem sé I augljósri and-
stööu viö óskir Grænlendinga.
Frá Grænlandi berast þær fregnir
aö nefnd þessi hafi ekki svo íátiö
svo lltiö aö spyrja Grænlendinga
ráöa um þessi mál, þótt hún sé
skuldbundin til þess.
Skipting kvótans
Information segir, aö enda þótt
Færeyingar kunni aö hafa form-
legu hliöar málanna I lagi, þá
veröi aö saka þá um að haga sér
gegn betri vitund.
Svo er mál meö vexti, aö i vetur
leiö ákvaö grænlenska land-
stjórnin aö hefja tilraunaveiöar á
rækju viö Austur-Grænland, og
eftir viöræöur viö dönsku stjórn-
ina var fallist á að láta bæöi fær-
eysk, norsk og dönsk skip taka
þátt i veiöunum. Norömenn voru
ekki hvað slst inni I myndinni
vegna þess aö I staöinn fengu
danskir fiskimenn um 600 veiöi-
leyfi viö norsku ströndina.
Landsstjórnin ákvaö þá, aö
Grænlendingar, Færeyingar,
Danir og Norömenn mættu veiöa
2500 tonn hver þjóö og fékk Atli
Dam, lögmaður Færeyja, ótviræö
skilaboö þar aö lútandi.
Sem fyrr segir voru Færey-
ingar búnir meö sinn kvóta fyrir
röskum hálfum mánuöi og lands-
stjórnin I Grænlandi vakti athygli
þeirra á því. Færeyingar önsuöu
þvi engu. Anker Jörgensen for-
sætisráöherra beindi þá þeim
tilmælum til Atla Dams aö veiö-
um þessum yröi hætt, en eftir aö
póiitiskir stormsveipír fóru um
lögþing Færeyja út af málinu var
veiöunum áfram haldiö
Information segir, aö siöan
hafi lögmaöur sent grænlensku
landstjórninniskeyti og boöiöupp
á viöræöur um máliö, en Græn-
lendingar hafa svaraö, aö þeir
væru þá aöeins reiöubúnir til viö-
ræöna aö veiöum sé hætt fyrst.
Danir i felum
Blaöiö telur sig vita, aö
landstjórnin I Grænlandi hafi ekki
hug á aö gera samning viö
Færeyinga til frambúöar og þyki
sem Færeyingar hafi meö fram-
feröi sinu þokaö til hliðar fyrri
áformum um samstarf um fisk-
veiöará Atlantshafi noröanveröu.
En svo viröist sem Grænlend-
ingar standi ráöalausir andspæn-
is þessum veiöum færeyskra
togara og svo viröist sem danska
stjórnin hafi meö hægö skotiö sér
út úr árekstri þeim sem upp er
kominn milli þessarra tveggja
fyrrverandi nýlenda.
Rækjan er ein helsta auölind Grænlendinga.