Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. Júli 1980. Yfirlit um ástand í atvinnumálum frá vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins Atvinnuárferði betra en 1979 Slœmar hotfur í fiskiðnaðinum, en í öðrum greinum er búist við góðu ástandi I. Atvinnu- leysisskráning 30. júní 1980 Samkvæmt þeim tölum, sem nú liggja fyrir um skráningu at- vinnulausra um land allt hinn 30. júní s.l., var fjöldi atvinnulausra þann dag samtals 287, 127 karlar og 160 konur. Um næstu mánaöamót á undan voru 481 skráöur atvinnulaus, 252 karlar og 229 konur. Samkvæmt þessu hefur at- vinnulausum á skrá fækkaö um 195 frá siöustu skráningu þar af hefur atvinnulausum körlum fækkaö um 125 en konum um 69. Enda þótt atvinnuleysiö hafi minnkaö á landinu þegar á heild- ina er litiö, hefur skráöum at- vinnulausum fjölgaö á nokkrum stööum frá siöustu skráningu. Þetta gildir um Akranes, Siglu- fjörö, Ólafefjörð, Keflavik og Hafnarfjörö. A þessum stööum eru nú 81 skráöur atvinnulausir á móti 22 viö næstu skráningu á undan. Orsakir þessarar aukn- ingar er aö rekja til þeirra erfiö- leika, sem steöja aö hraöfrysti- iönaöinum og leitt hafa til upp- sagna á skólafólki og ööru laus- ráönu fólki i frystihúsum á um- ræddum stöðum. Þessar upp- sagnireru aö byrja aö koma fram I tölu atvinnulausra. Veröur nánar vikiö aö þessu vandamáli siöar I þessu yfirliti. Eftir landshlutum skiptist skráð atvinnuieysi þannig 30./6. 1980: (svigatölur eru frá 31/5. 1980) Höfuöborgarsvæðiö 160 (348) Vesturland 8 ( 13) Vestfiröir 3 ( 1) Noröurland vestra 44 ( 29) Noröurlandeystra 45 ( 48) Austurland 4 ( 8) Suöurland 13 ( 25) Reykjanes 10 ( 9) Samtals (287) (481) Skráöir atvinnuleysisdagar voru 3.6101 jllni á móti 3.549 i mai. Til samanburöar má geta þess, aö I júnimánuöi árið 1979 voru skráöir atvinnuleysisdagar alls 6.803 á landinu öllu. II. Atvinnuleysi á fyrri hluta árs miðað við sama tímabil 1979 Þegar nú liggja fyrir tölur um skráö atvinnuleysi á fyrri helmingi ársins 1980 þykir rétt aö gera samanburö við skráð at- vinnuleysi á sama tima áriö 1979. A töflu 1 kemur fram hvernig skráö atvinnuleysi hefur verið i lok hvers mánaöar á 1. og 2. árs- fjóröungi hvors árs um sig. Þar kemur fram, aö hvort sem iitið e: á einstaka mánuði, hvorn árs- fjórðung fyrir sig eöa tímabiliö I heild, er skráö atvinnuleysi veru- lega minna I ár en þaö var á árinu 1979 á sama timabili. Sé litiö á báöa ársfjóröungana saman hefur skráöum atvinnu- lausum fækkaö um 1214 manns frá þvi sem var á sama tima 1979 eöa um 31%. Sem hlutfall af mannafla er skráö atvinnuleysi nú 0,4%, en var 0,7% á sama timabili 1979. Tafla 2 sýnir fjölda skráðra at- vinnuleysisdaga i hverjum mán- uöi um sig á 1. og 2. ársf jóröungi áranna 1980 og 1979. Þar kemur fram aö atvinnuleysisdögum hef- ur fækkaö i hverjum mánuöi á yf- irstandandi ári frá sama tima ár- iö á undan og I heild eru skráöir atvinnuleysisdagar á fyrri helm- ingiársins 1980 um 25000 færri en þeir voru áriö 1979 og nemur fækkunin um 37%. Niöurstaöa þessa samanburöar I heild er þvl sú aö atvinnuárferöi hafi veriö verulega betra á fyrra hluta yfirstandandi árs en þaö reyndist á sama tlmabili áriö 1979. III. Atvinnu- horfur á 3ja ársfjórðungi Þrátt fyrir þá jákvæöu þróun atvinnustarfseminnar i landinu á fyrri hluta yfirstandandi árs, sem ótvirætt kemur fram I þeim tölum, sem birtar eru hér aö framan, hefur rikt nú nokkur óvissa um atvinnuhorfur i næstu framtiö. Veldur þar mestu þeir erfiöleikar, sem nú steöja aö hraöfrystiiönaöinum I landinu og raktar eru til veröbólguþróunar innanlands, söluerfiðleika á helstu mörkuöum erlendis og þar af leiöandi birgöasöfnunar svo og til þeirra veiöitakmarkana, sem i gildi hafa veriö. Þessir aösteðjandi erfiöleikar hafa, sem kunnugt er, leitt til þess aö forsvarsmenn ýmissa frysti- húsa, viösvegar um landiö, hafa gripiö til þess aö tilkynna lokun húsanna um lengri eöa skemmri tima, ýmist I formi uppsagna á starfsfólki eöa meö þvi aö láta allt starfsfólk taka sumarleyfi sam- timis. Þaö hefur aö visu tiökast áöur hjá nokkrum frystihúsum á landinu, aö loka húsunum vegna sumarleyfa starfsfólks, en greini- lega er nú um vlötækari lokanir aö ræöa en áöur hefur átt sér staö, auk þess sem viöa hefur veriö um beinar uppsagnir aö ræöa bæöi á lausráönu og fastráönu starfs- fólki frystihúsanna. Til þess aö sýna fram á hve hér væri alvarlega vegið að atvinnu- öryggi I landinu, ef öll frystihús gripu til slikra aögeröa má benda á, aö i fiskiönaöi munu vera starf- andi um 10% af mannaflanum eöa 9-10 þúsund manns skv. opinber- um mannaflatölum. Viö þetta bætist aö á ýmsum stööum myndi ' stöövun fiskvinnslunnar valda viötæku atvinnuleysi á skömmum timá. Félagsmálaráöherra fól vinnu- málaskrifstofunni strax og vandi frystiiðnaðarins kom i ljós, aö fylgjast náiö meö þróun þessara mála um land allt, þannig aö sem best yfirlit íengist um umfang vandamálsins. Þaö hefur þó óneitanlega gert vinnumálaskrif- stofunni erfiöara um vik aö for- svarsmenn hraöfrystihúsanna hafa vikist undan þeirri laga- skyldu, aö gera aövart meö til- skildum fyrirvara, ef meirihátt- ar breytíngar I rekstri eöa upp- sagnir starfsfólks eru fyrirhugaö- ar. Er sú afstaöa meö öllu óskilj- anleg, þar sem þessum aöilum hefur veriö ljósara en flestum öörum aö sá vandi, sem nú steöj- ar aö, veröur vart leystur án opinberrar ihlutunar og þvi nauö- synlegt aö stjórnvöld fái I tæka tiö vitneskju um vandann. Þær upplýsingar, sem skrif- stofan hefur aflaö, hafa jafnharö- an veriö sendar félagsmálaráö- herra og jafnframt veriö lögð áhersla á, aö skjótra úrbóta væri þörf til aö efla atvinnuöryggi starfsfólks I fiskiönaöi. Rikisstjórnin hefur nú, sem kunnugt er, ákveöiö margháttað- ar aögerðir til stuönings frysti- iönaöinum I núverandi vanda, sem allar stefna aö þvi aö gera iönaöinum kleift aö halda áfram eölilegri framleiöslustarfsemi. Enda þótt skammt sé um liöiö frá því aö þessar ráöstafanir voru kunngeröar, hefur vinnumála- skrifstofan meö viötölum viö forsvarsmenn samtaka frystihús- anna, reynt aö meta áhrif aögerö- anna á atvinnuhorfur i næstu framtiö. Aö sjálfsögöu veröur ekkert fullyrt aö svo komnu um hver þróunin veröi á einstökum stöö- um, vegna mismunandi aöstæöna á hinum ýmsu stöðum. En þegar litiö er á frystiiönaöinn i heild er þaö mat félagsmálaráöuneytisins aö nú þegar riki aukin bjartsýni um áframhaldandi rekstur frysti- húsanna. Gera má ráö fyrir aö þau frystihús, sem hingaö til hafa þraukaö, án þess aö boöa stöövun, þrátt fyrir erfiöleika, sjá nú fram á bjartari tiö, og aö ekki komi til stöðvunar hjá þeim. Þá er ástæöa til aö ætla að ýmiss þeirra húsa, sem boöaö hafa stöövun muni stytta þann tima, sem fyrirhugaö var aö loka, enda sé ekki um hráefnisskort aö ræöa á þeim stööum. 1 þessu sam- bandi má benda á aö frystihúsin innanSH og Sambandsins hafa nú fengiö heimild til aö hefja vinnslu upp I þá viöbótarsamninga, sem gerðir voru við Ráðstjórnarrikin á dögunum. Þrátt fyrir þá bjartsýni, sem kemur fram I þessu mati, er þó ljóst aö á nokkrum stöðum, svo sem i Vestmannaeyjum, eru vandamálin þess eðlis aö vafa- laust þarf aö grlpa til sérstakra aögeröa, ef unnt á aö vera aö tryggja framhaldandi fram- leiöslustarfsemi. A öörum stööum kann nauðsynleg klössun veiöi- skipa aö seinka þvl aö unnt veröi aö starfrækja fiskvinnsluna meö fullum afköstum. En á heildina litið veröur aö vænta þess aö aögeröir rikis- stjórnarinnar komi I veg fyrir þaö fjöldaatvinnuleysi.sem yfir hefur vofaö siöustu vikur. Um atvinnuhorfur I öörum starfsgreinum er þaö aö segja aö ekki er ástæöa til þess aö ætla annaö en aö sú þróun sem átt hef- ur sér staö á fyrrihluta ársins haldi áfram á 3ja ársfjóröungi. Kannanir, sem framkvæmdar hafa veriö i iönaöi, byggingar- starfsemi og hjá verktökum, benda til meiri starfsemi á 3ja ársf jóröungi en á sama tima á síð* asta ári og aukningar frá 1. og 2. ársf jóröungi. Þetta er þó aö sjálf- sögöu aö nokkru háö því aö fisk- iönaöurinn veröi starfræktur meö eölilegum hætti. TAFLA I. Fjöldi atvinnulausra á skrá í lok mánaðar á 1 . oq 2. ársfjóðungi 1980 borið saman vió sömu tímabil 1979: 1. ársfjóróungúr: 1900 1979 m ism. Janúar 651 882 - 231 Febrúar 473 704 - 231 Mars 345 544 - 199 Alls: 1 .469 2.130 - 661 2. ársfjórðungur: Aprí 1 437 522 - 85 Maí 481 864 - 385 Júní 287 372 - 85 Alls: 1.194 1 .758 - 553 1. og 2. ársfjórðungur: 1980 1979 mism. Samtals: 2.663 3.888 - 1.214 TAFLA II. Skráóir atvinnuleysisdagar á öllu landinu á 1. og 2 . ársfjórðungi 1980 borió saman við sama tímabil 1979: 1. ársfjórðungur: 1980 1979 mism. Janúar 14.170 20.809 6.639 Febrúar 8.712 13.371 4.659 Mars 6.276 10.331 4.055 Alls: 29.158 44.511 15.353 2. ársfjórðungur: 1980 1979 mism. Aprí 1 6.291 8.190 1 .099 Maí 3.549 7.970 4.421 Júní 3.610 6.803 3.647 Alls : 13.450 22.963 9.513 1- og 2. ársfjórðungur: 1980 1979 mism. Samtals: 42.608 67.474 - 24.866

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.