Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. Júll 1980. A vegum Reykjavikurborgar veröa gróöursettar I borgarlandifl um 70 þús. trjáplöntur I tilefni árs trésins. — Ljósm.: Stef. Nik. Skógræktarfélag Reykjavikur: Vaxandi áhersla á fræöslustarf Fræösiustarf er vaxandi þáttur i störfum Skógræktarfélags Reykjavikur og voru á sl. starfs- ári haldnir kynningarfundir um uppeidi trjáplantna, gróöursetn- ingu og fiutning á trjám. Félaginu berst f jöldi fyrirspurna og stööugt fjölgar heimsóknum i skóg- ræktarstööina. Rit félagsins, Skógurinn, kom út nokkrum sinn- um á árinu. Skógræktarfélgaiö stóö fyrir skógarferö i Haukadal og nokkrir félagsmenn fóru i skógræktarferö til Noregs. Félaginu voru færöar nokkrar gjafir og var þeim variö til gróö- ursetningar i Rauöavatnsstöö. I skógræktarstööinni i Fossvogi var starf meö svipuöum hætti og áöur. Til framræktunar voru gróðursettar 330 þús. plöntur. Rekstur stöövarinnar og félagsins hefur aldrei veriö jafn- hagkvæmur og 1979, segir I skýrslu félagsins, en hagnaöur varð 5,9 miljónir og var variö til uppbyggingar og endurbóta. Heildarvelta var 108 milj. Framlag Reykjavikurborgar til Heiömerkur var 37,7 milj, kr. og 35milj. króna til gróöursetningar I Breiöholtshvarf, þar sem unglingar gróöursettu um 35 þús. trjáplöntur. I Rauöavatnsstöö og Oskjuhliö var gróöursett, grisjaö, lagöir göngustigar og hreinsaö og um 90 þús. plöntur gróöursettar á Heiömörk auk þess sem þar var unniö aö endurbótum. Á þessum stöðum unnu um 370 unglingar I tvo mánuöi. Mikil vinna var lögö I aö undir- búa Ar trésins. Fólst hún f undir- búningi og aöstoö viö sjónvarps- þætti, skipulagningu sjáfboöa- vinnu i Reykjavik, allt í náinni samvinnu viö samstarfsnefnd um ár trésins. Guömundur Marteinsson, fyrr- verandi formaöur félagsins,lést á árinu og veröur honum reistur bautasteinn i Heiömörk. Núverandi stjórn er þannig skipuö: Jón Birgir Jónsson for- maöur, Lárs Bl. Guðmundsson varaformaöur, Björn Öfeigsson gjaldkeri, Ragnar Jónsson ritari, Bjarni K. Bjarnason meöstjórn- andi. Varamenn eru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Kjartan Sveinsson og Þðröur Þ. Þor- bjarnarson. Framkvæmdastjóri er Vilhjálmur Sigtryggsson. Alþjóðaheilbrigðismálastofmnin Drykkjarvatn handa öllum fyrir árid 2000 Bólusótt hefur verið útrýmt 33. ársþing Alþjóöaheil- brigðismálastofnunarinn- ar var haldið í Genf 5.—23. maí 1980. Samtökin voru stofnuð 7. apríl 1940 og Island gerðist aðili þeirra 17. |úní sama ár. Aðildar- ríkin eru nú 155. I fréttatilkynningu heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytisins um þingiö segir aö nú sé megin- áherslan lögö á aö samræma þær aögeröir sem miöa aö heilbrigöi allra jaröarbúa fyrir áriö 2000. Til aö svo megi veröa er nauösynlegt aö efla heilsugæslu um allan heim og er þaö einmitt efst á verkefna skrá stofnunarinnar um þessar mundir. Gott og öruggt drykkjar- vatn er nauösynlegt skilyröi góör- ar heilsu en langt er frá þvi aö öll heimsbyggöin njóti þeirra gæöa. Þvi telur Alþjóöaheilbrigöis- málastofnunin þaö eitt brýnasta verkefniö sem framundan er aö tryggja öllum jaröarbúum aögang aö góöu drykkjarvatni. Hafa S.Þ. sett sér þaö mark aö svo veröi áöur en þessi áratugur er á enda runninn. 1 fréttatilkynningunni segir ennfremur aö nú sé sýnt aö bólusótt hafi veriö útrýmt Ný plata frá Gunnari Þórðar: VELKOMSN TSL SAUÐÁRkkuKS : .. Veggspjaldiö frá Sauöárkróki. Krókurinn: Helga og Jóhann á „Sprengisandi” Um næstu mánaðamót er væntanleg á markaðinn ný íslensk hljómplata. Hér eru þau á ferðinni öðru sinni Helga Möller og Jóhann Helgason ásamt Gunnari Þórðarsyni. Hljómplatan heitir SPRENGISANDUR og er titillag plötunnar ,,A SPRENGISANDI" eftir Sigvalda Kaldalóns, en hér i all-nýstárlegum búningi. Alls eru 9 lög á plötunni þar á meöal hiö kunna lag Magnúsar Blöndal „Sveitin milli sanda”, tvö ný lög Jóhanns Helgasonar „Þú” og „Suöræn ást” (Ég veit þú biöur min) og lagiö „Ljós- mynd” eftir Egil Eövarösson. Onnur lög eru eftir Gunnar Þórö- arson „Nóttin er villt” „Ég sakna þln” „1 útilegu” og „Óska- stjarna”. Textar eru flestir eftir Þorstein Eggertsson. Upptökur fóru fram i RED BUS — STUDIO London og i HLJOÐRITA Hafnarfiröi. Upp- tökumaöur i London var GEOFF CALVER en hann hefur unniö áö- ur meö Gunnari ma. aö gerö slö- ari Visnaplötunnar og einnig viö upptökur á metsöluplötunni frá I fyrra LJÚFA LIF. 1 Hljóðrita voru upptökumenn þeir Gunnar Smári Helgason og Baldur Már Arngrimsson. Af hljóöfæraleikurum má nefna Richard Burgess trommur, Andy Pask bassi, Tony Sadler gitar, Chris Heaton og Chris Pareon hljómborö, Derek Watkins flugel- horn, Ron Asprey saxófónn og Lois Chardin ásláttarhljóöfæri. Þá kemur og fram strengjasveit David Katz. Aö sjálfsögöu kemur Gunnar fram sjálfur á plötunni sem gftarleikari, en hann hefur ásamt Tony Sadler annast allar útsetningar. Hljóöblöndun sáu þeir um Gunnar og Geoff Calver. Skuröur fór fram hjá PYE 1 London, pg pressun hjá CBS I Hollandi. 011 stjórn upptöku var i höndum Gunnars Þóröarsonar. Útlits- hönnun og auglýsingar annast Hugmynd h/f (Björn Björnsson/- Egill Eövarösson) og plötualbúm Bjarni D. Jónsson. Kynntur sem ferdamannabær Um þessar mundir er verið að opna nýtt tjald- svæði á Sauðárkróki. Er það á svokölluðum Flæð- um, norðan Sundlaugar- innar. Þar er upphitað hús með heitu og köldu vatni, rafmagni og salernum. Jafnframt vinnur bæjarstjórn aö kynningu á Sauöárkróki sem feröamannabæ og hefur veriö gefiö út veggspjald meö litmynd- um i þessu skyni, sem dreift veröur viöa um land og áformaö aö útbúa sérstakan feröamanna- bækling fyrir Sauöárkrók og Skagafjörö. Bæjarstjórnin kaus á sl. ári þriggja manna feröamálanefnd og veitti á fjárhagsáætlun 1980 5 miljónum króna til feröamála I bænum. Hluta upphæöarinnar var variö til tjaldstæöisins, sem Kiwanismenn i bænum hafa unniö aö uppsetningu og útbúnaöi á, og er verkinu aö kaila lokiö. Skagafjöröur er rómaður fyrir náttúrufegurö sina og sögustaöi. Byggöasafniö I Glaumbæ er fjöl- sóttasta safn sinnar geröar hér á landi. Hrikalegt og stórbrotiö landslag er i næsta nágrenni, þ.e. Tröllaskaginn, fjallgaröurinn milli Skagafjaröar og Eyja- fjaröar. Þá má ekki gleyma eyj- unum á Skagafiröi, Drangey, sem Grettir Asmundarson geröi fræga meö frækinni sundferö milli lands og eyjar, og Málmey, noröaustan viö Drangey, en þar var lengi bú- skapur. Hægt er aö komast i út- sýnisflug frá Sauöárkróki, en þaö annast Flugfélag Sauöárkróks. A Sauöárkróki er ágæt hótelaö- staöa, en auk Hótels Mælifells, sem rekiö er allt áriö, er sumar- hótel I Heimavist Fjölbrautaskól- ans. 1 vor settu JC-menn á Sauöárkróki upp skilti á tveimur stöðum viö innkeyrslur I bæinn, en þar er sýnt gatnakerfi bæjar- ins og upplýsingar um stofnanir, fyrirtæki og merka staöi. 1 tengsl- um viö þetta gáfu þeir út kort af bænum, sem viöa liggja frammi. hvarvetna úr heiminum. Hefur sjúkdómsins veriö leitaö mjög grannt sl. tvö ár en hann ekki fundist. Er þessi góöi árangur þakkaöur skipulagöri herferö Alþjóðaheilbrigöismálastofnun- arinnar gegn vágestinum. Hins vegar hetur gengiö erfiölegar I baráttunni viö malariu og ýmsa aöra hitabeltis- sjúkdóma og veröur auknu fjármagni veitt til þeirra mála á næstu árum. Þetta vandamál varðar ekki eingöngu þá, sem i hitabeltinu búa, heldur og Vestur- landabúa, sem i auknum mæli leggja leiö sina til þessara landa og eiga þvi á hættu aö mitast af þessum sjúkdómum. Noröurlöndin hafa lagt veru- lega af mörkum til þessara mála og má geta þess, aö Danir hafa lagt fram tæpan helming þess fjár, sem aöildarrikin hafa meö frjálsum framlögum lagt af mörkum til rannsókna á hita- beltissjúkdómum. Til Póllands í söngvakeppni Þau Helga Möller og Jóhann Helgason, söngvarar á met- söluplötu Gunnars Þóröarsonar, Ljúfa lif, i fyrra og á væntanlegri plötu I ágúst, Sprengisandi, munu 10. ágúst nk. halda utan ásamt Gunnari til aö taka þátt I Söngva- keppni sjónvarpsstööva I Austur- Evrópu, sem haldin veröur I Pól- landi. Svandis Sverrisdóttir lauk stúdentsprófi eftir nám á húsasmiöabraut og er hún hér meö aöalkennurum sinum I húsasmiöinni. Fjölbrautin i Breiðholtinu 5 ára Sexföldun nema og kennslurýmis I vor lauk fimmta starfsári Fjölbrauta- skólans í Breiðholti sem er nú orðin langstærsta menntastofnun þjóðarinn- ar á framhaldsskólastigi og hefur nemendaf jöldi sexfaldast á þessu árabili. Viö skólaslit rakti skólastjóri, Guömundur Sveinsson, nokkuö þróun skólastarfsins frá upphafi, en kennsla hófst 4. október 1975 með 228 nemendum. Nú fimm árum siðar eru þeir 1323 og hefur námsbrautum fjölgaö úr 12 á fjórum námssviöum i 30 námsbrautir á sjö námssviðum. Kennsluhúsnæöi hefur aukist aö sama skapi úr 11 kennslustofum i 60 ásamt kennsluaðstöðu I skóla- smiöju og kennurum hefur fjölg- aö úr 181115, en þess bera aö geta aö flestir þeirra eru stundakenn- arar. Gat skólastjóri þess aö jafn- ræöi væri milli nenendafjölgunar og aukningar kennsluaöstöö- unnar en sagöi aö hinu væri ekki aö leyna, aö skortur á vinnuaö- stööu, þjónustuaöstööu og stjórnunaraöstöðu væri tilfinn- anlegur. Innra starf skólans hefur einnig aukist og vaxiö og gat skólastjóri þess aö e.t.v. væri þaö meira en mörgum fyndist hóf aö. Kennsludeildir eru nú 15 aö tölu, en I upphafi var aöeins smár visir aö 9 slikum. Viö skólaslit fengu 125 nemendur prófskirteini l hendur og brautskráöust 47 stúdentar, á öllum sjö námssviöum skólans. Bestum árangri náöu tveir nemendur, Svandís Sverrisdóttir á tæknisviöi og ólafur Gisiason á bóknámssviöi. Svandis stundaði fyrst nám á húsasmiöabraut og lauk öllu undirbúningsnámi til sveinsprófs og á stúdentsbraut sviösins. Hún hlaut 185 einingar og 447 stig. ólafur lauk stúdents- prófi á eölisfræöibraut og hlaut hann 143 einingar og 410 stig. — AI Sendinefnd á Kvennaáratugs- ráðstefnu S.Þ. Akveðið hefur veriö aö eftir- taldir skipi sendinefnd Islands á kvennaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna, sem haldin veröur i Kaupmannahöfn 14.-30. júli n.k.: Formaöur Einar Agústsson, sendiherra, Berglind Ásgeirs- dóttir, sendiráösritari, Bergþóra Sigmundsdóttir, framkvæmda- stjóri, Guöriöur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Guörún Erlendsdóttir, dósent, Ingibjörg Hafstaö, kennari, Maria Péturs- dóttir, skólastjóri, Sigriöur Thorlacius, húsmóöir og Vilborg Haröardóttir, fréttastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.