Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júli 1980.
Kristinn marxisti er leiðtogi Zimbawe:
Þetta er kraftaverk — en
Mugabe þarf á fleiri að halda...
Sjálfstæði fagnaO: en hversu margir eru jafn þollnmóOlr og Robert
Mugabe?
Margir hafa talað um
Zimbabwe sem einskonar
undur: eftir margra ára
blóðuga styrjöld milli
sjálfstæðishreyfinga hins
svarta meirihluta og herja
hins hvíta minnihluta tókst
að koma á vopnahléi og
halda kosningar. Og sá
f lokkur og sá leiðtogi sigr-
aði í kosningunum, sem
hinir hvítu og hinir var-
færnari úr hópi svartra
foringja óttuðust mest og
höfðu útmálað öllum heimi
sem grimman ofstopa-
mann af marxísku kyni —
Robert Mugabe, leiðtogi
ZANU. Og þegar sigur var
vís gerðist hann öðrum
fremur málsvari sáttfýsi
og varfærni, svo að þeir
hvítu, — sem í ótta við eig-
inn áróður, voru farnir að
tína saman f öggur sínar og
undirbúa landflótta, —
þagna í undrun og ákveða
að hinkra við og sjá hvað
setur.
Margir fréttamenn hafa lagt
leiB sina til Zimbabwe, áöur
Ródesiu, og hafa yfirleitt svipaöa
sögu aö sejga. Þeim ber aö sjálf-
sögöu saman um aö meir en nóg
sé af neyö og misrétti í landinu,
en aö til þessa hafi þaö gengiö
vonum framar aö hefja friösam-
lega uppbyggingu i landinu. Og
athygli þeirra hefur ööru fremur
beinst aö Mugabe forsætisráö-
herra, þessum sérstæöa manni,
sem allir sýnast hafa vanmetiö,
hver á sinn hátt. Þvi i raun og
veru höföu ólíkustu aöilar veöjaö
á annan mann sem leiötoga
Zimbabwe — helsta keppinaut
Mugabes, Joshua Nkomo, sem
naut nokkurrar velvildar bæöi
Rússa og Breta, Bandarikja-
manna og þýskra sósial-
demókrata — aö ógleymdum
fjölþjóöafyrirtækjum sem eiga
fjárfestingar f landinu.
Eftir borgarastrlö: hvltur liö-
þjálfi og fyrrverandi skæruliöar.
Nkomo: margir veöjuöu á rangan
hest.
Tíu ár í fangelsi
Robert Mugabe, sem Ian
Smith, fyrrum forsætisráöherra
hins hvita minnihluta, kallaöi
„postula Satans” er trésmiösson-
ur, fæddur i fátækri byggö
Afrikumanna um 80 km. vestur af
Salisbury. Móöir hans var strang-
trúaöur kaþóliki og börn hennar
gengu á kaþólskan trúboösskóia,
sem stjórnaö var af Jesúitum.
Þau systkini bera kaþólsku kirkj-
imni vel söguna: hún hafi staöiö
meö blökkumönnum i ýmsum
þrengingum. Robert Mugabe
varö kennari og kenndi alllengi
viö kaþólska trúboösskóla. Hann
lagöi og stund á framhaldsnám i
Suöur-Afriku og Ghana, en þar
varö hann fyrir áhrifum m.a. frá
hugmyndum Kwame Nkrumah
um „afriskan sósialisma”.
Hann tók þátt i starfi
þjóöfrelsishreyfinga I Ródesiu,
var handtekinn og sat tiu ár i
fangelsum. Þann tima notaöi
hann m.a. til aö halda áfram
menntun sinni.
Sósíalismi
og trú.
1 viötali viö Mugabe, sem birt-
ist fyrir nokkru I vesturþýska
vikublaöinu Stern var hann m.a.
spuröur aö þvi hvort hann væri
enn kaþólikki,
— Ég trúi þvi aö þaö sé nauö-
synlegt aö hjálpa öörum. Þess-
vegna er ég liklega kristinn
maöur. Ég trúi þvi aö heimurinn
eigi sér upphaf, sem viö getum
kallaö guö eöa Allah, eöa sem
yöur þóknast. Ég held þaö búi
viss kraftur aö baki trú móöur
minnar sem trúir þvf aö þessi
kraftur leiöi okkur dag frá degi.
Hvaö sem þvi liöur: i mlnum
sósialisma er einnig pláss fyrir
trúarbrögö.
— Éruö þér kristinn marxisti?
— Ef aö þér viljiö endilega
slika einkunn þá er þaö svo, sagöi
Mugabe hlæjandi. Ég hefi fengiö
ákveöin grundvallarviöhorf frá
marxismanum, þvi hann er
manneskjuleg heimspeki. Land-
iö, fjöllin, fljótin, geta ekki
tilheyrt einhverjum einstakling-
um eöa einhverjum litlum hópi
manna.
Varfærni
— En hvernig koma sósialfskar
hugmyndir yöar heim og saman
viö raunveruleika landsins?
— Viö veröum aö sjálfsögöu aö
viöurkenna, aö nýlenduveldiö
hefur skiliö hér eftir frjálst fram-
tak. Ef viö viljum bátt áfram
afnema þaö kippum viö efna-
hagslegum grundvelli undan
samfélagi okkar.
Hér má skjóta þvi aö, aö ýmsir
róttækari menn i flokki Mugabes
sjálfs eru ekki beint hrifnir af
„raunsæi” af þessu tagi. En
Mugabe hefur i huga reynslu
ýmissa nágranna sinna: i
Mósambik hafa erfiöleikar
nýfrjáls rikis margfaldast mjög
viö þaö, aö umskiptin geröust
meö þeim hætti, aö allir hvitir
menn, flúöu til Portúgal og sú aö-
stoö sem Marchel forseti hefur i
staöinn fengiö t.d. frá Sovétrlkj-
unum og Austur-Þýskalandi, hef-
ur gefiö mjög misjafnan árangur.
Þvi reynir Mugabe aö haga um-
bótastarfi sinu á þann veg, aö sú
starfskunnátta sem til er i land-
inu nýtist sem best.
Samyrkja án
þvingunar
Um sósialisma I Zimbabwe
hefur Mugabe þetta aö segja:
— Hann veröur aö svara til
aöstæöna I okkar landi, og getur
þvi ekki fylgt neinu fordæmi. Ég
reyni aö setja meginstefnu mina
saman úr fjórum straumum: I
fyrsta lagi úr heföbundinni hugs-
un þjóöar minnar, sem hefur
ávallt byggt á samhjálp. Siöan
kemur hinn afriski sósialismi
Nyereres (forseta Tansanlu, sem
einnig er kristinn sósialisti),
einnig hefi ég ýmislegt frá sósial-
demókrötum i Vestur-Evrópu og
aö sjálfsögöu frá marx-leninist-
um.
Mugabe ætlar t.d. ekki aö taka
búgaröa hinna hvftu bænda
eignarnámi. En hann ætlar aö
taka miljóna hektara sem eru i
órækt, vegna þess ýmist, aö
stórjaröeigendur hafa giniö yfir
meiru en þeir gátu nýtt, eöa
vegna landflótta, og skipta þessu
milli landleysingja og atvinnu-
leysingja, sem munu starfa á
samyrkjubúum, sem skipulögö
veröi meö svipuöum hætti og
kibbúts i lsrael. Hann vill engan
þvinga til aö ganga I slikt
samyrkjubú : „Ég trúi á aö ala
upp fólk og vill engan þvinga til
neins — liklega af þvi aö ég er
fyrst og fremst kennari.
Þegar Marx setti fram hug-
myndir sinar, sagöi hann ekkert
um boö og bönn. En ýmis
kommúnistalönd eru alltaf aö
gefa fólki sinu forskrift um þaö
hvaö þaö á aö gera — þaö finnst
mér skelfilegt”, segir Mugabe.
Mugabe hefur reyndar sýnt
Sovétrikjunum og bandamönnum
þeirra mikla tortryggni — og mun
þaö bæöi tengt afstööu þeirra til
keppinautar hans, Nkomos, og
svo ýmsu sem hann reyndi þegar
hann var í útlegö I Mósambik, þar
sem Sovétmenn hafa allmikil
umsvif.
Mikið í húfi
Per WSstberg skrifar fyrir
skemmstu greinar I Dagens
Nyheter um Zimbabwe; hann
segir einnig aö i Zimbabwe hafi
gerst kraftaverk, en Mugabe
þurfi svo sannarlega á fleiri slik-
um aö halda. Borgarastriöiö
hefur veriB dýrkeypt. Fjóröi hver
maöur hefur farist, særst, eöa á
meö öörum hætti um sárt aö
binda. Fimmti hver blökkumaöur
er vannæröur aö þvi er Rauöi-
krossinn telur. 200 þúsundir
manna hafa hrakist frá heimilum
sinum. Miklum fjölda skóla hefur
veriö lokaö. Mikill fjöldi manna á
harma sinna aö hefna á mönnum
sem unnu ýmisleg bööulsverk I tiö
fyrri valdhafa. Suöur-Afriku-
stjórn mun fegin gera sitt til aö
steypa stjórn Mugabes eöa spilla
fyrir henni — þvi ef aö Mugabe
tekst aö ná árangri I þvl uppbygg-
ingarstarfi sem nú er aö hefjast,
þá veröur þar meö gefiö fordæmi
sem grefur undan kynþáttastefnu
hinna hvltu valdhafa syöst I álf-
unni. Og þá mun og vaxa sjálfs-
traust hinum ýmsu hreyfingum
þeldökkra og kynblendinga sem
eru yfirgnæfandi meirihluti Ibúa
I þvl auöuga landi. Ef aö hvitum
og svörtum tekst aö búa saman i
friöi I Zimbabwe mun sú staö-
reynd veröa hættulegri kynþátta-
kúgurum Suöur-Afrlku en sá
skæruhernaöur sem þar er nú
hafinn. AB tók saman
W&’á rfLv. 'i & Mmát!
'wwé'k
Þegar Mugabe sneri neim vissu margir ekki einu sinni hvernig hann leitút: ritskoöunin haföibannaöaö
prenta myndir afhonum.
Miövikudagur 9. júli 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Ég trúi á nauösyn þess aö menn hjálpi hver öörum.
á daaskrá
>„Ráðning hernaðarráðunauts til að hjálpa
utanríkisráðherra við að skilja NATO, er
einungis til þess fallin að njörva
utanrikisstefnuna enn fastar
við hernaðarlegan þankagang.”
U tanríkisr áðher r a
rasar um ráð fram
Jón Ásgeir
Sigurðsson.
AUJOUR LE JOUR
Pourquoi ne pas réver ?
Elle deviendrait la premiére
présidente élue démocratique-
ment dans le monde, mais
moins parce qu’elle est une
femme qu’á cause de sa cul-
ture, et, á l’issue de son élec-
tion, elle déclarerait que, si
ses concitoyens ont voté pour
elle, c'est parce qu’elle n’a
jamais été une politicienne,
qu’elle n'a jamais appartenu
á aucun parti et ne pourrait
d’ailleurs pas supporter les
régles d’un parti quel qu'il
soit. Et puis elle ajouterait
qu’elle est pacifiste et que
nous ferions mieux de dépen-
Une présidente révée
ser tout l’argent qui est utilisé
pour nous armer afin de par-
venir á un désarmement gé-
néralisé.
Un réve ?■ Pas du tout, une
réalité d'aujourd’hui puisque
celle qui parle ainsi — en
frangais et en rappelant a.u
passage qu’elXe a monté au
théátre des piéces de Sartre
et d’Ionesco, écrit une thése
sur Pierre Loti et traduit du
Giraudoux — est Mme Vigd.is
Finnbogadottir, la nouvelle
présidente de la République
islandaise.
MICHEL CASTE.
Le Monde um kjör Vigdisar:
■
! Draumaforseti
Úrslit forsetakosninganna á
j Islandi hafa vakiö mikla athygli
Imeöal Frakka, þó ekki vegna
þess aö Vigdis Finnbogadóttir
er fyrsta konan I vIBri veröld
, sem kjörin er þjóöhöföingi i lýö-
Iræöislegri kosningu heldur
miklu fremur vegna hins aö hún
hlaut menntun sinu aö nokkru
, leyti i Frakklandi og er þvi talin
Ifulltrúi franskrar menningar. A
þessum siöustu og verstu tim-
um, þegar Frakkar lita svo á aö
, tunga þeirra og menning eigi
Ialls staöar I vök aö verjast fyrir
engilsaxneskum áhrifum,
gleöja slik tiöindi hjörtu þeirra
■ meir en flest annað. Af þessum
ástæöum greip hinn kunni
blaöamaöur Ivan Levaí tæki-
færiö og haföi viötal viö Vigdisi
Finnbogadóttur i þætti sinum I
útvarpsstöðinni Europe I þegar
á miövikudaginn 2. júli. Þessir
■ þættir eru fluttir á hverjum
Imorgni aö loknum aöalfréttun-
um kl. 8, og hefur Ivan Levai'
þar viötöl viö þá menn sem helst
■ eru I fréttunum aö hverju sinni,
Iráöherra, þingmenn, verklýðs-
leiötoga, fræga listamenn o.þ.h.
Hins vegar heyrir þaö til undan-
• tekninga aö rætt sé viö útlend-
Iinga nema þeir komi verulega
viö sögu I heimsmálunum eöa i
gangi mála I Frakklandi og tali
• auk þess lýtalausa frönsku.
Ilvan Leváí spuröi Vigdisi
fyrst og fremst aö þvl hvers
vegna Islendingar heföu kosiö
■ til forsetaembættis unga konu,
Isem ekki heföi áöur komiö
nálægt stjórnmálum og talin
væri andstæöingur herstööva,
* og slöan hvort hún teldi aö þessi
Ikosning myndi hafa örvandi
áhrif á tengsl lslendingu og
Frakka. En svörin spenntu þó
• yfir talsvert meira en spurning-
I arnar sjálfar gáfu tilefni til og
viröast hafa vakiö athygli fyrir
ýmislegt fleira en lipurö I meö-
ferö franskrar tungu og jákvætt
viöhorf til franskrar menn-
ingar. t næsta tölublaöi „Le
Monde”, sem kom út eftir há-
degi þennan sama dag, var
pistillinn „frá degi til dags”
nefnilega helgaður þessu viö-
tali, og dró höfundurinn, Michel
Caste, þar saman i fáum oröum
þaö sem honum fannst vera
aöalatriöiö. Pistillinn hét
„Draumaforseti” („Présidente
de reve”) og hljóöaöi á þessa
leiö:
„Hvers vegna ættum viö ekki
aö láta okkur dreyma? Hún yröi
fyrsta konan I heiminum, sem
kosin væri forseti i lýöræöisleg-
um kosningum, en þó siöur
vegna þess aö hún er kona
heldur vegna menntunar
sinnar. AD loknum kosningun-
um lýsti hún þvi yfir aö sam-
borgarar hennar hefðu greitt
henni atkvæöi vegna þess aö
hún heföi aldrei tekiö þátt I
stjórnmálum, aldrei veriö félagi
I nokkrum flokki og gæti
reyndar ekki fellt sig viö aga
neins stjórnmálaflokks hver
sem hann væri. Siöan bætti hún
þvi viö aö hún væri friöarsinni
og okkur væri nær aö nota allt
þaö fé sem variö er til vigbún-
aöar til aö koma á almennri af-
vopnun.
Eru þetta draumórar? Alls
ekki, heldur blákaldur veru-
leiki, þvi aö sú sem mælir
þannig — á frönsku og lætur
þess getið i leiöinni aö hún hafi
sett á sviö leikrit eftir Sartre og
Ionesco, samiö ritgerö um
Pierre Loti og þýtt verk eftir
Giraudoux — er frú Vigdís Finn-
bogadóttir, nýkjörinn forseti Is-
lenskalýöveldisins”. e.m.j.
Utanrikisráöherra, Olafur
Jóhannesson, hefur látiö boö út
ganga um aö hann hyggist fyrir
hönd þjóöarinnar ráöa i sina
þjónustu hernaöarráðunaut.
Þessi fyrirætlan Ólafs er ósvifin,
bæöi vegna þess aö hann hefur
ekki kynnt hana innan rikis-
stjórnarinnar, og vegna þess aö
þjóöin (hverrar fulltrúi Ölafur
segist vera) kaus sér nýlega I for-
setaembætti Vigdisi Finnboga-
dóttur, sem er andvig hernaöar-
brölti og yfirlýstur friöarsinni.
Alltof oft hafa herstöðvaand-
stæöingar látiö i minni pokann
gagnvart klókindum hernaöar-
sinna. Þvi miður hafa margir
landsmenn stutt hernaöarbröltiö
sökum grandaleysis, barnslegrar
tiltrúar, undirlægjuháttar eða
forheimsunar.
Ráöning hernaðarráöunauts til
aö hjálpa utanríkisráöherra viö
aö skilja NATO, er einungis til
þess fallin aö njörva utanrikis-
stefnuna enn fastar viö
hernaöarlegan þankagang.
Atvinnuhermenn hafa löngum i
öllum rikjum kveöiö I kútinn lýös-
kjörna fulltr. þjóöanna i rökræö-
um um hermál. Ekki vegna þess
aö þeir hafi haft rétt fyrir sér.
Heldur einfaldlega vegna þess aö
hernaöárvélar eru langtima
stofnanir, sem auövitaö leggja
mikiö I sölurnar og standa oftast
þétt saman um aö tryggja eigin
tilveru. I þvi skyni er allt leyfi-
legt, meöal annars umsvifamikill
áróöur til aö fá andvaralausan al-
menning á band hernaöarsinna.
Fyrir nokkrum árum var sýnd-
ur i islenska sjónvarpinu banda-
riskur þáttur, geröur af CBS-
sjónvarpsstööinni þar. Kunnáttu-
menn um fjölmiölun hafa dæmt
þennan þátt bestu bandarisku
heimildarmynd ársins 1970. Þar
var skýrt frá geysilega umsvifa-
mikilli áróöursvél bandarlska
varnarmálaráöuneytisins I þágu
hernaöarstefnu.
Þátturinn „The Selling of the
Pentagon” olli miklu fjaörafoki i
Bandarikjunum, og stjórnvöld
hrundu af staö ýmsum rannsókn-
um og rannsóknarnefndum, bæöi
til aö reyna aö draga úr sann-
leiksgildi þáttarins, og ekki siöur
til aö hræöa þarlendar sjónvarps-
stöövar frá þvi aö framleiöa fleiri
þætti af þvi gagnrýna tagi.
Einhvers staöar á leiöinni milli
Bandarikjanna og tslands var
„TheSelling of the Pentagon” rit-
skoöaður. Klipptir voru burt
tveir, kaflar, annar um aftur-
haldssaman bandariskan þing-
mann á áróöurstali viö ungan
hermann sem var nýkominn frá
Vietnam. Hinsvegar voru klippt
burt niöurlagsorö umsjónar-
mannsins Roger Mudd, sem gaf
sterklega til kynna aö meö þess-
um þætti væru síöur en svo öll
kurl til grafar komin.
A baráttudegi verkalýösins, 1.
mal siðastliöinn, birtist I Morgun-
blaöinu opnugrein um lslending
sem hlotiö hefur 5 ára þjálfun I
liösforingjaskóla norska land-
hersins, Arnór Sigurjónsson lauk
þaöan þrófi i vor. Fjallar greinin
að mestu um þjálfun nýliöa I
hermennsku.
Gaman væri aö vita, hvort satt
er sem flogið hefur, aö bæöi utan-
rlkisráöuneytiö og Samtök
áhugamanna um vestræna sam-
vinnu, hafi styrkt Arnór liösfor-
ingja til náms?
Arnór sagöi viö blaöamann
Morgunblaösins (sem nefnist
„K.G.” eöa hugsanlega Kjartan
Gunnarsson) ,,..(að) þar sem viö
tslendingar réðum ekki yfir mik-
illi reynslu eða þekkingu á þeim
sviöum (þ.e.a.s. varnarmála og
herfræöi), en heföum hinsvegar
varnarsamstarf viö aöra þjóð,
teldi hann, að einhver islensk
þekking á þessum málum væri
æskileg frá sjónarmiði Islands.
Og hann sagöist vona aö einhvern
timann mundi nám hans og þjálf-
un geta nýtzt okkur á einhvern
hátt.”
Væntanlega einskær tilviljun að
Ólafur Jóhannesson fann um
sama leyti og Arnór útskrifaöist
til ákafs skorts á ráögjöf um
hernaöarleg málefni?
Hangir kannske fleira á spýt-
unni, Ólafur Jóhannesson? Eöa
hvernig má skilja þessi inngangs-
orö blaöamanns Morgunblaðsins,
aö öllum likindum skrifuö eftir aö
hann haföi kannaö hug Arnórs:
„Viö báöum Arnór aö gefa les-
endum innsýn i þann þátt þjálfun-
arinnar i hernum sem e.t.v. væri
hvort tveggja I sen erfiöastur og
fjarlægastur islenskum ung-
mennum (leturbr. JÁS).” Á aö
fara aö þjálfa Islensk ungmenni?
Kannske er þaö bara rökrétt aö
islenskur liösforingi i utanrikis-
eöa öllu heldur varnarmálaráðu-
neyti, vilji hafa sér viö hliO liö til
aö vera foringi fyrir?
Tvær spurningar aö lokum:
Hefur utanrikisráöherra kannaö
vilja þjóöarinnar i þessum efn-
um, — er ráOning liösforingjans
„æskileg frá sjónarmiöi íslend-
inga” eins og Arnór oröar þaö
sjálfur?
Hafa vinstrimenn 1 rikisstjórn
tslands bein i nefninu til aö koma
I veg fyrir þessa stórhættulegu
tilraun utanrikisráöherra til aO
binda okkur endanlega á klafa
hernaðarstefnu og vigbúnaöar-
kapphlaups, þótt enn virðist sú
tilraun kannske fremur mein-
laus?
Jón Asgeir Sigurösson.
Að Hellu um nœstu helgi
íslandsmót í svifflugi
Tólf keppendur og svif-
flugur taka þátt i Islands-
móti i svifflugi sem Flug-
málafélag Islands gengst
fyrir á Helluf lugvelli í
sumar. Mótið hefst á
laugardaginn kemur, 12.
júlí, og stendur i níu daga.
Keppendur eru eftirfarandi:
Baldur Jónsson (Speed-Astir
IIB), Garöar Gislason (LS3-17),
Kristján Sveinbjörnsson
(Vasama), Leifur Magnússon
(Ka-6E), Magnús Jónsson (SHK),
Páll Gröndal (K-8B), Sigurbjarni
Þórmundarson ( Ka-6CR ),
Sigurður Benediktsson (HP-16),
Snæbjörn Erlendsson (Ka-6),
Þorgeir Arnason (Ka-6CR), Þor-
geir Yngvason (Utu) og Þór-
mundur Sigurbjarnason (Stand-
ard Astir). Auk keppenda eru 1
hverju keppnisliöi einn til þrir
aöstoöarmenn.
Fjórar sviffluganna eru eign
Svifflugfélags Islands og ein er i
eigu Svifflugfélags Akureyrar.
Þessar svifflugur eru smiöaöar
úr tré og hafa „rennigildi” 1:25 til
1:30, þ.e. þær lækka flugiö um lm
fyrir hverja 25-30 m sem þær
fljúga, og er þá miOaO viö kyrrt
loft. Hinar sjö svifflugurnar eru I
einkaeign, þ.a. fjórar svifflugur
smiöaðar úr trefjaplasti, og er
þaö I fyrsta sinn sem slikar svif-
flugur taka þátt I íslandsmóti i
svifflugi. Þessar plastsvifflugur
hafa rennigildi frá 1:35 til 1:44.
Til aö stuöla aö jafnari keppnis-
aöstööu eru notaðir viöurkenndir
forgjafarstuölar fyrir svifflug-
urnar þegar reiknuö eru út stig i
keppninni.
Flugvélar draga svifflugurnar
á loft i 600 m flughæö þar sem
svifflugan sleppir dráttartauginni
og reynir keppandi siOan aö
fljúga þá keppnisleiö sem móts-
stjórn ákvaö fyrir þann dag. Svif-
flugurnar haldast á lofti meö þvi
aö notfæra sér hitauppstreymi, en
til þess aö þaö myndist þarf yfir-
leitt aö vera sólskin. Keppt er i
hraöaflugi á allt aö 106 km
löngum þrihryningsleiöum, eöa á
leiöum aö og frá tilteknum punkt-
um. Ennfremur er gert ráö fyrir
keppni I fjarlægöarflugi eftir til-
teknum ferlum, eöa um fyrir
fram ákveöna hornpunkta. Kepp-
endur sanna flug sitt um framan-
greinda punkta meö þvi aö ljós-
mynda þá úr lofti samkvæmt
ákveönum reglum.
Meöan á mótinu stendur veröur
einnig til afnota á Hellu-flugvelli
æfingasviffluga, tveggja-sæta
kennslusviffluga og mótor-svif-
fluga, sem hefur flug undir eigin
vélarafli.
Mótsstjóri verður prófessor
Þorbjörn Sigurgeirsson, en auk
hans eru I mótsstjórn þeir Helgi
Kolbeinsson, Höröur Hjálm-
arsson, Njöröur Snæhólm og
Siguröur H. ólafsson.